Alþýðublaðið - 22.03.1972, Page 6

Alþýðublaðið - 22.03.1972, Page 6
HVAÐ GERIST i dauðanum? Lifum við áfram — eða er öllu lokið? Þessi spurning hefur vakað i hugum manna allt frá þeir komu niður úr trjánum, en fáir hafa i dag leitazt við að finna svar á visinda- legan hátt. Það stafar fyrst og fremst af þvi að menn tala yfirleitt ekki um dauðann, það er jú svo margt annað til að tala um, en þar að auki af hinu að ekki hefur verið talið hollt fyrir hinn akademiska hróður manna að vera að fikta við dulsálarfræðilegar athuganir. Samt hefur 34 ára gamall geðlæknir i Lundi i Sviþjóð. Nils-Oluf Jacobson, sett i sig kjark og birt ýmsar athyglisverðar niðurstöður af tiu ára rannsóknum. Þessi visindamaður er þeirrar skoðunar eins og fleiri visindmenn að spurningunni um lif eftir dauðann megi svara með rannsóknum. Enn hefur ekki fundizt sönnun fyrir þvi að sálin lifi af likamsdauðann, en ekkert hefur komið fram sem útilokaði það. VECUR SÁLIN GRAMM? ÆSSiaSzL mmím f/. rLi&í&m P fW/JltjsiAAz£í DAUÐINN ER EKKI PUNKTUR ÖLLU FREMUR ÞANKAS1KIK Kenningin um hið yfir- skilvitiega. t bók sinni „Lif efler döden” segir hann frá fjölda óút- skýranlegra atvika og til- rauna á rannsóknarstofum sem bókstaflega sanna að maðurinn getur tekið á móti upplýsingum sem berast honum eftir öðrum leiðum en i gegnum skilningarvitin fimm. Með öðrum orðum: þá er fleira til milli himins og jarðar en við höfum hingað til viljað vera láta. Visindamenn i öðrum lönd- um, Englandi, býzkalandi, Hollandi, Frakklandi, Banda- rikjunum og Sovétrikjunum, eru komnir að sömu niður- stöðu. Dulsálarfræði er orðin viðurkennd háskólagrein og alþjóðasamband dulsálar- fræðinga var fyrir þremur árum tekið inn i American Association for the Advance- ment of Science. bar með ætti siðasta vott- inum af efa verið bægt frá: kenningin um hið yfirskil- vitlega er orðin viðurkennd af visindunum. Og hún er ef til vill sú grein rannsókna sem þar mun taka við og visa veg sem aðrar greinar verða að gefast upp. Oft varað við erfiðleik- um. betta sem oft er kallað „yfirnáttúrulegt” á sinar eðli- legu orsakir samkvæmt við- horfum dulsálarfræðinga. Fyrirbæri þurfa ekki að striða gegn lögmálum náttúr- unnar bara fyrir þær sakir að við getum ekki skýrt þau út frá þeirri þekkingu sem við höfum i dag á náttúrulög- málunum. Sem dæmi um það hvernig menn fá stundum grun um yfirvofandi hættur án þess nokkurt eðlilegt tilefni sé til nefnir höfundur langa röð af fyrirbærum sem komu fram á undan námuslysinu mikla i Aberfan 1966. Sjötiu og sex manns kváðust hafa fengið viðvörun um hættu á undan þvi slysi sem kostaði 144 lifið. Af þessum fjölda manna virðast 34 vera með trúverðuga frásögn og fram- burði 24 er unnt að staðfesta með þvi að viðkomandi lét fyrirfram i ljós ótta sinn við annað fólk. Segja má að hættan á slysi i Aberfan var svo mikil að hún hlaut að vekja grunsemdir hjá sumu fólki. En flestir þeirra sem hér eiga hlut að máli bjuggu ekki i nágrenninu og vissu ekki hvað yfir vofði. Þegar afi kvaddi. Vi^indamenn eru komnir að þeirri niðurstöðu fyrir nokkru að fjarhrif (telepati) eða hugsanaflutningur er sann- reynd og gerist oft i sambandi við dramatiska atburði. Eftir- farandi er kallað „hreint” dæmi um fjarhrif: ,,Eg var heima i stofu föður mins og las. Allt i einu fann ég að mildur sumarblær smeygði sér inn i herbergið enda þótt gluggar væru aftur. Einhver klappaði á kinnina á mér, og það var afi sem talaði: ,,Nú fer ég”. Ég upp- lifði þetta svo sem væri það eitthvað ákaflega fagurt og nærgætið. Ég sagði foreldrum minum frá þessu, en þau voru þarna lika. bað var daginn eftir sem ég frétti að afi væri dáinn”. Hann hefur séð þann gamla. Fólk sem iðulega