Alþýðublaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 5
alþýðu
útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri
Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit-
H stjórnar Hverfisgötu 8-10. Simi 86666.
VEGUR JAFNAÐARSTEFNU
Engin hugsjón i þjóðfélagsmálum hefur haft jafn
mikil áhrif á þróun samfélaga i Vestur-Evrópu og
jafnaðarstefnan, — sósíalisminn. Mest hafa áhrif
þessarar stefnu orðið á Bretlandi og í Vestur-Þýzka-
landi, en þó allra mest á Norðurlöndum. Þar hefur
engin framkvæmd verið gerð í pólitík og félagsmálum
almennt, sem ekki hefur borið eitthvert svipmót af
kenningum jafnaðarstefnunnar og hugsjónir sósialis-
mans hafa haft áhrif á framkomu allra stjórnmála-
flokka, hver svo sem staða þeirra hefur verið i stjórn-
málunum.
Island er hér engin undantekning. Að vísu hefur
stjórnmálaflokkur jafnaðarmanna hér á landi ekki
orðið eins fjölmennur og í nágrannalöndum okkar og á
það sér margar skýringar. Hins vegar neitar því
enginn, að stefnan sjálf heur ekkihaftsiðri áhrif hér en
þar. Meiri hluti landsmanna eru jafnaðarmenn í
hugsun. Öll samfélagsbygging okkar ber það greini-
lega með sér, og öllum stjórnmálaflokkunum er það
Ijóst, því allir reyna þeir að nota sér þau sannindi
sjálfum sér til framdráttar. Þess vegna umgangast
jafnvel sannfærðir hægri menn hinar einstöku
kenningar og hugmyndir jafnaðarstefnunnar með
mikilli varúð. Þeir vilja ekki hrekja fólkið frá sér.
I byrjun þessarar aldar og lengi framan af var
stjórnmálabaráttan mjög einföld og skýr. Það fór þó
ekkert á milli mála, hverjir voru lýðræðissinnaðir
jafnaðarmenn hverjir kommúnistar, hverjir íhalds-
menn og hverjir miðflokksmenn. Afturhaldið fór þá
ekki í felur né heldur hafði kommúnisminn yfir sér
neina grimu. Valkostir hins almenna kjósenda voru
einfaldir og skýrir.
Siðan hefur mikið breytzt. Hvaða flokkur vill kenna,
að hann sé íhaldsflokkur eða kommúnistaflokkur?
Séu t.d. forsvarsmenn Alþýðubandalagsins að því
spurðir hvort þeir séu kommúnistar eða ekki
kommunistar þá fást aldrei nein svör. Þeir fara bara
undan i flæmingi.
Þessar staðreyndir þekkir hver fslendingur. Hvað
merkja þær? Þær sýna svart á hvítu hvílíkan sigur
sjónarmiö lýðræðisjafnaðarmanna hafa unnið í hugum
fólksins. Andstöðuflokkar jafnaðarstefnunnar vilja
helzt ekki við sjálfa sig kannast. Þeim kærast ef fólk
heldur, að þeir séu svolítið brot af jafnaðarmönnum
líka.
En merkir þetta, að allir íslenzkir stjórnmálaflokkar
aðhyllast nú jafnaðarstefnu með einhverjum hætti, —
e.t.v. aðeins mismunandi mikið? Merkir þetta, að
enginn flokkur íhaldsmanna eða kommúnista sé leng-
ur til á Islandi? Nei, og það væri mjög hættulegt fyrir
stjórnmálaástandið á islandi og framtíð þjóðarinnar,ef
almenningur færi að trúa því.
Sjónarmiðbæði íhaldsog kommúnisma lifa enn góðu
lífi i íslenzkri flokkapólitík. Þeirra gætir enn mjög í at-
höfnum ákveðinna flokka. Þeir menn t.d. sem lutu
stjórn erlends valds i einu og öllu fyrr á árum og tóku
glaðirvið fyrirskipunum frá Moskvu um hvernig þeir
ættu að hegða sér í hverju og einu máli hafa ekki
skyndilega orðið hlutleysing jar. Síðuren svo. Þeir hafa
bara lært að fara sér hljóðlátlegar i þjónkuninni.
Þaðeru margir, einkum meðal ungu kynslóðarinnar,
sem vilja ekki trúa því, að þetta sé satt. Vonandi eiga
þeir þó ekki eftir að læra hið sanna með sama þung-
bæra hættinum og ungt fólk í sumum löndum Evrópu
hefur þurft að gera.
