Alþýðublaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 7
m ■ 1 m - Æ % jBwMk v £ { ir “ Vffgm dHT ií /*> 1 1 frjPHi $ cl • i >v & Tvær brasilískar bregða sér hingað á hátíðina Listahátíð í Reykjavtk 1972 hefst nú eft- ir tæpa viku, á sunnudaginn kemur, og stendur i 10 daga. Á þessum tíma verður margt að sjá og heyra viðsvegar um borgina í flestum helztu samkomuhúsum og sýningarsölum, alla dagana. Þessi hátíð er einkanlega hugsuð fyrir íslendinga þó hún sé að visu um leið hin prýðilegasta landkynning. Nokkuð hefur líka verið um, að útlendingar pöntuðu miða á hin ýmsu atriði: talsvert hefur borizt af pöntunum frá Bretlandi og svo nokkuð frá Bandaríkjunum, en það fólk virðist þó helzt vera viðdvalar farþegar. þe. ætlar að stanza daglangt og sjá og heyra það sem það kemst yfir á lista- hátíðinni. Þá er von á tveimur kven- mönnum alla leið frá Brazilíu. Sem dæmi um þá athygli, sem hátíðin hefur vakið erlendis má geta þess, að Paris Match verður hér með mann eða menn, svo og ýms önnur erlend blöð. Kostnaður af Listahátíð er áætlaður um 15 milljónir króna, en miðaverð í algjöru lágmarki, enda vekur það furðu þeirra útlendinga, sem hingað ætla að koma. Á öll sýningaratriði þar sem erlendir listamenn koma fram var fyrir helgi búið að taka frá allt að helming aðgöngumiða og stundum betur. Þá var uppselt á Steins Steinars dagskrána. Áður en við snúum okkur að því að at- huga hvað gerist á hátíðinni má kannski geta þess sérstaklega, að Sögusinfónía Jóns Leifs verður nú færð upp eins og hún leggur sig í fyrsta skipti í ein 20 ár. Það er í frásögur færandi, að auk venju- legra hljóðfæra fá menn þarna að heyra hljóðið i fornaldarlúðrum, skjöldum, steðjum og steinum af ýmsum stærðum. „ÆÐISGENGNASTA KLAPP ÁRSINS” YAR SAGT EFTIR FRUMRAUN ANDRÉ WATTS Á Listahátið koma fram margir þekktir listamenn, innlendir og erlendir, leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar, auk þess sem allmargir myndlistarmenn mjög þekktir hér á landi, og er þvi ástæða til að kynna stuttlega þá sem okkur tókst að afla upplýs- inga um i siðustu viku. bess skal getið, að hygmyndin er að kynna lika að minnsta kosti hina yngri islenzku listamenn sem fram koma, og það sem þeir hafa fram að færa á hátiðinni, á næstu dögum (svo framarlega sem hægt verður að ná tali af þeim öllum, þvi vitaskuld hafa þeir óskaplega mikið að gera ein- mitt þessa dagana). John Shirley-Quirk Brezki söngvarinn John Shirley-Quirk er talinn i fremstu röð baritónsöngvara nútimans og mjög eftirsóttur af helztu hljóm- sveitum veraldar og stærri tón- listarfélögum. Hann vákti fyrst heimsathygli þegar hann söng með „English Opera Group”, þar sem hann söng aðalhlutverkin i kirkjuóperum Brittens, og nú vinnur Britten að smiði óperu, sem er beinlinis samin fyrir John Shirley-Quirk og á að frumfíytja að ári. Ariö 1969 hóf hann að syngja með skozku óperunni og söng þar m.a. Don Alfonso i Cosi fan tutte. t>á hefur hann sungið i sjónvarpi á Bretlandi i Billy Budd og Eugene Onegin, sömuleiðis söng hann i Owen Wingrave, óperunni sem Britten samdi að beiðni BBC og var sjónvarpað samtimis um alla Evrópu. Nýlega söng John Shirley-Quirk i h-mollmessu Bachs með Chicaco sinfóniuhljómsveitinni, og með sömu hljómsveit söng hann i War Requiem eftir Britten. 