Alþýðublaðið - 19.12.1973, Qupperneq 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnar/ Skipholti 19. Sími 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
SNJðLL LAUSN HJÁ PETRI
Þegar löggjöfin um sjúkrasamlög var sett var
fram tekið, að ætlunin væri að láta ákvæði
þeirra laga um framlög sjúkrasamlaganna i
sambandi við almenna læknisþjónustu ná siðar
meir til tannlæknishjálpar. Af þvi hefur þó enn
ekki orðið. Tannlækningarnar standa enn utan
sjúkrasamlaga og þessi nauðsynlegi liður i al-
mennri heilsugæslu er þvi ekki með i trygginga-
kerfinu eins og flestir eða allir aðrir þættir
heilsugæslumála i landinu.
Alþýðuflokkurinn hefur lengi haft áhuga á þvi,
að tannlækningarnar yrðu lika teknar inn i
tryggingakerfið a.m.k. að einhverju leyti. t tið
viðreisnarstjórnarinnar var athugun hafin á þvi
máli, en þegar efnahagskreppan mikla skall yf-
ir ísland i lok sjöunda áratugsins, þá varð að
fresta framkvæmdum þvi ekki var þá talið ráð-
legt að ráðast i þau miklu útgjöld, sem slikri
skipan fylgir.
Auðvitað er það ljóst, að það kemur til með að
kosta rikissjóð mikið fé að tannlækningar verði
settar inn i almannatryggingakerfið á svipaðan
hátt og aðrar lækningar. Eftir þvi, sem timar
hafa liðið fram, hefur sú framkvæmd orðið dýr-
ari og dýrari og þótt flestir stjórnmálamenn séu
og hafi verið sammála um nauðsynina á þvi, að i
það fyrirtæki verði ráðist, þá hefur hinn mikli
kostnaður samfara þvi vaxið þeim mjög i aug-
um.
En einn af þingmönnum Alþýðuflokksins hef-
ur komið fram með bráðsnjalla lausn á þeim
málum. Það er Pétur Pétursson, alþm., en hann
hefurnú á nokkrum þingum flutt gagnmerka
hugmynd um framkvæmd á málinu, sem vakið
hefur verðskuldaða athygli þótt alþingi hafi enn
ekki afgreitt tillögur hans.
Hugmynd Péturs er sem sé sú, að fram-
kvæmdin verði unnin i áföngum. Fyrst verði
ráðist i að taka inn i tryggingakerfið tann-
læknishjálp til barna og unglinga allt að tvitugs-
aldri þannig að sjúkrasamlögin myndu þá
greiða hluta af kostnaði við tannlæknishjálp til
þessara aldursflokka.
Þegar þeim áfanga væri farsællega lokið er
hugmynd Péturs sú, að þá yrði tekið til við aðra
aldursflokka — t.d. elstu borgaranna — og tann-
læknishjálp til þeirra yrði kostuð að hluta til af
tryggingakerfinu. Þannig flyttu menn sig svo á-
fram koll af kolli i áföngum uns framkvæmdinni
væri að fullu lokið og tannlæknishjálp væri að
öllu ieyti komin inn i tryggingakerfið eins og
önnur læknishjálp.
Þessa hugmynd sina hefur Pétur Pétursson
flutt aftur á þvi þingi, sem nú situr, og mælti
hann fyrir henni nú fyrir nokkrum dögum. í um-
ræðum um tillögu Péturs kvaddi heilbrigðis-
málaráðherra, Magnús Kjartansson, sér hljóðs
og greindi frá þvi, að i ráðuneyti hans væri nú
verið að semja frumvarp að lögum, sem einmitt
byggðist á áfangahugmyndum Péturs Péturs-
sonar. Væri þess ekki langt að biða, að það
frumvarp yrði lagt fram á alþingi.
Það er vissulega ástæða til þess að fagna við-
brögðunum, sem tillaga Péturs hefur þarna
fengið. Með bráðsnjallri hugmynd hans hefur nú
fundist lausn á miklu þjóðþrifamáli, sem lengi
hefur vafist fyrir mönnum að koma i fram-
kvæmd.
