Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 2
STJÓRNMÁL
Veik stjórn
Þegar núverandi rikisstjórn
tók við völdum töldu stuðn-
ingsmenn hennar það vera
einn hennar helsta kost hversu
sterk hún væri — þ.e.a.s.
hversu öflugur meirihluti
hennar væri á Alþingi. Þvi
væru henni ailar leiðir færar
og þyrfti hún t.d. ekki að etja
við þá erfiðleika, sem allar
rikisstjórnir á íslandi s.l. tutt-
ugu ár hafa þurft við að eiga
að þurfa að treysta á mjög
nauman þingmeirihluta. Ekk-
ert ætti þvi að standa i vegin-
um fyrir þvi, að rikisstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins gæti verið
styrk stjórn — jafnt i athöfn-
um sinum sem i höfðatölu
þingmanna.
En þrátt fyrir hinn mikla
meirihluta sinn hefur núver-
andi rikisstjórn ekki reynst
vera sterk stjórn. Hún hefur
átt i miklum erfiðleikum með
þinglið sitt sem er tætingslegt
og sundrað og hana hefur
skort trausta og öfluga for-
ystu.
Veikleiki stjórnarinnar hef-
ur komið áþreifanlega i ljós á
undanförnum mánuðum. Hún
hefur verið hikandi og ráðvillt
og hefur enga ákveðna heild-
arstefnu getað motað. Með
hverjum mánuðinum hefur
magnast óánægjan i stjórnar-
herbúðunum, bæði meðal ó-
breyttra fylgismanna stjórn-
arinnar og eins hjá ýmsum
forystumönnum stjórnar-
flokkanna. Þvi er nú svo kom-
ið, að ýmis valdamikil öfl i
flokkununi báðum eru opin-
skátt farin að tala um, að
stjórnin eigi ekki langa lifdaga
i vændum og því fyrr, sem
stjórnarsamstarfinu verði
lokið þvi betra.
Margar ástæöur
Það eru vafalaust margar
ástæður fyrir þvi hve illa
stjórninni hefur gengið aö ná
tökum á viðfangsefnum sin-
um. Ein er án efa sú, að frá
upphafi hefur gætt tortryggni
og ýfinga milli stjórnarflokk-
anna og forystumanna þeirra.
Önnur ástæða, sem þessu hef-
ur valdið, er örugglega sú, að
forysta forystuflokks stjórn-
arinnar, Sjálfstæðisflokksins,
er sjálfri sér sundurþykk og
þar er nú enginn einn sterkur
flokksforingi, sem hefur ótvi-
ræð tök á flokknum i krafti
persónuleika sins, póiitiskra
hygginda og hörku eins og var
á meðanþeir Ólafur Thors og
Bjarni Benediktsson gegndu
formennsku i flokknum. Af
þessum sökum er forystu-
flokkur rikisstjórnarinnar
miklu veikari en fylgi hans og
þingstyrkur segir til um — og
rikisstjórn sú, sem hann veitir
forystu þá að sjálfsögðu lika.
Margar fleiri ástæður koma
sjálfsagt til, svo sem eins og
„glistrupskar” tilhneigingar
ýmissa þingmanna stjórnar-
iiðsins. Hver svo sem meginá-
stæðan kann að vera er niður-
staðan sú, að sú rikisstjórn,
sem hóf sinn feril með sterkari
þingmeirihluta en allar þær
rikisstjórnir, sem setið hafa i
landinu s.l. tvo áratugi, hefur
veiklast með degi hverjum,
reynst vera bæði ráðvillt og
hikandi og aldrei náð tökum á
þeim vandamálum, sem hún
hefur átt við að elja. SB
ÓHÁÐI SÚFNUÐURINN 25 ÁRA
Um þessar mundir á óháði söfn-
uðurinn i Reykjavik 25 ára
starfsafmæli. Hann tók til starfa
veturinn 1950 og var fyrsta
guðsþjónustan haldin i Stjörnu-
bió 12. mars það ár. Um tima
fóru guðsþjónusturnar fram i
Aðventkirkju.nni, eða þar til
haustið 1957 að félagsheimilið
Kirkjubær, sem er áfest við
kirkjuna, var vigt en þar var
messað uns sjálf kirkjan var
vigð á sumardaginn fyrsta 1959.
HATÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA 9.
MARS
Næstkomandi sunnudag, 9.
mars verður hátiðarguðsþjón-
usta i safnaðarkirkjunni kl.
14.00. Séra Emil Björnsson
safnaðarprestur prédikar,
kirkjukórinn undir stjórn Jóns
Isleifssonar flytur Litaniuna úr
hátiðarsöngvum séra Bjarna
Þorsteinssonar, frú Sólveig
Björling syngur ein
söng og Gústaf Jóhannesson
leikur einleik á orgel. Að lokinni
messu verður afhjúpað og af-
hent listaverk eftir frú Sigrúnu
Jónsdóttur, sem kvenfélag safn-
aðarins gefur á þessum tima-
mótum. Væntir safnaðarstjórn
þess að sem allra flestir komi til
kirkju og taki sameiginlega þátt
i þessari hátiðarstund.
