Alþýðublaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 9
MEISTARABRAGUR Á ÍBK Keflvikingar sigruðu Akur- nesinga óvænt en verðskuldað uppi á Skaga á sunnudaginn , i leik sem margir töldu úrsiita- leik fyrri umferðar. Hvað Kefl- víkinga áhrærir, getur þessi sigur veitt þeim ómetaniegan stuöning á erfiðu timabili, en Akurnesingum alvarlega áminningu. Með slikum leik sem þeir sýndu, geta þeir ekki vonast eftir árangri. Segja má að leikurinn uppi á Akranesi hafi skipst i tvennt, lé- legan og leiðinlegan fyrri hálf- leik, en vel leikinn og skemmti- legan seinni hálfleik. Flestum á óvart, i það minnsta áhangendum Akurnes- inga sem fjölmenntu á völlinn, tóku Keflvikingar leikinn i sinar hendur fljótlega og fengu næg tækifæri til þess að gera út um leikinn. En þó var það svo að Akurnesingar fengu bezta tæki- færi fyrri hálfleiks, en mis- notuðu það. Björn Lárus stóö fyrir opnu marki, en hitti ekki boltann. Einar Guðleifsson hafði nóg að gera i ÍA markinu, og stóð sig vel. A 37 minútu gerðist það, aö Matthiasi Hallgrimssyni er sýnt gula kortið fyrstum mann hér- lendis, vafasamur heiður það. Gula kortið þýðir að leik- maður sé bókaður. Fyrri bálfleik lauk án marka, og fyrsta markið kom ekki fyrr en á 15. minútu seinni hálfleiks. t>á fengu Keflvikingar horn- spyrnu, boltinn barst frá hægri yfir i vitateiginn vinstra megin til Steinars Johannssonar sem stóð þar einn og óvaldaður. Vinstri fótar skot Steinars fór undir Einar markvörð og i netið. A 19 minútu bætti ungur nýliði, Albert IIjálmarsson, viö marki fyrir IBK. Var það fall- egasta mark leiksins, skorað af löngu færi efst i markhornið fjær, enda fékk Albert allan tima heimsins til að athafna sig. A 31. minútu skoraði Matthias Hallgrimsson með skalla eftir aukaspyrnu Haraldar, en það er ákaflega sjaldgæft að Matthias skori nieð skalla. En ekki dugði þetta til, þvi Steinar bætti þriðja marki ÍBK fimm minútum seinna, og innsiglaði verðskuld- aðan sigur, 3:1. I>ótt ekki vantaöi færri en 8 meistaraflokksmenn í lið ÍBK frá i fyrra, er ljóst að breiddin Framhald á bls. 4 • • AF MORGU OVÆNTU UM HELGINA UNNU BLIKARNIR ÞAÐ ÓVÆNTASTA Fyrsta umferð lslandsmótsins bauð svo sannarlega upp á margt óvænt. Sigur Keflvikinga yfir Akurnesingum uppi á Akranesi Sigur KR yfir Val og siðast en ekki sizt sigur Breiðabliks yfir Vestmannaeyingum. Hér neðar á siðunni má svo sjá hvort Vikingi hefurtekist að lcika einhver álíka töfrabrögð i Iciknum við Fram. Þessi byrjun á islandsmótinu gefur vonir um skemmtilegt mót, og þá ekki siður að allir leikirnir voru skemmtilegir á að horfa. Sigur IBK var verðskuldaöur, sigur KR var verðskuldaður, og nú skulum við sjá hvort sigur Breiðabliks var verðskuldaður, og gefa Hermanni Jónssyni i Vestmannaeyjum orðið: Ef það eru einhverjir sem ganga með það i maganum að Breiðablik sé fallkandidatinn i ár. MYNDIRNAR Tvær myndir og tvö mörk. A myndinni til vinstri sést Matthias skora eina mark ÍA með skalla, sem er mjög sjaidgæft ef marka má orð Jóns Leóssonar. A myndinni til hægri er Atli Héðinsson að skora sigurmark KR i leiknum gegn Val. Markið kom svo snöggt, aö varla gafst timi til að lyfta myndavélinni. þá ráðlegg ég þeim eindregið að endurskoða afstöðu sina. Eftir leik liðsins við IBV i Vestmanna- eyjum á sunnudaginn að dæma er mun liklegra að liðið blandi sér i baráttuna á toppnum. Það var mikil barátta i liðinu i fyrra, en nú er baráttuviljinn enn meiri og spilið hefur stórlagast. Breiðablik er greinilega á uppleið. Bæði liðin voru þrúguð tauga- spennu til að byrja með, en það voru Blikarnir sem voru fyrri til að koma undir sig fótunum, og þeir réðu mun meira