/
Ur borgarstjórn Reykjavíkur
B.Ú.R. VERÐI STÚREFLD
TILLAGA MINNIHLUTAFLOKKANNA UM BÆJARÚTGERÐARMÁL
A siðasta fundi borgarstjórnar
Reykjavikur var fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir árið 1974 til
fyrstu umræðu. Við það tækifæri
fluttuborgarfulltrúar minnihluta-
flokkanna sameiginlega ýmsar
tillögur um aðgerðir — einkum þó
á sviði atvinnu — og félagsmála.
Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins,
mælti á fundinum fyrir tveim
þessara tillagna. Fjallaði önnur
þeirra um eflingu BæjarUtgerðar
Reykjavikur og fer framsögu-
ræða Björgvins, sem hann flutti
með tillögunni, hér á eftir.
Eitt af þeim atriðum, sem hvaö
mest er deilt um i stjórnmálum,
er rekstursform fyrirtækja. Það
er m.a. afstaðan til rekstursform-
anna, sem skiptir mönnum i
flokka. Þeir flokkar, sem leggja
mesta áherslu á einkarekstur
fyrirtækja, eru hægri flokkar eöa
ihaldsflokkar, en þeir sem beita
sér fyrir opinberum rekstri fyrir-
tækja — rikisrekstri eða sveitar-
félagarekstri — eru vinstri
flokkar eða róttækir.
Avegum Reykjavikurborgar er
rekið mikið og öflugt atvinnu-
fyrirtæki, þar sem er BæjarUt-
gerð Reykjavikur, en þaö var á
sinum tima stofnað fyrir frum-
kvæði Alþýöuflokksins og þaö
hafa verið minnihlutaflokkarnir i
borgarstjórn, sem siðan hafa haft
forgöngu um eflingu BæjarUt-
gerðarinnar. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur hins vegar ávallt þvælst
fyrir öllum tillögum um eflingu
BÚR eins lengi og hann hefur séð
sér fært. Og ekki eru mörg ár sið-
an nUverandi borgarstjóri, Birgir
tsleifur Gunnarsson, lét orð falla
hér i borgarstjórn þess efnis, að
hann teldi til greina koma að
leggja bæjarUtgerðina niður sem
borgarfyrirtæki. En þær fyrir-
ætlanir hans og annarra ihalds-
manna fóru Ut um þUfur. Og i dag
stendur BÚR traustum fótum i
atvinnulifi Reykjavikurborgar.
Þegar hinn nýji skuttogari
BÚR, Snorri Sturluson, kom til
Reykjavikur hélt borgarstjóri,
Birgir isl. Gunnarsson, ræðu i
veislu um borð i skipinu. i þeirri
veislu var margt starfsmanna
BÚR og nU fór borgarstjóri lof-
samlegum orðum um BæjarUt-
gerðina og þýðingu hennar fyrir
atvinnulif Reykjavikur, ræddi
meira að segja um nauðsyn þess,
að BÚR eignaðist nýtt frystihUs.
Aður vildi hann leggja BÚR
niður — nU lofaði hann fyrirtækið.
Ég vil fagna þessum sinna-
skiptum borgarstjóra og vænti
þess, að sá áhugi, er hann sýndi á
BæjarUtgerðinni um borð i Snorra
Sturlusyni sé einlægur, en það
mun koma betur i Ijós, þegar til-
laga sU, sem ég mun nU lýsa,
verður tekin til atkvæða hér i
borgarstjórn.
Allir minnihlutaflokkarnir i
borgarstjórn flytja sameiginlega
svohljóðandi tillögu um BÚR:
Borgarstjórn Reykjavikur telur
að stórefla þurfi Bæjarútgerð
Reykjavikur. Borgarstjórn sam-
þykkir þvi eftirfarandi.:
1. Haldið verði áfram cndurnýj-
un togaraflota BÚR og stefnt að
þvi að endurnýja alla togara Ut-
gerðarinnar. Gömlu togararnir
verði seldir, er nýir berast. Haf-
inn verði nú þegar undirhúningur
að kaupum á 4. skuttogaranum
fyrir BÚK, og samin áætlun um
frekari togarakaup á næstu ár-
um.
