Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 9
SKURINN VCRI SÆTUR EN MECINÁHERZLtN ER SAMT LðtU Á MÍÍNCHEN Kemst Island i lokakeppni Olympiuleikanna i Munchen? betta er spurning númer eitt sem islenzkir iþróttaunnendur velta fyrir sér þessa dagana. Og spurn- ing númer tvö er sú, hvort íslend- ingar vinni undankeppnina á Spáni. Það er ekki fjarlægur draumur, en ú* þvi fæst skorið i kvöld, þegar islenzka liðið mætir landsliði Búlgariu. Leikurinn hefst klukkan 20 að islenzkum tima, i San Sebastian á Spáni. A undan leik tslendinga og Búlgara i kvöld, mætast Noregur og Austurriki. Ef Noregur vinnur sinn leik, sem telja má öruggt, og okkar menn sigra Búlgariu, verða báðar þjóðirnar efstar og jafnar með 5 stig. Markahlutfall ræður hvort liöið verður sigur- vegari i milliriðlinum, en það lið sem sigrar, leikur um efsta sæti i undankeppninni við sigurveg- arana úr hinum riðlinum, mjög liklega Rússa. Markahlutfall tslendinga fyrir leikina i kvöld er 39:33, en marka- hlutfall Norðmanna er 31:25. Eins og sjá má eru hlutföllin mjög jöfn, og ef okkar liði gengur vel i kvöld, en Norðmönnum illa, eigum við stóra möguleika á þvi að komast i baráttuna um efsta sætið, en úslitaleikurinn fer fram i Madrid á Spáni n.k. laugardag. En að sjálfsögðu verður ekki lögð á það megináherzla að kom- ast i úrslitin, heldur að verða i einu af 4 efstu sætunum, en þau Ryggja sæti i lokakeppninni i Munchen i sumar. Tap fyrir Búlgariu i kvöld þýddi aftur á móti að við yrðum i þriðja sæti i riðlinum, og fengjum leik um 5 sætið i Munchen, að öllum likind- um gegn Spáni. Það yrði erfið raun. Norðmenn leggja einnig á það megináherzlu að komast til Framhald á bls. 2 að fá 12 rétta um næstu helgi, getur þvi vænst þess, að fá drjúgan skilding i aðra hönd. Þá hef ég þessi orð ekki fleiri að sinni og sný mér beint að spánni: I. CHELSEA-WEST HAM 1 Það hefur oft verið mjótt á munum á leikjum þessara ná- granna liða á undanförnum ár- um á Stamford Bridge, velli Chelsea. Nú er Chelsea i 10. sæti með 34 stig, en West Ham i 12. sæti með 29 stig. Mér finnst all- ar likur vera til þess, að Chelsea vinni þennan leik, enda hefur Hdan West Ham náð slökum árangri á útivelli, aðeins unnið 2 leiki og gert 4 jafntefli. Spá min er þvi heimasigur. 2. EVERTON-WOLVES 2 Úlfarnir unnu Everton á Goodison Park i fyrra, og nú eru þeir mun liklegri til sigurs. Úlfarnir eru nú i 5ta sæti með 40 stig, en Everton er aðeins i 15. sæti með 28 stig og þokkalegan árangur á heimavelli. Og það er meö tilliti til heimavallarins, sem gæti hugsast að Everton næði öðru stiginu, þótt ég spái hinsvegar útisigri að þessi sinni. 3. LEEDS-ARSENAL 1 Þetta verður án efa sá leikur- inn á þessum seöli, sem hvað 6. NEWCASTLE-MAN. CITY X Þetta er einn erfiðasti leikur- inn á þessum seðli og breytir þar engu um þótt Man. City tróni i efsta sæti i deildinni um þessar mundir og Newcastle sé i 11. sæti og hafi tapað á útivelli 0- 5 fyrir Liverpool um s.l. helgi. Man. City hefur ekki sótt mörg stig á St. James Park á undan- förnum árum, enda er New- castle gott heimalið. Jafntefli finnst mér liklegustu úrslitin að þessu sinni. 