Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 9
Iþróttir 2 I ÞETTA SKIPTI ÆTUR ERLENDUR AD TAKA VID FORSETADIKARNUM Eins og undanfarin ár, vann Erlendur Valdimarsson bezta af- rek þjóðhátiðarmótsins i frjálsum iþróttum 17. júni. Hann varpaði kringlunni 58,84 metra, sem er hans langbezti árangur i sumar, Er allt útlit á þvi að Erlendur fari vel yfir 60 metrana,þegar nær dregur Olympiuleikunum og hann kemst i toppform. Fyrir afrek sitt hlýtur Erlendur forsetabikarinn i ár, og er von- andi að afhending bikarsins drag- ist ekki úr hömlu eins og i fyrra, en þá neitaði Erlendur að taka við bikarnum eins og frægt varð á sinum tima. Arangur varð mjög þokkalegur i mörgum greinum 17. júni- mótsins að þessu sinni, en óhag- stætt veður fyrri dag mótsins hafði slæm áhrif á keppendur. 1 karlagreinufn vakti kringlu- kastið athygli eins og áður segir, þvi auk Erlendar náði Hreinn Halldórsson HSS mjög athyglis- verðum árangri kastaði 48,08 metra. Hreinn stóð sig einnig með miklum ágætum i kúluvarpinu, varpaði kúlunni 17,05 metra. Þar sigraði hins vegar Guðmundur Hermannsson, varpaði 17,62 metra, eða tæpum þrem metrum lengra en þegar hann tók fyrst þátt i 17. júni mótinu i Reykjavik í fyrsta sinn, árið 1952, fyrir réttum 20 árum. Þá stóð Guðmundur á hálfþritugu, og með réttu hefði hann þá átt að standa á hátindi ferils sins, en náði honum ekki fyrren tæpum 20 árum seinna, ef hann hefur þá náð honum enn- bá? Friðrik Þór óskarsson 1R náði ágætum árangri i stökkunum, 7,02 metra i langstökki og 14,95 metra i þristökki. Bjarni Stefáns- son sigraði örugglega i sprett- hlaupunum, en mikill vindur dró úr árangri. Að vanda setti kvenfólkið svip sinn á mótið, enda er kvenfólkið okkar i miklum uppgangi þessa dagana. Eitt Islandsmet var sett. Lára Sveinsdóttir hljóp 100 metra grindahlaup á 15,0 sekúndum, sem er hálfri sekúndu betra en fyrra metið. Metið fæst varla viðurkennt, þvi meðvindur var of mikill. Kristin Björnsdóttir UMSK var einnig undir gamla metinu, hljóp á 15,1 sek. 1 kvennagreinum vakti 14 ára yngismær úr Olfljóti i Skaftafells- sýsu mesta athygli. Hún heitir Guðrún Ingólfsdóttir, og i kúlu- varpinu sigraði hún með miklum glæsibrag kastaði 11,03 metra, sem er aðeins einum sentimetra lakara en Islandsmet Oddrúnar Guðmundsdóttur úr Skagafirði, en það met er orðið 12ára gamalt. Vafalaust liður ekki á löngu, unz það met heyrir sögunni til. Eins og áður segir eyðilagði veðrið keppnina fyrri daginn, til dæmis tókst Láru Sveinsdóttur ekki að ná Olympíulágmarkinu i hástökki, eins og hún hafði ætlað sér að reyna. -SS. NOG AF MORKUNUM I GÓÐUM LEIK Leikur iBK og ÍBV i Keflavik á sunnudaginn var hinn skemmti- legasti, og gefa hin mörgu mörk það greinilega til kynna. Greini- legt er að Vestmannaeyingar hafa tekið miklum stakkaskipt- um, frá i fyrra, er allt spil miklu jákvæðara og meiri hraði i leik þeirra. Og svo virðist vera búið að laga sóknarleikinn þannig, að leikið er meira upp kantana og siðan snöggir stuguboltar fyrir og var greinilegt að Kefivikingar áttu ekki von á þessu og brugðust bakverðir þeirra og reyndar Guðni og Einar lika illilega stund- um i leiknum. En ef við litum á minnisbókina, sést að Eyjamenn sóttu stift strax i upphafi, og á 4. minútu brýzt As- geir Sigurvinsson, bezti maðurinn á vellinum upp vinstri kantinn og gefur fyrir markið. Þar var örn Óskarsson fyrir, og skallaði glæsilega i markið 1:0. A 14. minútu