Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 5
 alþýðu 1 n FTTiTTil Útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur ritstjómar Hverfisgötu 8-TO. Blaðaprent h.f. r NÝJUSTU AFREK STJURNARINNAR i stjórnarsáttmála ríkisstjórnar ólafs Jóhannessonar segir m.a. ,, aö með nánu samstarfi launafólks og rikis- stjórnarinnar sé mögulegt aö auka í áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og annars láglaunafólks um tuttugu prósent á næstu tveim árum og mun (ríkísstjórnin) beita sér fyrir að þessu marki veröi náö." Nú er liðiö ár síðan þessi orð voru rit- uð og því ekki eftir nema helmingur þess timabils, sem ætlað var til að ná takmarkinu. En hverjareru þá líkurn- ará efndum? Þæreru þannig að kaup- máttur launa er nú minni en þegar nýir kjarasamningar höfðu verið gerðir sl. haust, sem þýðir að allmjög hefur gengið á þá kjarabót, sem þar vannst. Fyrir tæpum hálfum mánuði var sýnt fram á að hér i Alþýðublaðinu hver staða launa er gagnvart kaupum á landbúnaðarafurðum og miðað við hve langan tíma það tæki verkamann í fiskvinnu að vinna fyrir hverri einingu. Sá samanburður varð laununum óhag- stæður jafnvei þótt miðað væri við laun einsog þau voru strax eftir kjarasamn- ingana. Og nú skal höggvið víðar. Ennþá hefur rikisstjórnin ekki aflétt verðstöðvun. A.m.k. hafa stjórnarherr- arnir ekki viðurkennt það í orði. Þrátt fyrir það hefur varla liðið sú vika síðan á áramótum að ekki væri boðuð verð- iiskkun íeinhverri mynd. Raunar hef- ur oftast verið stillt svo til,að grund- völlur visitölu væri nýútreiknaður, svo launþegar mættu biða allt að þrem mánuðum eftir að verðhækkanir kæmu fram i launum þeirra. Allar þessar verðhækkanir hefur rikisstjórnin lagt blessun sina yfir og sumar beinlínis verið að hennar undirlagi. Nýjasta af- rekið af þvi tagi er tiu prósent hækkun smásöluálagningar á matvörum, ný- lenduvörum og skófatnaði, auk sex prósent hækkunar smásöluálagningar á öllum öðrum vörum en bifreiðum og bifhjólum. Raunar þurfti þessi álagn- ing ekki að koma á óvart. Hún er ekki annað en rökrétt framhald aðfarar rikisstjórnarinnar að launafólki í land- inu. Alþýðublaðið varaði við þessari verðhækkun þann 6. júní með svofelld- um orðum, þegar álagning á innlendar landbúnaðarafurðir var leyfð mat- vælakaupmönnum: „Nú hefur rikis- stjórnin leyft fyrstu smásöluálagning- arhækkunina.Matvælakaupmenn fá nú að hækka álagningu sína á innlend- um landbúnaðarafurðum. Og hvaða kaupmenn koma svo næst? FYRSTA STEININUM HEFUR VERIÐ ÝTT AF STAÐ Ú R NÝRRI SKRIÐU VERÐHÆKKANA. Fyrsta álagning- arhækkunin hefur verið leyfð. Hvenær fellur skriðan öll?" Við þeirri spum- ingu er okkur að birtast svarið. NU ER ÖLL SKRIÐAN LÖGÐ AF STAÐ. Þegar þessi nýjasta hækkun kemur til viðbótar öllum þeim, sem yfir hafa dunið að undanförnu, auk þess, sem fram undan eru stórhækkaðar skatta- byrðar, er ekki nema von að almenn- ingur fari að undrast og spyrja: Hvar eru efndirnar? Hvað á ríkisstjórnin við þegar hún lýsir því yfir að hún muni leitast við að tryggja, að hækkun verð- lags hér á landi verði ekki meiri en í helztu nágranna- og viðskiptalöndum. Það fer að koma tími til að rikis- stjórnin geri grein fyrir því hvert hún stefnir. Geri grein fyrir þvi hvernig hún ætlar að nálgast stóru orðin. Geri grein fyrír því hvernig það að stór- hækka allar álögur samrýmist þeirri kjarabót, sem vitnað var i úr málefna- samningi hennar. Ríkisstjórnin þarf að gera sér grein fyrir því að á málefnasamning hennar er litið sem plagg, sem taka má mark á og standa á við, en ekki sem marklaust gaspur. Rikisstjórnin þarf að gera sér grein fyrirþvi að litið erá orð ráðherra hennar allt öðrum augum en var með- an þeir voru í stjórnarandstöðu. Hún þarf að.gera sér grein fyrir að almenn- ingur ætlast til að orðum fylgi efndir, þegar í þessa aðstöðu er komið. Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik hefur hafið útgáfu félagsblaðs, Lofn. Um tilgang þess segir formaður félagsins, Kristin Guðmundsdóttir, svo, i fyrsta tölublaði: ,,Er tilgangur þess að kynna félagskonum störf og stefnu Alþyðuflokksins, jafnaðar- stefnuna og nýjar hugmyndir á grundvelli hennar, fjalla um þjóðfélags- og menningarmál samtimans og sitthvað annað eft- ir þvi, semlitið rúm þess leyfir. Blaðið á að birta greinar frá sögu og starfi félags okkar og það á að birta greinar, sögur og ljóð eftir félagskonur eða aðrar Alþýðu- flokkskonur i landinu. Sliktefni er þvi vel þegið, þótt þetta litla blað geti ekki birt langar greinar eða sögur. Við hugsum okkur^að það komi út einu sinni til tvisvar á ári hverju og hyggjumst senda það öllum konum, sem okkur vitanlega eru félagsbundnar i kvenfélögum Alþýðuflokksins i landinu’’. Alþýðublaðið óskar kvenfé- laginu alls góðs i þessari ný- breytni i starfi félagsins og vonar, að blaðið megi verða lesendum sinum til ánægju og fróðleiks og málstað sinum til gagns. 1. HEFTI-1. ÁRGANGUR-1972 EFNI M. A.i MENNINGAR- 06 MINNINGARSJÓÐUR KVENNA. EINSTÆÐ MÓÐIR ER KONA í ÁBYRGÐARSTÖÐU STJ ÓRN ARAN DSTAÐA ALÞÝÐUFLOKKSINS GOLDA MEIR FORSÆTISRÁÐHERRA ÍSRAELS HVAÐ HÖFUM VIÐ GERT? HVAÐ ER FRAMUNDAN? ÚTGEFANDIi KVENFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJAVÍK RITNEFND, Helga Einarsdóttir Helga Möller Krislín Guðmundsdóttir. AÐSETUR. Skrifstofur Alþýðuflokksins Alþýðuhúsinu Hverfisgölu, Reykjavík. Sími 1 5020 SAMEINING Engin stjórnmálastefna hefur haft jafn mikil áhrif i þjóðfélags- málum á umliðnum áratugum og jafnaðarstefnan. Þar sem jafn- aðarmannaflokkar hafa starfað gætir áhrifa jafnaðarstefnunnar á svo til öll málefni samfélagsins. Jafnaðarstefnan er þvi tvimæla- laust stjórnmálastefna tuttugustu aldarinnar. Flokkar sem aðhyllast aðrar stjórnmálastefnur gera sér þetta ljóst. Málflutningur þeirra hefur orðið fyrir geysilegum áhrifum af framgangi jafnaðarstefnunnar. Þeir þora ekki lengur að taka af- stöðu á móti ýmsum veiga- miklum atriðum þeirrar stefnu vegna þess, að þeir vita að með þvi móti hrekja þeir almenning frá fylgi við sig. Þetta er m.a. skýring þess hve stjórnmálin virðast vera svo miklu flóknari nú en t.d. fyrir hálfri öld. Þetta erskýringin á þvi hvers vegna valkostir almenn- ings um flokka virðast ekki vera jafn skýrir og afmarkaðir og fyrrum. En merkir þetta, að t.d. hér á íslandi séu ekki lengur jafn skörp skil milli þeirra stefna i stjórn- málum, sem flokkar aðhyllast? Merkir þetta, að allir islenzkir stjórnmálaflokkar fylgi jafnaðar- stefnu, aðeins misjafnlega mikið? Nei, þetta merkir það eitt að þeir flokkar,sem i grundvallar- atriðum eru andvigir jafnaðar- stefnunni vilja ekki láta eins á þvi bera og áður fyrri. Þessi viðhorf i flokkastjórn- málum hafa það i för með sér að jafnaðarmenn verða nú að sýna meiri aðgát en nokkru sinni áður. Hættan er sú,að flokkar, sem i eðli sinu eru andvigir jafnaðarstefnp, geti tekizt að laða að sér fylgi á fölskum forsendum. Samtök jafnaðarmanna á tslandi þarfnast stuðning hvers þess, sem jafnaðarstefnuna að- hyllist. Of lengi hafa slikir menn skipzt niður á hina ýmsu stjórn- málaflokka. Sú væri mesta ógæfa islenzkra jafnaðarmanna, ef svo héldi áfram. Sameining jafnaðarmanna er þvi knýjandi nauðsyn i islenzkum stjórnmálum. Þá sameiningu verður að þrautreyna og hún verður að takast, ef jafnaðar- menn ætla sér að láta jafnmikið að sér kveða i framtiðinni og þjóðfélagsleg nauðsyn er að þeir geri. Hún er samtiðarverkefni i stjórnmálum, með framtiðina fyrir augum. Á það verður að leggja megin- áherzlu að tilgangurinn sé sam- eining þeirra i einum flokki, sem aðhyllast jafnaðarstefnu án nokk- urra undanbragða. Markmiðið með sameiningar- málinu er ekki að veikja stöðu jafnaðarstefnunnar á Islandi, eða leggja þá stefnu niður, heldur þvert á móti. Takmarkið er að sameina alla sanna jafnaðar- menn undir eitt merki. Um þessar mundir standa flokkar jafnaðarmanna i löndum Vestur-Evrópu á timamótum. Tvö skeið i þróunarsögu