íslendingar hafa komizt í fremstu röð þjóða um
félagsmál, efnalega afkomu, mannréttindi og frelsi.
Þetta hefurtekizt vegna þess, að sjónarmið jafnaðar-
stefnunnar hafa haft svo yfirgnæfandi áhrif.
Vilji fólk halda áfram á þeirri braut verður það ekki
gert nema með því að efla áhrif jafnaðarstefnunnar á
þann hátt að styrkja það afl í íslenzkum stjórnmálum,
sem aðhyllist jafnaðarstefnu og ekkert annað, —
Alþýðuflokkinn.
STJÓRNIN OG HINAR
VINNANDI STÉTTIR
LEIÐRETTING
í Alþýðublaöinu s.l. laugardag
urðu leiðinleg mistök hér á 5. sið-
unni. Tvær greinar skiptu um
sess á siöunni án þess að fyrir-
sagnir fylgdu með i þeim kaup-
um. Stóðust þannig ekki á fyrir-
sagnir og efni greina.
Undir fyrirsögn um atvinnu-
málin á Norðurlandi kom þannig
grein um vandann i húsnæðis-
málunum og öfugt.
Vonandi hafa lesendur sjálfir
getað lesið i þetta mál, en blaðiö
biður velvirðingar á mistökunum.
Strax eftir að rikisstjórn Ólafs
Jóhannessonar hafði verið
mynduð gaf hún sér nafniö
„Stjórn liinna vinnandi stétta”.
Undir þvi nafni vildi hún gjarna
ganga.
Frá þeirri stundu hefur rikis-
stjórnin ekkert tækifæri látið
ónotað til þess að heimta stuðning
frá hinum vinnandi stéttum i
landinu. ótal sinnum hafa stjórn-
arflokkarnir gert samþykktir og
ályktanir um, að nú verði launa-
stéttirnar i landiuu að standa
vörð um rikisstjórnina vegna
þess, að hún væri „þeirra” stjórn.
Ifvað eftir annað hafa stuðnings-
menn stjórnarinnar bæði innan og
utan raða verkalýðshreyfingar-
innar látið i það skina, að al-
þýðusamtökin verði að standa að
baki stjórnarinnar, styrkja hana
og styðja vegna þess, að hún væri
stjórn verkalýðsins. „Þið eigið að
vera vinir okkar”, hafa stjórnar-
sinnar hrópað i sifellu til launa-
fólksins i landinu.
En hvers konar vinátta er það,
sem ekki er reist á gagnkvæmu
vinfengi I raun. Hvernig stendur á
þvi, að jafnm mikið og oft, sem
stjórnarherrarnir og þeirra
stuðningsmenn hafa krafið
verkafólk um stuðning við rlkis-
stjórnina, þá skuli þeir aldrei
hafa krafið rikisstjórnina um
stuðning við verkafólkið? A
verkafólkið bara að vera til fyrir
stjórnina, en ekki stjórnin fyrir
verkafólkið?
Þessa kenningu þekkjum við
mætavel úr kommúnistarikj-
unum austan járntjalds og annars
staðar, þar sem „alþýðustjórnir”
sitja við völd. A nú að fara að inn-
leiða þá liina sömu kenningu hér?
Á sama hátt og stjórnarherr-
arnir I kom múnistarikjunum
segja við fólkið þar: Okkar stjórn
starfar fyrir alþýðuna af því hún
heitir „alþýðustjórn” og þess
vegna á alþýðan að styðja hana,
ætia þá nýbakaðir íslenzkir
stjórnarherrar að segja með
sama hætti: Okkar stjórn starfar
fyrir launastéttirnar af þvi hún
heitir „stjórn hinna vinnandi
stétta” og þess vegna ber launa-
stéttunum að styðja hana .
Þarf rikisstjórn þá engin verk
að vinna til þess að geta kennt sig
við vinpandi stéttir? Er nóg að
ráðherrarnir skiri sjálfa sig i
þeim efnum? Hafi þeir gefið
sjálfum sér slika nafngift á þá is-
lenzk verkaiýðshreyfing avallt að
koma hlaupandi detti ráðherr-
ununt náðarsamlegast i hug að
blistra?
Aldeilis ekki!
