Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 11
Kross- gátu- kríliö TR/M/nftft/ /YA^ KíDKfí BP.ÚW 2 E/r*S> e>v'/*s S'/BU TÓV/MH UTÆK/ b'ok b ‘oEP/ /n'ftTT LEYSI £KK/ HLVJft t“ 5 KCXjftR VVR S HÖLftH am \ FRETTft ■bToFft LE./K tæk/ð FOR RUCrG ft ■ urv& ✓/g/ V£RZL. VftHT ftNlR Gmu 5K/P GfíjbT /n/ss/R -r-/l 1, I RoRk AÐ/ 9 * ^ • " u> . • íi 1> r- o- u> u> ^ C\ tt> <y ts -í o> ^ C >*> i>'H • ' tb ib 1>'VQ;Ú> S'VC'Vm 0>> ■ ^ ÖA><b ~S^C; <>; C,1>1X> t^> r , r . _ eftir A VAI m VlfflATTIINI |AD Arthur H vHL 111 VlUHIIUIll llflll Mayse Þau voru i skóginum, sem hún hafði þráð svo mjög daginn áður og svo var þetta bara ný tál- mynd, ný vonbrigði. Lágskógurinn hindraði að þau kæmust leiðar sinnar, enginn frumskógurgæti verið verri. Fúið kjarr þakti jarðveginn. Þykkustu grein- arnar mynduðu mjúkt, svampkennt lag. Ein þeirra brotnaði undan fæti hennar. Hún sökk upp að hné, skrámaðist á öklanum og varð að beygja sig fram til að finna mokkasinuna. Sex skrefum framar var ný torfæra fallinna trjáa, hulin af gróðrinum. Og handan við hana var önnur hindrun og enn önnur, allar þessar gildrur virtust engan endi ætla að taka. Hún hafði heyrt Mike tala um það, hvilikt helviti greniþykkni væri, og það voru orð að sönnu. Þetta var engu auðveldara fyrir hann, þar sem hann gat ekki beitt fyrir sig höndunum. Einu sinni féll hann, og Linn, sem staulaðist á eftir þeim heyrði föður sinn stynja. En Mike hafði aðeins fallið á hnén. Hann stóð upp bölvandi og réðst enn á gróðurinn, það brast i kjarrinu og stigvél hans sukku i votan mjúkan mosann. Nýr, grýttur spölur varð þeim til nokkurs léttis, en þetta var aðeins smáspotti, og handan við staðinn, þar sem hann endaði úti i ánni, tók teygjanlegur grænn vegurinn við þeim aftur. Þannig héldu þau áfram, Sólin var horfin, og regn- úði var tekinn að streyma yfir þau, en Linn var ekki kalt, enda þótt hún væri gegnblaut siðan hún steig fyrst fæti inn i skóginn. Áreynslan hitaði henni, sviti blandaðist rigningunni og regnleifum gærdagsins og ef til vill rigningu aldanna. Rigningin fór að falla þéttar af himni, sem þau sáu reyndar sjaldnast, og steyptist yfir þau af trjágreinunum. Frumskógur- inn var sem steypibað, þar sem þau strituðu áfram. Er þau komust að þriðja grýtta kaflanum, leyfði Mike þeim að hvilast um stund. Hann gaut horn- auga til Linn; sjálfur var hann allur rifinn og hún var aftur farin að hata hann innilega. „Heyrðu mig nú, hertogafrú, gönguferðinni i skemmtigarðinum er lokið. Hvers vegna getur þú ekki hjálpað mér aðeins?” Hann var farinn að verða önugur við hana, ruddalegur og ófyrirleitinn. Ef hann reyndi nokkurn tima að kyssa hana aftur myndi hún bita hann, alveg eins og hún hafði bitið ráðskonuna. ,,Næst getur þú gengið á undan”, þrumaði hann, ,,og rutt leið fyrir mig gegnum þykknið.” Hún kinkaði kolli, en þorði ekki að treysta rödd- inni. Þau fóru yfir litla kvisl. Árfarvegurinn þrengdist, flúðunum fækkaði, niðurinn i vatninu hækkaði. Stór klettur reis upp úr vatninu og áin myndaði freyðandi hringiðu fyrir neðan hindrunina. Linn varð ljóst, að henni gazt ekki að