Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 1
REYKJAVÍKURBORG VANTAR MILUARO - SlA BIS. 3 alþýðu Byggir SH í Sundahöfn? Hafnarstjórn Reykja- víkur samþykkti nýlega að gefa Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna kost á lóð fyrir frystigeymslu inni i Sundahöfn á fyllingu upp af Krongarði norðan Sundagarða. Stærð geymslunnar mið- ast við, að hún rúmi full- byggð 12-15 þúsund tonn af frystum sjávar- afurðum. ,,f Vesturhöfninni er tæplega nægilegt dýpi fyrir þau skip, sem við kunnum að þurfa að lesta”, sagði Eyjólfur fs- fel Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri SH i við- tali við Alþýðublaðið. ,,Hið sama má raunar segja um þann stað i Hafnarfirði, sem við höfðum i athugun”, sagði Eyjólfur. Hann sagði, að i gær hefði átt að mæla og kanna það landrými, sem til boða stæði i Sundahöfn, og þvi væri ekki fullvist, hvort þar væri sú fram- tiðaraðstaða sem SH hetði skort mjög tilfinn- anlega. Væri þetta þvi ófrágengið og ætti að öllu leyti eftir að semja um þetta mál. FðSTUDAGUR 7. mars 1975 — 56. tbl. 56. árg. Skipstjórinn taldi sér ekki heimilt að yfir- gefa skipió, sem gat losnað þá og þegar Sjóprófum vegna strands Brúarfoss á Raufarhöfn á miðviku- dagsmorgun, er að mestu lokið. Þau fóru fram á Akureyri og var Bogi Nilsson i dómsfor- sæti. Sjóprófin hafa leitt i ljós að skipið, sem var á leið út frá Raufarhöfn, beygir of snemma á bakborða og lendir þá upp á sker það, sem Baka er nefnt. Skip- stjóri og bátsmaður voru staddir i brú skips- ins, þegar það tók niðri og var bátsmaður við stýrið. Rétt um klukkan 13.00 komu þrir lögregluþjón- ar frá Raufarhöfn um borð i Brúarfoss, á strandstað. Töldu þeir mögulegt að skipstjóri væri undir áhrifum áfengis og kröfðust þess að hann færi i land og leyfði töku blóðsýnis til rannsóknar. Skipstjóri neitaði þvi og taldi sér ekki heimtil að yfirgefa skipið, þar sem aðfall væri og það gæti losnað af strandstað. - Um fjörutiu minútum siðar losnaði skipið af sker- inu. Læknir er ekki á Raufarhöfn og lögreglan treysti sér ekki til að flytja hjúkrunarkonu staðar- ins út i skipið, það sem hátt var upp i það og er- fitt að komast um borð. Lögreglumennirnir hafa borið fyrir rétti, að áfengislykt hafi verið af skipstjóranum, andlit hans rjótt og augu vot og þvi hefðu þeir krafist blóðrannsóknarinnar. Skemmdir á Brúar- fossi urðu ekki eins miklar og óttast var: hvergi kom leki að skip- inu, en botn þess er nokkuð dældaður bak- borðsmegin. Skipinu var i gær heimilað að lesta vörur og halda för sinni áfram. Dálitið ögrandi hraði æskunnar og hæglát reisn ellinnar mætast hér á myndinni, sem hann Hallur tók i gær á förnum vegi. Þessi börn voru í hópi þeirra sem sýndu i tískusýningu á ís- lenskum fatnaði, sem haldin var við opnur vorkaupstefnunnar i gær. AAyndir Alþbl. Hallur ►► 2-3 77 ENGIR PENINGAR HANDA ÞtR, GÖDI MINN" og IDNADUR ER ILLA IÍTI Allt útlit er fyrir, að fjöldi iðnfyrirtækja i landinu verði að draga saman seglin á næstu mánuðum, og einhver þeirra verði jafnvel að hætta starfsemi sinni, að þvi er Davlð Scheving Thorsteinson, formaður Félags islenskra iðnrek- enda, sagði við Alþýðu- blaðið i gær. „Og ég tel það vera islenska bjart- sýni að fara af stað með kaupstefnu á islenskum fatnaði nú, þegar stór- kostlegir erfiðleikar eru á að fá rekstrarfé”, sagði hann ennfremur. „Það er hinsvegar ljóst”, sagði Davið, ,,að gengisfellingin kom A MOTI DISKOTEKI Húseigendur og umráða- menn fyrirtækja i nágrenni við Ármúla 5 hafa bundist samtökum með undir- skriftum til þess að mót- mæla þvi að opnað verði nýtt veitingahús þar. Telja þeir sig vita með vissu, að þarna sé áformað að hefja rekstur á skemmtistað með vinveitingum og diskóteki. Telja þeir að slikur rekstur samrýmist alls ekki ann- arri starfsemi þarna i ná- grenninu og stafi eignum og aðstöðu beinlinis hætta af fylgifiskum hans. í þessu hverfi er fjöldi stórfyrirtækja og verslana, auk þess sem Ármúlaskóli er á þessu svæði Byggingarnefnd Reykja vikur hefur fyrir sitt leyti samþykkt vissar breyting ar á húsnæði i Ármúla 5, sem benda til þess, að þetta sé á rökum reist. Borgarstjórn hefur hikað við að taka ályktun byggingarnefndar fyrir, og er getum leitt að þvi að þar um valdi