Það þarf meira cn litið til þess
að islenzkar launastéttir viður-
kenni rikisstjórn sem „sina”
stjórn. Og núverandi rikis-
stjórnhefur, þrátt fyrir allt mál-
skrúðið, gert miklu meira á móti
verkalýðsstéttunum en með. Sú
vinátta, sem ráðherrarnir vilja
gjarna telja sjálfum sé rog öðrum
trú um að riki á milli þcirra og
launastéttanna i landinu hefur
verið ákaflega einhliöa — hafi
hún þá nokkur verið.
Saga afskipta rikisstjórnar-
innar af hagsmunamálum hinna
vinnandi stétta i landinu stað-
festir þetta. Það er með ólik-
indum, hvað rikisstjórnin hefur
getað gert til meins við vcrkafólk
á stuttum valdatima. Rifjum upp
nokkur atriði.
Samningamálin
i málefnasamningnum, sem
birtur var strax i sumarbyrjun
1971, við valdatöku rikisstjórn-
arinnar, gaf hún verkalýðshreyf-
ingunni mörg fyrirheit. Allir töldu
einsýnt, að þau fyrirheit væru
gefin i sambandi við nýja kaup-
gjaldssamninga, sem i hönd fóru
um haustið. Þarna væri rikis-
stjórnin að sýna, hvaða hlut hún
vildi að verkalýðshrcyfingin bæri
úr býtum við þá samningagerð.
l.oforð r ik iss t jór na r inna r
nægðu verkaiýðshreyfingunni.
Kröfur sinar mótaði hún i öllum
meginatiiðum eftir þeim. Þá átti
eftirleikurinn að vera auðveldur.
i hönd farandi samningar áttu
samkvæmt öllum horfum að vera
EFTIR HELGINA
Sighvatur Björgvinsson skrifar:
þeir auðveldustu, sem islenzk
verkalýðshreyfing hafði lagt út i.
Ilún átti að eiga stuðning rikis-
stjórnarinnar visan.
En svo var aldeilis ekki. Þratt
fyrir öll fyrirheit rikisstjórn-
arinnar hrást hún verkalýðs-
hreyfingunni strax á fyrsta degi
samningaviöræðnanna. Þcgar
atvinnurekendur sögðu nei, þá
hljópst rikisstjórnin undan
merkjum og neitaði að efna orð
sin við verkaiýðshreyfinguna,
eins og henni var þó i lófa lagið
að gera.
l'annig upphófst samningaþóf,
sem stóð i fleiri inánuði. I>að var
sök rikisstjórnarinnar. Með þvi
einu að standa við orð sin liefði
hún getað leyst málin strax á
fyrsta degi.
En það er ekki rétt að segja, að
rikisstjórnin hafi látið málið með
öllu afskiptalaust. Með sifelldum
vifilengjum tókst hcnni að teygja
verkalýðshreyfinguna i samn-
ingaþófi viku cftir viku. unz. svo
var komið, að ef Inin ætlaði að
standa fast á sinu varð luiii að
gripa til verkfalls um jól. Sú
staða, sem rikisstjórnin hafði
þarna teflt verkalýðshreyf-
ingunni i, varð til þess að hún
ákvað að sætta sig við hátfkaraöa
samningagerö og er það ekkert
leyndarmál, að jafnvel hörðustu
stuðningsmenn rikisstjórnar-
innar i samninganefnd verka-
lýðsfélagannna gengu að þvi
verki bitrir i skapi.
Það kom líka i Ijós, að loka-
samningsgerðin var langt undan.
Enn var hægt að teygja og toga
verkalýðshrcyfinguna um
langan veg.
Það liðu þvi margir mánuðir
frá þvi samningaviðræður hófust,
og þar til vcrkafólkið fékk kaup-
hækkun i hendurnar. Sá dráttur
skrifast allur á reikning rikis-
stjórnarinnar, sem i samninga-
gerðinni i haust og vetur sveik
verkalýðshrey finguna með
ódrengilegasta hætti.
Næstu afskipti rikisstjórnar-
innar af samningamálum iauna-
stétta var svo að neita öllum við-
ræðum við BSRB um launamál
opinberra starfsmanna. Sú af-
staða er einsdæmi i samskiptum
rikisvaldsins við starfsfólk sitt.
Ekki var rikisstjórn Ólafs
Jóhannessonar neitt sérstaklega
vinsamleg hinum vinnandi
stéttum i þessum athöfnum
siinim.