dreymir viðvörunardrauma verður gjarnan forlagatrúar og hagar sér i samræmi við það. En það er alltaf pláss fyrir hinn fr- jálsa vilja, segir Jacobson. bað kemur fram i eftirfarandi dæmi: Kona nokkur vakti mann sinn um miðja nótt og sagði honum að hana hefði dreymt að ljósakrónan i barna- herberginu félli niður og rotaði barnið þeirra. Maður- inn hló og hló enn meira þegar konan sótti barnið og hafði það hjá sér i rúminu. En honum varð samt bilt við þegar ljósa- krónan slitnaði niður tveimur timum seinna og lenti á tómu rúmi barnsins. Læknirinn i Lundi heldur þvi fram að látið fólk eða lifandi, ellegar fólk á banastund, sjá- ist svo oft með svokallaðri skyggni að við verðum að taka slikt inn i okkar daglega raun- veruleika. í mörgum tifellum sjá margir sömu sýnina i einu, annað hvort allir saman eða sitt i hvoru lagi og án þess að vita af hinum: Bifreiðastjóri, sem er að aka eftir þjóövegi á Skáni upp- götvar undarlega klæddan mann á vegkantinum. Hann litur um stund á manninn sem er með mikið skegg og er létt- ur i göngulagi. En allt i einu er hann horfinn eins og jörðin hafi gleypt hann. Mörgum mánuðum seinna er bifreiða- stjórinn á sömu leið, og sér þá manninn enn betur i geiranum frá billjósunum. Hann kemur á búgarð þarna i grendinni og segir hvað fyrir sig hafði borið, og þá dettur upp úr gamalli konu sem á hlýddi: Jasso, hann hefur séð þann gamla. Endurholdgun og en- durfæðing. Höfundur nefnir þrjú við- fangsefni innan dulsálarfræð- innar, þau sem kallazt geta sérstök verkefni: Sálrænar myndir þar sem fram koma myndiraf mönnum eða öðrum mótífum sem ekki voru nálægt myndatökunni og kannski ekki i neinu sambandi við hana fljótt á litið, raddir, sem ekki er hægt að skýra hvaðan kom- ið hafa, en teknar hafa verið upp á band, og svokölluð poltergeist fyrirbæri eða hreyfing hluta með hugrænum öflum. Tilfelli þessi hafa verið at- huguð án þess að hægt sé að sýna fram á hvernig þau ger- ast, og lika án þess að unnt hafi reynzt að afsanna þau. Dulsálarfræðingar halda þvi fram að svo mikið af já- kvæðum athugunum liggi fyrir um spurninguna um lifið eftir dauðann, að telja verði að allmiklar likur séu fyrir að sálin lifi hann af. 1 þvi sambandi er mikið rætt um hugsanlega endurfæðingu i nýjum likama eða kenn- inguna um endurholdgun vit- undarinnar. Mörg dæmi eru til sem þetta styðja, ekki siður frá Norðurlöndum en annars staðar frá. Aö muna fyrri jarðvist. „Vordag einn áður en ég var eiginlega orðinn nógu gamall til að tala fann ég þurrar sprungur i jarðveginn rétt utan við hús foreldra minna. Minningaleiftri brá fyrir, ég hafði séð þetta fyrr, þetta var forboði jarðskjálfta. En þetta orð gat ég ekki sagt, svo ég hrópaði: „hann hristir, hann hristir”. En enginn skildi mig. Eftirfarandi dæmi eru frá Austurlöndum nær: Tveggja ára gamall drengur var að labba úti með ömmu sinni á götu i borginni Kornay- el i Libanon. Ökunnur maður kom á móti þeim og drengur- inn tók til fótanna, hljóp til mannsins og faðmaði hann. „bekkirðu mig? spurði maðurinn. Og drengurinn svaraði: „Já, þú varst ná- granni minn”. Staðhæfing drengsins vakti mikla athygli ásamt fleira sem hann sagði. Hann fullyrti beinlinis að hann hefði lifað áður i öðru héraði landsins og gat lýst lifi sinu i smáatriðum. begar svo foreldrarnir loks létu til leiðast að fara með drenginn i það pláss þá kom i ljós að hann sagði dagsatt um persónu sem þar hafði lifað og var nýlega látin . Undirvitundin lifir áfram. Endurholdgun er aðeins einn möguleiki þess að vit- undin lifi af likamsdauðann. Að lifa likamsdauðann gerir ekki skilyrðislaust kröfu til að menn endurholdgist. Eitt af þvi sem dulsálar- fræðingar eru i erfiðleikum með er sá skilningur að hugsunin sé eiginlega ekkert annað en breytingar á efnum og rafhleðslu. 