Alþýðublaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 3
Lögreglan mun varla taka hart nagladekkjum úr þessu „Ef aðstæður verða þannig, að þær krefjast sérstaks út- búnaðar á hjólum, viljum við að sjálfsögðu að menn hafi hann þótt ekki sé kominn sá timi, sem leyft er að aka á nagladekkjum að öllu jöfnu, — en þótt færð batnaði siðan aft- ur áður en nagladekkjatiminn rennur upp býst ég varla við þvi að lögreglan færi að amast við þvi þótt menn skiptu ekki yfir á sumardekk”, sagði Ósk- ar ólason, yfirlögregluþjónn umferðarmála, þegar Alþýðu- blaðið hafði tal af honum i gær. „Reglugerðin segir, að ekki megi aka á nagladekkjum fyrr en eftir 15. október, og vafa- laust vill gatnamálastjóri hlifa götunum sinum og reynir þvi að ýta á, að við höfum eftirlit með þessu áfram”, sagði óskar ennfremur, en benti á, að það sé dýrt fyrir bifreiöaeigendur að skipta i si- fellu á milli sumardekkja og nagladekkja. „Auk þess ber það alltaf við, að menn ætli að aka vestur eða norður i land og setji þvi nagladekk undir bila sina. Hvað eigum við þá að gera, ef við stöðvum menn- ina?” sagði Óskar. Ólafur Waiter Stefánsson hjá dómsmálaráðuneytinu sagði, að lögreglan hefði allt framkvæmdamál á reglugerð- inni, þegar við bárum þetta undir hann, en benti hinsvegar á, að frétti hann af þvi að menn væru farnir að setja nagladekk undir bila sina hóp- um saman fyrir 15. október, færi hann að hugsa til þess að láta gera eitthvað i málinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið aflaði sér hjá einu dekkjaverkstæðanna i gær, kostar 740 krónur að skipta um dekk á fjórum felg- um. Burt séð frá kostnaðinum væri vafalaust óframkvæm- anlegt, að allir skiptu um dekk oft á sama haustinu — hjól- barðaverkstæðin mundu ekki anna þvi. HORNIÐ Nýja kerfið rúmar 600 þúsund bíla Nú er á lokastigi hjá bifreiða- eftirliti rikisins undirbúningur undir gjörbreytingu á skrásetningarkerfi bifreiða, og má búast við þvi, að ekki liði á löngu þar til lagðar verði fyrir Alþingi nauðsynlegar laga- breytingar til þess að þessu nýja kerfi verði komið á. Guðni Karlsson forstöðumað- ur bifreiðaeftirlits rikisins stað- festi við fréttamann Alþýðu- blaðsins i gær, að unnið sé að undirbúningi að þessari breyt- ingu, og verið sé að setja allar þær upplýsingar, sem bifreiða- eftirlitið hefur yfir að ráða, inn á tölvuspjöld. Sagði Guðni, að á þessu stigi málsins gæti hann ekki veitt nánari upplýsingar um breytingarnar á skrásetn- ingarkerfinu, en staðfesti þó það, sem Alþýðublaðið hafði fregnað, — að nýju númerin verði með tvo bókstafi og þrjá tölustafi fyrir aftan, og með þvi lagi verði hægt að skrásetja um 600 þúsund bifreiðar án nokk- urra breytinga á kerfinu. Nýju númeraspjöldin verða hvit með svörtum stöfum, og verða þau sett á bifreiðar þegar við skráningu i framtiðinni og fylgja þeim þar til þær verða endanlega afskráðar, þannig að umskráningar verða alveg úr sögunni. Ekki er gert ráð fyrir þvi, að númeraspjöldin verði mismunandi eftir lögsagnarum- dæmum, en verði þau hönnuð á svipaðan hátt og t.d. i Sviþjóð, þar sem þetta kerfi var nýlega lögleitt, er ætlað pláss milli bók- stafanna og tölustafanna fyrir einkenni hvers lögsagnarum- dæmis, sem eigendur bifreið- anna geta þá sett á sjálfir. Meðnýjanún erakerfinu»’erður kappblaupið u.n lágu númerin ekki með öllu úr sögunni, en á hinn bóginn verður það á valdi tölvu að ákveða, hverjir fá lágu númerin, og verður þvi væntan- lega ekki breytt, — og i hvert skipti