1 San Fransisco söng hann Des Knaben Wunderhorn, og með Ormandy Filadelfiuhljómsveit- inni söng hann i Mattheusar- passiu Bachs. Hann syngur einnig reglulega i Madrid, Stokkhólmi, Berlin, Munchen og Vin. John Williams John Williams er rúmlega þritugur Ástraliumaður, og byrjaði að leika á gitar sjö ára gamall. Þegar fjölskyldan fluttist til Lundúna árið 1952 kynntist hann spænska gitarsnillingnum Sego- via og sótti tima hjá honum. Samkvæmt meðmælum hans hlaut Williams fimm ára styrk við Accademia Musicale Chigiana di Siena á ttaliu. og þar hélt hann siöar fyrstu einleiks- tónleikana, sem haídnir hafa ver- ið af námsmanni við þann skóla. Þegar hann kom til Englands aft- ur stundaði hann framhaldsnám við Royal College of Music og lagði stund á tónfræði og pianó- leik jafnframt gitarnum. „Gitarinn hefur eignazt prins i tónlistarheiminum” skrifaði Segovia eftir fyrstu tónleika Williams árið 1958. Arið 1960 hélt hann tónleika i Paris og Madrid, og með þessu var frægðarferill hans hafinn. Siðan hefur Williams farið i tónleikaferðir til Sovétrikjanna, Japan og Bandarikjanna, en þangað hefur hann siðan farið i reglulegar tónleikaferðir. Hann hefur leikið óhemjumikið inn á plötur, þ.á.m. alla gitarkonserta. En Williams heldur sig ekki eingöngu við klassikina, hann hefur m.a. oft leikið fyrir Ronnie Scott’s Jazz Club. Þá má nefna.að mörg tónskáld hafa samið fyrir Williams þ.á.m. spænska tónskáldið Torroba. Stephen Dodgson samdi „Partita” fyrir hann, og fyrir skömmu frumflutti hann Gitar- konsert eftir André Previn með London Symphony Orche^tra, undir stjórn höfundar. André Watts André Watts vakti fyrst heims- athygli i febrúar 1963, þegar hann var á sautjánda ári, og það var Leonard Bernstein sem kynnti hann fyrir sjónvarpsáhorfendum á Tónleikum unga fólksins. Leikur hans vakti þvilika athygli að nokkrum dögum seinna var hann beðinn að hlaupa i skarðið fyrir Glenn Gould, sem veiktist skyndilega á áskriftartónleikum New York Philharmonic Orchestra. „Æðisgengnasta lófa- tak ársins”, sagöi eitt stórblaö- anna eftir tónleikana. André Watts hélt áfram háskólanámi sinu en skrapp þó i stuttat tónleikaferðir, og „sigraði Berlinarbúa með gáfu sinni og yfirþyrmandi krafti”, að söng Der Telegraf, i einni ferðinni. Skömmu siðar hófst sigurganga hans um Munchen, Milano, Aþenu og Theran, en henni lauk i New York þar sem Harold Schon- berg skrifaði i New York Times: „Hann hefur þroskazt i rétta átt, brætt saman tækni og gáfur. Þessi flutningur á B-dúr konsert Brahms skipaði Watts i flokk úr- vals pianósnillinga vorra daga”. Þennan sama konsert leikur Watts á lokatónleikum Lista- hátiðar i Reykjavik i Laugardals- höllinni. Nú hófust reglulegar tónleika- ferðir Watts, og sem dæmi um þær undirtektir sem hann fékk má