Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 3
'HAFNATJÓNIÐ’ NEMUR TUG- r HASKINN VIÐ BÆJARDYRNAR Lögreglan á Seltjarnarnesi þurfti um helgina að aðstoða þrjá unglinga, sem höfðu farið út á grandann, sem gengur út af Gróttu, en unglingarnir vöruöu sig ekki á aðfallinu og voru komnir i sjálfheldu. Að sögn lögreglunnar, þarf hún oft að hjálpa fölki sem er hætt komið úti á grandanum, og eitt sinn hefur maður drukknað þar. Fleiri hafa einnig komizt i bráða lifshættu þarna, og þannig bjargaði lögreglan eitt sinn manni með tvö börn, sem stóð oröið upp i mitti i sjó, hald- andi á börnunum, og gat enga björg sér veitt. Nú er maður frá slysavarnar- félaginu á Seltjarnarnesi ávallt til taks um helgar, og hefur hann bát til umráða, og hefur nokkrum sinnum orðið að grlpa til hans. l>að eru bæði börn og fullorðn- ir sem fara i hugsunarleysi út á grandann. en hann er grýttur og illur yfirferðar og mjög hættu- legur þegar byrjað er að flæða yfir hann. Spjald með aðvörunum áletr- uðum, hefur verið komið upp þar sem farið er út á grandann, en það hefur þrásinnis verið rifið niður eða eyðilagt, og litur lögreglan þau skemmdarverk mjög alvarlegum augum, þar sem þau geta óbeint kostað mannslif. — MILUONUM Vegna lélegrar aðstöðu i islenzkum höfnum, verða islenzk fiski—og flutningaskip fyrir tug- milljóna tjóni árlega. t ræöu, sem Gunnar B. Guðm- undsson, hafnastjóri, hélt á siðasta aðalfundi Hafnasamb- ands sveitarfélaga kom fram, að mikill hluti tjóna bæði á fiski—og farskipum verði I eða við við- komur i höfnum. „Afleiðingar þessara tjóna eru SKAKKONURl Á SKÁKÞINGI Konur taka i fyrsta skipti þátt i Skákþingi islands, sem verður háð I útgarði i Glæsibæ um páskana og hefst miðvikudaginn 22. marz. Og væntanlega verður framhald á þátttöku kvenna i þessari iþrótt, þvi fslendingum stendur til boða þátttaka i sexlandakeppni i Þýzkalandi i mai, og er gert ráð fyrir að kona tefli á einu af 6 borðum land- -sliðsins. Annars er keppni í landsiiðs- flokki aðalatriðið á Skákþinginu 1972, en þar hafa rétt til keppni,- Jón Kristinsson, Freysteinn Þorbergsson, Björn Þorsteinsson, Magnús Sólm undarson, Jón Torfason, ólafur H. Ólafsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Sigurjónsson og Ólafur Magnús- son, en þessir menn keppa um titilinn Skákmeistari islands 1972, auk réttar til þátttöku i svæða- móti i Finnlandi i sumar og pcningaverðlauna. A þinginu verður einnig teflt i meistarafiokki, 1. flokki, 2. flokki, unglingaflokki og svo kvenna- flokki. Keppni i þessum greinum hefst laugardaginn 25. marz ki. 12.30, en 15 min fyrr lýkur innritun keppenda, i Útgarði. svimandi há tryggingariðgjöld, sem eru að sliga útgerðina”, sagði Gunnar. Varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort bezta tryggingin væri ekki sú að verja þessum fjármunum eða hluta þeirra tii þess að bæta hafnaraðstöðuna og koma i veg fyrir tjónin. i viðtali við Alþýðublaðið i gær sagði Gunnar, að bætt hafnar- aðstaða kæmi sér einnig vel á öðrum sviðum. Nefndi hann, að með byggingu skemmu Eimskipafélags islands á Austurbakka við Reykjavikur- höfn styttist afgreiðslutími skipa, sem eru afgreidd, svo að nærri mun láta, að flutningsafköst þeirra hafi aukizt sem sam- svaraði þvi, að nýtt skip hefði bætzt i skipastólinn. Hins vegar var byggingar- kostnaður skemmunnar um það bil helmingi lægri en andvirði nýs skips eða nálægt 75 milljónum króna. ,,Ég tel alveg tvimælalaust varðandi strandsiglingarnar, að þar hefði átt aö byrja á þvi að bæta aöstööuna a.m.k. á þeim aðaihöfnum, þar sem Skipa- útgerðin hefur einhverja verulega vöruumsetningu”, sagði Gunnar. Framhald á bls. 2 • • GJETO ^ SyÖTT „GOMLU HEHEHDURHIB STAMDA SIG EINS OG HETJUR! FYRSTU „KVOLDSTUDENT- ARNIR” ÚTSKRIFAST 1974 ,,Ég reikna með þvi, að fyrstu stúdentarnir útskrifist vorið 1974, þjóðhátiöaráriö”, sagði Guð- mundur Arnlaugsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlið, i samtali við blaðið I gær. Atti rektor þar við ncmcndur þá, sem nú lesa af kappi á kvöld- námskeiðum og hyggjast taka stúdentspróf utanskóla. Samkvæmt nýju menntaskóla- lögunum er öllum islendingum 21 árs og eldri heimilt að taka stúdentspróf utanskóla, að þvi til- skyldu, að ekki liði meira en tvö BRETINN ÞARF EKKI AD HYPJA SIG EF... i viðræðum við Breta