Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 4
Markmið
og leiðarlok
„bað hefur alltaf verið minn
draumur, að vera ekki háð öðr-
um á efri árum”, sagði öldruð
ekkja, sem ég ræddi við um
daginn. „Eitt, sem við hjónin
töldum grundvallaratriði, til
þess að ná þvi marki, var að
eignast þak yfir höfuðið. Þetta
var nú ekki alveg baráttulaust á•
fyrri árum, þegar hvorki var
hægt að fá efni til þess að koma
upp húskofa, nema með óskap-
legri fyrirhöfn, þótt peningar
væru i boði, eða neinn verulegur
möguleiki til að kria út lán, hvað
sem við lá.
bað er vist óþarfi að lýsa þvi
með mörgum orðum, hvernig
við lögðum saman nótt og dag
við að hrófa húskofanum upp.
En þegar við fluttum i eigið hús,
þó hvorki væri hátt til lofts eða
vitt til veggja i þvi, fannst okkur
við hafa unnið heilaheimsstyrj-
öld. Ekki var nú þægindunum
fyrir að fara, borið saman við
það, sem nú er, en þetta var nú
okkar hús og okkar heimili og
það var hið eina sem skipti
máli.
Arin liðu, og smám saman
greiddist okkar hagur dálitið.
Drengirnir okkar tveir tánuðust
upp og okkur fannst að lifið færi
að brosa við. Það voru þung á-
föll, þegar sjórinn tók annan og
hinn dó skömmu siðar af öðrum
slysförum. En annað eins má
vist margur hafa. Við áttum þó
enn hvort annað.
Við lifðum enn i sama gamla
draumnum, að reyna að leggja
ofurlitið upp til elliáranna. Það
varð aldrei stór upphæð, en
samt fannst okkur hverri krónu
betur varið, sem hægt var að
spara og geyma, heldur en að
hlaða upp einhverju glingri
kringum okkur. Maðurinn minn
blessaður sagði oft við mig „Ég
hugga mig við það, að þó að ég
fari á undan, þá verður þú ekki
alveg á flæðiskeri stödd. Við
eigum þó húskofann og þetta
smáræði i sparisjóðnum, og svo
koma ellilaunin til með að
hjálpa.”
Þegar hann svo féll frá fyrir
nærri fjórum árum, var það
þungt högg. En timinn breiðir
smátt og smátt yfir sárin og
þegar allt kom til alls, var
margs góðs að minnast.
Fram að þessu hefur heilsan
verið sæmileg, þó að kraftarnir
séu að dvina með hverju ári, og
ég sé ekki lengur hlutgeng til að
vinna neitt nema smádútl, sem
gefur ekki neitt sem heitir i aðra
hönd, en styttir þó dagana. Og
nú ætlaði ég að gripa til vara-
sjóðsins, sem við treystum allt-
af á. Ég ætlaði að selja húskof-
ann, þó sárt væri og erfitt og
reyna að fá mér verustað i ein-
hverri kompu við mitt hæfi og
minar þarfir og getu.
En þá rak ég mig á alvarlegan
og ótrúlegan þröskuld. Mér var
sagt, að húsi væri hreinlega ekki
söluhæft. Það væri svo óvand-
lega byggt, að það væri litils,
sem einskis virði. Það væri þá
helzt til niðurrifs. Það er rétt, að
húsið er byggt af vanefnum.
Hvernig hefði annað átt að
vera? Það þarf mikla kyndingu
og auðvitað hrörnar það fljótt,
sem ekki er hægt að halda við.
Ég sat þess vegna kyr. Seinasti
mánaðarreikningur fyrir oliu
var rúmlega sextánþúsund
krónur, bara til að hafa ylinn,
sem ekki má minni vera. Elli-
launin og oliustyrkurinn eru um
24 þúsund á mánuði. Það er
heldur ekki fyrirhafnarlaust að
nálgast þetta, sizt fyrir þá, sem
eru ekki lengur léttir upp á fót-
inn, eins og ég er nú orðin. Nú
gengur óðum á minn litla sjóð.
Hann hefur ekki orðið drýgri við
alla þessa dýrtið og gengisfell-
ingar. Þegar hann er búinn, veit
ég ekki, hvað við tekur.
Einhverntima las ég það, að i
sumum löndum væri fólk tekið
af án dóms og laga. Mig hefur
alltaf hryllt við svoleiðis hátta-
lagi. En ég er stundum farin að
spyrja sjálfa mig. Er ekki hér
verið að taka okkur, gamlá
fólkið, smátt og smátt af lifi án
dóms og laga? Liklega eru þó
þeir til, sem eiga enn bágara.
En það er mér ekki nein hugg-
un.”
Þannig fórust gömlu ekkjunni
orð. Eflaust nálgast hún sin æfi-
lok, vegna aldurs. En eru það
makleg verkalaun að þurfa að
koðna niður i örbirgð og af-
skiptaleysi eftir áratuga strit i
samfélagi okkar? Hvaða svör
vilja ráðamenn gefa við slikri
spurningu?
ðmakleg verkalaun
FLOKKSSTARFIÐ
_____________■ -'ú"__
AKURNESINGAR:
Viðtalstími
bæjarfulltrúa
Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, þeir
Guðmundur Vésteinsson og Rikharður
Jónsson, verða með viðtalstima fyrir al-
menning i félagsheimilinu RÖST n.k.
mánudagskvöld 10. mars frá kl. 9—11 e.h.
Ingólfs-Café
Gömludansarnir í kvöld kl. 9
Hijómsveit Garðars Jóhannessonar.
SÖngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.
VIPPU - BltSKURSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir. smlíaðar eftir beiðni.
GLUGGASMIÐJAN
Síðumúla 12 - Sími 38220
S. Helgason hf. STEINIÐJA
Einholti 4 Slmar 26677 og 14254
ARÐUR í STAÐ 0SAMVINNUBANKINN YÐSLU
FULLTRÚARÁÐ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG ANNA í REYKJAVÍK
Hádegisverðar
fundur
verður haldinn i Iðnó uppi, laugardaginn 8. mars og hefst kl. 12 á
hádegi.
Guðmundur Magnússon varaborgarfulltrúi, talar um borgarmál.
Fjölmennið! Stjórnin.
ÚTBOÐ
Tilboö óskast i 250 stööumæla fyrir Uniferöardeild
Reykjavikurborgar.
ÍJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 2. apríl
1975 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frfkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Skrifstofustarf
Vegna forfalla er óskað eftir að ráða konu
eða karl til skrifstofustarfa i 4 mánuði
(mai — september) við bókhald (númer-
ingar og vélfærsla). Umsækjendur komi
tilviðtals i skrifstofuna kl. 10-12 næstu
daga.
Vita- og hafnarmálaskrifstofan
Seljavegi 32.
Otför móður okkar,
Ragnhildar Stefánsdóttur,
Kirkjuvegi 1,
Keflavik, fer fram frá Keflavikurkirkju, laugardaginn 8.
mars kl. 3 s.d.
Börnin.
Útför föður okkar og tengdaföður
Jóns Guðjónssonar,
fer fram frá Keflavikurkirkju, laugardaginn 8. mars, kl.
13.30.
Hilmar Jónsson, Sigurður Jónsson,
Elisabet Jensdóttir, Fjóla Guðlcifsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
Guðnýjar M. Petersen,
Bergstaðastræti 38.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
o
Föstudagur 7. marz 1975