nefna, að Nixon Bandarikja- forseti valdi hann til að leika fyrir gesti sina þegar hann tók við embætti i janúar 1969. Nú er svo komið, að panta verð- ur Watts til tónleika tvö ár fram i timann, og er það þvi hin mesta heppni að fá hann til að leika á Listahátið i Reykjavik. Ase Kleveland og William Clauson Ase Kleveland hélt tónleika i Norræna húsinu fyrir ári, og komust þá færri að en vildu. Nú syngur hún þjóðvfsur, ástarvisur og baráttusöngva á Listahátið, við undirleik Svians Williams Clauson. Kleveland er norsk að uppruna en fædd i Stokkhólmi, 23 ára að aldri og þekkt um öll Norðurlönd sem framúrskarandi skemmti- kraftur, bæði á leiksviði, i tón- leikasal og i sjónvarpi. William Clauson er meðal allra vinsælustu skemmtikrafta i Svi- ' þjóð og er mjög fjölh. maður. Hann syngur, leikur á altogitar, safnar þjóðvisum og er jafnframt þekkt tónskáld. En áhugamál Clausons eru fjöl- þættari, hann rekur nú tvö veitingahús i sviþjóð ásamt öðrum og hefur fullan hug á að samtengja list sina og viðskipti. Birgit Finnila Birgit Finnila söng fyrst opin- berlega i Gautaborg árið 1963, og voru allir gagnrýnendur þá þegar sammála um að mikils væri að vænta af henni. Það stóö heldur ekki á tilboðunum, þau bárust frá beztu og þekktustu hljómsveitum Sviþjóðar, kórar og hljómsveitir i Ráðstjórnarikjunum, Bandarikj- unum Ástraliu, Asiu og Suöur- Ameriku vildu fá hana. Islenzkir tónlistarunnendur þekkja söng Birgit Finnila af hljómplötum hennar. Einkum hafa plöturnar þar sem hún syng- ur verk Gustav Mahler vakiö að- hygli. Hún hefur lika sungið á plötur verk eftir Bach. Telemann og Bruckner. Lilla Teatem Þá skulum viö aö lokum lita á þann hinn fræga leikhóp Lilla Teatern frá Helsinki, sem kemur nú i fyrsta sinn með leikflokk til tslands. Lilla Teatern var stofnað árið 1940, þegar siðari heims- styrjöldin stóð sem hæst. Stofn- endur voru tveir leikarar, Oscar og Eja Tengström, og voru þau með leikhúsið á flækingi i niu ár. Loksins fengu þau gamalt kvik- myndahús fyrir starfsemi sina, en árið 1962 flutti Lilla Teatern i hentugt og gott húsnæði, þar sem það rekur starfsemi sina enn þann dag i dag. A fyrstu árunum flutti leikhúsið einkum létt verkefni, reviur, og vinsæl gamanleikrit, en siöan þróaðist starfsemin i framúr- stefnuátt. Um tima var Lilla Teatern talið meðal fremstu leik- húsa á þessu sviði. Lilla Teatern varð þekkt og virt fyrir tilraunir sinar i leikhúsmál- um, og siðan 1967 hefur leikhúsið lagt áherzlu á „eigiö verkefni”, ádeiluverk i náinni samvinnu við leikarana og aðra starfsmenn. Ennfremur hafa síg. verk veriö flutt við góðan orðsti, verk eftir Shakespeare, Brecht og nú ný- lega Þrjár systur systur eftir Anton Tsjekov. 