jafnaðarstefnunnar i þessum heimshluta eru að baki. Jafnaðarmenn standa enn á þröskuldi nýs timaskeiðs i sögu jafnaðarstefnunnar. Þetta á .einnig við um islenzka jafnaðar- menn. Sá timi er liðinn, þegar bar- áttan stóð fyrst og fremst um það að öðlast viðurkenningu sam- félagsins á stjórnmálalegum og félagslegum samtökum alþýð- unnar og að kenna alþýðunni að þekkja styrk sinn. Sú barátta ein- kenndi fyrsta timabilið i sögu jafnaðarstefnunnar. Annað timabilið i þeirri þróunarsögu einkenndist fyrst og fremst af þvi, að þessi samtök, hin stjórnmálalegu og hin faglegu, voru notuð til þess að breyta eöli samfélagsbyggingarinnar og tryggja ákveðin grundvallar- atriði i gerð þjóðfélagsins. Sem dæmi um slik grundvallaratriði má nefna almannatryggingar og sjúkrasamlög, lög um vinnu- vernd og verkfallsrétt, orlof, félaga- funda- og prentfrelsi, o.s.frv. Tilgangurinn var að tryggja einstaklingnum ákveðið efnahagslegtog félagslegt öryggi. Trýggja velferð hans i þjóðfé- laginu án tillits til stöðu hans þar eða einstaklingsbundinna ytri að- stæðna. Þessi grundvallaratriði hafa verið tryggð. Sjálfsagt er að halda áfram að bæta þær stoðir, fjölga þeim og styrkja, en það timabil er nú að baki, þar sem starf jafnaðarmanna einkenndist fyrst og fremst að þvi að innleiða þessi grundvallaratriði i gerð samfélagsins. Þriðji áfanginn er framundan. Hann mun hafa sin séreinkenni eins og hinir fyrri. Það fer eftir samstöðu jafnaðarmanna um málstaðinn hvort þau séreinkenni verða rikjandi i þjóðfélagsbygg- ingu framtiðarinnar. Þaðfer eftir þvi hvort jafnaðarmenn bera gæfu til að berjast sameiginlega gegn andstæðingunum, eða hvort þeir halda áfram að sundra kröft- um sinum i innbyrðisbaráttu hvort jafnaðarstefnan mótar þjóðfélag framtiðarinnar eða ekki. LÝÐRÆÐI Sérhver einstaklingur er þátt- takandi i margvislegu samstarfi, i þjóðfélaginu, i samfélagi þjóð- anna, i vinahópi,i fjölskyldunni, á vinnustað og i skólum. Alls staðar þarf að móta afstöðu og taka ákvarðanir. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein þeirra er sú lýð- ræðislega. Grundvöllur lýðræðisins er að þeir, sem ákvörðunin snertir, hafi áhrif á hana. Stjórnarformið er lýðræðislegt, þegar lög og reglur hindra ekki, að ákvarðanir séu teknar á lýð- ræðislegan hátt. Lýðræðislegt stjórnarform er þvi forsenda þess, að lýðræði geti þróast, en er i sjálfu sér ekki nóg. Takmark þjóðfélagsins á að vera að hver einstaklingur fái að njóta sin sem bezt og geti orðið þjóðfélaginu að sem mestum notum. Lýðræðislega teknar ákvarð- anir aö undangengnum skoðana- skiptum hvetja menn til umhugs- unar um vandamálin og stuðla að samstarfi um lausn vandamála og aukinni virðingu fyrir þeirri lausn, sem valin verður. Lýð- ræðið er þvi i sjálfu sér aflgjafi þess að einstaklingarnir verði þjóðfélaginu að sem mestum notum. Oft er þvi haldið fram að lýð- ræði riki hér á vesturlöndum. Er þá átt við, að stjórnarform þess- ara rikja sé lýðræðislegt. Enda þótt svo sé er fjarri þvi að full- komið lýðræði riki. Lýðræði er annað og meira en fá að velja stjórnendur þjóðfé- lagsins meö fárra ára millibili, úr fyrirfram völdum hópi. Lýðræði er fyrst fullkomið, þegar það rikir i daglegu lifi manna. Þegar vinna við fyrir- tækin er metin til jafns við fjár- magnið. Þegar einstaklingar geta ekki i skjóli fjármagns ráðið lifi fjölda annarra. Þegar þeir sem njóta fræðslu geta haft áhrif á hana. Þegar stórveldi hafa ekki lengur örlög smáþjóða i hendi sér i skjóli vopnavalds. Mikið verkefni er þvi fram- undan, ef koma skal á fullkomnu lýðræði i samskiptum manna og þjóða i millum. En ávallt verður að hafa i huga, að lýðræði verður ekki að veru- leika, ef þjóðfélögunum tekst ekki, að sjá um að nauðþurftum hvers einstaklings sé fullnægt. Fullkomið lýðræði verður þvi ekki að veruleika, nema hugsjón jafnaðarstefnunnar verði að veruleika. Þriðjudagur 20. júní T972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.