Alþýðublaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 1
Húsgagnasmiður einn i Reykjavik hefur fengið það verk- efni aö smiða taflborð það sem þeir Fischer og Spasski munu heyja viö einvigi sitt i sumar. An efa verður allt kapp á það lagt að gera borðið sem bezt úr garði, þvi að skákeinviginu loknu hyggst Skáksamband Islands gefa Þjóð- minja safninu borðið, ásamt þeim munum öðrum, sem tilheyra ein- viginu, svo sem klukkur og tafl- menn. Að sögn Guðmundar G. Þór- arinssonar, forseta Skáksam- bandsins, er algengt að töfl frægra manna séu geymd á söfn- um, til dæmis er til á Kúbu tafl það sem þeir Capablanca og Aljekin háðu við einvigi sitt forð- um daga. Allur undirbúningur einvigisins i sumar gengur mjög vel. t mörg horn þarf að lita, og báðir kepp- endur hafa lagt fram óskalista um það hvernig þeir vilja að ein- viginu verði háttað. t gær þegar blaðið hafði sam- band við Guðmund, var hann ásamt Guðjóni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Skáksam- bandsins, að skoða ljósmyndir af stólunum, sem Fischer sat á þegar hann tefldi við Petrosjan i Argentínu. Verður siðan hérlendu fyrirtæki falið aö smiða stóla fyrir keppendur. Þá þarf áö panta nokkur sett af taflmönnum erlendis frá, og velja siðan keppendur hentugustu gerðina. Verið er að undirbúa gerð sýningartöflu, fyrirtæki hefur verið ráðið til að sjá um lýs- ingu og svona mætti áfram telja. Um helgina voru staddir hér til viðræðna um einvigið dr. Euwe forseti Alþjóða skáksambandsins og Poul Marshall lögfræðingur Fischers. 1 dag er svo væntan- Framhald á bls 2 HASSIÐ Lögregluyfirvöld hafa farið þess á leit við Kaupmanna- hafnarlögregluna, að hún yfir- heyri tvo Islendinga, sem búa i Kaupmannahöfn, vegna hass- málsins. Leikur grunur á að þeir séu milliliðir varðandi útvegun þess hass, sem smyglað var til íslands, og skýrt hefur verið frá að undanförnu. ÝMSIR LÆKNAR VERÐA YFIR- HEYRÐIR Sakadómur fékk nýverið i hendur gögn frá embætti sak- sóknara rikisins um ávisanir lækna á sterk lyf. Nú á næstunni mun hefjast dómsrannsókn vegna meints misferils ýmissa lækna og verða þá kailaðir til yfir- heyrsiu ýmsir læknar, sem liggja undir grun um frjáls- lcgar ávisanir i þessi sterku lyf- Eins og kunnugt er fer þessi rannsókn fram að ósk lækna- samtakanna sjálfra vegna mikilia skrifa um þessi mál fyrir nokkrum mánuðum. Álit fisklfræðinga ýmissa landa: ÞORSKSTOFNINN VID • • Eftir Sigtrygg Sigtryggsson. Alþýöublaðið getur nú skýrt frá þvi, aö fyrir iiggur skýrsla frá fiskifræðingum ailra þjóða, sem stunda veiðar við island, þar á meðal brezkra, þess efnis, að þorsk- stofninn við tsiand sé fulinýttur. 