2. Athugað verði, hvort ekki er
hagkvæmt fyrir BÚR að eignast
fiskibáta af heppilegri stærð.
:i. llafin verði nú þegar hönnun
á nýju frystihúsi fyrir BÚR og
fjármagns- og fjáröflunaráætlun
gerð. Hiðnýja frystihús skal búið
fullkomnustu véium og tækjum
og við miðað, að það geti fullbúið
unnið úr um 200 tonnum af fersk-
um fiski á dag. Borgarráð úthluti
BÚR þegar heppilegri lóð undir
hið nýja frystihús.
4. Keypt verði ný og fullkomin
isframleiðslutæki fyrir BÚR.
Eg vildi leyfa mér að fara
nokkrum orðum um tillöguna.
t 1. lið tillögunnar segir, að
stefna skuli að þvi að endurnýja
alla togara BÚR.
BæjarUtgerðin átti 8 togara,
þegar mest var, en i dag rekur
BÚR aðeins 4 skip. Að visu eru
þar af 2 nýir skuttogarar, sem
smiðaðir voru á Spáni — Bjarni
Benediktsson og Snorri Sturluson.
Þremur gömlu togurunum var
lagt á þessu ári.
Gömlu togararnir, sem eru
siðutogarar, eru mjög dýrir i
rekstri og viðhaldsfrekir — t.d.
mun tapið á Þormóði goða nema
um 14 m.kr. á þessu ári. Er mikil
Björgvin Guðmundsson
nauösyn á þvi að t'á ný skip á
næstu árum fyrirgömlu skipin og
leggja þeim gömlu, er ný berast.
Hefja þarf þegar undirbUning
að kaupum 4. skuttogarans iyrir
BÚR enda þótt ekki verði unnt að
verja á næsta ári neinum fjár-
munum til kaupa á þvi skipi. IVlá
nota næsta ár til þess að undirbUa
kaupin, athuga hvar ætti að láta
smiða næsla skip. T.d. finnst mér
ekki sjálfgefið, að það yrði keypl
frá Spáni, þegar hafðir eru i huga
þeir gallar, sem komið hafa lram
i togurunum, sem þar voru
keyptir. Þó vil ég benda á i þessu
sambandi, að ekki helur enn verið
tekin ákvörðun um, hvaða aðilar
kaupi skuttogara þá, sem ÚA
hafði pantað frá Spáni og eru þau
skip nU laus.
Eðlilegt má teljast, að samin
veröi þegar áætlun til nokkurra
ára um endurnýjun togara BÚR,
þar á meðal fjármögnunar-
áætlun.
1 sambandi við slika áætlun
þarf að athuga, hvort BÚR mundi
henta að fá togara af minni gerð-
inni einnig, en auk þess þarf sér-
staklega að athuga, hvort ekki sé
nauðsynlegt fyrir BÚR að eignast
einhverja fiskibáta. Það er mjög
slæmt að minu áliti fyrir BÚR að
þurfa að reiða sig algerlega á
báta frá öðrum aðilum. BÚR hef-
ur ávallt reynt að semja viö nægi-
lega marga bátaeigendur um, að
þeir legðu upp afla sinn hjá Fisk-
iðjuveri BÚR, en það hefur
gengið misvel. Og ávallt er hætta
á, að BÚR missi siika báta á ný Ur
viðskiptum. Það væri aukið ör-
yggi fyrir BÚR ef fyrirtækið ætti
sjálft einhverja báta.
