Alþýðublaðið - 22.11.1972, Page 9

Alþýðublaðið - 22.11.1972, Page 9
o Iþróttir 2 HANN VEROUR BfSNA ENFIDUR RÚDURIHN Hlí IN’PLHNINNM ENSKU ILEIKIIIM HELGARINNAR l>ótt árangur okkar spámanna blaöanna hafi verið heldur skárri i siöustu viku, en undanfarnar vikur, komu úrslitin s.l. laugardag mörgum á óvart. Hið óvænta virðist sem sé ennþá raða gangi mála þar. Athyglisvert er, að tvö lið töpuðu sinum fyrsta heimaleik, en það voru West Ham og Stoke og liðin sem lögðu þau af velli cru i hópi neðstu iiða i 1. deild. Tveir fyrstu leikirnir á siðasta seöli, sigur Arsenal yfir Everton og Coventry yfir Sheff. Utd. enduðu eins og búizt hafði verið við. Athygli vakti að C.Pai. náði jafntefli við Leeds og ef ég man rétt, hefur Leeds aldrei náð meira en jafntefli við C.Pal á Selhurst Park siöan C.Pai. kom ! 1. deild. Nú um næstu leiki er ekkert sérstakt að segja, en athygli vakti sigur Southampton yfir Chelsea. Söniu sögu er að segja um útisigur Derby yfir West Ham. Þá má líka minn- ast á þriöja tap Úlfanna i röð á heimavelli, að þessu sinni fyrir Ipswich. Það mætti segja mér, að það hafi verið úrslit siðustu ieikjanna á seðlinum, sem gerðu vonir ijiargra um góðan árangur að engu eða litlu. Næsti getraunaseðill, sem er nr. 35 býður upp á marga skemmtilega og erfiða leiki til að fást við. Mér sýnist þar fátt um örugga leiki, a.m.k. við fljótlega athugun. En við vonum hið bczta og snúum okkur að þvi að ræða litillega um þá leiki: IJIRMINGHAM-NORWICH X Þessi lið urðu samferða úr 2. deild i lok siðasta keppnis- timabils og er þetta þvi i fyrsta skipti sem þau mætast i 1. deild. Norwich hefur gengið mjög vel og er i hópi efstu liða með 21 stig, en Birmingham er eitt af botnliðunum með 14 stig. Birmingham vann Norwich i fyrra i 2. deild á St. And- rews með 4-0, en að þessu sinni tel ég jafntefli liklegustu úr- slitin. CIIELSEA-CRYSTAL PAL. 1 Það er að sjá, að allar þær milljónir króna, sem Crystal Pal. hefur varið til kaupa á nýjum leikmönnum að undan- förnu, séu að byrja að gefa af sér vexti, þótt ekki hafi það dugað til að koma liðinu af botninum. Jafntefli um s.l. helgi við Leeds eru úrslit sem C.Pal. má vel við una. Vel má vera að aftur takist að krækja i stig gegn Chelsea á Stamford Bridge á laugardaginn, en ég reikna frekar með heimasigri, eins og i fyrra er Chelsea vann 2-1. DERBY-ARSENAL 2 Derby vann sinn fyrsta útisigur á keppnistimabilinu um s.l. helgi gegn West Ham og léku þá að sögn eins og meistur- um sæmir. Að þessu sinni er andstæðingurinn Arsenal, sem nú er i 2. sæti i 1. deild og vann Everton á Highbury um s.l. helgi i góðum leik. Þetta er nokkuð erfiður leikur, þvi Derby hefur náð góð- um árangri á heimavelli, en eigi að siður hallast ég frekar að þvi að Arseanal vinni leikinn. EVERTON-WEST HAM 1 West Ham hefur tapað siðustu tveim útileikjum og tapaði auk þess á heimavelli um s.l. helgi fyrir Derby. Það hefur gengið á ýmsu fyrir Everton á heimavelli, sem aðeins hefur hlotiö þar eitt stig i siðustu þrem leikjum. úrslit þessa leiks verða þvi að teljast nokkuð óráöin og vissulega eru allir möguleikar fyrir hendi. Ég spái Everton sigri, en bendi á jafntefli til vara. MAN.UTD.-SOUTHAMPTON 1 Þótt þetta sé einn erfiðasti leikurinn að minum dómi á þessum seðli þykist ég sjá það fyrir að honum muni arinað hvort ljúka með heimasigri eða jafntefli. En hvorn kostinn eigum við að taka? Man.Utd. tapaði fyrir Man. City um s.l. helgi, en Southampton vann óvæntan heimasigur og verð- skuldaðan yfir Chelsea. Einhvernveginn segir mér svo hug- ur um að Man. Utd. hafi betur að þessu sinni og spá min er þvi heimasigur. NEWCASTLE-LEICESTER 1 TOTTENIIAM-LIVERPOOL X Liverpool vann Newcastle um s.l. helgi og heldur þvi enn forystunni i 1. deild með 26 stigum, einu stigi umfram Arsenal. Þeim verður róðurinn eflaust ekki léttur á White Hart Lane gegn Tottenham, sem gerir ekki mikið af þvi að tapa leikjum þar. Þetta er enn einn tvisýnn leikur á þessum seðli og finnst mér þvi rétt að fara varlega og spa' jafntefli. W.IJ.A.