á Steinar Jóhanns- son miöherji fast skot á mark Eyjamanna. Páll Pálmason markvörðurfékk ekki haldið bolt- anum, og Hörður Ragnarsson fylgdi vel og jafnaði 1:1. Stuttu siðar er Asgeir frir á markteig Keflvikinga, en klúðraði tækifær- inu á óskiljanlegan hátt. Á 27. minútu fær Tómas Páls- son knöttinn fram miðjuna. Hann MYNDIRNAR A tvidálka myndinni sést Frið- rik Þór óskarsson i þristökki, en eindálka myndin er af Guðrúnu Ingólfsdóttur. Hér til hliðar er svo mynd úr landsleik Þjóðverja og Sovétmanna, Gunter Netjer er þarna umkringdur sovézkum landsliðsmönnum. lék siðan á báða landsliðsmið- verðina Guðna og Einar, og skor- aði siðan með óverjandi skoti frá vitateig. Stórglæsilegt mark. Þannig var staðan i hálfleik, 2:1 fyrir Vestmannaeyjar. Keflvikingar hófu seinni hálf- leikinn með miklum hraða og strax á 2. minútu átti Steinar hörkuskot sem Páll varði vel. En á 5. minútu eru Eyjamenn komnir inn i vitateig Keflvikinga, þegar Einar Gunnarsson nær boltanum og brunar fram og leikur á tvo eða þrjá Vestmannaeyinga áður en honum er brugðið illilega. Mjög góður dómari þessa leiks, Rafn Hjaltalin, dæmir auka- spyrnu um 25 metra frá marki Vestmannaeyinga. Guðni tók spyrnuna, og renndi boltanum á Steinar Jóhannsson sem skaut viðstöðulausu þrumuskoti af 20 metra færi i markhornið efst og Páll hafði ekki minnstu tök á að verja. Þá var staðan aftur jöfn, 2:2. Á 16. minútu skallar örn Óskarsson að marki ÍBK, en Ástráður bjargaði á linu. Á 30. minútu skorar Asgeir Sigurvins- son þriðja mark IBV eftir herfileg mistök hjá Keflvikingum. Tveim minútum siðar er Jón Ólafur kominn upp kantinn og gefur fyrir háan bolta sem Guðni skallar að marki. Páll ver, en missir knött- inn og enn fylgir Hörður Ragn- arsson eftir og skorar aftur á sama hátt og áður 3:3. Þessi úrslit mega teljast sann- gjörn eftir gangi leiksins, þó tel ég að Eyjamenn hafi sýnt skemmtilegri knattspyrnu, en vörnin er ef til vill nokkuð þung hjá þeim. Keflvikingar náðu aldrei nógu miklum tökum á miðjunni, þar sem tengiliðir IBV voru yfirleitt miklu fljótari á bolt- ann. Beztu menn Vestmannaeyinga voru Ásgeir Sigurvinsson, Tómas, Orn Óskarsson, og Þórður Hallgrimsson var góður i vörninni. Hjá IBK er helzt að nefna Hörð Ragnarsson , Steinar og Astráð Gunnarsson. -HH BEZTIR Hvað gerir Gerd Muller? Þessari spurningu vörpuðum við fram hér á siðunni á laugardaginn, og núna liggur svarið ljóst fyrir. Muller gerði tvö af þrem inörkum Þjóðverja I leiknum gcgn Sovétmönnum, og þar mcð tryggðu Þjóðvcrjarnir sér sigur i landsiiðakeppni Evrópu með sérstökum glæsibrag. Leikur Þjóðverja og Sovétmanna fór fram I Brussel á sunnu- daginn, og voru yfirburðir Þjóðverjanna algerir cins og markatalan 3:0 ber glöggt með sér. Muller skoraði fyrsta markið á 27. minútu, Wimmer bætti öðru við á 5. minútu seinni hálflciks og á II. minútu, sama hálfieiks bætti Muller enn við marki. Hann hefur nú gert 51 mark i 42 landsleikjum fyrir Þjóðverja, þar af 5 mörk i tveim leikjum gegn Sovét- mönnum á sluttum tima. Lið Þjóðverja er tvimælalaust sterkasta lið Evrópu um þessar mundir, og spurningin er bara hvort liöið er ekki sterkara cn hcimsmeistarar Brasiliu. úr því heföi fengizt skorið/ef Þjóðverjar hefðu tekið þátt i Litlu heimsmeistara- keppninni,sem nú stendur yfir i Brasiliu, en þeir afþökkuðu i þeirri kcppni. -SS. © Laugardagur 17. júni 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.