AFMÆLISFAGNAÐUR
Á miðvikudagskvöldið 12. mars
minnist söfnuðurinn 25 ára af-
mælisins með kvöldskemmtun i
félagsheimili Fóstbræðra við
Langholtsveg. Séra Emil
Björnsson mun þar minnast lið-
inna ára, Svala Nielsen óperu-
söngkona syngur einsöng við
undirleik Karls Billich, Ómar
Ragnarsson fl.ytur gamanþátt
en auk þess verður almennur
söngur undir stjórn Jóns Isleifs-
sonar. Konur i kvenfélagi safn-
aðarins annast veisluföng
Kvöldskemmtunin hefst kl.
20.30 og er allt safnaðarfólk og
gestir þeirra velkomið meðan
húsrúm leyfir.
Auglýsið í
Alþýðublaðinu
Sími 28660 og 14906
Vilja Hekluvikur
burt úr Sundahöfn
Hekluvikur hf. hefur um stjóri sagði, að þessi aðstaða
nokkurt skeið haft útskipunar- hefði aldrei verið hugsuð öðru-
aðstöðu i Sundahöfn. Hafnar- visi en til bráðabirgða og veitt
stjórn hefur nýlega synjað með þeim fyrirvara. Nú hefði
beiðni fyrirtækisins um, að ekki það og komið til, að varanleg
verði skert sú aðstaða, sem það lóðarumsókn frá Sölumiðstöð
hefur haft. Gunnar B. Guð- Hraðfrystihúsanna hefði borist
mundsson, hafnarstjóri, sagði i um þetta svæði og hefði hafnar-
viötali við Alþýðublaðið að stjórn talið eðlilegt, að alger
reynslan hefði sýnt, að starf- bráðabirgðaaðstaða af þessu
semi Hekluvikurs hf. i núver- tagi yrði látin vikja.
andi formi, væri óheppileg og „Aðstaöa fyrir þessa starf-
samrýmdist illa öðrum notum semi á heima inni áÁrtúnshöfða
af þessu hafnarsvæði. Hefði eftir þvi sem möguleikar leyfa.
stafað óþrifnaður og ryk af Þar er fyrir afgreiðsluaðstaða
vikurhaugum þarna, sérstak- fyrir sement, möl og sand”,
legaef eitthvað hvessti. Hafnar- sagði hafnarstjóri að lokum.
MESSIASARFLU
Pólýfonkórinn hefur nú starfað i 17
ár og ætið kappkostað að flytja stór-
brotin tónverk kirkjulegrar tónlistar”,
sagði Ingólfur Guðbrandsson við
fréttamenn i gær. „Hvorki söngstjóri
eð kórfélagar taka laun fyrir störf
sin”, hélthann áfram. „Væri svo, væri
engin leið að bera uppi þann mikla
kostnað, sem flutningur slikra stór-
verka hefur i för með sér. En þrátt fyr-
ir þetta er áætlaður kostnaður kórsins
tæpar 3 milljónir við fyrirhugaðan
flutning á óratðriunni Messias, sem
áætluð er nú um bænadagana. Þar
kemur til kostnaður við að fá hingað
heimsþekkta Söngvara, listamenn,
sem hafa hlotið mikla viðurkenningu
og há verðlaun i heimalandi sinu,
Bretlandi. /
Þrátt fyrir óeigingjarnt starf kórs-
ins, sem hvarvetna mundi metinnn
hátt, nema þá á Islandi, á hvorki riki
eða borgin neinn fjárstyrk til handa
kórnum.
Rikissjóður hefur neitað umsókn um
tollaeftirgjöf af orgeli sem kórinn varð
að kaupa til þess að geta flutt stórverk
Bachs og Handels með réttri hljóð-
færaskipan og borgaryfirvöld hafa
hafnað beiðni kórsins um styrk til
Brauð og
fiskur hækka
Brauð og fiskur
hækkar nú i verði.
Rúgbrauð hækkar úr
78 i 93 krónur, eða um
19% franskbrauð
hækkar úr 61 i 72
krónur, eða um 18%,
vinarbrauð hækkar úr
15 i 21 krónu, eða um
40% og tvibökur
hækka úr 235 krónum i
294 eða um 25%. Þá
hækkar smjörliki úr
240 i 298 krónur eða
um 24%.
Ýsa og þorskur
hækka um 12% og fer
kilóið i 76 krónur,
hausuð kosta þau 95
krónur, og flökuð
hækka þau um 13% i
170 krónur. Þá hækka
fiskbollur og fisk-
búðingur um 22%.
M S _____________________________________________________________ 0 •_ . ^ . & _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________ % _______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ s
| Hafnarfjaröar Apótek
g Afgreiðslutími:
Virka daga kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
i
1
¥
41;
BLÓMABÚÐ
ALFHEIMUM 6
SIMI: 33978 — 82532,
BL0MASKREYTIN&HR
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐ VERZLA i KR0N
l>ÚÍ1A
í ClflEflBRE
/ími 84900
IVJ 'Jf,
©
Föstudagur 7. marz 1975