-STOKE 1 Ef á annað borð er hægt að ganga frá einhverju visu i sambandi við leiki i ensku knattspyrnunni, mundi eg telja sigur Newcastle öruggan að þessu sinni. Rétt er þó að hafa það i huga, að leikir Newcastle hafa verið.misjafnir i vetur og Leicester á það til að koma á óvart. En þar sem Newcastle á þennan leik á heimavelli er ég ekki i vafa um úrslitin. Spá min er þvi heimasigur. Báðum þessum liðum hefur gengið illa i vetur, réttara sagt jafn illa, þvi þau eru bæði i hópi þeirra neðstu með 13 stig. Stoke tapaði fyrsta heimaleiknum um s.I. helgi fyrir Birmingham og WBA tapaði einnig, en á útivelli fyrir Nor- wich. Stoke vann leikinn i fyrra gegn WBA á TheHawthorns, þar sem þessi leikur fer fram nú, en ég reikna að dæmið snúist við og spái WBA sigri. SIIEEF.UTD.-WOLVES 1 Úlfarnir hafa eflaust valdið aðdáendum sinum vonbrigð- um með þvi að tapa þrem siðustu heimaleikjum og hafa aðeins náð þrem jafnteflum i siðustu 5 útileikjum. Nú það hefur svo sem gengið á ýmsu fyrir Sheff.Utd. i vetur, svo það má eiga von á hverju sem er i þessum leik, en þó finnst mér heimasigur eða jafntefli koma helzt til greina. Ég tek fyrri kostinn og spái heimasigri. CARDIFF-FULHAM 1 Þá komum við að 2. deildar leiknum á þessum seðli, sem er milli welska liðsins Cardiff og Lundúnaliðsins Fulham. Bæði mega þau muna sinn fifil fegri, þvi Cardiff er á botnin- um i 2. deild og Fulham hangir i þvi að vera um miðju i deildinni. Ég veit, satt bezt að segja, ekki hver eru likleg- ustu úrslitin i þessum leik, svo það er varla verra en hvað annað að leggja traust sitt á heimaliðið. F’rancis I.ee og félögum hans í Manchester City hefur gengif) hærilega upp á siðkastiö, en um heigina fá þeir erfitt verkefni, Lccds á útivelli. Það veröur einn af þrem. aðallcikjum umferðarinnar, en hinir eru Derby-Arsenal og Tottenham - Liverpool. Myndin sýnir Lec leika listir sinar. IPSWICH-COVENTRY X Það er úr vöndu að ráða með þennan leik, þar sem liðin, sem hér eigast við hafa bæði komið á óvart að undanförnu og á þaö þó sérstaklega við með Coventry, sem nú hefur leikið eina sjö leiki án taps, siðast 3-0 sigur yfir Sheff. Utd. Ipswich vann Úlfana á útivelli um s.l. helgi og er nú i hópi efstu liða með 21 stig. Erfiður leikur, en jafntefli tel ég lik- legustu úrslitin. LEEDS-MAN.CITY 1 Þótt eitthvað sé farið aö rætast úr fyrir Man.City, sem nú hefur náð sér af botninum, verður þeim róðurinn eflaust erfiður á Elland Road um helgina, þegar þeir mæta Leeds. Man. City vann góðan sigur yfir nágrönumsinum Man.Utd. um s.l. helgi á sama tima sem Leeds var i basli gegn botn- liðinu C.Pal. á Selhurst Park og mátti þakka fyrir annað stigið i þeim leik. Ég held að Leeds bæti sér það upp nú og vinni Man. City. AUKALEIKUR - EÐA VERÐUR VÍKINGUR MEISTARI? i dag tekur dómstóll Handknattleiksráðs Reykjavikur fyrir kærumál Vikings vegna ólöglegs leikmanns ÍR- liösins i Reykjavikurmótinu. Þetta kærumál hefur vakiö feikna athygli, og biöa menn spenntir eftir niðurstöðum dómsins. i dómnuin eiga sæti þeir Helgi V. Jónsson, sem er for- maöur, Hörður Felixson og Karl Benediktsson. Vegna anna Helga V. Jónssonar, var ekki hægt að taka málið fyrir fyrr en á laugardaginn. Ræddu aðilar dómsins þá um máliö litillega, en ákváðu að kveða dóminn upp i dag, eftir að liafa kynnt sér gögnin. Það verður þvi i dag sem fæst úr þvi skorið hvort Vik- ingur verður Reykjavikurmeistari að þessu sinni, eöa hvort koma þarf til aukalciks milli Víkings og Vals um sigurinn, en eins og kunnugt er, eru Valsmenn núverandi handhafar titilsins, en Vikingur hefur aldrei til hans un nið. Kins og málið virðist liggja fyrir i dag, er vart að efa annað en Vikingi verði dæindur sigur i leiknum gegn tR, og hljóti þannig þetta eina stig sem nægir til sigurs i mót- inu. Geir Thorsteinsson leikmaður úr Gróttu hafði ekki tekið út tilskilinn biðtima áður en hann hóf að leika með 1R. Um það cru nægar sannanir. Kn hvað um það, i dag ætti úrskurðurinn að liggja örugglega fyrir. Miövikudagur 22. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.