Alþýðublaðið - 10.10.1973, Síða 1

Alþýðublaðið - 10.10.1973, Síða 1
UNDRASKJOTUR FRAMI ÁSGEIRS í FÓTBOLTANUM Miðvikudagur 10. okt. 1973 54. árg.’ alþýdu Blaðið sem þorir j „Asgeir verður oröinn ifastur maöur i liöi okkar eftir 2-3 vikur” sagöi einn forráöamanna belgiska knattspyrnuliðsins Standard Liege viö fréttamann Alþ.bl., sem var á ferð i Belgiu i siðustu viku. Átti hann þar viðtal við Asgeir Sigurvinsson frá Vest- mannaeyjum, sem hefur náö miklu skjótari frama i atvinnuknattspyrnunni, en menn áttu von á. Forráðamenn félagsins bjuggust t.d. ekki viö þvi, að Asgeir myndi fá fast sæti i aöalliöinu fyrr en eftir eitt ár. A iþróttasiöu Alþ.bl. i dagbirtist einkaviötal viö Asgeir, þar sem hann skýrir frá högum sinum yrta. Viötalið er prýtt mynd, sem bróðir Asgeirs, ólafur Sigur- vinsson, tók sérstaklega fyrir Alþ.bl. ÞA VAR BJARNI í BURTU Eins og menn rekur eflaust minni til, varö nokkuö fjaörafok siö- sumars vegna brott- vikningar tveggja f r a m k v æ m da st j óra KSl, einkum i siöara skiptiö, þegar Hregg- viöi Jónssyni stjórnar- manni sambandsins var fyrirvaralaust vikiö frá störfum sem fram- kvæmdastjóri, og geröi það Friöjón Friöjónsson gjaldkeri KSt. Tveir stjórnarmenn kröföust skýringa, þeir Hreggviður og Bjarni Felixsson. Engin skýring hefur þó fengist enn, þvi svo hefur viljað til, að þeir Friðjón og Albert Guðmundsson hafa siöan þetta gerðist aldrei veriö samtimis á stjórnarfundum sam- bandsins, þar til i fyrrakvöld, hvort sem það er tilviljun eða ekki. Hefur sá þeirra, sem mætt hefur venjulega til kynnt, aö ekki sé vert að taka máliö fyrir, aö hinum aöilanum fjar- stöddum. í fyrrakvöld mættu þeir svo báöir, en þá var ekki hægt að taka máliö fyrir, þvi þá var Bjarni fjarverandi! Þetta mál er þvi enn óleyst, og engin skýring veriö gefiti af hálfu Friöjóns. Forsetinn festir kaup á föðurhúsi fyrsta forseta lýðveldisins Dr. Kristján Eldjárn, forseti Islands, hefur fest kaup á Staðastað, sem er húseignin nr. 1 við Sóleyjargötu i Reykjavík. Eigendur hússins voru erfingjar Þor- steins Scheving Thorsteinson, lyf- sala. Hús þetta reisti Björn Jónsson, ráð- herra og var bygg- ingu þess lokið árið 1912, en bygginga- meistari var Rögn- valdur ólafsson, sem m.a. byggði Vífilstaðaspítalann og mörg fleiri hús. Þannig eru nú horfur á þvi, aö föðurhús fyrsta forseta lýöveldisins, Sveins Björnssonar, verði einnig heimili nú- verandi forseta að loknum embættisferli hans. Björn Jónsson nefndi húsiö Staðastaö, en kona hans, Eliasabet Sveins- dóttir, var frá Staöastaö á Snæfellsnesi, og hefur húsið ævinlega veriö kallaö þvi nafni. Staðastaður, Sóleyjargötu 1. Fyrsti forseti islenska lýðveldisins, Sveinn Bjömsson, bjó þar i föðurhúsum. Núverandi forseti, Kristján Eldjárn, býr þar líklega að loknum embættisferli. BRÚAR KYNSLÚÐA- BILIÐ Á MORGNANA „Ég er m.a. að taka þátt i að brúa kynslóöa- bilið, þvi hér situr maður annars vegar á bekk með mönnum langtundir tvitugu, sem . gætu veriö synir manns og hins vegar með mönnum komnum undir nirætt, liklega skóla- bræðrum föður mins”, sagði Jón Múli Arna- son, útvarpsþulur i við- tali við blaðið i gær, en