Alþýðublaðið - 18.12.1973, Qupperneq 6
Helgi Sæmundsson skrifar um bækur
STORIR KOMU HERSKARAR..
Guðmundur Gislason
Hagalin: Stóð ég úti i
tunglsljósi. Séð, heyrt,
lesið og lifað. Almenna
bókafélagið. ísafoldar-
prentsmiðja. Reykja-
vik 1973.
EHimörk veröa engin séö á
Guömundi Gislasyni Hagalin þó
hann séð orðinn hálfáttræður
samkvæmt kirkjubókinni. Nú
hefur hann tekið til við sjálfs-
ævisögu sina á ný i næðinu uppi i
Reykholtsdal og sent frá sér
sjötta bindi hennar. Það hefst i
júnimánuði 1919 er Guðmundur
ræðst ritstjóri austur á Seyðis-
fjörö, en þvi lýkur annan nýárs-
dag 1920. Þá er fyrsta tölublað
Austurlands komið út, en sitt-
hvað hefur drifið á daga hins
unga ritstjóra eystra meðan
hann beiö eftir prenttækjunum.
Hann er trúlofaður uppi á Jökul-
dal og fróður orðinn um fólk og
málefni austanlands eins og
hver dagur hefði verið mánuöur
en mánuöurinn ár. Slóö cg úti i
tunglsljósi er stór bók á mæli-
kvarða Hagalins, hvað þá af-
kastaminni höfunda. Hún nem
ur 370 blaðsiðum i vænu broti og
með þéttu letri. Og sjálfsævi-
sagan er raunar þegar orðin sjö
bindi þvi Kílabeinshöllin telst
hiklaust til hennar er þar að
kemur. Og karl er enganveginn
af baki dottinn. Hann lætur þess
getið aftan á kápu að enn sé von
á tveimur bindum áður en aö
Kilaheinshöllinni komi. Þau
gætu reynst fleiri. Ennþá á
Hagalin sem sé eftir að rekja
ýmislegt sem bar til tiðinda á
Seyðisfirði eftir aö Jón á
Hvanná féll i kosningunum
haustið 1919 en Kristin dóttir
hans komst að sem brúðarefni
ritstjórans unga. Svo fara þau
hjón til Noregs. Þá eru Isafjarð-
arárin og loks seinni Reykjavik-
urdvölin. Hagalin fer hratt yfir
sögu i framhaldinu ef honum
nægja tvö bindi þangað til Kila-
heinshöllin tekúr viö. Svo hefur
hann séð, heyrt, lesið og lifaö
sitt af hverju eftir að timabili
hennar lauk.
Sjálfsævisaga Hagalins er
merkilegt ritverk og Stóö ég úti i
tunglsljósi mun enganveginn
sista bindi hennar. Krásögnin er
hröð eins og viðburðarik skáld-
saga og einstaklcga skemmtileg
aflestrar. Hagalin er sennilega
fyndnasti rithöfundur samtiðar-
innar og hér gerir hann oft
óspart gaman að sjálfum sér, en
það lætursvo láum islendingum
að heyrir til undantekninga.
Fróðleikur bókarinnar er lika
mikill og margvislegur. Snjall-
astar virðast þó mannlýsing-
arnar enda vitna þær ótvirætt
um skáldlegt hugmyndaflug og
frábæra ritleikni. Minnisstæðar
verða svipmyndirnar af frænd-
unum Jakobi Thorarensen og
Stefáni frá Hvitadal er þeir
drukku með Hagalin i Þing-
holtsstræti 28 og glettust yfir
veigunum, Kristjáni lækni og
Karli Jónassyni i spitalanum á
Seyðisfirði, Eðvaldi pósti á fjalli
og i byggð og hinni fáorðu og
stilltu en eftirtektarverðu hús-
freyju i Hvanná á Jökuldal, svo
helstu dæmi séu nefnd. Hagalin
er hress og orðglaður i þessari
einlægu og opinskáu bók. Þó
leynir sér varla hversu hann
nýtur þess að hafa skáldleg
vinnubrögð á valdi sinu. Stund-
um gengur hann nokkuð langt i
þvi efni, til dæmis með herðandi
forskeytum til lofs eða grun-
samlegri hófsemi þegar honum
ltkar ekki alskostar persóna eða
málefni en lætur sér nægja að
gefa i skyn það sem lesandinn
þarf eða á að gruna, ef ekki að
vita. Einnig bregður Hagalin
stöku sinnum á þann leik að
vitna til einhvers er siðar gerist
eins og hann þykist forvitri. Svo
er um skemmtilegheitin er hann
laumast til aö minna á frækinn
sigur sinn yfir mér i langstökki
suður i Krisuvik á þvi herrans
ári 1946. Ég var þó enn ófæddur
heima i Flóanum þegar Guð-
mundur Gislason llagalin gekk i
augun á heimilisfólkinu i
Hvanná á Jökuldal haustið 1919!
