Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 5
[alþýdul Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm) . Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. SPURT UM VILJANN Gylfi Þ. Gislason hefur skýrt frá þvi á Alþingi —og Alþýðublaðið endurtekið það i forystugrein nýlega — að samkvæmt spám Þjóðhagsstofn- unarinnar um horfur i efnahagsmálum á yfir- standandi ári sé unnt að koma i veg fyrir kjara- skerðingu hjá hinum lægst launuðu með þvi að skerða laun hálaunafólks að nokkru. Þjóðhags- stofnunin spáir þvi, að þjóðartekjurnar — þ.e.a.s. almenn lifskjör i landinu — muni rýrna um 5—7% á árinu 1975 og Alþýðuflokkurinn hef- ur sagt, að vel væri unnt að koma i veg fyrir þá kjaraskerðingu hjá láglaunafólki með þvi að skerða kjör þeirra hálaunuðu um 7—10%. Engin viðbrögð hafa við þessum upplýsingum komið frá stjórnarflokkunum. Þegar Gylfi Þ. Gislason vakti athygli á þessum staðreyndum á Alþingi svöruðu ráðherrarnir ekki aukateknu orði. Og stjórnarblöðin hafa þagað þunnu hljóði. En hér er sannarlega ekki ástæða til þess að láta sem ekkert sé. Hér fullyrða Alþýðuflokkur- inn og Alþýðublaðið með tilvitnun i nýjustu upp- lýsingar sem fyrir liggja að mætavel sé hægt að koma i veg fyrir kjaraskerðingu láglaunastétt- anna aðeins með þvi að láta hálaunafólk sæta 7—10% kjaraskerðingu. Nú, þegar verkalyðshreyfingin hefur hafið undirbúning að harkalegri aðgerðum til þess að vernda sinn rétt en gripið hefur verið til fram að þessu og þegar stjórnarblöðin hafa samtimis byrjað að kyrja sönginn um, að nú verði launa- fólk að sýna „ábyrgð og stillingu” þá endurtek- ur Alþýðublaðið þær upplýsingar, sem rikis- stjórnin og málsvarar hennar hafa ekkert svar fundið við og viljað leiða hjá sér að ræða: SAM- KVÆMT NÝJUSTU UPPLÝSINGUM UM HORFURNAR í EFNAHAGSMÁLUM Á YFIR- STANDANDI ÁRI ER SPÁÐ 5—7% HEILDAR- KJARASKERÐINGU HJÁ ÞJÓÐINNI. ÞAÐ ER HÆGT AÐ KOMA 1 VEG FYRIR AÐ SÚ KJARASKERÐING NÁI TIL LÁGLAUNA- FÓLKSINS T.D. MEÐ ÞVl MÓTI AÐ RÝRA KJÖR HÁLAUNAFÓLKSINS UM 7—10%. SPURNINGIN ER EKKI UM, HVORT ÞETTA SÉ HÆGT HELDUR UM HITT, HVORT VILJ- INN SÉ FYRIR HENDI. ALLT í UPPLAUSN Hvert dæmið rekur nú annað um þá upplausn og þann ágreining, sem er i stjórnarherbúðun- um — bæði stjórnarflokkanna á milli og i flokk- unum innbyrðis. Þannig hafa þingmenn Sjálf- stæðisflokksins undanfarna daga staðið i hörð- um deilum á Alþingi sin á milli — skipst i tvær fjandsamlegar fylkingar með og móti sjávarút- vegsráðherra. Annar armurinn hefur sagt, að sjávarútvegsráðherra sé að gerast brotlegur við grundvallarstefnumál Sjálfstæðisflokksins en hinn armurinn skipað óánægðum flokksbræðr- um sinum að þegja og hlýða. Þannig virðist hin skamma valdaseta rikisstjórnarinnar ekki að- eins vera i þann veginn að splundra stjórnar- samstarfinu heldur einnig stjórnarflokkunum sjálfum. FRÁ SAMBANDI ALÞÝÐUFLOKKSKVENNA UMSJÓN: GUÐRÚN H. JÓNSDÓTTIR Hvað um breiðu bökin? Ritstjóri góður. Ég hef lengi hugsað mér að hripa þér nokkrar linur i tilefni þess ófremdarástands, sem rikt hefur undanfarið i efnahags- málunum og raunar um þó nokkra hrið, sannast sagna. Ekki ætla ég þó að fjölyrða um hið æsta og tryllta verðbólgubál, sem geysar nú um þjóðfélagið allt og er vafalaust ákafara en nokkru sinni fyrr — og er þá langt til jafnað. í þess stað vil ég fara nokkrum orðum um hina „réttlátu skiptingu byrðanna”, svo að notuð sé orð forsætisráð- herrans i samtali við Morgun- blaðið 12. febrúar sl. Hægristjórn sú, sem nú situr að völdum i landinu, settist á valdastólana með fögur orð i munni um stuðning við hina lægstlaunuðu, þeim yrði rétt