1 gamla húsnæðinu rekur Lilla Teatern núna einskonar útibú, sem kallað er Pikka Lillan, eða Gamla Lillan. Hér er verkefna- valið gjörólikt: reviur, sem fjalla um málefni líöandi stundar, oft með stjórnmálalegum borddi. Það sem Lilla Teatern býður okkur uppá á Listahátiðinni er „Umhverfis jörðina á 80 dögum”, eftir Jules Verne, i búningi Bengt Alfors. DAGSKRÁ Listahátíð í Reykjavík Opnunarathöfn Listahátiðar fer fram i Háskólabiói á sunnudag- inn, 4. júni og hefst klukkan tvö. Þar flytur Sinfóniuhljómsveitin hátiðarforleik, en að honum lokn- um ávarpar menntamálaráð- herra gesti. Þá syngja þau Guðrún Á. Simonar og Guðmund- ur Jónsson en að lokum flytur Sinfóniuhljómsveitin Sögusin- fóniu eftir Jón Leifs, og verður það i fyrsta sinn i tuttugu ár sem hún er spiluð öll i sinni uppruna- legu mynd. Margar sýningar. Að opnunarathöfninni lokinni, eða klukkan fimm verða opnaðar þær listsýningar, sem tengdar eru Listahátið, en þær eru niu talsins, og þar af tvær úti undir beru lofti. Ekki er ótilhlýðilegt að nefna fyrst sýningu á mannamyndum eftir Jóhannes heitinn Kjarval i Kjarvalshúsinu að Sæbraut 1. Þá veröur i myndlistahúsinu á Miklatúni Norræn málverkasýn- ing og sýning á innlendri og er- lendri húsagerðarlist. 1 Norræna húsinu verður Norræn grafisýn- ing en i Listasafni Islands verða sýndar höggmyndir eftirSigurjón Ölafsson. Á Skólavörðuholti verð- ur sömuleiðis höggmyndasýning, og sýna þar nokkrir islenzkir myndhöggvarar. Málverkasýn- ing verður i Bogasalnum, en SÚM-arar halda hvorki meira né minna en tvær sýningar, i Gallerie SÚM og Asmundarsal. Og siöast en vafalaust ekki sizt veröur á sama tima opnuö afrisk sýning I Casa Nova nýbyggingu Menntaskólans i Reykjavik. Leiklistin Að kvöldi þessa fyrsta/ dags Listahátiðar veröur forsýning á Dóminó eftir Jökul Jakobsson i TVÖ NÝ ÍSLENZK LEIKRIT, JAZZKANTATA OGNÓA FLÓÐ í BÚSTAÐAKIRKJU Iðnó, og hefst sú sýning klukkan sex, en klukkan átta sýnir Þjóð- leikhúsið Sjálfstætt fólk. t Norræna húsinu hefst ljóða- og tónlistardagskrá klukkan hálf niu, en hana flytja Liv StrcStröm- sted Dommersnes og Liv Glaser, og ber dagskráin nafnið „Um bjartar nætur”. Mánudaginnn fimmta júni verður fyrrnefnd dagskrá endur- tekin i Norræna húsinu á sama tima, en klukkan fimm verður sýnd i Bústaðakirkju barnaó- peran Nóaflóð eftir Benjamin Britten. Margir ættu að fá tæki- færi til að fara með börn sin á þessa óperu, þvi sýningar verða alls átta. í Þjóðleikhúsinu verða sýndir þetta kvöld tveir einþáttungar eftir Birgi Engilberts. Þeir verða ekki sýndir nema tvisvar, i seinna skiptið mánudaginn 12. júni. Kammertónlist og vísnasöngur A þriðjudaginn verður dagskrá kynning á á verkum Steins Stein- ars i Iðnó, en i Austurbæjarbiói hefjast klukkan hálf sex kammertónleikar, þar sem verða leikin verk eftir Atla Heimi Sveinsson. 1 Norræna húsinu flytur BirgitFinnila ljóðasöng, en á sama tima, klukkan niu, hefst i Laugardalshöll leikur Sveriges Radioorkester, og þar leikur ein- leik á fiðlu Arve Tellefsen. Þessi hljómsveit leikur einnig á mið- vikudag, en þá veröur einleikari á pianó John Lill. Stjórnandi er Sixten IErhling. Miðvikudaginn 7. júni verða á dagskrá aörir kammertónleikar, en þá verða leikin verk eftir Schumann, Dvorákk, Þorkel Sigurbjörnsson og Stravinski. Umhverfis jöröina A fjölum Þjóðleikhússins verður Lilla Teatern frá Helsinki þetta kvöld