Einhvers staðar er þvi likast
sem Hagalin dámi ekki ef ein-
hver áliti að islendingasögurnar
séu skáldskapur. Hann veit þó
betur. Sjálfsævisaga hans er
sem sé vafalaust til orðin mjög
á svipaðan hátt og islendinga-
sögur. Hagalin rekur samtöl og
tilsvör er áttu sér stað fyrir
nokkrum áratugum, en höfund-
ar islendingasagna hermdu
slikt, svo og atburði og persónu-
lýsingar, öldum síðar en við
bar. Hagalin lætur sjálfsævisög-
una hlaðast upp sem listræna
frásögn en ekki visindalegt
staðreyndatal alveg eins og höf-
undar snjöllustu islendinga
sagna. Þetta telst auðvitað ekki
sönnun þess að sjálfsævisaga
Hagalins sé skáldskapur fremur
en islendingasögurnar. en
svona bókmenntir verða senni-
lega þvi aðeins til að sagnarit-
ararnir séu skáld og temji sér
þesskonar vinnubrögð. Hinu
skal þó sist gleymt að örlög geta
reynst þvilik og veruleiki slikur
að enginn skáldskapur jafnist á
við þau býsn. En einnig það veit
Guömundur Gislason Hagalin
mætavel.
Stóð ég úti i tunglsljósi er 370
blaðsiður eins og áður getur og
raunverulega sjöunda bindið af
sjálfsævisögu Hagalins. Er höf-
undurinn þá ekki langorður um
of og tiltinslusamur? Um það
má ef til vill deila. Mér finnst
svo mikið til um sjálfsævisög-
una i heild að ég teldi goðgá að
ætla að lima hana sundur og
skeyta saman hér og þar. Samt
er ekki ómögulegt að einhver
hámenntaður fræöimaður hafi i
framtiðinni atvinnu af þvi um
stundarsakir að gera stytta út-
gáfu af þessu ritbákni handa
fólki sem þolir ekki stórar bæk-
ur. Þá það. Enginn veit hvað
hentar á næstu öld, hvað þá enn
fjarlægari timum. Ég er hins
vegar feginn þvi að hafa lesið
frumútgáfuna. H.S.
Nýjustu pappírskíljur
Máls og menningar
Odýrar- handhægar
Mál og menning
0
til
brigði
Kosturinn við Sadolin máln-
ingu er m. a. hin nákvæma
litablöndun, sem þér eigið
völ á að fá i 1130 litbrigöum.
Sadolin er einasta máln-
ingin, sem býður yður
þessa þjónustu í oliulakki
og vatnsmálningu.
Komiö með litaprufu og
látið okkur blanda fyrir
yður Sadolin liti eftir yöar
eigin óskum.
Málningarverzlun Péturs Hjalte-
sted, Suöurlandsbraut 12,
Reykjavik.
Verzlunin Málmur, Strandgata
Strandgata 11, Hafnarfjörður.
Dropinn, Hafnargata 80,
Keflavik.
Neshúsgögn, Borgarnesi.
Hafliði Jónsson, hf., Húsavik.
UR UG SKJVRIGF.IHIR
KCRNFLÍUS
JONSSON
SKOLAVORÐUSl lli 8
BANKASIRAII6
IB60C
Þriðjudagur 18. desember 1973.