7. NOTT. FOR.-COVENTRY 1 Nott. For., sem nú er liklega búið að missa alla von um að halda sæti sinu i 1. deild mætir Coventry á City Ground. Þetta ereinn af mörgum erfiðum leik- jum á þessu seðli, þvi Coventry hefur aðeins unnið einn leik á útivelli i vetur og gert 5 jafn- tefli. Væri ekki bezt að gripa til tenings i sambandi við þennan leik - eða taka áhættuna og spá sömu úrslitum og i fyrra - heimasigri? 8. SOUTHAMTON- LIVERPOOL X Enn einn erfiður leikur. Southamton hefur sýnt mjög misjafna leiki i vetur og fengið á sig flest mörk allra liða i deild- inni. Enginn efast um, að Liverpool, er með beztu liðum Alan Clarke Leeds á þarna skalla í stöng í leiknum viö Tottenham um síðustu helgi. deildarinnar, en nær oft slökum árangri á útivelli og þeim hefur ekki gengið vel gegn Southamton á The Dell á undan- förnum árum. Með þau sannindi i huga set ég X við þennan leik. 9. STOKE-DERBY X Þá fáum við rétt einn leikinn, þar sem úrslit eru torráðin i meira lagi. Stoke hefur unnið Derby tvö s.l. ár á Victoria Ground með 1-0 og er þvi spurn- ingin hvað gerist nú? Hér eru allir möguleikar fyrir hendi og allir jafn liklegir, en þegar svo er vill maður freistast til að spá jafntefli og það er einmitt það, sem ég geri að þessu sinni. 10. TOTTENH AM-SHEFF. ÚTD. 1 Ég þarf ekki að taka það fram, að hér er enn einn snúinn leikur viðureignar. Tottenham tapaði siðasta deildarleik á vitaspyrnu á siðustu min. leiks- ins og tapaði aftur i Bikarnum um sl. helgi. Sheff.Utd. fer án efa að ná sér upp þegar vellirnir Framhald af bls. 2. LEIKUR DAGSINS VERUUR ÁN EFA LEEDS-ARSENAL Liðin i 1. deild hafa leikið nokkuð mismarga leiki og þvi ekki alveg hægt að átta sig á stöðu þeirra, sem skyldi, en Man. City hefur þar forystu með 49 stig eftir 34 leiki. Derby er i 2. sæti með 44 stig eftir 32 leiki og Leeds i 3ja sæti meö 43 stig eftir 31 leik. A botninum, sem fyrr er Nott. For. sem hefur hlotið 17 sitg eftir 34 leiki og Hudders- field með 20 stig eftir 32 leiki. Liklegt má telja aö þessara liða biði það hlutskipti að falla i 2. deild i ár. Um úrslitin s.l. helgi er það aö segja, að úrslit nokkurra leikja urðu á annan veg, en al- mennt var reiknað með, en á siöasta seðli voru Bikarleikir, auk leikja i 1.- og 2. deild. Fyrst komum við að jafntefli Ipswich og Southamton, en þau úrsVit sá aöeins spámaður nmans fyrir. Þá var það annað jafntefli, sem kom nokkuð á óvart, en það var milli Sheff. Utd. og Everton. Þá virðist sigur Luton yfir Burnley hafa komiö spámönn- um á óvart og þá ekki siður sig- ur Portsmouth yfir efsta liðinu Norwich, en báðir þessir siðast nefndu leikir voru i 2. deild. Það voru spámenn ensku blaðanna Sunday Telegraph og Times, sem stóðu sig bezt með 9 rétta. Þá komu Visir, Timinn, People og Mirror með 7 rétta. Viö Alþýöublaðsmenn höfnuð- um i félagsskap með hinu virta blaði Observer, News of the World og Morgunblaðir.u meö 6 