Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 1
alþýðu ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNi 1972 — 53. ARG. 133. TBl SPASSKÍKEM UR A MORGUN OGNÚ NÁLGAST STÓRA STUNDIN! Sá dagur nálgast nú óðum að heimsmeistaraeinvigið i skák hefjist hér i Reykjavik. A morgun kemur hingað til lands Boris Spasski, heimsmeistarinn sjálfur, en áskorandinn, Robert Fischer, kemur næstkomandi sunnudag. Spasski kemur með þotu Flug- félags Islands og i för með honum verða fjórir aðstoðar- menn. Aðgöngumiðasalan er hafin á einstakar umferðir einvigisins, og er þegar langt komið með að selja miða á fyrstu umferðina. í fyrstu umferðinni verða stimpluð i pósthúsi Laugardals- hallarinnar fyrstadagsumslögj með frimerki þvi sem gefið verð- ur út i sambandi við einvigið. Undirbúningur gengur mjög vel að sögn Guðmundar G. Þórarins- sonar forseta Skáksambandsins. Smiði skákborðsins á að ljúka um næstu helgi, og önnur fram- kvæmdaatriði eru vel á veg komin. Kvikmyndatökumenn þeir sem mynda eiga einvigið á vegum Fox fyrirtækisins voru hér um helgina til þess að kanna allar aðstæður, og hafa þeir ráðið Gisla Gestsson kvikmyndatökumann sér til aðstoðar. Myndatökur verða ekki leyfðar á meðan einvigið stendur yfir, nema með serstökum vélum sem Fox fyrirtækið ræður yfir. Hann var kuldalegur I Reykjavik á þjóðarhátiðardaginn—en hann varð þvi heitari með kvöldinu! Við segjum frá þessum makalausa þjóðhátiðardegi á 3. siðu og baksiðu. VAKTI AÐ MINNSTA KOSTI HEIMS- ATHYGLI — Ég hef góðar vonir um, að þetta hafi áhrif, það vekur að minnsta kosti aiheimsathygli, sagði Björn Guðmundsson, for- maður Félags islenzkra flug- manna, i gærkvöldi er Alþýðu- biaðið hafði samband við hann vegna ailsherjarverkfalls flug- manna. Að sögn Sigurðar Magnús- sonar, blaðafulltrúa Loftieiða, raskast áætlanir félagsins ekk- ert við verkfallið, fyrsta vélin átti að fara til Skandinaviu klukkan átta i morgun, en síðan koma vélarnar, sem stöðvuðust i Luxemburg. — Við teljum að til séu ýmsar aðrar leiðir til að leysa þessi mál, sagði Sigurður, en það hljóta allir aö viðurkenna, að krafa flugmanna um meðferð á flugvélaræningjum sé byggð á skynsemi. Björn Guðmundsson sagðist harma það, að flugfélögin skyldu hafa lýst verkfalliö ólög- legt, og sagði það sina skoðun, að veröi aðgerðirnar til að ýta undir, aö eitthvað verði gert I málinu, snerti það fiugfélögin ekki siður en flugmenn. ÞÁER KOMID Þór Magnússon þjóðminja- vörður ætti að vera ánægður þessa dagana, þar eð tvo hval- reka hcfur rekiö á fjörur Þjóð- minjasafnsins með stuttu milli- bili. Fyrir skömmu fundust fornar húsarústirá Mýrdalssandi, eins og skýrt hcfur verið frá i frétt- um, og i fyrrakvöld kom til landsins vikingasverð, sem er talið vera frá 10. öld en fannst i llrafnkelsdal i Norður-Múla- sýslu. um siðustu aldamót. Þetta er að visu ekki elzta sverðið i eigu safnsins, en hið bezt varðveitta. Nú hangir það i skáp á Þjóðminjasafninu meðal annarra gamalla sverða , sem öll eru meira og minna ryð- brunnin og i molum. — Það virðist annaðhvort sem þetta sverð sé úr betra stáli cn önnur, eða geymsluskilyrði séu betri i Hrafnkelsdal en annarsstaöar, sagði þjóðminja- vörður i viðtali viö Alþýðublaðiö i gær. Um