Alþýðublaðið - 09.07.1974, Qupperneq 6
Nýr
Guðfaðir
í vetur
Hinn 35 ára gamli,
dökki svartskegg jaði
Francis Ford Cappola,
eða maðurinn á bak við
Guðföðurinn, lætur
sannarlega ekki staðar
numið þótt hann sé nú
búinn að þéna nægilega
mikið á þeirri mynd til
að lifa góðu lífi til ævi-
loka i sínu 30 herbergja
húsi, með útsýni yfir
San Franciskóf lóann.
Hann er nefnilega
langt kominn með Guð-
föðurinn 2, sem væntan-
lega verður frumsýnd í
desember, en þar verða
sömu aðalleikarar og í
hinni fyrri, nema
Brando, sem hlaut hægt
andlát í þeirri mynd, svo
sem kunnugt er.
Myndin hefst þar sem
hin hætti, en ekki er enn
vitað hvernig fjölskyld-
unni mun reiða af núna.
1 nýjustu fimmáraáætlun Rússa, þeirri niundu, er lögö áhersla á aö auka neyslu i landinu. Kaupmátt-
ur launafólks hefur aukist um 5,4% á skömmum tima og um 13,5% siöan þessi áætlun tók gildi. Þaö hef-
ur að sjálfu sér i för meö sér að fólk verslar meira og að verslun eykst. Myndin er úr vöruhúsi i smábæ
einum, Ustlabinsk i Krasnodar, og er ekki annaö aðsjá en verslunin hafiyfir sér vestrænan blæ.
Risasveppirnir, sem stúlkan á myndinm er með,
fundust nýlega i Ástralíu, en svo stórir sveppir
hafa ekki fundist þar í tiu ár. Þeir vega um þrjú
pund hver, og eru á stærð við matardisk, en
venjulegir risasveppir eru 6 til 8 tommur i þver-
mál. Stúlkan á myndinni, Katrin, er systir finn-
andans.
m>m>m
m jp***
Þessi mynd er frá Addis Abeba I Ethfopiu, þaöan sem herinn tók nýlega völdin. Nokkurs óróa hefur
gætt þar siöan og þar hefur ríkt vandræöaástand um langan tima, svo sem hungursneyð. Myndin ber
ekki beint meö sér að mikill uppgangur sé I borginni, né þar sé mikió um að vera, svo sem í öðrum höf-
uðborgum.
Svarta veran á myndinni er hálfapi, og fæddist nýlega
í dýragarðinum í Köln i Þýskalandi. Ekki er vitað til
svona afbrigða fyrr, og þykir þetta hin rnesta furóu-
skepna enda ovitað með öllu hvaða skepna hef ur ruglað
reitum með apamóðurinni, sem hér er einnig á mynd
inni, því þaðævintýri hefurskeð í Madagaskar, þaðan
sem apamóðirin var flutt fyrir nokkru.
0
Þriðjudagur 9. júli 1974