Þá segir i tillögunni, lið 2, að
hefja þurfi þegar i stað hönnun á
nýju frystihUsi fyrir BÚR . Það er
nú liöið eitt ár siðan ég flutti hér i
borgarstjórn tillögu um, að
ákveðið yröi að reisa nýtt frysti-
hús fyrir BÚR — fullkomið frysti-
hUs, sem unniö gæti Ur Ur 200
tonnum fisks á dag. Þegar ég
hreyfði þeirri tillögu fyrir árý
sagði talsmaður meirihlutans, að
ekki væri unnt að taka slika
ákvörðun án þess að fyrir lægi
kostnaðar- og fjármögnunar-
áætlun. Af þeirri ástæðu og vegna
þess, að Sjálfstæðisflokkurinn
VAR á móti þvi að reisa nýtt
frystihUs fyrir BÚR var tillögu
minni visað til Utgerðarráðs og
borgarráðs. NU, ári siðar, hefur
orðið breyting á afstöðu Sjálf-
stæðisflokksins til þessa máls,
a.m.k. á afstöðu borgarstjóra ei
marka má orð hans um borð i
Snorra Sturlysyni. Og væntanlega
hefur árið verið notað til þess að
gera kostnaðaráætlanir og fjár-
mögnunaráætlanir. Ég er þvi
bjartsýnn á, að tillaga okkar
m i nn i h 1 u t af 1 ok ka n na um
byggingu nýs frystihUss verði
samþykkt nU og tel ég mikla þörf
á þvi fyrir BÚR. Útgerðarráð
BÚR hefur mikinn hug á þvi, að
reist verði nýtt frystihUs fyrir
fyrirtækið/ enda er gamla
fiskiðjuverið orðið Urelt og Ur sér
gengið og fullnægir ekki lengur
kröfum timans. Hefur Utgerðar-
ráð þegar sótt um lóð undir nýtt
frystihUs og sýnir það Ut af fyrir
sig, að Utgerðarráð treystir á það,
að borgarstjórn samþykki
byggingu nýs frystihUss.
Þá fjallar 4. og siðasti liður til-
lögunnar um að keypt verði ný is-
framleiðslulæki fyrir BÚR. Mikil
þörf er á þvi, að slik ný tæki verði
fengin. Tæki þau, sem BÚR á nU
til isframleiðslu, eru orðin gömul
og mjög dýr i rekstri og unnt er að
fá mun fullkomnari og afkasta-
meiri tæki. Er mikil þörf á,að það
verði gert hið íyrsta.
Eins og segir i upphafi tillögu
Framhald á bls. 11
FISKSÖLU-
MIÐSTÖÐ í
REYKJAVÍK
Siðari tillaga fulltrUa
minnihlutaflokkanna i
borgarstjórn, sem Björgvin
Guðmundsson mælti fyrir á
siðasta fundi i borgarstjórn
Reykjavikur, fjallaði um
stofnun fisksölumiðstöövar.
Tillagan hljóðar svo:
Borgarstjórn Reykjavikur
telur nauðsynlegt, að fisk-
dreifingin i borginni verði
endurskipulögð. Telur
borgarstjórnin heppilegast
að komið verði á fót fisksölu-
miðstöð, sem annist öflun
fisks fyrir smásöluverslanir,
er selja beint til neytenda.
Með þvi móti mundu flutn-
ingar á neyslufiski til
Reykjavikur frá öðrum Ut-
geröarbæjum verða á einni
hendi.
Borgarstjórn felur Bæjar-
útgerð Reykjavikur að
undirbúa stofnun slikrar
fisksölumiðstöðvar.
t framsögu með tillögu
þessari gat Björgvin þess
m.a., hversu mikill skortur á
neyslufiski væri oft i Reykja-
vik. Benti hann i þvi sam-
bandi sérstaklega á þá stað-
reynd, hve erfitt væri um að-
drætti á fiski og hve van-
hugsað það væri að láta fisk-
salana i borginni hvern i sinu
lagi um að leita að fiski um
langan veg i stað þess að sett
yrði upp fisksölumiðstöð,
nokkurs konar fiskheildsala,
til þess að hjálpa þeim að
nálgast góðan fisk frá Ut-
gerðarstöðunum i nágrenni
Reykjavikur án of mikillar
;fyrirhafnar fyrir þá og
kostnaðar fyrir þá og neyt-
endur.
Björgvin sagðist telja eðli-
legt, að borgarstjórn
Reykjavíkur hefði frum-
kvæði um að koma slikri
fiskheildsölu á fót, enda væri
hér um að ræöa hagsmuna-
mál borgarbUa allra.
Miövikudagur 19. desember 1973.
o