Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 12
alþýðu il KHHil Miisl.»s lil' PLASTPQKAVERKSMIÐJA Símar 82639-82655 Vatnagðr6um 6 Box 4064 — Roykjavík KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SENDIBILASWÐIN Hf Vetrarvertíðin hefur sem af er gengið stirðlega fljúga mönnum af munni og verða fleygar, hvort sem fótur er fyrir þeim eða ekki. En hér kemur yfirlitið: Breið- dalsvík Á Breiðdalsvik var litið að frétta. Togarinn þeirra, Hval- bakur, hefur verið bilaður lang- leiðina frá áramótum og ver- tiðarbátarnireru að byrja á net- um. Sigurður Jónsson hefur far- ið einn róður og Árni Magnússon er að skipta af loðnunni yfir á net. i fyrra voru á sama tima komin á land á Breiðdalsvik um 300 tonn og var það að mestu afli úr Hvalbak. Þá landaði togarinn i Færeyjum tvo túra, þvi frysti- húsið lagði allt i loðnufrystingu. rækjubátunum hefur aflinn verið ákaflega litill, það er aC segja rækjuaflinn, en eitthvaí hefur slæðst af fiski i hjá þeim. Hina bátana hefur ótið hrjáð og litið hefur gengið. Siðan bátarnir byrjuðu á netum hefur nánast ekkert verið. Heildarafli Grundarfjarðar- báta frá áramótum er orðinn 715.674 kg miðað við siðustu mánaðamót, þar af var skuttog- arinn Runólfur með 245.529 kg úr þrem löndunum, en hitt var afli bátanna og er þá rækjan meðtalin. Aflahæsti báturinn, sem stundar bolfiskveiðar frá Grundarfirði var uffl mánaða- mótin Siglunes. Hann var á linu i janúar, en netum i febrúar og var kominn með 130.529 kiló. Djúpivogur Hér höldum við áfram, þar sem frá var horfið I gær með yfirlit yfir vertiðarafla bátanna, það sem af er árinu. Það er enn- þá sama sagan við hvern, sem talað er, vertiðin hefur gengið afar illa. Ekki er þó kennt um fiskileysi, heldur veðráttunni, sem verið hefur mjög rysjótt og gæftir þvi verið stirðar og oft lé- legt sjóveður, þótt bátar hafi róið. Að sjálfsögðu getur yfirlit eins og þetta ekki orðið tæmandi. Það er að minnsta kosti fráleitt meðan ekki eru birtar neinar tölur frá umsvifamesta út- gerðarbæ landsins, Vestmanna- eyjum, en þrátt fyrir nokkra viðleitni I tvo daga höfum við ekki haft uppi á neinum, sem hefur getað gefið okkur þær upplýsingar, sem þurfti. Vest- mannaeyjar eru ekki einar um það, það er svo um fleiri staði. Eins og sjá má af þessu yfir- liti sem og yfirlitinu i gær er það viða svo að vertið er rétt hafin og sums staðar varla hafin. Al- þýðublaðið mun leitast við að fylgjast með, hvernig bátunum gengur á vertiðinni og birta les- endum sinum yfirlit yfir hana af og til á svipaðan hátt og nú. En það er annar þáttur ver- tiðarinnar, sem lítil skil hafa verið gerð hingað til. Það eru vertiðarsögurnar. Sögur af kappsfullum sjómönnum, sem leggja flest af veði fram eftir vertið um þáð, að þeirra bátur og enginn annar verði afla- hæstur þá yfir lýkur. Þessar sögur sem þekkjast i hverju einasta útgerðarplássi á land- inu eru sagðar þar sumar ár eftir ár. Sögur um skipstjóra, sem lönduðu ekki úr „ruslakassanum” nema i vikuiokin tii að fá vigtina inn i heildartöluna I glugganum á vigtarskúrnum, eða um mánaðamótin, vegna Fiskifélagsskýrslunnar. Sögur um sjómenn, sem vfla ekki fyrir sér að rifast um það, hvort munað hafi oliunni, sem billinn tók fyrir siðustu ferðina, hver var aflahæstur þann daginn. Allt eru þetta viðkvæm atriði, þegar mjótt er á mununum. Kannast ekki einhverjir við að hafa heyrt sögur um vatns- brúsa, sem var fullur i fyrstu vigtun á tómum bilnum, en tómur eftir það? Slikar hnútur Grundar- f jörður Frá Grundarfirði eru gerðir út þrettán bátar auk nýs skut- togara. Sjö bátanna eru á net- um, en sex eru á rækju. Hjá Frá Djúpavogi hefur einn bát- ur Haukur, verið á trolli. Hann var nýkominn inn, þegar við töl- uðum austur með um 30 tonn, megnið af aflanum