1 þessu tilfelli er raunar hlaupið yfir það, segir hinn ungi læknir i Lundi, að grund- vallarmunur er á þeim breyt- ingum sem fram fara i sjálf- um heilanum og sálrænni starfsemi i undirmeðvit- undinni. bað getur verið að sálræn starfsemi eigi sér stað eftir að heilinn er dauður, segir Jacobson. Hann meinar það sé fræðilegur möguleiki að ák- veðið starf i vitundinni geti haldið áfram. Sálin vegur 21 gramm? Læknirinn nefnir athyglis- vert atriði i sambandi við sjálft viðskilnaðar-andar- takið. Sálfræðingurinn MacDougall gerði tilraunir með það að láta fólk deyja á mjög næmri vog. Siðustu stundir lifsins kom i ljós að likaminn léttist um 28 grömm á klukkustund. En á sjálfri dauðastundinni, dauðaandar- takinu, varð þess skyndilega vart að likaminn léttist um 21 gramm. Tilraun þessi var marg- endurtekin og alltaf með lik- um árangri. Trúarbrögðin skýra dauð- ann á þá lund að sálin yfirgefi likamann. Dulsálarfræðin litur svipað á hlutina, en hefur enn ekki getað lagt fram veru- lega sterkar sannanir. Margir dæma kenninguna um að maðurinn lifi likams- dauðann fyrirfram af þvi enginn hefur komið til baka og sagt frá hvernig er að vera hinu megin. Jacobson segir þó að þessi fullyrðing sé ekki rétt þvi til sé mikið af lýsingum, sumpart frá miðlum og sumpart frá lif- andi fólki sem telur sig hafa komizt yfirum um tima, t.d. i lifshættulegum veikindum. Hvernig er hinu megin? Um hugsanalegt lif i öðrum heimi visar læknirinn til frá- sagna danska mystikersins og rithöfundarins Martinusar Thomsen. Martinus segir, að lifið eftir dauðann sé eins konar andleg veröld sem byggð sé upp af mjög fingerðum geislum og vibrasjónum. Ef dauðir menn eru i sambandi hver við annan þá gerist það beinlinis með þvi að þeir stilla sig inn á hvors annars vibrasjón. En fyrr eða siðar hættir veran að geta haldiö við upp- lifun sinni i þessari fingerðu tilveru, og þá kemst hún ekki hjá þvi að koma aftur inn á okkar svið með endurholdgun. Veran nálgast vibrasjónir hins efnislega heims, og setur sig i samband við eggfrumu og sæðisfrumu sem renna saman, enda er talið að jarð- vistin byrji á getnaðar-andar takinu. Dauöinn er ekki enda- lokin. En ef lif er eftir dauðann, spyrja þeir sem efast, hvers vegna getum við ekki fengið fyrir þvi sannanir? Orsökin er sú, segir Jacob- son, að það er nærfellt ómögu- legt að koma á sambandi milii veraldanna. Bæði er það, að afar fátt fólk nær nokkrum „merkjasendingum ” hinu megin frá, og svo hitt, að dauðir eru kannski svo upp- teknir við sinar eigin athug- anir og upplifun, að þeir hirða ekki um að láta heyra frá sér jafnvel þótt þeir hafi lofað þvi. betta veldur þvi hve erfitt er að fá sannanir fyrir kenn- ingunni um lif eftir dauðann. En eins og sakir standa eru visindin með nákvæmlega sömu sjónarmið i þessum efnum og trúarbrögðin hafa haldið fram i þúsundir ára. Dauðinn er ekki punktur, i allra hæsta lagi semikomma. (ElseSteen Hansen: Aktuelt). Sterkir bílar handa traustum bílstjórum. Þa3 er allt annað en auövelt eöa létt verk að aka stórum vöruflutningabílum, það getur hver vörubílstjóri sagt þér. Fram- leiðendur MERCEDES BENZ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að létta bílstjórum störfin. Stýrihúsiö er sérstaklega útbúið með þetta í huga. Gott útsýni, allir mælar auðlesnir, þægi- leg stýrisstaðsetning og síðast en ekki sízt, sætin sem veita bæði hvíld og öryggi. MERCEDES BENZ og vörubílstjórar . . . sterkir og traustir. MERCEDES BENZ0 Auðnustjarnan á öllum vegum RÆSIR H.F. Miövikudagur 22. marz 1972 Miðvikudagur 22. marz 1972 SIHDJI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.