og Vest- ur-Þjóðverja um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i haust hefur islenzka rikisstjórnin boðið þessum þjóðum að togarar þeirra fái að veiða á ákveðnum svæðum innan fiskveiðilög- sögunnar á ákveðnum timum, með þvi skilyrði aö þessar þjóðir viðurkenni iögmæti 50 milna fiskveiðitakmarkanna. Viðræðufulltrúarnir töldu sig ekki geta faiiizt á þetta, og iiggja allar viðræður þvi niðri núna. Hins vegar sagði Lúðvik Jónas Arnason fullyrðir að hann liafi á engan hátt orðið þess valdandi að Bernadetta Devlin hætti við tslandsferðina. Hann sagði blaðamönnum á fundinum með Lúðvik í gær að hann hefði ekki einu sinni talað við ,,þá ágætu konu”, hvorki nú né áöur. Jósefsson, sjá varútvegsráð- herra á fundi með fréttamönn- um i gær, að stjórnin sé reiðu- búin að halda viðræðunum áfram og vilji reyna til þrautar allar samkomulags leiðir. Hann sagði að islenzka til- boðið miðaði að þvi aö ekki þyrftu öll veiðiskip þessara þjóða að fara út fyrir landhelg- ina strax, en semja mætti um umþóttunartima. Hins vegar komu erlendu full- trúarnir fram með eins konar gagntilboð, þ.e. þeir sögöust af prinsip-ástæðum ekki geta fall- izt á viðurkenningu á fiskveiði- lögsögunni, cn það mætti kom- ast hjá átökum, ef samið yrði um hámarksafla, sem skip þeirra fengju að veiöa, ef þau fcngju þá að athafna sig að eigin vild innan 50 milna markanna, en utan 12 milna. Lúðvik sagði að sér virtist sem viðhorfum annara þjóða til landhelgismálsins mætti skipta i fernt: í fyrsta lagi eru þær þjóðir, sem lýst hafa fullum stuðningi við lögmæti útfærslunnar, og þar væri aðallega að finna þjóðir i Suður-Ameriku. Einnig mætti lita á Finna sem svo að þeir tilheyrðu þessum flokki, þar sem opinberlega hefur verið lýst yfir stuðningi Finna við málstað okkar. i öðru lagi vildi hann nefna þær þjóðir er viðurkenna okkar mál óbeint án þess aö gefa út yfirlýsingu þess efnis. Þriðji flokkurinn er svo þær þjóðir sem ckki viðurkenna réttindi okkar, en munu heldur ekki ganga á okkar hlut, og munu forðast alla árekstra. Sagði ráðherra aö sér væri kunnugt um þjóðir þar sem þeim tilmælum væri beint til skipstjóra og útgerðarmanna, að forðast verði að brjóta Is- lenzk lög, og ef togarar fari inn fyrir islenzka iandhetgi, þá verði það á ábyrgð skipstjór- anna. Ekki sagðist hann geta nefnt hvaða þjóðir þetta væru, menn yrðu að ráða það úr orð- unum. Aðspurður um hvort tilboð is lenzku stjórnarinnar nú væri ekki sama eðlis og samn- ingarnir frá 1961, sagöist Lúövfk ekki geta fallizt á það. Með undanþágu frá 12 mílunum liefðu crlend veiðiskip verið komin inn á veiðisvæði bátaflot- ans, en frávik frá 50 milunum væru frekar þolanleg. Það kom fram hjá ráöherr- anum, að skoðanaágreiningur islendinga og Efnahagsbanda- lagsþjóðanna um landhelgis- málið hefði m.a. haft þau áhrif, Framhald á bls. 2. ár milli prófa. Kvöldnámskeið hófust fyrir væntanlega þátt- takendur eftir áramótin, og eru þau haldin i Menntaskólanum við Hamrahlið. Þátttakan varð meiri en nokkurn óraði fyrir, rúmlcga 200 manns. Siðan er liðnir tæpir 2 mánuðir, og að sögn Guðmundar hefur nokkuð kvarnast úr hópnum, en ennþá eru eftir um 150 þátt- takendur. Flestir þeirra munu harðir á þvi að ljúka prófum, og ef þeir halda áfram á námskeiðunum, geta þeir fyrstu lokið stúdents- prófi vorið 1974. Guðmundur sagði, að námið væri það strangt á kvöld- námskciðunum, að ef menn misstu úr hluta vegna vinnu eða annars, væri mjög erfitt aö vinna það upp sem þeir misstu úr, yfir- ferðin væri svo hröö. Þetta væri ein aðalástæðan til þess að menn heltust úr lestinni. Námskeiðið sem nú stendur yfir, mun standa i 15 vikur, og er kennt tvo tima á kvöldi, sex daga vikunnar. Námsefnið nú er sniðið eftir 1. bekk menntaskólanna. i vor verða pröf, §vo mönnum gef- ist kostur á þvi að sjá, hvernig þeir standa sig. Flestir þeir nemendur, scm nú sækja námskeiðin, eru mjög áhugasamir að sögn Guðmundar, og þykir kennurunum ákaflega gaman að starfa við þessi nám- skeið. Kennarar eru flestir frá Menntaskólunum við llamrahlið, cn einnig eru nokkrir frá öðrum skólum. Nemendurnir eru mjög mis- jafnlega undirbúnir, sumir hafa gagnfræðamenntun, aðrir lands- próf eöa verzlunarmcnntun og Framhald á bls. 2. 'Q Miðvikudagur 22. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.