mögnuð andstaða nágranna við þessar ráða- gerðir. iðnaðinum til góða, en hún kallar aftur á meira rekstrarfé, og þegar á móti henni kemur sú ráð- stöfun, að Seðlabankinn gerir samkomulag við viöskiptabankana um að lána ekkert út nema það sem kemur inn af endur- greiddum lánum, — þá er ég hættur að skilja. Hvernig fara t.d. þau fyrirtæki að, sem taka þátt i kaupstefnunni, ef þau fá pantanir? Ef viðskiptavinurinn getur ekki borgað strax getur framleiðandinn ekki greitt af innistandandi láni, og þá segir bankinn: „Við höfum enga peninga handa þér” það er þvi ljóst, að það er alltsaman sjálfstoppað”. Þá benti Davið á, að bæði sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn séu undanþegnir þessum tak- mörkunum á rekstrarf járlánum, og kvaðst hann undrast þá mismunum, ekki sist eftir að Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri lét þau orð falla, að iðnaðurinn væri undirstöðu fram- leiðslugreinin. Þegar Davið var spurður um stöðu islensks iðnaðar innan Efnahags- bandalagsins nú sagöi hannm.a.: Égálitenn, að við verðum að lengja aðlögunartimann um þrjú ár, og ég held að það sé mjög auövelt, fáist stjórnvöld til að skýra bandalaginu frá þvi hvernig hefur verið staðiö að þessum málum hér. Það eina, sem stjórn- völd hafa gert ,til hags- bóta fyrir iðnaðinn siðan fariðvar fram á lengdan aðlögunartima i septem- ber I haust, er að sölu- skattur i tolli hefur verið lækkaður um helming, ákveöið hefur verið að setja i gang athugun á þvi hvaða áhrif Eftaaðild hefur haft á iðnaðinn, að þvi er Davið sagði i sam- talinu við Alþýðublaðið. „Þá geta þeir tekið af- stöðu til þess, hverju þeir eiga að trúa af þvi, sem við höfum sagt.” Eigum við að auka vald sáttasemjara? Sáttasemjari rikisins heldur nú svo að segja daglega fundi með samninganefndum launþega og atvinnu- rekenda, og eins og frá hefur veriö skýrt, sam- þykkti kjaramálaráð- stefna ASl að beina þvi til aöildarfélaganna aö afla heimildar til verk- failsboðunar. Fregnir frá Dan- mörku segja frá þvi, aö rikissáttasem jarinn danski hafi beitt valdi sinu til aö fresta boðuð- um verkföllum þar í landi. Af þessu tilefni spuröum viö nokkra menn aö þvi, hvort þeir teldu, aö verksviöi sáttasemjara rikisins ætti aö breyta, t.d. fá honum vald til þess aö fresta verkföllum. Fara svör þeirra hér á eftir. Torfi Hjartarson, sáttasemjari rikisins: Ég get ekki tjáð mig um þetta. Það hlýtur að vera annarra manna að ákveða það. Björn Jónsson, forseti ASt: Við erum alger- lega andvigir slikri til- högun. Hún myndi þrengja að verkfalls- rétti okkar og meðal annars rýra vald okkar á þeimtima, sem við teljum hentugan til að beita honum. Hins vegar mætti efla sáttastarfið með öðrum hætti, svo sem þeim, að sáttasemjarastarfið yrði fast embætti, og að sá embættismaður fylgdist stöðugt með þvi, sem er að gerast. Þá væri meiri upplýs- ingamiðlun til almenn- ings æskiieg. Einnig mætti ræða að nota upp- sagnarfresti betur en oft er gert. Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands ts- lands: Ég visa til aöal- fundar Vinnuveitenda- sambandsins i mai i fyrra, sem skoraði á rikisstjórnina að hefja þá þegar undirbúning að samningu laga frum- varps um stéttarfélög og vinnudeilur. Eitt þeirra atriða sem bent var á að setja þyrfti reglur um i nýrri lög- gjöf, var einmitt um það, að gera þyrfti emb- ætti rikissáttasemjara að fullu starfi og auka vald hans. Ætti rikis- sáttasemjari t.d. að geta frestað verkfalli, ef honum þætti ástæða til. Guðmundur H. Garð- arsson, forin. Verslun- armannafélags Reykja- víkur: Ég er þeirrar skoðunar, að það eigi að efla stöðu sáttasemjara á íslandi, en um einstök atriði eins og þetta vil ég ekki tjá mig, nema kanna þessi mál i heild gaumgæfilega. Eövard Sigurösson, form. Dagsbrúnar: Ég teldi það skerðingu á at- hafnafrelsi verkalýðs- félaganna og væri þvi ekki samþykkur, enda engin þörf á þvi hér. Annað mál er sam- komulag um frestun verkfalls, ef aðilar telja það rétt. Það verða þeir sjálfir að dæma um. Ég er ekki alls kostar and- vigur þvi, að starf sáttasemjara verði end- urskoðað með það fyrir augum, að það yrði virkara, til dæmis með þvi, að það yrði stöðugt aðalstarf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.