1 skýrslunni leggja fiskifræðingarnir til, að gerðar verði mjög róttækar friðunar- aðgerðir, meðal annars aö sókn á þorsk- stofninn veröi minnkuö um allt að 50%. Þessi skýrsla veröur væntanlega eitt okkar stærsta tromp I landhelgisvið- ræðunum við Breta og Vestur-Þjóðverja. Fiskifræðingarnir komu saman til fund- ar i Kaupmannahöfn i marz siöastliönum, og voru þá lögð drög að skýrslunni. Af tslands hálfu sat dr. Sigfús A. Schopka fundinn. A honum voru þátttak- endur frá öllum þjóðum, sem þorskveiöar stunda hér viö land. Meðal annars sátu brezkir fiski- fræöingar fundinn. Voru þeir nákvæm- lega sömu skoöunar og starfsbræður þeirra frá öðrum þjóðum. A fundi Noröaustur-Atlantshafsnefnd- arinnar sem haldinn var i London nýlega, var efni skýrslunnar birt munnlega. Var hún mikið til umræðu þar, en efni hennar var ekki gert opinbert. Aftur á móti veröur skýrsian gerð opin- ber á fundi NA-Atiantshafsnefndarinnar sem haidinn verður i Washington eftir ör- fáa daga. Niöurstöður hennar koma ef- laust til með að vekja mikia athygli, og niöurstöðurnar veröa notaðar sem eitt okkar helzta tromp i viðræöum þeim sem viö eigum i og munum eiga viö Breta og Vestur-Þjóöverja. ISLAND GJORNYTTOR Er þetta máske lausnin? Mjög mikilsvert brezkt fiskveiðitimarit Commercial Fishing, hefur á grundvelli könnunar, sem blaðiö lét gera, lagt fram stórathyglisveröar tillögur um lausn á landhelgisdeilu Islendinga og Breta. Voru þær ræddar á fundum þeim, sem Einar Agústsson, utanrikisráðherra og Lúðvik Jósefsson, sjávarútvegsráðherra, áttu með brezkum aöilum i siðustu viku og voru sum atriöi þeirra tekin til alvarlegr- ar ihugunar. Framhald af bls. 2 SVONA ERU ENDALOKIN Flattur og kominn i salt. Þaö eru örlög fisksins sem allt striðiö er um, ellegar hann hafnar undir hnifnum i einhverju frystihúsinu og þaöan iiggur leiöin i frystiklefann og þá út i heiminn aö afla gjald- 'eyris. Aliavega endar hann nær aiitaf I kvenmannshöndum hér heima áöur en hann fer á markaöinn. — Viö tókum myndina i Sænska núna fyrir skemmstu. Stóru salirnir standa þar auðir en þeir voru aö verka saitfisk þarna á neöstu hæöinni núna á vertfðinni. BUID YKKUR ENN UNDIR HÆKKUN! SEXMANNA- NEFNDIN Á RÖKSTÓLUM UM VERÐ Á LANDBÚNAÐ ARAFURÐUM Þessa dagana sitja sex menn á rökstólum og ræða um það sín á milli hvort eigi að hækka verð landbúnaðarafurða. Þess- ir sex mynda svonefnda „sexmannanefnd" Fram- leiðsluráðs landbúnaðar- ins, en hún hefur m.a. það verkefni að endurskoða verðlagsgrundvöll land- búnaðarins á þriggja mánaða fresti. — Verkið er langt kom- ið, en þó er ekki hægt að segja til um það ennþá, hver hækkunin verður, sagði Sveinn Tryggvason, formaður nefndarinnar, í viðtali við Alþýðublaðið í gær. En hann staðfesti, að um einhverjar hækkanir verði að ræða, og stafi þær af ýmsum beinum og ó- beinum kauphækkunum, sem hafa orðið undanfar- ið, svo sem vinnutima- styttingu og orlofshækk- unum, en einnig verða al- mennar kauphækkanir nú um mánaðamótin. Þama er í rauninni um að ræða beinar kaup- hækkanir til bænda. Vísitöluhækkunin, sem verður um mánaðamótin, hefur aftur á móti ekki á- hrif á verð landbúnaðar- vara fyrren T. september í haust. Hinar væntanlegu hækkanir á landbúnaðar- vörum koma ekki fram í kaupgreiðsluvísitölunni nema að litlu leyti, þ.e. hækkanir sem stafa af áburðarhækkun og flutn- ingskostnaði á honum, en allar hækkanirnar koma Framhald á bls, 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.