um gang leiksins allan fyrri hálfleikinn. Eyjamenn voru á móti mjög óöruggir, en náðu öðru hvoru skyndisóknum. úr einni slikri skora þeir fyrsta mark leiksins á 13. minútu. öskar Valtýsson sendi boltann meðógurlegu þrumuskoti upp i bláhornið, með öllu óverjandi. Ekki tókst Eyjamönnum að fylgja þessu eftir, og aðeins fjór- um minutum siðar jafna Blikar- nir. ölafur Friðriksson á fast skot á markið, sem Ársæll Sveinsson gerir vel i að verja, missir bolt- ann frá sér, en er snöggur að kasta sér aftur, en lendir með boltann i fanginu á marklinunni. Dómari gaf merki um að halda leiknum áfram, en linuvörður staðsettur 10 metra frá hornfána veifar, og dómari dæmir mark eftir að hafa ráðfært sig við hann. 1 siðari hálfleik snerist dæmið að nokkru við. Eyjamenn voru meira með boltann, en náðu eng- um árangri. Breiðablik lék þétta vörn, og notaði mikið langsend- ingar fram á völlinn. 1 55. minútu kemst Hinrik Þórhallsson i gegn með slika sendingu hægra megin og skorar 2:1 með lúmsku ská- skoti sem Ársæll réði ekki við. A 27. minútu seinni hálfleiks skora Blikarnir aftur. Var þar að verki Hreiðar Breiðfjörð, eftir að Frið- finnur Finnbogason hafði bjargað á linu og Arsæll Sveinsson lá meiddur út i teignum. Þá fyrst fyrir alvöru vakna Eyjamenn til meðvitundar um það, að leikurinn er að tapast, og sótti liðið ákaflega siðustu minúturnar, en Blikarnir vörðust eins og ljón allan timann og gáfu ekkert eftir. Þeir gátu þó litið að gert á 80 minútu, þegar Guð- mundur Jónsson, mjög aðþrengd- ur að sóknarmönnum IBV, sendi boltann i eigið mark. Aðeins tveim minútum fyrir leikslok er svo Asgeir Sigurvinsson með boltann á markteig, en skot hans hafnar i stöng, og 3:2 sigur Breiðabliks var heill i höfn, fyrsti sigur Breiðabliks yfir IBV. Þessi sigur Breiðabliks var engin tilviljun, heldur verðskuld- aður sigur betra liðsins i leiknum. Aður er getiö um baráttuvilja liðsins, en það var hin stórbætta spilamennska sem kom mest á óvart. Beztu menn liðsins voru miöjumennirnir Þór Hreiðarsson og Haraldur Erlendsson og einnig átti Hinrik Þórhallsson mjög góðan leik. ÍBV liðið lék langt undir getu i þessum leik. Ónákvæmar spyrn- ur og skipulagsleysi voru alls ráð- andi. Framlinan brást algerlega, og kemur það nokkuð á óvart miðað við siðasta keppnistimabil. Beztu menn liðsins voru þeir Valur Andersen, Ólafur Sigur- vinsson og Þórður Hallgrimsson. Dómari var Valur Benedikts- son, og dæmdi hann vel. -HJ. Þriðjudagur 30 maí 1972 SVO SEM EKKERT OVÆNT Ekki gerðu Vikingarnir stóra hluti i sinum fyrsta stórleik í ts- landsmótinu. Eins og menn höfðu reyndar búist við, bar Fram sigur af hólmi i viöur- eigninni við Viking i gærkvöldi, en litlu munaði að Víkingum tækist að jafna metin. En bolt- inn vildi ekki i netiö, og lokatöl- urnar urðu 1:0 Fram í hag. Sigurmarkið kom strax á 30. minútu fyrri hálfleiks og var þar að verki ungur nýliði, Simon Kristjánsson, sem þarna lék sinn fyrsta leik með meistara- flokki. Aðdragandi marksins var sá, að Asgeir Eliasson átti greiða leið að rtiarki Vfkings eftir að glufa myndaðist i Vikingsvörn- inni. Magnús Þorvaldsson lenti i návigi viö Asgeir, og frá þeim barst boltinn til Simonar sem stóð cinn og óvaldaður hægra megin. Diðrik Ólafsson mark- vöröur fékk ekki varið fast skot Sfmonar. Fyrir utan þetta mark, gerö- ist fátt minnisvert i leiknum, og hann verður að teljast með slak- ari 1. deildar leikjum. Seinni hálfleikur var jafnvel enn lélegri en sá fyrri. Sára- sjaldan komst boltinn náiægt mörkunum, og þá oftar Vik- ingar. Þeir sóttu mjög I lokin, en tókst ekki að skora. —SS. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.