Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 7
ERLEND SYRPA <2> O Margrethe Dana- drottning og synir hennar tveir, prins- arnir Friðrik og Jóakim, voru mynduð i vetrarfríi sínu, skammt frá Lille- hammer. Henrik prins var ekki með, því hann var við- staddur krýningu Bir- endra Nepalskon- ungs. Danskt PLÖTULOPI - HESPULQPI Verðlaunasamkeppni ALAFOSS Vegna fjölda áskorana um að lengja skilafrestinn í lopasamkeppni okkar höfum við ákveðið að framlengja hann til 10. apríl n.k. Álafoss h.f. LOPI TWEED-LÉTTUR LOPI fjármáfa- hneyksfi Byggingaspekúlantinn Böye Nielsen og fyrirtæki hans, Dansk Totalenterprise, hafa valdið fjármálahneyksli, sem mun kosta Dani nálægt 5.500 milljónir isl. króna i erlendum gjaldeyri, auk þess sem Danir verða af liðlega 22.400 mill- jóna króna verkefni i Irak. Þetta kom nýlega fram i danska blaðinu Aktuelt. Þrjú samvinnufélög i Dan- mörku auk byggingafyrirtæk- isins Bent C. Mortensen gerðu sameiginlega tilboð i bygg- ingu verkamannabústaða i ír- ak með samtals 15.000 ibúðum og byggingu fjögurra verk- smiöja, sem byggðar skulu úr steinsteypu. En Danir verða af þessu risaverkefni. Fyrirtækið Bent C. Mortensen.átti frumkvæðið um hið sameiginlega tilboð, en án nokkurs samráðs við um- rædda aöila gerði fyrirtækið Dansk Totalenterprise eigið tilboð i framkvæmdir þessar — með þeim afleiðingum, að Irakar hafa misst tiltrúna á hinum dönsku tilboðum. Allir, sem þekkja til traks, vita, að irakska rikið óskaði eftir þvi, að fá aðeins eitt sam- eiginlegt tilboð frá hverju riki. Dansk Totalenterprise hefur þvi gert sig sekt um fáheyrða framkomu. Siðasti þáttur þessa hneykslismáls fór fram, þegar fulltrúar hins sameiginlega danska tilboðs voru staddir i Irak til samningaviðræðna fyrir fáeinum vikum. Þá var þeim tilkynnt hreinskilnis- lega, að vegna hinna dreifðu tilboða frá dönskum aðilum hafi írakar misst alla tiltrú á hugsanlegu framlagi Dana til umræddra verkefna. I staðinn yrði gengið að tilboði frá bandarisku fyrirtæki. „Það er raunalegt fyrir danskan byggingariðnað, að við skyldum ekki fá þessi verkefni”, segir Poul Iversen forstjóri Jydsk Murer- og Entrepreörforretning, i viðtali við Aktuelt, „þvi aö auðvelt hefði verið að sameina öll dönsku tilboðin”. STJÖRNUSPÁIN VATHS- BERINN 20. jan. - 18. feb. ERFIÐUR Farðu varlega í um- ferðinni, i umgengni við hverskonar tæki og vélar — og einnig i málefnum sem varða atvinnu þina og frama. Það er of auð- velt fyrir þig, i dag að sýna fljótfærni og koma málum þinum úr jafn- vægi. TVÍ- BURARNIR 21. maí - 20. júní VIÐSJALL Þetta er ekki dagur til þess að fara i ónauðsyn- leg ferðalög, þar sem slys eiga auðveldara upp- dráttar en endranær. Sinntu heilsufari þinu sérlega vel og forðastu kringumstæður sem valda þér óöryggi. VOGIN 23. sep. - 22. okt. KVIÐVÆNLEGUR Þetta er hættulegur dagur i fjármálum, svo þú skalt ekki taka neina áhættu. Láttu ekki flækja þig i neina gróðadrauma, hversu vel sem þeir lita út. ófyrirsjáanlegt tap er mögulegt. Heimilismál og fjölskyldudeilur gætu tekið mest allt kvöldið FISKA- MERKIÐ 19. feb. - 20. marz KVÍÐVÆNLEGUR Máske þér væri best að fela þig i dag. Astarmálin eru enn undir óheppileg- um áhrifum og þú skalt fara mjög varlega i að blanda saman viðskiptum og ánægju. Haltu þig i fjarlægð frá fjáröflunar- aðgerðum vina þinna. KRABBA- MERKIÐ 21. júní - 20. júlí ERFIÐUR 1 dag virðast allir eiga hlut að samsæri til þess aö æsa þig upp og ergja þig, svo þú verður að sýna af þér þolinmæöi sem samboðin væri dýrlingi ef þú ekki átt aö sleppa þér um of. ®SP0RÐ- DREKINN 23. okt - 21. nóv. ERFIÐUR Þetta er einn þeirra daga, þegar ættingjar og heimilisfólk þitt virðist leggja sérstaklega á sig til að skapa þér vand kvæði. Þaö er nauðsyn- legt að þú hemjir skap þitt og forðist óþolin- mæðislegar aögeröir. HRUTS- MERKIÐ 21. marz - 19. apr. HAGSTÆÐUR Með þvi að halda fram stefnu þeirri sem þú hefur þegar mótað i málefnum vina þinna, ættir þú að ná þvi besta út úr deginum. Deilur geta risið út af fjármálum. Sinntu mál- efnum náinna ættingja. LJÖNIÐ 21. júlí - 22. ág. KVIÐVÆNLEGUR Enn verður þú að lita sérlega vel til með heilsu þinni og þinna nánustu, þar sem utanaðkomandi þrýstingur gæti orðiö til þess að þið ofreynið ykk- ur. Samstarfsfólk þitt verður þér liklega ekki sammála og deilur gætu risið BOGMAD- URINN 22. nóv. - 21. des. KVIÐVÆNLEGUR Takist þér að halda þig við venjubundin störf er ekki óliklegt að dagurinn geti oröið rétt sæmilegur. Farðu einkar varlega ef þú þarft að aka bifreið eða meöhöndla vélar og tæki. Rafmagn er þér einnig hættulegt i dag. NAUTIÐ 20. apr. - 20. maí BREVTILEGUR Fjölskyldumálefni, eða málefni sem tengd eru einhverri eign þinni, gætu oröið til þess að bæta stórlega fjárhagsstöðu þina. Sömu málefni gætu einnig truflað vinnu þina nokkuð, svo þú skalt fara varlega. MEYJAR- MERKIÐ 23. ág. - 22. sep. KVÍÐVÆNLEGUR Faröu sérlega varlega ef þú ert akandi, eða þarft aö nota vélar og verkfæri sem geta verið hættuleg. Slysahætta er i dag meiri en endranær. Vinir þinir verða erfiðir i umgengni og ekki bætir úr skák að dómgreind þin er ekki upp á þaö besta. © STEIN- GEITIN 22. des. - 19. jan. KVIÐVÆNLEGUR Þú gætir neyðst til að breyta áætlunum þinum, vegna mótstöðu heima fyrir, þar sem andrúms- loft á heimilinu er liklega ekki sem best um þessar mundir. Sýndu sam- verkamönnum þinum þolinmæði, hversu þreyt- andi sem þeir virðast. Föstudagur 7. marz 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.