Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 3
ÞJÓÐHÁTÍÐ í REYKJAVÍK ÖLÓÐIR UNGLINGAR OG 15T0NN AF DRASLI Að dómi lögreglunnar og flestra, sem bezt til þekkja, hefur ölvun og sóðaskapur henni fylgjandi aldrei verið meiri á nokkrum þjóðhátiðardegi i Reykjavik, en þeim, sem var að liða. Það sem einkenndi daginn voru ölvaðir ung- lingar, yfirfullar fangageymslur, slasað fólk á slysadeildinni, fimmtán tonn af drasli, spýja, sund- urkramdar pylsur og yfirleitt allt, sem gerir um- hverfið ógeðslegt. Og þeir, sem ollu öllu þessu, voru að fagna og halda hátiðlegan 29. þjóðhátiðardag Islendinga. Alþýðublaðið hafði samband við ýmsa aðila i gær, sem hver á sinn hátt kemur við sögu vegna þjóðhátiðardagsins, og bar öllum saman um, að hátiðarhöldin i Reykjavik hefðu verið til háborinnar skammar. SLAGSMÁL Á SLYSADEILD Það var nóg að gera á slysa- deild Borgarspitalans frá mið- nætti á þjóðhátiðardaginn og fram á sunnudagsmorguninn og meðal þeirra, sem komið var með þangað var dauðadrukkinn tólf ára drengur. Sigurður Þorgrimsson, læknir, var á vakt umrædda nótt, og það var ófögur saga, sem hann sagði okkur. Samtals þurfti að gera að meiðslum um 40 manns, en það, reyndust hins vegar erfitt á l'öfl- um, þar sem viðkomandi vom mjög ölvaðir. Um tima var svo ófriðlegt á slysadeildinni, að menn voru byrjaðir að slást þar á þremur stöðum i einu. Lögregluvakt var þarna reynd- ar um nóttina, en nauðsynlegt reyndist að fá liðsauka til þess að halda aftur af bæði ölvuðu og slösuðu fólkinu, auk þess sem ófriður fylgdi ýmsum, sem komu i fylgd hinna slösuðu. Flestir þeirra, sem komu til að- gerðar á slysadeildina, höfðu hlotið meiðsl af brotnum flöskum eða i slagsmálum. Hins vegar var enginn þeirra alvarlega slasaður, og likti Sigurður aðsókninni þessa nótt við nýársnætur undanfarinna ára. GLER UM ALLAR GÖTUR Samfara mikilli ölvun i mið- borginni bar geysimikið á sóða- skap, og gizkaði Sveinbjörn Hannesson hjá hreinsunardeild Reykjavikurborgar, á að samtals hefði verið ekið með 15 tonn af drasli á öskuhauga eftir hátiða- höldin. Þetta magn var þó ekki meira, en hreinsað var upp af götunum i fyrra, en hins vegar bar núna meira á glerbrotum. ,,Það var óvenjumikið af þeim”, sagði Sveinbjörn. „Það virðist nú vera siður hjá öllum að brjóta gler”. Sagði hann, að glerið heföi ver- ið dreift um allar götur, gang- stéttar og grasbletti, og það væri einmitt glerið, sem erfiðast væri að hreinsa upp, og til þess að ná Framhala á bls. 4 Lögregluvörður í vínbúðunum Þótt meira hafi borið á ölvun á nýliðnum þjóðhátiðardegi i Reykjavik en oftast áður mun áfengissalan ekki hafa verið með meira móti að þessu sinni. Að sögn Birgis Stefánssonar útsölustjóra Áfengisverzlunar- innar á Snorrabraut, voru hafðar uppi sérstakar ráö- stafanir alla siðustu viku til þess að koma i veg fyrir, að ung- lingar fengju keypt áfengi. t öllum útsölustöðunum i Reykjavik var hafður sérstakur lögregluvörður, sem gætti þess, að fólk yngra en tvítugt fengi ekki inngöngu. Hins vegar sagði Birgir að töluvert hefði borið á þvi, að yngri viðskiptavinir áfengis- útsalanna hefðu keypt mikið magn og við þvi væri ekkert að gera. Sagði hann, að með lögreglu- verðinum hefði algerlega verið komið i veg fyrir, að unglingarnir sjálfir hefðu keypt áfengið. Og hann bætti þvi við, að með þessari gæzlu hefði einnig verið komið i veg fyrir, að unglingarnir fengju einhverja i nágrenni búðanna til að verzla fyrir sig. ÞAÐ VAR VAFASÖM- LESNING í MÍTRI HERRA Þarna eru þau komin, blöðin, sem biskup hafði í mítri sínu án þess að hafa hugmynd um. Myndin er kannski ekki sem greini- legust, þrátt fyrir offsettið, en hún er tekin beint úr dagblaði. Það er vist engin ný bóla, að menn hafi gaman af að lesa ástarlifslýsingar, en