sem bilí er seldur verður númerið að fylgja. Að öllum lik- indum verður lægsta númerið AA 001. Þriðjudagur 1. október 1974. Islensk rokkhljómsveit í London: Change ytir- gefa Orange — fjársterkur elnkaaðili tekur hljómsveitina upp á arma sína Islenska rokkhljómsveitin Change, sem verið hefur i Lond- on i sumar, er þessa dagana að ganga frá nýjum hljómplötu- samningi ytra. Er sá samningur við fjársterkan einkaaðila og, að sögn Magnúsar Sigmunds- sonar i Change, mun hagstæðari en fyrri samningur hljómsveit- arinnar við breska hljómplötu- fyrirtækið Orange. Orange-samningurinn er að vfsu ekki enn runninn út, en þeir félagar sögðu fréttamanni blaðsins, sem var i London um helgina, að þegar það gerðist, um næstu mánaðamót, þá gerðu þeir sér vonir um að Orange vildi ekki framlengja hann. Þeir félagar eru um þessar mundir að vinna að nýrri LP- plötu og hefja upptökur um leið og nýi samningurinn getur gengið i gildi, eða 2. nóvember næstkomandi. Verður hún gefin út á þeirra eigin merki en dreift á alþjóðlegan markað. Það mun gerast þannig, að sögn þeirra félaga, að hljómplötufyrirtækið, sem þeir stofna i félagi við áður- greindan kaupsýslumann, gerir dreifingarsamning við eitthvert hinna fjölmörgu erlendu dreif- ingarfyrirtækja. Þær vonir, sem félagarnir i Change gerðu sér um samstarf- ið við Orange Records, hafa ekki leitt til mikils og þykir þeimþeir hafa himin höndum tekið með þessum nýja samn- ingi. — Á þennan hátt fáum við sjálfir að ráða öllu, sagði Magn- ús fréttamanni blaðsins. — Við setjum á plötur okkar það, sem við viljum sjálfir hafa þar og ákveðum ailt sjálfir. Þessi aðili, sem ég tel ekki rétt að nafn- greina, borgar allan kostnað er- lendis og siðan skiptist ágóðinn á milli hans og okkar. Það er náttúrlega töluverður munur frá þvi sem var, þegar við feng- um 7% hjá Orange og af þeim prósentum var allur kostnaður greiddur. ÚRSLIT GÓD- AKSTURS BFÖ Góðaksturskeppni Bindindisfé- lags ökumanna fór fram á laug- ardaginn i Reykjavik, og lauk henni með sigri Magnúsar Helga- sonar, sem ók Mercedes Benz 220D og hafði rásnúmer 15. Annar varð Ómar Þ. Ragnarsson á Fiat 126 með rásnúmer 1. Nánar verður sagt frá góðakst- urskeppni BFO á bilasiðu i sunnu- dagsblaðinu, og birtar myndir, sem Friðþjófur tók i keppninni. „Hvað er eiginlega selt upp úr þessum tunnum?” spurði maður- inn sem gaukaði að okkur þessari mynd, sem hann sagðist hafa tekið við Umferðarmiðstöðina. Skrásetningakerfi bilreiða gjörbreytist á næstunni Árbæjarsafni lokað í vetur Árbæjarsafn verður lokað i vetur, þó þannig, að kennarar og aðrir, sem vilja komast með gesti á safnið geta pantað þar tima. Þetta er i fyrsta skipti, sem Arbæjarsafn er lokað á þenn- an hátt, en svo fáir hafa gest- irnir verið yfir vetrartimann, að ekki þykir svara kostnaði að halda safninu opnu. Afhendir íslensk skjöl Á föstudaginn mun Dagfinn Mannsáker, rikisskjalavörður Noregs, afhenda Þjóðskjalasafni íslands að gjöf ýmis islensk skjöl, sem upphaflega eru komin úr dönskum stjórnardeildum. Hér er um að ræða skjöl, sem Danir afhentu Norðmönnum eftir sambandsslitin við Danmörku 1814, en meðal þessara skjala voru ýmis, sem snerta islensk málefni. Þar á meðal gömul skjalabók frá 1597, svokölluð jarðabók, sem er heimild um kon- ungsjarðir og jarðir biksupsstól- anna. Bjarni Vilhjálmsson, þjóð- skjalavörður, veitir gjöfinni mót- töku. íAuglýsið í Alþýðublaðinuj : Sími 28660 og 14906 \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.