Alþýðublaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 3
Saman á vegg
Mjög harður árekstur varð á
mótum Gunnarsbrautar og
Flókagötu á sjötta timanum i
gær.
Þar skullu saman tvær fólks-
bifreiðar af miklu afli og köst-
uðust þær samhliða á steypta
girðingu á horni gatnanna.
Okumaður annarrar bif-
reiðarinnar hlaut mikið höfuð-
högg við áreksturinn, en i gær-
kvöldi lágu ekki fyrir upplys-
ingar um meiðsl hans.
Áreksturinn varð vegna þess,
að ökumaður annarrar
bifreiðarinnar virti ekki regluna
„varúð til hægri”.
■■■/, <■■■
S <njjs W • Æ A
* J
IEVFI N ÞIHGLYSIH6AR
LODHAR í TEIGSMÁLIHU
Kæra i lögbannsmáli Matt-
hiasar Einarssonar að Teigi i
Mosfellsveit gegn Hitaveitu
Reykjavikur var lögð fram i gær.
Hitaveitan hefur ekki boðið sátt i
málinu og þykir sýnt, að það verði
talsvert erfitt.
Við frekari rannsókn málsins
hefur m.a. komið i ljós, að lik-
legast hefur Hitaveitan ekki
fengið heimild hjá skipuiagsnefnd
til að hefja framkvæmdir i landi
Teigs, en landið er skipulagsskylt
og skipulagskort hafa ekki verið
lögð fram.
Það sem bendir til þess, að
þessi leyfi vanti, er einkum það
að Skipulagsnefnd hélt ekki fund
fyrr en eftir hvitasunnu, en Hita-
veitan hóf framkvæmdir að Teigi
fyrir hvitasunnu, upplýsti annar
lögfræðingur Matthiasar,
Kristján Eiriksson, i viðtali við
okkur i gær.
Þá taldi Kristján liklegt að rikið
dragist inn i málið, þar sem likur
benda til, að um mistök sé að
ræða i sambandi við þinglýsingu
eignarinnar.
Matthias keypti landið i þrennu
lagi og hefur þvi undir höndum
þrjár þinglýsingar.
Á einni þeirra er engin athuga-
semd, en á tveimur er þess getið,
að jarðhitaréttindi fylgi ekki með.
Hinsvegar er hvergi getið i
þinglýsingum, að Hitaveitan hafi
rétt til að fara inn i landið án
leyfis eiganda.
Það tefur nokkuð fyrir málinu,
að krafa er komin fram um það,
að sýslumaðurinn viki úr dómn-
um, og þarf að taka afstöðu til
þess máls áður en lengra er
haldið.
Verktakafyrirtækið, sem hefur
hitaveituframkvæmdirnar með
höndum, vinnur nú að undirbún-
ingi stokkgerðarinnar sitthvoru-
megin við Teig, en að sögn
Kristjáns hljóta framkvæmdir-
nar að stöðvast fljótlega verði
málið ekki leyst.
HÚSAAÆÐRASKÓLINN
LAUGUAA ÞINGEYJARSÝSLU
tilkynnir
að hann starfar i tveim timabilum sjálf-
stæðum næsta vetur:
F'yrra tímabil frá 15. sept. til 15. des.
Námsefni framreiðsla og önnur þjónusta i
gistihúsum, mötuneytum og hliðstæðum
stofnunum.
Prófskirteini að timabilslokum felur i sér
meðmæli og væntanlega samningsaðstöðu
til betri launakjara.
Seinna timabil frá 10. jan. til 10. mai.
Námsefni húsmæðrafræðsla.
Umsóknir sendist skólanum fyrir 15. júli.
Koma verður skýrt fram.hvort sótt er um
annað eða bæði timabilin.
Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn.
ENN SKOTIO Afi
BAHDARÍSKUM
FRAMBIÓDANDA
Enn hefur það gerzt, að gerð
hefur verið tilraun til að skjóta
frambjóðanda við kosningar i
Bandarikjunum.
Vopnaður maður skaut mörg-
um skotum i gær i hóp manna á
framboðsfundi i borginni Raleigh
i Norður-Karolinu fylki. Það var
frambjóðandi demókrata til
öldungadeildarinnar. B.Everett
Jordan, sem hélt framboðsfund
þar i borg, þar sem skotárásin
var gerð.
Tveir létu lifið og nokkrir særð-
ust, en öldungadeildarþing-
maðurinn, sem hafði nýlokið við
að heilsa einum þeirra, er fyrir
skoti varð, slapp ómeiddur.
Árásarmaðurinn framdi sjálfs-
morð áður en til handtöku kom.
HLUTIIÐGJALDA TIL
UMFERÐÁRRAÐS?
Þrátt fyrir mikið tap á bifreiða-
tryggingum á undanförnum árum
var sú tillaga samþykkt á aðal-
fundi Samvinnutrygginga, að
ekki sé óeðlilegt að veita 1% af ið-
gjöldum til að efla starfsemi Um-
ferðarráðs. Litur félagið svo á, að
gera þurfi stórátak til að fækka
umferðarslysum, sem fjölgað
hefur gifurlega á undanförnum
árum.
Tryggingafélögin hafa sótt það
fast að undanförnu að fá hækkun
á iðgjöldum af bifreiðatrygging-
um en ekki tekizt, eins og kunnug
er. Við lestur fréttatilkynningar,
sem gefin var út eftir aðalfund
Samvinnutrygginga, sem haldinn
var fyrir skemmstu, koma greini-
lega i ljós ástæðurnar fyrir þvi að
nauðsynlegt þykir að hækka ið-
gjöldin.
Þar segir, að tapið á bifreiða-
tryggingum árið 1971 hafi verið
tæpar fimm milljónir króna.
Einnig kemur þar fram, að þessi
grein trygginga hafi verið rekin
með tapi undanfarin fimm ár.
Gerðu þeir Samvinnutrygg-
ingamenn sér grein fyrir þvi, að
aúkning umíerðarslysa hefur
aukizt geigvænlega undanfarið,
og úr þvi verði að bæta með öllum
tiltækum ráðum. Segir i tilkynn-
ingunni að allir sem þessi mál
varða, þurfi að taka höndum
saman til að fækka umferðarslys-
um og bæta umferðarmenningu
okkar tslendinga.
Gerðar voru nokkrar tillögur til
úrþóta, og ber þar hæst þá tillögu
að gera þá breytingu á gildistima
bráðabirgðaskirteina, að skirtein
ishafi öðlist ekki 10 ára skirteini
strax að loknu fyrsta árinu. Segir
að slik ráðstöfun myndi hafa i för
með sér veruleg áhrif i þá átt að
auka varúð ungra ökumanna.
í MÓTUN
Enn hækkar strympan á Hall-
grimskirkju eftir þvi scm
vinnupallarnir tinast utan af
turninum. Lesendur okkar eru
væntanlega eins forvitnir og
við: hvernig litur þetta um-
deilda guðshús nú út þegar allt
er að komast i það lag sem það á
að vera? Hér er nýjasta myndin
af toppinum fuliunnum, hún var
tekin i gærdag.
Þriöjudagur 30 mai 1972