var ýsa. Áður var hannbúinn að fara tvo túra og er kominn með tæp 60 tonn á þessu ári. Annar bátur, Hafranes fór út i fyrradag til að leggja netin. Tveir smærri bátar eru gerðir út á rækju að staðaldri og hefur veiði þeirra verið mjög góð. Nokkrir hafa gripið i rækju- veiði, en stopult, þvi þeir, sem eru á þeim vinna við verksmiðj- una yfir loðnutimann. Höfn Á Höfn i Hornafirði voru gerð- ir út þrir bátar á íinu og tveir á troll framan af en nú eru þeir allir komnir á net ásamt tveim loðnubátum sem skiptu yfir. Bátunum hefur gengið frekar stirt, gæftir hafa verið slæmar og afli lélegur. Til að mynda leið heil vika i febrúar þannig að þeir komust ekki á sjó, en á móti kom önnur vika, sem var ágæt, jafnvel svo að linubátar voru með 13—14 tonn i róðri, sem þykir gott þar. Heildaraflinn frá áramótum er kominn i 540 tonn, en það er aðeins betra en i fyrra. Aflahæstur Hornafjarðarbáta er Gissur hviti með 120 tonn. Stokkseyri A Stokkseyri er vertiðaraflinn ekki orðinn mikill ennþá. Þar er unninn afli tveggja stærri báta, sem landa i Þorlákshöfn. Njörð- ur er búinn að vera að frá ára- mótum og er kominn með 320 tonn, en Fróði byrjaði I febrúar- byrjun og er afli hans orðinn 120 tonn. Auk þess eru tveir minni bátar, 47 tonna, byrjaðir fyrir stuttu á netum, en hafa ekkert fengið og sömu sögu er að segja af einum trollbát, afli hans hef- ur verið sáralitill. Frá Stokks- eyri verða gerðir út niu bátar i vetur, þegar ailt er komið i full an gang. Heildaraflinn, sem unninn hefur verið þar frá áramótum er um 500 tonn og er það svipað og I fyrra, en þá var til viðbótar búið að frysta 700 tonn af loðnu. Þá var unnið i vaktavinnu allan febrúarmánuð við loðnufryst- inguna. Nú hafa verið fryst af loðnu örfá tonn, enda dagurinn i gær sá fyrsti, sem það var gert að einhverju ráði. Reykjavík Viðmælandi Alþýðublaðsins á viktinni á Grandanum kvað litið vera að segja. Þeir bátar, sem gerðir eru út frá Reykjavik landa yfirleitt i höfnunum suður með sjó, enda ekki frágangssök jafn góðir og vegirnir væru orðnir á milli. í Reykjavik land- ar alfarið aðeins einn bátur, As- þór. Hann var á linu fyrst eftir áramótin og fékk 65 tonn, en skipti siðan yfir á net og hafði fengið i þau 135 tonn á siðustu mánaðamótum, en i mars hafa verið ágætir dagar. Grímsey Frá Grimsey eru gerðir út tveir 11 tonna bátar á linu. Afli þeirra hefur verið litill, um 30 tonn. Þessi lélegi afli, sem er þó svipaður og i fyrra, byggist að mestu á veðráttunni, sem verið hefur afskaplega óstöðug. Sá fiskur, sem komið hefur á land hefur verið afgragðsfiskur. Grimseyingar eiga einn ný- smiðaðan bát, sem gerður verður út frá Grindavík i vetur. Auk þess eiga Grimseyingar tólf báta minni, þetta 4—5 tonn. Jnnan skamms hefst hrogn- kelsaveiði Grimseyinga og stunda væntanlega allir bátarn- ir hana, þvi hrognin eru i mjög eóðu verði núna. a förm W Einar Jónsson, fiskifræðíngur: ,,Nei, ég trúi ekki á páskahretið, en á páskahrotuna trúi ég — hún er árviss. Páksahretið er eins og hver önnur hjátrú og hégilja, ég hef ekki tekið eftir neinum straumbreytingum i veðurfari um páska.” Erna O’keffe, verslunarmær: „Nei, það held ég ekki. Það get- ur verið að veðurfar versni stundum um páska, en það fer þá mest eftir þvi hvenær þeir eru.” Erlingur Kristjánsson, atvinnu- iaus: „Það er oft sem það gerir hret um páska, eða seinni part vetrar. Það er nú einu sinni svona tiðarfarið hjá okkur. Það koma lika sumarmálahret og fleiri.” Sigriður Sverrisdóttir, húsmóð- ir: „Það kemur stundum páska- hret, jú. Þar sem ég bý úti á landi, á Isafirði, fer heldur ekki hjá þvi að ég verði vör við þau.” Guðjón Sigmundsson, nemi: „Nei, það geri ég ekki. En mér er sagt þetta sé til.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.