Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 12
alþýdu Alþýóubankinn hf ykkar hagur/okkar metnaöur (ÚPAVOGS APOM Opifl öll kvöld til kl. 7. augardaga til kl. 2. iunnudaga milíi kl. 1 og 3. SENDIBJL ASTOÐIN HT HVAD FINNST ÞÉR? Við segjum á 3. siðu heldur ótrúlega sögu af þjóðarhátiðarhaldinu hér i Reykjavik að þessu sinni. Við áttum lika stutt viðtal við Bjarka Eliasson yf- irlögregluþjón, en á honum mæddi mikið þennan dag eða kannski öllu frem- ur þessa nótt. Þá spurðum við fólkið á myndunum hér neðra, hvernig þvi hefði litist á. En fyrst hefur Bjarki orðið: Hann sagfti að lögreglan heffti þurft aft hafa afskipti af 100-200 unglingum vegna ölvunar aft kvöldi þjóftháliftardagsins og fram eftir nóltu. Hessi ungmenni hcfðu verift liirt hér og þar i miðbænum ýmisl „dauft” efta ofurölvi. Allur hópurinn var færftur i nýju lögrcglustöftina vift llverfisgötu þar sem hann var síftan flokkaftur niftur eftir hverfum, cn sumir voru þó svo illa á sig komnir, aft ekki reyndist unnt aft fá vitneSkju um um hvar þeir ætlu heima. Allir fangaklefar fylltust fljót- lega og i tólf tima samfleytt unnu lögreglumenn aft þvi aft koma unglingunum heim. Itjarki sagfti, aft þaft heffti verift sárgrælileg sjón aft sjá ástand sumra unglinganna, þar sem þeir lágu i spýju sinni. Þeir sem lögreglan þurfti aft liafa afskipti af, voru á aldrin- um i:t ára og upp I tvitugt. „Þaft var hörmulegt aft horfa upp á þetta”, sagfti Bjarki „unglingarnir voru bæfti öskr- andi og grátandi”. En þótt ástandið hafi verift Ijóll i Reykjavík er ekki sömu sögu aft segja utan af landi. A öllum þeim stöftum, sem Alþýðublaðið haffti fregnir af i gær, fóru hátiðahöldin mjög vel fram og sums staftar þurfti lög- reglan ekki aft hafa afskipti af einum einasta manni vegna ölv- unar. Spurningin, sem við lögðum fyrir Reykvikingana, var ofur einföld. Hún var svona: Hvernig fannst þér hátiðahöldin fara fram, og ætti að fella hátiðina niður? Hér eru svörin: Ilatdis Ilalldórsdóttir er á stóru myndinni, Hún svaraði: Hátiðarhöldin fóru heldur lé- lega fram, alltof mikið fylleri i bænum. — Það á alls ekki að fella þau niður, Það er hægt að bæta þetta, ef fólkið vill sjálft. Birgir Bachmann. Illa. Mikil ólæti, aðallega hjá krökkum. En ég myndi ekki segja að þetta væri neitt vanda- mál. — Alls ekki að fella hátiðina um kvöldið niður, né færa skemmtanirnar inn i húsin. Það kæmi ekkert betra úl svoleiðis, vegna óláta þeirra, sem ekki kæmust inni samkomuhúsin. Þórarinn Gislason, lög- regluþjónn Mjög illa vegna drykkiu- skapar unglinga, og þá einkum barna á aldrinum 13-16 ára. — Óneitanlega vaknar sú spurning hvort ekki sé rétt að leggja hátiðarhöldin niður i nú- verandi formi i bænum. llálfdán Örlygsson Mikið fylleri, læti og slagsmál hjá yngri kynslóðinni. — Það myndi kannski skána, ef þau yrðu felld niður, en ég vil hafa þetta áfram, með aukinni þátttöku eldra fólksins. Halla Guðnadóttir (t.v.) og Una Sigurðardóttir (t.h.). Rannveig Hrönn Ilarðardóttir Ekkert sérstök. Meira fylleri en undanfarin ár. Ég var hissa yfir þvi hvað margir ungir. krakkar voru drukknir. Það er leiðinlegt, þegar gamla fólkið treystir sér ekki niður i bæ, vegna ólátanna i unglingunum. Ekkert verri en venjulega. Að visu var litið af eldra fólki og bar þess vegna meira á ölvun unglinganna. — Alls ekki að fella þau niður. Deila rafverktaka og rafvirkja harðnar Það hefur augljóslega hitnað i kolunum i vinnudeilu rafvirkja og rafverktaka, en eins og kunnugt er hófu rafvirkjar verkfall 17. júni. I gær sendi stjórn Félags lög- giltra rafverktaka i Reykjavik frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir m.a., að samn- inganefnd rafvirkja hafi lýst þvi yfir, að krafa þeirra um að öll vinna við nýlagnir og meiri háttar breytingar á lögnum verði unnin og gerð upp samkvæmt ákvæðis- verðskrá, sé svo mikilvæg að verði á hana fallizt, geti þeir sleppt öllum kröfum. Alls eru kröfur rafvirkja í 9 liðum. Segja rafverktakarnir, að þessi krafa snerti alla húsbyggjendur, þvi að rafvirkjar krefjist þess, að húsbyggjendur fái ekki lengur að velja, hvort þeir greiði raflagnir samkvæmt timavinnu- eða ákvæðisvinnutaxta. Magnús Geirsson, formaður Félags islenzkra rafvirkja, mót- mælir hins vegar harðlega þessum ummælum rafverktak- anna. Magnús sagði i samtali við Alþýðublaðið i gær: „Okkur er mjög til efs, að raf- verktakarnir séu að hugsa um hagsmuni almennings eins og þeir vilja vera láta. Þessi krafa rafvirkja er i sam- ræmi við það fyrirkomulag, sem fylgt er i öðrum greinum bygg- ingariðnaðarins,. Rafvirkjar verða að vinna með ákvæðisvinnuhraða, en eiga undir geðó-tta rafverktakans, hvort unnið er i ákvæðis- eða tima- vinnu. I dag kostar útseld ákvæðis- vinna 243 kr. á hverja timaein- ingu, en hins vegar kostar tima- vinna allt upp i 324 kr. á klukkustund i dagvinnu. Akvæðisvinnan er þvi i hag neyt- Framhald á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.