Alþýðublaðið - 25.04.1972, Side 9

Alþýðublaðið - 25.04.1972, Side 9
 |»'. . ,3L $£ áí^ ''i fMMlTIR 2 FIMM NÝIR í OLYMPÍU ÆFINGAR Landsliösnefndin i hand- knattleik valdi um helgina 5 leikmenn til viðbótar i æfinga- hópinn fyrir Ólympiuleikana. Þessir menn eru Guðjón Magnússon og Einar Magnús- son úr Vikingi, Sigurður Einarsson og Þorsteinn Björnsson úr Fram og Bjarni Jónsson úr Val. Ekki er ljóst hvort Bjarni hefur tök á þvi að æfa með hópnum, en likur eru taldar á þvi að hinir fjórir ætli sér að vera með. Æfingahópurinn verður þvi að likindum 18 manns, þvi Axel Axelsson er ennþá meiddur og Jón Hjalta- lin við nám erlendis. Jón mun hafa lýst þvi yfir að hann sé fús til þess aö æfa með hópnum í hálfan mánuð fyrir leikana. Æfingarnar eru að hefjast þessa dagana og eru þær undir stjórn Hilmars Björnssonar. ALLS STAÐAR Fimleikameistaramót Islands verður háð miðvikudagskvöldið 26. april og föstudagskvöldið 28. april n.k. i Laugardalshöllinni og hefst bæði kvöldin kl. 20.00. A miðvikudagskvöld verður keppt i skylduæfingum karla og kvenna. Stúlkurnar keppa i gólfæfing- um, sláaræfingum og stökki á hesti. Það verða 8 stúlkur, sem taka þátt i keppninni að þessu sinni, 6 frá Ármanni og 2 frá Stjörnunni i Garðahreppi. Piltarnir keppa i gólfæfingum, stökki á langhesti, æfingum i hringjum, á tvislá, svifrá og hesti. Það verða 11 piltar, sem keppa á mótinu 5 frá Ármanni og 6 frá K.R. Á föstudagskvöld kl. 20.00 verð- ur siðan keppt i frjálsum æfingum karla og kvenna i öllum framan- greindum greinum. Lögð eru saman stig i hverri grein i skylduæfingum og frjáls- um æfingum og sá sem flest stig hlýtur i hverri grein er Islands- meistari i henni. Fimleikameist- arar verði þau, sem flest stig hljóta samanlagt. Tveir lyftingamenn, þeir Guð- mundur Sigurðsson og Óskar Sigurpálsson úr Armanni taka þátt i Evrópumeistaramótinu i lyftingum sem fram fer I Rúmeniu um miðjan næsta mánuð. Með þeim fer einn fararstjóri. Um helgina lauk heims- meistarakeppninni i isknattleik, og sigruðu Tékkar i þetta sinn, eftir hörkubaráttu við Rússa. Keppnin fór fram i Tékkóslóvakiu, og var gleði heimamanna mikil eins og vænta mátti. Þess má geta, að Rússar hafa orðið heims meistarar i siðustuio skipti. UMFS verður að hliða þeim örlögum að leika i 2. deild i körfuknattleik næsta ár. Þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst lið- inu ekki að sigra HSK i siðasta Ástráður Gunnarsson IBK og Hörður Jóhannesson baráttu, en hér leikur Hörður með knöttinn. ÍA háðu oft harða Mynd: Friðþjófur. HAUKAR SKRUHI OVÆNI Fjórir leikir fóru fram i knatt- spyrnunni um helgina. Óvæntustu úrslitin urðu i leik Hauka og Breiðabliks, en þar sigruðu Haukarnis óvænt 3:1. Leikurinn var liður i litlu bikarkeppninni. Þá komu FH-ingar einnig á óvart ÞAUURDU MEISTARAR Úrslit liggja nú fyrir i öllum • flokkum Islandsmótsins i hand- knattleik. Eftirtöld félög urðu meistarar: Mfl. karla; Fram Mfl. kvenna: Valur. 1. fl. karla: Vikingur 2. fl. karla: FH 3. fl karla: FH 4, fl karla: Þróttur. 1. fl. kvenna: Valur 2. fl. kvenna Armann 3. H. kvenna: Valur Úrslit einstakra leikja verða birt siðar ásamt myndum af sigurliðunum. með þvi að gera jafntefli við landsliðið 2:2. Upphaflega átti landsliðið að fara til Vestmann- eyja, en þoka var svo mikil i Eyj- um, að ekki sást milli húsa. KR sigraði Þrótt á laugardag- inn i Reykjavikurmótinu 2:0 Mörk KR gerðu þeir Arni Steins- son og Gunnar Gunnarsson, og var mark Gunnars sérlega fall- egt. Heldur var leikur liðanna til- þrifalitill. Keflvikingar sigruðu Akurnes- inga i Litlu-bikarkeppninni, en leikurinn fór fram á Akranesi á laugardag. Það var Eyleifur Haf- steinsson, sem skoraði fyrsta mark leiksins á 13. min. eftir góða sendingu frá Haraldi Sturlaugs- syni. Jón ólafur jafnaði fyrir IBK á 18. min. eftir sendingu frá Ólafi Júliussyni og Steinar marka- kóngur Jóhannsson skoraði úr- slitamarkið á 25. min. Akurnesingar voru betri aðilinn i þessum leik og hefðu verðskuld- að bæði stigin, en mörkin sem þeir fengu á sig voru mjög ódýr. Teitur Þórðarson, Eyleifur og Jón Gunnlaugsson voru beztir hjá Akurnesingum, en Einar KNATTSPYRNAN UM HELGINA Gunnarsson, Guðni og Jón Ólafur hjá IBK. Akurnesingar unnu Keflvikinga 1 leik varaliðanna með 2-1. Litla-bikarkeppnin er nú hhlfn- uð og er staðan sú, að Keflviking- ar og Akurnesingar hafa hlotið 4. stig, en Hafnfirðingar og Kópa- vogur 2. stig. leik sínum i mótinu. Bæði KR og 1R unnu sina leiki og mætast um næstu helgi. UMFN kemur upp 1 1. deild á nýjan leik. Úrslit leikja um helgina urðu sem hér segir. 