fundaratvik sagði Þór, að litið sé vitað annað, en að Ernst nokkur apótekari á Seyðisfiröi hafi keypt það af finnandanum fyrir 12 krónur. Það barst siðan til Danmerkur en var gefið þaö- an óskari öðrum Sviakonungi. Seinna lenti það á fornminja- safninu i Stokkhólmi, og þar scm þetta er taiinn mjög merki- lcgur hlutur meðal islcnzkra fornminja, braut safnið þá rcglu að láta aldrei frá sér hluti, sem eru einu sinni komnir þar inn. Ilaunar var sverðið ekki „gefið" heldur „afhent” til ævarandi varðveizlu”, og það þurfti leyfi rikisstjórnarinnar sænsku til. i leiðinni spurðum viö Þór frétta úr fornleifahciminum ÞJOÐMINJA- SAFNIÐ BUIÐ AÐ TAKA VIÐ SVERÐINU IÍR HRAFN- KELSDAL hvað væri framundan i þeim cfnum i suntar. Svaraði hann þvf til, að áherzla yrði lögð á rannsóknir á húsarústunum á Mýrdalssandi,- cn hætta sé á, að komi Kötlu- hlaup eyðist þær. Þá nefndi hann, rannsóknir á landnámi Ingólfs við Aðalstræti, scm sænskir fornleifafræðingar annast. Þjóðminjasafniö tekur ekki bcinan þátt i þeim en fylgist hins vegar náið með allri framvindu mála. Sænsku hjónin, sem við sögðum frá I blaöinu fyrir helgi, komu á sunnudaginn til landsins og hefja rannsóknirnar i vikunni. Kngar framkvæmdir sagði Þór vera fyrirhugaöar á Þing- völlum á næstunni, búðarrúst- unum þar sé engin hætta búin. cngin hætta búin. HANDRITIÐ SEM FANNST í MÍTRI BISKUPS 3 „VIÐUNANDI” LAND- HELGISLAUSN SKIL- YRDI, SEGIR EBE „Stefna Efnahagsbanda lagsins varöandi tsland er breytt”, segir i ntb-frétt frá Brussel. „Upphaflega setti bandalagið þau skilyrði fyrir hugsanlegum viðskiptasamningi milli Efnahagsbandalagsins og tslands, að tslendingar færðu ekki út fiskveiðilögsögu sina úr 12 milum. Nú segir samninganefnd Efnahagsbandalagsins hins vegar, að skilyrði fyrir slikum samningi sé, að „viðunandi” samningar takist milli hags- munaaðila ilandhelgismálinu. 'f t fréttinni segir, að deilan um fiskveiöilandhelgina umhverfis tsland hafi haft alvarleg áhrif á samningaviðræður tslendinga og Efnahagsbandalagsins og að lik- legtsé talið, að tslendingar undir- skrifi ekki slikan samning um leið og Sviþjóð, Finnland, Sviss, Austurríki og Portúgal, sem einnig hafa sótt um að gera við- skiptasamning við Efnahags- bandalagið. I fréttinni er ennfremur frá þvi skýrt, að Þórhallur Asgeirsson, ráðuneytisstjóri i viðskiptaráðu- neytinu hafi sagt á fundi með samninganefnd Efnahagsbanda- lagsins i gær, að islenzka rikis- stjórnin gæti ekki sætt sig við, að sett væru skilyrði fyrir þvi, hvers konar kjörum tslendingar kæm- ust að í samningum við banda- lagið. Hann hélt þvi ákveðið fram, að landhelgismálið snerti á engan hátt þessar viðræður, enda væri samninganefnd tslands ekki komin til Brussel til þess að ræða um það mál. Þórhallur Asgeirsson skýrði á fundinum i gær frá þvi, að nú stæðu yfir viðræður milli tslend- inga og Vestur-þjóðverja og Breta hins vegar um landhelgis- málið. — NEI KEMUR LÍKA Það er ekki bara Fischer og félagar hans, sem hafa sagt NEI, NEI og aftur NEI i sam- bandi við framkvæmd einvigi- sins. Með Spassky koma þrir ein- vigisvottar. Tveir stór- meistarar, þeir Gellcr og Krogius, og svo alþjóölegur meistari, sem heitir NEI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.