Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 2
•• r SJOISLYSADEILD UR ÞREM ÁREKSTRUM Sjö manns voru flutt á slysa- deild Borgarspitalans eftir þrjú umferðarslys, sem urðu um helg- ina. Enginn mun þó hafa meiðzt alvarlega. Aðfaranótt þjóðhátiðardagsins valt bifreið á Hringbraut við Melatorg. Lenti hún að lokinni flugferð- inni á ljósastaur og skemmdist mikið. ökumaður var fluttur á slysadeildina, en mun þó hafa sloppið vel. Orsökin hefur að lik- indum verið of hraður og gáleys- islegur akstur. Skömmu fyrir hádegi á þjóð- hátiðardag ók fólksbifreið upp á gangstétt á Skeiðavogi og hlutu ökumaður og farþegi talsverð meiðsl i andliti. Og um tvö leytið á sunnudag varð svo mjög harður árekstur syngið með HF. BRJÓSTSYKURSGERÐIN NÓI milli tveggja bifreiða á móts við Geitháls. Volkswagen-bil, sem var á austurleið var ekið inn aö veitingaskálanum við Geitháls þvert i veg fyrir Volvo-bil, sem kom úr öfurgri átt. Skullu bilarnir saman af miklu afli og þurfti að flytja fernt úr bil- unum á slysadeildina. Meiðslin voru þó ekki alvarlegs eðlis. Síldin TIU MILLIONIR KOMNAR íslenzku sildveiðibátarnir i Norðursjó hafa nú veitt sild að verömæti nærri 10 milljónir is- lenzkra króna. t heild nemur veiöin 573 lestum af sild frá þvi að bátarnir byrjuðu á ný veiðar á þessum slóðum og fram til 17. júni. Alls hafa niu bátar fengið afla, en mun fleiri bátar eru þó byrjað- ir veiðarnar. Súlan EA fór fyrst allra báta i Norðursjóinn, og hafði hún landað i fjögur skipti áður en annar is- lenzkur bátur komst á blað. Súlan hefur þvi nokkurt forskot Iram yfir aðra báta, er með sam- tals 205,6 lestir af sild, sem hún hefur selt fyrir nær fjórar og hálfa milljón. Telst það dágott verðmæti á ekki lengri tima en rúmum 10 dögum. Verðið á sildinni hefur verið misjafnt, hæst fyrst en siðan hef- ur það farið lækkandi. Beztri sölu náði Súlan 8. júni, er hún fékk 34,45 krónur fyrir hvert kiló af sildinni. 17. júni seldu nokkur skip afla sinn, og varð nýtingin þá verri en áður, og stór hluti aflans fór i bræðslu. Fór verðið þá allt niður i 3,75 krónur fyrir kilóið. „BRÓÐIR MINN OG ÉG" Þessi börn eru i hópi þeirra, sem slepptu laugardagsbíltúrn- um i lok fórnarvikunnar, sem æskulýðsstarf kirkjunnar efndi til i marz sl., en settust niður með foreldrum sinum til að hug- leiða efnið „bróðir minn og ég”. Niðurstöður hugleiðinganna átti siðan að festa á blað i myndaformi. Á myndinni eru verðlauna- hafar og þau, sem hlutu viður- kenningu fyrir myndir sinar, en myndirnar þeirra eru i baksýn. Frá vinstri eru Valgarður Júiiusson, 7 ára, Ragnheiður Sigurðardóttir, 9 ára, Sara Jónsdóttir, 8 ára, Hildur Jóna Gunnarsdóttir, 10 ára, Jóhanna S. Sigurðardóttir, 13 ára. Önnu Iiarðardóttur, 8 ára vantar á myndina. UTANLANDSFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI LONDON frá kr. 14.102,- Bemt þotuflug báðar leiðir, brottför vikulega. Inmfalið: gisting og morg- unverður á fyrsta flokks hóteli. öll herbergi með baði og sjónvarpi. Ferð- ir milli hótels og flugvallar og ýmis- legt fleira. Þetta verða vinsælar ferðir til milljónaborgarinnar. Leikhús og skemmtanalif það viðfrægasta i ver- óldinm. en vöruhúsin hættulega freistandi. KAUPMANNA- HÖFN frá kr. 12.950,- Brottför i hverri viku. Inmfahð: beint þotuflug báðar leiðir. gisting og tvær máltiðir á dag. Eigin skrifstofa Sunnu i Kaupmannahöfn með islenzku starfsfólki. Hægt að velja um dvöl á morgum hótelum og fá ódýrar fram haldsíerðir til flestra Evrópulanda með Tiæreborg og Sterlmg Airwavs. Nú komast loksms allir ódýrt til Kaup j mannahafnar. Allra leiðir liggja til I hinnar glaðværu og skemmtilegu borgar 'við sundið. YMSAR FERÐIR COSTA DEL SOL MALLORCA frá kr. 12.500,- Beint þotuflug báðar leiðir, eða með viðkomu i London Brottför hálfs mánaðarlega til 15. júní og i hverri viku eftir það. Frjálst val um dvöl i ibúðum i Palma og i baðstrandabæi- unum (Trianon og Granada) eða hin um vinsælu hótelum Antillas Barba dos, Playa de Palma, Melia Magaluf og fl. Eigin skrifstofa Sunnu i Palma með islenzku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta sólskinsparadis Evrópu. Fjölskylduafsláttur frá kr. 12.500,- Brottför hálfsmánaðarlega. og i hverri viku eftir 27 júli. Beint þotu flug báðar leiðir, eða með viðdvol i London. Sunna hefir samnmg um gistirými á sftirsóttum hótelum i Torremolinos (Alay og Las Palomas) og ibúðum, luxusibúðunum Playa- mar i Torremolinos og Soficobygg- ingunum Perlas og fl. i Fuengirola og Torremolinos. Islenzkir fararstjórar Sunnu á Costa del Sol hafa skrifstofu aðstöðu i Torremolinos, þar sem alltaf er auðvelt að ná til þeirra. Costa del Sol er næst fjölsóttasta sólskins- paradis Evrópu og Sunna getur boðið upp á beztu hótel og ibúðir á hag- væmum kjörum. Norðurlandaferð 15 dagar. brottfor 29. júni. Kaupmannahofn. Oslo. Þelamork og Sviþjóð. Kaupmannahöfn - Rinarlond 15 dagar, brottför 6. júli og 3. ágúst. Ekið um Þýzkaland til Rinarlanda. Kaupmannahöfn - Róm - Sorrento 21 dagur, brottför 13. júli. Vika i Kaupmannahöfn vika i Sorrento.og viku i Rómarborg. Paris - Rinarlönd - Sviss 16 dagar, brottför 20. ágúst. Landið helga - Egyptaland - Libanon 20 dagar, brottför 7. október. Kynnið ykkur verð og gæði Sunnu- ferðanna með áætlunarflugi eða hinu ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA gerir öllum kleift að ferðast. Sunna er alþjóðleg IATA ferðáskrifstofa FERflASKRIFSTOFAN BANKASTRIETI7 ^1640012070 Fylgizt með ferðaauglýsingum Sunnu í Tímaniim á sunnudögum, Vísi á mánudögum og Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum á þriðjudögum og takið þátt í lesendagetraun í lok mánaðarins, þar sem vinningar eru ókeypis utanlandsferð. (D Þriðjudagur 20. júni 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.