og sýnir söngleikinn Umhverfis jörðina á 80 dögum, en önnur sýning á þvi verður næsta kvöld, fimmtudaginn 8. júni. Það kvöld verður einnig i Norræna húsinu finnskt visna- kvöld, sem Maynie Sirén og Einar Englund sjá um, og fjórða sýning á Nóaflóði. Föstudaginn 9. júni er röðin komin að islenzkum þjóölögum, sem Guðrún Tómasdóttir flytur við undirleik Ölafs Vignis Albertssonar i Norræna húsinu, og hefst sá flutningur klukkan 12.15. Um kvöldið verður siðan visnakvöld, en i þaö skipti syngja Áse Kleveland og William Clauson. Enn eitt atriði á dagskrá Listahátiðar verður flutt i Norræna húsinu þennan dag, kl. fimm má hlýða þar á jazz og ljóð- list. Þjóðleikhúsið verður þetta kvöld með aðra sýningu á Sjálf- stæðu fólki, en i Laugardalshöll- inni leikur Yehudi Menuin á fiðlu, ásamt Sinfóniuhljómsveitinni. Stjórnandi er Larsten Andersen. Á laugardagskvöld dansa i Þjóðleikhúsinu meðlimir úr konunglega danska ballettinum, en John Williams leikur einleik á gítar í Háskólabiói. T Austur- bæjarbiói syngur Kim Borg við undirleik Roberts Levin. Eftir lifa fjórir dagar Sunnudaginn 11. júni er Lista- hátið hefur staðið i viku, og eftir lifa fjórir dagar, verða þriðjukammertónleikarnir, en þá verða leikin verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Pál P. Páls- son, Hafliða Hallgrimsson og Jónas Tómasson. Þá sýna konunglegu dönsku ballettdans- ararnir aftur i Þjóðleikhúsinu klukkan þrjú, en um kvöldið verð- ur þriðja sýning á Sjálfstæðu fólki. Nóaflóð verður sýnt i sjötta sinn þennan dag og hefst sýningin klukkan fimm. Flutningur á jazzkantötu Gunnars Reynis Sveinssonar og Birgis Sigurössonar, hefst klukk- an 21 um kvöldið i Austurbæjar- biói, en kl. 9 hefst flutningur Eriks Mörk á dagskrá um H.C. Andersen i Háskólabiói. Hálftima áður hefst i Norræna húsinu ein- söngur sópransöngkonunnar Taru Valjakka. Leikhúsálfar og Ashkenazi Leikhúsálfarnir eftir Tove Janson verða frumsýndir i Iðnó klukkan fimm á mánudaginn, en kl. hálf niu um kvöldið leika þeir Menuhin og Sshkenazi i Laugar- dalshöll. Leikhúsalfarnir veröa sýndir i annað sinn þriðjudaginn 13. júni klukkan 5, og á sama tima hefst siðasta sýning á Nóaflóöi. Nútimatónlist leikin á gitar og lútu og sungin hefst i Norræna husinu kl. hálf niu, en á sama tima byrja þeir að leika og syngja i Háskolabiói Ashkenazy og John Shirley-Quirk. Miðvikudagurinn 14. júni er næstsiðasti dagur Listahátiðar, og þá verða Leikhúsálfarnir enn á dagskrá, og hinir fjórðu karamer- tónleikar i Austurbæjarbiói, og verða flutt verk eftir Jón Leifs, Seiber og Beethoven. Tónleik- arnir hefjast klukkan fjögur, en kl. hálf niu um kvöldið hefjast einleikstónleikar Andrés Watts i Háskólabiói. Þarmeð er dagskrá Lista- hátiðar að mestu tæmd, lokatón- leikarnir einir eru eftir. Flutn- ingur Sinfóniuhljómsveitarinnar á þeim hefst i Laugardalshöll klukkan hálf niu um kvöldið, og verður André Watts einleikari, en stjórnandi André Prévin. Þríðjudagur 30 maí 1972 Þriðjudagur 30 maí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.