ekki vitum við hvaða álit biskupinn i Skál- holti hefur haft á slikum bók- BISKUPSINS menntum né heldur hvernig honum varð við þegar Arni Magnússon uppgötvaði árið 1703 að innan i mitri hans voru fjögur biöð af norskri þýðingu á Strengleikum, frönskum ástar- Ijóðum frá 13. öld. Máliö var rifjað upp nú fyrir skömmu i norska blaðinu „Arbeiderbladet”, I tilefni af endurútgáfu á Strengleikum, en þessi umræddu blöð eða blaða- slitur, voru prentuð aftast i út- gáfu ljóðanna árið 1849. i norsku fréttinni segir, að ljóð þcssi séu „djarfar ástarlifs- lýsingar”, en þegar við bárum fréttina undir Jónas Kristjáns- son. forstöðumann Handrita- stofnunarinnar, vildi hann meina, að nútimamönnum fyndist þetta sennilega ekki vcra mikið „klám”. Hann sagði, að visu væri i Ijóðum þessum, sem cru eignuö skáldkonunni Maric de France, miklar ástar- lifslýsingar, en þær séu þrungnar rómantik og jafnvel sorg. Ekki vildi hann samt full- yrða, hvcrnig biskupi hafi likað ljóðin. Allt er á huldu um það hvernig handritaslitur þessi komust i mitrið, cn lærðir menn i Noregi álita, að það sé saumað i Þránd- hcimi og blöðin hafi verið sett i það til að gera það stinnt. Ilandritið sjálft hefur aldrei komið til islands, en er nú varð- vcitt i Uppsölum i Sviþjóð. Aftur á móti er fullvist að um- rædd slitur séu úr upphaflega handritinu. LIKLEGAST AD SKIPID HAFI REKIZT Á DUFL „Mér þykir langliklegast, að tundurdufl hafi sprungið við skipið. Svona skip sökkva ekki i blaktandi logni nema eitthvað slikt valdi”. Þetta sagði Henry Hálfdánarson, skrifstofustjóri hjá Slysavarnafélagi lslands, i sam- tali við Alþýðublaðið i gær, er blaðið innti hann eftir hugsan- legum skýringum á sjóslysinu um 45 milur út af Snæfellsnesi i fyrri- nótt, er nýsköpunartogarinn Hamranes RE 165 sökk. Ahöfn togarans komst klakklaust i gúmbjörgunarbát og var skömmu eftir slysið bjargað um borð i togarann Narfa. „Það er allkyndugt, að svona sterkt og gott sjóskip sökkvi á togslóðum i blaktandi logni”, sagði Henry. „En eftir lýsingum að dæma virðist hafa komið mikill slynkur á skipið framan- vert og getur dufl, sem hefur verið svona sitt i sjónum, hafa valdið honum.” Aðspurður sagði Henry, að ekki sé óliklegt, að á þeim slóöum, þar sem Hamranesiðsökk, geti leynzt tundurdufl. Benti hann á, að tslendingar hafi misst allmörg skip allt frá styrjaldarlokum, sem rekizt hafi á tundurdufl. Þannig sökk t.d. nýsköpunar- togarinn Fylkir á Halamiðum fyrir 10 - 12 árum. Ahöfn Fylkis taldi sig hafa séð duflið i trollinu og er ekki talinn vafi á, að dufl hafi valdið þvi sjó- slysi. Togarinn Hamranes RE 165 hét áður Egill Skallagrimsson og var iengst af i eigu Kveldúlfs h.f. Eigendur skipsins siðan i desem- ber s.l. voru Hreiðar og Haraldur Júliussynir, en þeir keyptu skipið af Jóni Hafdal og Haraldi Jóns- syni, sem áður gerðu togarann út frá Hafnarfirði. Útgerð togarans hefur gengið mjög erfiðlega um alllangt skeið. - JOHANNES HÓLABISKUP LÁTINN Herra Jóhannes Tryggvi Gunnarsson, Hólabiskup, af reglu Montfortpresta, andaðist eftir langa og erfiða legu, siðla dags hinn 17. júni (1972) i Sioux Falls, Suður Dakota i Banda- rikjunum. Hann var fæddur hinn 3. ágúst 1897, sonur hjónanna Gunnars Einarssonar kaupmanns og Jóhönnu Friðriksdóttur. Hann fór ungur utan, bæði til Danmerkur og sið- ar til Hollands, þar, sem hann dvaldist við nám i Schimmert og i Oirschot þar til hann tók prestvigslu 14. júni 1924. Sama ár kom hann aftur heim til Islands og var þjónandi prestur við Krists kirkju i Landakoti þar til 1942, er hann var útnefndur biskup af Piusi XII. Herra Jóhannes var vigður biskup 7. júli 1943 i ST. Patricks kirkju i Framhald á bls. 4 Þriðjudagur 20. júní 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.