1. deild: UMFS—IS 76:70 Armann—Þór 80:69 KR—Þór 105:73 HSK—UMFS 76:74 ÍR-IS 91:64 2. deild UMFN—Snæfell Nánar á morgun. 71:39 Hlaupgarpurinn Jim Ryan hljóp ensku miluna á 3,57,1 minútum á móti um helgina, og bendir það til þess að hann sé nú að ná sér á strik. VIÐ MEGUM BARA VERA ANÆGÐIR. .. „Miðað við allar aðstæður, þá heíd ég að við megum vera nokk- uð ánægðir”, sagði Valgeir Ársælsson formaður HSl i gær, þegar iþróttasiðan innti hann eft- ir þvi hvernig honum litist á riðil- inn sem Island sendir lendir i á Ólympiuleikunum i Munchen. Og við fyrstu sýn virðist svo, að heppnin hafi verið með okkur i þetta sinn, enda þótt þung og erfið þraut verði að komast áfram i milliriðil. Erfiðustu keppinaut- arnir verða Austur—Þýzkaland og Tékkóslóvakia, en reikna verður með sigri yfir Túnis, enda þótt litið sé um getu þeirra vitað. Tvö lið úr hverjum riðli komast áfram i milliriðla, en fyrirkomu- lagið á Ólympiuleikunum verður það sama og i undankeppninni. Austur—Þjóðverja eiga tvimæla- laust á að skipa sterkasta liðinu i riðlinum, svo búast má við að keppnin um annað sætið standi milli Islands og Tékkóslóvakiu. Landslið okkar hefur yfirleitt staðið sig vel i baráttu við Tékk- ana, þótt sigrarnir séu ekki margir að státa af. Við höfum að- eins mætt Tékkum einu sinni er- lendis, á HM 1961 þegar okkar lið kom mjög á óvart með þvi að gera jafntefli 15:15. Siðan leikum við næst við þá heima 1967 hér heima, og töpum 19:19 og 14:18. 1 ársbyrjun 1969 leikum við þá aft- ur hér heima, og töpum 17:21 og 12:13. I vetur unnum við svo Tékkana eins og mörgum er enn i fersku minni. Riðlaskiptingin verður annars eins og hér segir: A—riðill: Dan- mörk, Sviðþjóð, Rússland og Pól- land. B—riðill: Austur—Þýzka- land, Tékkóslóvakia, Island og Túnis. C—riðill: Rúmenia, Vestur—Þýzkaland, Noregur og Spánn. D—riðill: Júgóslavia, Ungverjaland, Japan og USA. ROSKUN A REYKJA- VÍKURMÚTINU BIRGIR TEKUR EKKI AÐ SER FH Birgir Björnsson hefur komið að máli við iþróttasiðuna vegna skrifa sem birtust i þættinum ,,í hreinskilni sagt” á laugardaginn. I þættinum var þvi haldið fram, að Birgir hafi tekið að sér þjálfun FH fyrir næsta keppnistimabil. Birgir kvað þetta alrangt. Þetta hefði að visu komið til tals, en um enga formlega ráðningu væri að ræða, enda hefði Einar Mathiesen formaður handknattleiksdeildar FH dvalið erlendis að undan- förnu. Iþróttasiðan taldi sig hafa mjög áreiðanlegar heimildir fyrir fregninni, en svo reyndist ekki vera þegar til kom. Biður hún Birgi og aðra hlutaðeigandi vel- virðingar á mistökunum. Alls 10 cic Kolla Vegna landsliðsæfinganna 1 kanttspyrnu verður veruleg röskun á Reykjavikurmótinu I knattspyrnu. Af þeim sökum þykir rétt að birta leikskrána upp á nýtt. I kvöld fer fram einn mikilvægur leikur, Fram og Vikingur keppa klukkan 20. Allir leikirnir fara fram á Mela- vellinum. Þriðjud. 25.aprfl. Fram-Vík. kl. 20. Miðvikud. 26.april. Valur-KR kl. 20 Föstud. 28.aprll. Vik.-Þróttur kl. 20 Laugard. 29.april. Valur-Arm. kl 14. Þriðjud. 2.mai. KR-Fram kl. 20 Miðvikud. 3.mai. Vik-Valur kl 20 Fimmtud. 4.mai. Arm.-KR kl. 21 Laugard. 6.mai. Þróttur-Fram kl. 14. Þriðjud. 9.mai. Fram-Arm. kl. 20. Miðvikud. lO.mai. Þróttur-Valur kl 20 Fimmtud. ll.mai. KR-Vik. kl. 14. Laugard. 13.mai. Valur-Fram kl. 14. VIÐ ERUM BUIN AD FA NYTT SIMANUMER. ÞAÐ ER 8-66-66 Þriðjudagur 25. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.