rétta, en þá kom Þjóðviljinn einn á báti með 5 rétta og Sun- day Express rak lestina að þessu sinni með 4 rétta. Næsti getraunaseðill, sem er nr. 12 er erfiður i meira lagi. Það er varla að hægt sé að benda þar á öruggan leik. Sá eða sú, sem veröur svo heppinn mesta athygli vekur, enda eig- ast hér við tvö af beztu liðum Englands i dag. Leeds er nú i 3ja sæti með 43 stig, en hefur leikið færri leiki en Man. City og Derby, sem eru i efstu sætun- um. Arsenal er i 8. sæti með 37 stig eftir 31. leik, eða jafnmarga leiki og Leeds. Arsenal hefur ekki unnið Leeds á Elland Road til margra ára og á ég ekki von á öðru en að Leeds haldi upptekn- um hætti og vinni þennan leik. 4. LEICESTER-IPSWICH 1 A Filbert Street eigast við áþekk lið á laugardaginn, þar sem heimaliðið er i 16. sæti með 27 stig, en Ipswich litlu ofar með 29 stig. Hér gæti þvi orðið um jafnan leik að ræða, en ég veðja á Leicester og spái heimasigri. 5. MAN. UTD-CRYSTAL PAL. 1 Það virðist svo sem Crystal Pal. hafi góð tök á Man. Utd. á Old. Trafford, þvi i fyrra vann C.P. leikinn þar 0-1 og árið áður var jafntefli. En þar sem nú virðist heldur vera farið að rofa til hjá Man. Utd. eftir erfiðleik- ana á undanförnum vikum og Crystal Pal. er aftarlega á list- anum að þessu sinni, á ég ekki von á öðru, en að Man. Utd. vinni þennan leik og spái þvi heimasigri. 9 LIÐ ERU EFTIR I HRADMOTINU Hraðmót HKRR hélt áfram á mánudagskvöld, og eru nú aðeins eftir 9 lið i keppninni. Þrjú lið fengu sitt annað tap á mánudags- kvöldið, og eru þar með úr leik. Eru þetta Fylkir, Breiðablik og KR. Næsta sunnud. verður mótinu haldið áfram, og fara þá fram eftirtaldir leikir. Valur-Þróttur, IR-Haukar, Vikingur-Grótta, FH-Fram, Armann situr fyrir i þessari um- ferð, en i henni falla út i það minnsta tvö lið, og möguleiki á þvi að þriðja liðið falli einnig. Ahorfendur voru afar fáir i Laugardalshöllinni á mánudag- inn, milli 25 og 30, enda var sama kvöld lýsing frá San Sebastian i útvarpinu, frá leik Islendinga og Austurrikismanna. En þeir áhorfendur sem voru til staðar, urðu vitni að ágætum leikjum, betri leikjum i það heila en fyrsta leikkvöldið. Fyrsti leikurinn var milli Fram og Armanns, og var staðan eftir venjulegan leiktima 5:5. Var þá framlengt, og enn var jafnt. Þá voru tekin 5 vitaköst á lið, og skoraði hvort lið úr 4 köstum og staðan var þvi orðin 9:9, og enn ein vitakastskeppni þurfti að fara fram. Tók nú hvort lið 3 viti, skoraði úr tveim en Armann ekki úr neinu, og lokastaðan varð þvi 11:9 Fram i vil. Næst léku Þróttur og Haukar, og vann Þróttur mjög verðskuld- aö 9:5. Sömuleiðis var 11:5 sigur 1R yfir Fylki sanngjarn. Næst léku Valur og FH, og sigraði Valur 10:9 eftir mjög skemmtilega og tvisýna viður- eign. Grótta vann Breiðablik 10:4, og i siðasta leik kvöldsins sigraði Vikingur KR 10:9, og voru KR- ingar þar með úr leik. Einar Magnússon var i miklu stuði i Vikingsliðinu, og gerði hann megnið af mörkunum. Miðvikudagur 22. marz 1972 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.