Skattamálin
Þá hefur rikisstjórnin látið gera
viðamiklar breytingar á skatta-
kerfinu. Voru þær gerðar með
hagsmuni launafólksins fyrir
augum? Nei, langt i fra.
Það skal að visu viðurkennt og
fyrir það þakkað, að verkamaður,
sem þiggur laun skv. allra lægstu
Dagsbrúnartöxtum og vinnur að-
eins dagvinnu fær einhvcrja
skattalækkun. En vinni hann tals-
verða aukavinnu, eins og flestir
gera, hækkar hann i sköttum. Og
sé hann ibúðareigandi, eins og
85% islenzkra fjölskyldufeðra, þá
þarf hann eftir breytinguna að
horga tvöfalt hærri fasteigna-
gjöld af ibúð sinni.
Eg a'tla ekki að fara að endur-
taka það, seni áður hefur oft verið
sagt i Alþýðuhlaðinu, um aukna
skattlagningu á hinar ýmsu
launastéttir skv. iiýjum lögum.
I>ar hækka skattarnir bæði i
krónutölu og i hliitlnlli af launum.
Eg læt mér na-gja að eiiiluríaka
þá fullyrðingu, sem hefur ekki
vcrið og verður ekki hrakin, að
með skattahreytiiigiinuin hafi
rikisstjórnin hækkað stórlega
allar álögur á venjulegt launafólk
i landinu.
Ekki var rikisstjórnin þar sér-
slaklcga vinsamleg vinnandi
ettu m.
Verölagsmálin
Þriðja atriðið, sem skiptir vinn-
andi fólk miklu rnáli fyrir utan
samningamál og skattamál eru
verðlagsmálin. Hvernig hefur
rikissljóriiin staðið þar i stykkinu
úl frá sjónarmiöi launaflokksins?
Þarfiaust er fyrir mig að rekja þá
sögu langa. Sérhver húsmóðir og
þá ekki sizt húsmóðir á hcimili
launamanns, sem hefur litið
handa á inilli, veit svarið.
Staðreyndin er sú, að rikis-
stjórnin hefur svo gjörsamlega
gefiz.t upp við að standa gegn
vcröhækkanaflóöi og verðhólgu,
að l'á eða engin dæmi eru sliks. A
nokkrum mánuðum hefur flest
það hækkað, sem liægt er að
hækka, og sumt oftar en einu
sinni. Og enn meiri hækkanir eru
á leiðinni.
Kauphækkunin , sem launþegar
fengu með samningunum i haust,
er þannig liingu fokin i v.erðhækk-
iinarstorminum. Rikisstjórnin
hefur tekið riisklega 5 visitölustig
al verkafólki. (ierði hún það
vegua vináttunnar við hinar vinn-
andi stettir?
En livað um réttindi verka-
fólksins i þjóðfélaginu. llvernig
stendur rikisstjórnin vörð um
þa u ?
I>ar ætlar hún mikið að gera.
En hvað uni framkvæmdina?
Skömmu fyrir þinglok var t.d.
lagl fram á Alþingi stjórnarfrum-
varp um brcytingar á lögum um
Eramleiðsluráð landbúnaðarins.
Þar gerði ríkisstjórnin ráð fyrir
þvi, að ákvæðum yrði breytt um
skipan ráðsins, sem m.a. ákveður
verð á landhúnaöarafurðum. Og
hreytingin á að vera á þá lund, að
neytendur, sem um árabil hafa
fengið að hafa i nefndinni fulltrúa
til þess að verja neytendasjónar-
miðin gegn verðhækkunarstefnu
annarra, eru sviptir þeim fulltrúa
sinuin. l>að var réttarbótin!
l>á felur frumvarpið einnig i
sér eina verðhækkunina enn á
landbúnaðarafurðum sem á að
koma þannig fram, að neytendur
ciga að borga i hækkuðu vöru-
verði þann kostnaö sem i þarf að
leggja til endurnýjunar á slátur-
húsum og m jólkurstöðvum.
Bændurnir sem eiga þessi fram-
leiðslutæki , eiga ekki að horga
brúsann af endurnýjun þeirra.
Framhald á bls. 4
ER NÓG AÐ RÍKISSTJÓRN SKÍRI SJÁLFA SIG?
Þriðjudagur 30- maí 1972