Maxada-ánni, þegar hún strauk blautt hárið frá enninu og sá vatnsflauminn i gegnum rifu i skógarþykkninu. „Reyndu nú að flýta þér svolitið”, Mike rak hana áfram. Hún lyfti upp höndunum til að vernda andlitið og réðst á næstu hindrun. Þetta var álagaskógur,eins og úr hræðilegum draumi, tré hans voru skrimsli og lággróðurinn ógnvekjandi. Jafnvel grá, þrumandi áin var betri. Þau komu að dálitlu rjóðri. Hinum megin árinnar uppi i skógivaxinni hlið, sáu þau stóran klett. Neðst i honum var ferhyrnt, svart op sem gat ekki verið gert af náttúrunnar höndum. Inni i kjarrinu gat Linn greint veggina á þaklausum kofa. Mike kvartaði við hliðina á henni. ,,Æ, hættu þessu”. hrópaði hún til hans. Heldur þú, að þetta verði auðveldara með þvi að kvarta?” Hann urraði: ,,Já Ves sagði mér rangt til. Ég hef farið með ykkur öfugum megin árinnar.” „Það er ótrúlegt. Ég var farin að halda, að félagi þinn væri ofurmenni”. Hún þurrkaði regndropa af andlitinu, hrukkaði ennið og leit til hans i gegnum þokumóðuna. „Auk þess er ekki auðveldara að ferð- ast þar heldur en hérna megin.” „Þarna eru ýmsir hlutir sem ég get notað, naglar og kannski stálvir. Þetta get ég fundið við nám- una.” Hann kiknaði undan þunga föður hennar, yggldi sig og tautaði eitthvað. Loks sneri hann sér ákveð- inn við og gekk að skógarjaðrinum. Án þess að segja orð lagði hann Halsted varlega á jörðina og gaf Linn merki um að leggja byrðina frá sér. Hann HVITA KANINAN væri ekki á meðal þeirra sem særðust i loftárásunum, sem þá var verið að gera á London. Hann var staddur i ibúð Suni Sandöe i rue Claude Chahu þegar honum var tilkynnt að nú væri allt reiðubúið fyrir tilraun til að bjarga þeim Bollaert og Brossolette úr Rennes fangelsi. Hann ákvað að fara til Rennes að kvöldi hins 21. marz, en þar eð hann vildi ganga úr skugga um að flugaðgerðirnar i Touraine héraði gengju snurðu- laust, mælti hann sér mót þá um morguninn við nýjan milli göngumann að nafni Antonin, sem átti að taka boð frá honum til Clouet des Pesruches. Stefnumótið átti að eiga sér stað klukkan ellefu á Passy brautar- stöðinni, sem gagnstætt öðrum stöðvum var staðsett uppi á um- ferðarbrú, Antonin átti að ganga niður þrepin til vinstri og Tommy að koma upp þau til hægri, þeir áttu að mætast fyrir framan blaðsöluturn næst far- miðasölunni og gera sér upp undrun. Þegar klukkan sló ellefu, fór Yeo-Thomas framhjá blaðsölu- turninum, en Antonin var hvergi sjáanlegur. Undir venju- legum kringumstæðum hefði Yeo-Thomas ekki brotið þá öryggisreglu sina að biða ekki eftir óstundvisum samstarfs- manni, en mikið reið á að fyrir- mæli bærust til Clouet des Pesruches þegar i stað, ef vera kynni að Tommy tefðist lengur i Rennes en áætlað var. Hann gekk þessvegna niður þrepin hinum megin við stöðina og kom upp aftur og notaði þá sama stigann og áður. Þegar hann var kominn upp á fyrsta pallinn og sá enn ekkert bóla á Antonin, datt honum i hug hvort hann ætti að koma föður sinum á óvart með heimsókn, en ibúð hans var aðeins steinsnar frá. Hann afréð þó að láta skylduna ganga fyrir skemmtuninni og hélt áfram upp