hann er nú farinn að stunda nám i heim- spekideild Háskólans. „Annars erþetta ekki i fyrsta skipti, sem ég kem i Hl. Þvi fyrir 33 árum var ég þar einn vetur og vann mér inn nafnbótina cand. phil”, sagði Jón. Nú nemur hann ensku og sögu. Margir hafa velt þvi fyrir sér hvers vegna morgunrödd Jóns Múla heyrist ekki lengur i út- varpinu, en þvi er til að svara, að hann fékk vinnutima sinum hag- rætt i samræmi við námiö og er þvi meira i kvöldútvarpinu nú. - KLQFNINGURINN KLÁR A SIÐUM TÍMANS TOMAS RITSTÝRIR HÆGRI MÖNNUNUM Á MÓTI SUF-SÍÐU Að frumkvæði Ólafs Jóhannessónar, for- manns Framsóknar- flokksins hefur klofn- ingurinn i Framsóknar- flokknum nú verið færöur inn i samtök ungra fram- sóknarmanna með þeim hætti, að blaðstjórn Timans hefur ákveðið aö hvetja unga framsóknar- menn, sem andstæðir eru SUF-forystunni, til skrifa i Timann á móti SUF- siðunni Var þessi ákvöröun tekin að tillögu Ólafs Jóhannessonar á fundi blaðsíjórnar Timans s.l. firamtudags- kvöld og birtist fyrsta til- skrif ungu hægri mann- anna i Timanum i gær undir heitinu „Raddir ungra manna”. Hefur Tómasi Karlssyni, rit- stjóra verið falið aðhafa umsjón með þessum skrifum. A fundi blaöstjórnar Timans s.l. fimmtudags- kvöld lá fyrir álit rit- stjóra Timans, þar sem þeir höfnuðu þeim til- mælum blaöstjórnar aö gerast eftirlitsmenn meö skrifum á SUF siðu. Að tillögu Ólafs Jóhannessonar var þá samþykkt i blaðstjórninni aö heimila stjórn Sam- bands ungra framsóknar- manna áframhaldandi skrif i Timanum á sér- stakri SUF-siðu með vissu millibili án af- skipta ritstjóra blaðsins, en með þvi fororöi að stjórn SUF leggði siðunni til ábyrgðar- menn. Jafnframt sam- þykkti blaðstjórnin að fela Tómasi Karlssyni að sjá til þess, að annar fastur dálkur eða siða yrði tekinn upp i blaðinu undir heitinu „Raddir ungra manna” og þar ættu þá væntanlega að skrifa þeir hægri sinnuðu ungu menn, sem eru i . minnihluta i Sambandi ungra framsóknar- manna, en eru hins vegar mjög hliðhollir flokks- forystunni. Karlsefni fyrstur á löngu brautina Loftleiöaflugvélin Þor- finnur Karlsefni varö i gær fyrsta flugvélin, sem lenti eftir aö eins kilómetra löng viöbót var tekin i notkun viö þverbraut Keflavikur- flugvallar. Þaö hefur tekið tslenzka aðalverktaka 16 mánuði að ljúka þessari viðbót, og kostnaður við hana er riflega 400 milljónir króna, sem Bandarikja- stjórn greiðir að öllu leyti. tslendingar greiða hins vegar kostnað viö radlótæki og lýsingu brautarinnar, og nemur sá kostnaður um 48 milljónum króna. Tæp milljón rúm- metra jarðvegs voru fluttir úr Stapafelli i undirbyggingu brautarinnar, og 26 þúsund tonn af asfalti voru notuð i brautina. Með tilkomu þessarar viöbótar á þverbrautina má heita.að ekki eigi að þurfa að koma til þess, að flugvél þurfi að fljúga framhjá Kefla- vik, og þegar lýsing og radiótæki hafa öll verið sett upp, verður Kefla- vikurflugvöllur meðal fullkomnustu flugvalla i heimi, að sögn Agnars Kofoed Hansen, flug- málastjóra. . KEFLAVÍKUR- FLUG VÖLLUR ALÞJÓÐA- FLUGVÚLLUR UJYARPSSTJORI: Útvarps- ráð fer rangt með málavexti

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.