Alþýðublaðið - 16.03.1973, Síða 11

Alþýðublaðið - 16.03.1973, Síða 11
í SKUGGA MARÐARINS m Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt Mér þótti dásamlegt aö veröa þannig vitni aö ástþeirra hvors til annars og ég mundi hve móöir min haföi alltaf veriö nöldursöm. Þaö gladdi mig aö faöir minn haföi loksins oröiö hamingjunnar aönjótandi meö konu eins og Lucie. Viö vorum báöar hjá honum þegar hann skildi vib, en hann hélt um hönd Lucie. Ég mun aldrei gleyma svipnum á andliti hennar, þegar hún lyfti þvf upp og leit á mig. Þaö var eins og hún heföi misst allt, sem henni væri nokkurs viröi. — Elsku Lucie min, sagöi ég, — þú átt þó Cillu. Ég leiddi hana inn í herbergi Drucillu. Klukkan var niu aö kvöldi og barniö sofandi. Engu aö siöur tók ég þaö upp og lagöi þaö I fang Lucie. — Mamma, sagöi Druscilla syfjuleg og dálítiö örg. Og Lucie stóö þarna yfirbuguö af sorg og þrýsti barninu aö sér þar til ég tók Druscillu og lét hana aftur i rúmiö. Þetta var ef til vill heldur væmnislega og tilgerbar- lega gert af mér, en þaö geröi sitt gagn. Lucie náði valdi á sér og ég vissi að hún var aö gera sér þaö ljóst aö hún átti enn Druscillu til aö lifa fyrir. Jólin nálguðust. 1 fyrra fórum viö til Wakefield Park,en nú áttu hátiðahöldin að fara fram á Whiteladies. Stirling sagði að jól-- in gætu ekki orðið eins iburðar- mikil og þau yrðu framvegis, vegna andláts föður mins, en þau skyldi þó verða húsinu til sóma. Gera yrði öllum skiljanlegt að það væri Whiteladies, en ekki Wakefield Park, sem væri mið- depill sveitarinnar. Lucie hafði gengið um eins og vofa i sorgarbúningi sinum. Raunar fór hann henni mjög vel. Druscilla var nærri tveggja ára, hún var orðin drottnunargjörn og kröfuhörð, eftirlæti allra á heim- ilinu. Lucie unni henni heitt, en neitaði að spilla henni með dekri eins og ég er hrædd um að við höf- um gert. Ég hafði hið mesta dá- læti á henni og þráði stöðugt að eignast sjálf barn. Stirling vildi það einnig. Hann var alltaf að tala um það þegar börnin okkar lékju sér saman kringum White- ladies. Einu sinni hélt ég að ég væri barnshafandi, en þaö reyndist ekki rétt. Ég tók það njög nærri mér og ákvað að ég skyldi engum segja neitt næst fyrr en ég væri alveg viss. Lucie var sifellt að lauma að mér spurningum. — Þegar þið eignizt barn sjálf . . . sagði hún stundum. Eða: — Ef til vill þráið þið barnið of mikið. Ég hef heyrt sagt að það geti stund- um komið i veg fyrir getnað. Það er einskonar öfuggaháttur i náttúrunni. Er ég sagði henni frá þeim hug- myndum Stirlings, að taka upp aftur gamla jólasiði, sem hafðir voru i heiðri áður fyrr, leizt henni vel á það. — Whiteladies er mikið óðalsetur, sagði hún. — Wakefield Park er nýgræðingur. Ég held að maðurinn þinn hafi rétt fyrir sér. Eg var fegin þvi að hún skyldi farin að kunna betur við Stirling og vera horfin frá fyrri grun- semdum sinum um ástæðurnar fyrir þvi að hann kvæntist mér. — Þegar þú ert sjálf komin með fjölskyldu, viltu ^eririilega helzt að ég fari, sagði hún við mig einu sinni. — Hvaða vitleysa! hrópaði ég. — Þetta er þitt heimili. Hvernig ættum við auk þess að komast af án þin? — Það verður alltaf þannig. Ég er aðeins stjúpmóðirin — sem enginn hefur raunverulega þörf fyrir. — Hvenær hef ég ekki haft þörf fyrir þig? spurði ég. — Ég veit hvenær timi er kom- inn til fyrir mig að fara mina leið. — Að þú skulir segja annað eins og þetta. — Þá það. Viö skulum gleyma þessu. Ég myndi aldrei vera kyrr þar sem mér væri ofaukiö. Ég kvaðst sættast á það. Henni yrði aldrei ofaukið. Hve Stirling naut jólaundirbún- ingsins'. Mikið af hinni nauösyn- legustu vinnu var lokið við húsið og hann var hreykinn af þvi, en þó var margt enn eftir ógert. Hann hafði þegar bætt við starfsfólki. Við höfðum nú sex garðyrkju- menn og landareignin var farin að taka á sig annan svip. Húsið var alltaf fullt af handverks- mönnum og sum herbergjanna voru ónothæf vegna þess að þar var verið að rifa upp gólfið eöa gera við veggklæðningarnar. Tveim vikum fyrir jól varð ég nærri viss um að ég væri með barni. Ég þráði að geta sagt ein- hverjum frá þvi, en afréð að gera það ekki. Ég vildi ekki vekja von- ir hjá Stirling. Þótt kynlegt væri, gat Lizzie sér þess til. Hún var að þurrka rykið i herbergi Druscillu, sem var þáttur i skyldustörfum hennar, en ég hafði gengið inn til barnsins, sem sat á gólfinu og var Áskorun um greiðslu fasteignagjalda til bæjarsjóðs Kópavogs Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa lokið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalda árið 1973 til bæjarsjóðs Kópavogs að ljúka greiðslu alls fasteignagjaldsins innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. En óskað verður nauðungaruppboðs sam- kvæmt lögum nr. 49, 1951, á fasteignum þeirra sem enn hafa eigi lokið greiðslu gjaldanna 15. april n.k. Bæjarsjóður Kópavogs. Auglýsing á keppnisbúning íþróttabandalag Vestmannaeyja óskar hér með eftir tilboðum i auglýsingu á keppnisbúning 1. deildar liðs l.B.V. Tilboðum sé skilað fyrir 24. þ.m. til Knatt- spyrnuráðs Vestmannaeyja c/o Hermann Jónsson Bæjarfógetaembættinu, Vest- mannaeyjum, Hafnarbúðum, Reykjavik. Í.B.V. r IV I ÞJÓNUSTA við þá, sem taka eftirlaun eða aðrar tryggingagreiðslur hjá T ryggingastof nun ríkisins í Reykjavík. Samkomulag hefur verið gert við Tryggingastofnun rikisins um að neðangreind- ir aðilar taki að sér að innheimta trygginga- greiðslur, sem stofnunin innir af hendi og leggja þær inn á sparisjóðsbækur eða aðra við- skiptareikninga hjá viðkomandi stofnunum. Þeir, sem vilja notfæra sér þessa fyrirgreiðslu,eru beðnir um að hafa samband við viðskiptastofnun sina og gefa henni umboð, en sérprentuð eyðublöð liggja frammi hjá neðangreindum stofnunum og útibúum þeirra eða afgreiðslum i Reykjavik svo og Trygginga- stofnun rikisins. ALÞÝÐUBANKINN h.f. PÓSTGÍRÓSTOFAN LANDSBANKI ÍSLANDS IDNAÐARBANKI ÍSLANDS h.f. VERZLUNARBANKI ÍSLANDS h.f. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS BÚNAOARBANKI ÍSLANDS SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR SAMVINNUBANKINN h.f. OG NÁGRENNIS o Föstudagur 16. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.