stigann i gegn- um mannþyrpinguna, sem var að koma með siðustu lestinni og taldi sig nokkuð öruggan þar. Þegar hann var að koma upp á siðasta stigapallinn, sem lá að farmiðasölunni réðust að hon- um fimm borgaraklæddir menn, skelltu á hann handjárn- um og hófu visindalega leit i vösum hans. 1 þvi gekk Antonin framhjá, hinum megin i stigan- um i fylgd tveggja óeinkennis- klæddra Gestapomanna, hann leit á Tommy og var leiddur á brott. — Wir haben Shelley, hróp- uðu fangaverðir Tommys i fögnuði. 10. kafli Strax og Yeo-Thomas hafði verið handjárnaður, tóku tveir Gestapomennirnir að ýta frá órólegri mannþrönginni - þeir bönnuðu aðgang að brautar- stöðinni og hótuðu að skjóta hvern þann er reyndi að nálgast fanga þeirra. t örfáar minútur stóð Tommy, righaldið af vörð- um sinum á litlu opnu svæði i tröppunum, umluktur manngrúa tuttugu metrum fyrir ofan og tuttugu metrum fyrir neðan og á andlitum áhorfend- anna gat að lita ótta eða með- aumkun eða það skömmustulega ógeð, sem menn lita með raunir' annarra án þess að trúa að þeir geti nokkurntima ratað i þær sjálfir. En þessi uppstilling stóð aðeins skamma stund, fljótlega var hann rekinn áfram upp tröppurnar, gegnum mannþyrpinguna og inn i Citroen bil með einkennisbún- um ökumanni, sem beðið hafði við hornið á Boulevard Deless- ert. Hann var látinn setjast i aftursætið með sinn lögreglu- manninn á hvora hlið. Um leið og billinn lagði af stað hófu þeir að berja hann i andlitið til skipt- is. Yeo-Thomas — Shelley, æptu þeir. Wir haben Shelley. Englischer Offizier. Terrorist. Schwein- hund. Scheisskerl. Þessi hryllilega formælinga- runa hélt áfram unz þeir komu til aðalstöðva Gestapo i rue des Saussaies, og það gerði bar- smiðin lika. Tommy þótti sem höfuð sitt væri orðið helmingi stærra og blóðið lak úr bólgnu andliti hans niður á skyrtuna og fötin, Hann segist hafa orðið undrandi á þvi hvernig hann „hugsaði alveg ópersónulega rétt eins og þetta væri annar maður, sem verið væri að berja, og það var furðuleg tilfinningU Það hlýtur hún að hafa verið. En það sem ennþá furðulegra var, á þessari pislarferð til langelsisins gat hann velt þvi fyrir sér, hvort tilraunin til að bjarga þeim Bollaert og Bross- olette myndi verða gerð þrátt fyrirþetta og hvað hann ætti að segja þegar hann yrði yfir- heyrður. Ljóst var, að Dodkin sagan myndi nú ekki duga óbreytt: sú staðreynd, að Gestapomenn- irnir höfðu ávarpað hann sem Shelley, benti til að Antonin hefði kjaftað frá. (Hann komst að þvi siðar, að þegar milli- göngumaðurinn hefði verið tek- inn hefði fundizt á honum miði áletraður SHELLEY PASSY 11, þrátt fyrir allar reglur þar að lútandi. Það var þvi augljóst, að Þjóðverjarnir myndu vita, að hin óvefengjanlegu skilriki hans með nafni Gaonachs, væru samt sem áður fölsuð. Gestapo vissi og hafði lengi vitað, að Shelley væri brezkur liðsforingi, en þeir vissu ekki hvert var raunveru- legt nafn þessa brezka liðsfor- ingja. Ef þeir kæmust að þvi hver hann var i raun og veru og tækist ekki að fá hann til að Þriðjudagur 20. júni 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.