hjálparhönd, klyfjunum yrði létt af þeim og hinir efnuðu látnir bera þær. Þessar yfirlýs- ingar Geirs Hallgrimssonar hafa klingt i eyrum manns frá þvi að hann myndaði rikisstjórn Ölafs Jóhannessonar og vist var nokkrum hundsbótum hent i menn á liðnu hausti, þeir kölluðu þær vist „láglauna- bætur”. En það er þó vist, að allir láglaunamenn standa jafn- réttir — eða, réttara sagt, jafn- hallir — eftir þær. En hvað um breiðu bökin, hvaða klyfjar hafa verið lögð á þau? Eða átti ekki að láta þá bera byrðarnar, sem breiðust hefðu bökin, er það ekki á þvi sem forsætisráð- herrann hefur alltaf verið að stagast? Var ekki meiningin, að nú skyldi þeim hlift sem mest, er minnsta hefðu burðina — og þeir látnir axla byrðarnar, er best væru settir? Hverjar hafa efndirnar orðið i þeim efnum? Vist hafa þungar byrðar verið lagðar á þjóðina, það fer ekki milli mála, þess hafa allir orðið varir. En þó hafa misþungar byrðar verið lagðar á menn, þannig séð, að menn eru misvel i stakkinn búnir til að taka þær á sig. Sumir hafa mikla burði, fjárhagslega séð, og þá munar litt um að axla til viðbótar bagga, sem fyrir þá eru smáatriði eitt. Aðrir hafa litla burði og þvi eru minnstu baggar þungir fyrir þá. En i efnahags- kreppu þeirri, sem nú riður yfir þjóðina, er ekki verið að hafa baggana misstóra eða mis- þunga. Þeir eru allir jafnstórir — en mönnum misþungir. Þyngstar eru svo auðvitað byrð- arnar þeim, sem minnsta hafa burðina. Eins og áður sagði var það látið óspart i veðri vaka, þegar núverandi rikisstjorn settist að völdum, að vist skyldu menn deila byrðunum réttlátlega með sér. Ég býst við, að flestir hafi skilið það svo, að menn tækju á sig bagga hver eftir sinni getu. En hver hefur orðið raunin? Það liggur ljóst fyrir, baggarnir eru allir jafnstórir en mönnum mis- þungir. Þeir, sem best eru settir: forstjórar, innflytjendur, alþingismenn og ráðherrar, atvinnurekendur, uppmælinga- greifar byggingariðnaðarins — allir hafa þessir hálaunaherrar sloppið eins og fyrri daginn. Þeir bera sömu baggana og verkakonurnar og öryrkjarnir, rikisstjórn hægriflokkanna telur það sýnilega „réttláta dreifingu byrðanna”. Þar með hefur hún Undirskriftasöfnun sú, sem Samband alþýðuflokkskvenna hefur efnt til að tilhlutan Heims- ráðs jafnaðarkvenna hefur gengið vel og jafnvel betur en margarokkar þorðu að gera sér vonir um. Undirtektir þeirra kvenna, sem leitað hefur verið til, hafa verið góðar, sums staðar mjög góðar, en raunar einnig lélegar i einstaka tilfelli. Otfylltir undirskriftalistar hafa borist úr mörgum byggðarlögum og flestum landshlutum, undirritaðir af konum úr hinum ýmsu kven- félögum og öllum stjórnmála- flokkum. Þannig leggjast islenskar konur á eitt um að krefjast þess, að herforingja- stjórnin i Chile láti lausar úr fangelsunum þar i landi þær konur, sem hún hefur fangelsað og haldið föngnum að ósekju, að að sjálfsögðu kennt láglauna- stéttunum lexiu, sem verður þeim að visu dýrkeypt en áreiðanlega lærdómsrik. Við verkakonurnar, sem skúrum gólfin eða stöndum i fiskvinnslustöðvunum, finnum vel hvort sú hliðin er heit eða köld, sem að okkur snýr. Þess vegna finnum við vel þann kulda, sem leggur til okkar frá hægrihlið hægristjórnarinnar, þrátt fyrir hennar fögru orð og fyrirheit. Við verðum að þjappa okkur vel saman, snúa bökum saman i hóp, og kreppa hnefana. Arás stjórnarinnar á litilmagnann verðum við að hrinda af okkur með þeim vopnum, sem við ráðum yfir: með samstöðu okkar i verka- lýðsfélögunum og með óbrigð- ulum stuðningi okkar við Alþýðuflokkinn. Ég heiti á allar þær konur, sem þessi orð lesa, að gera þau að sinum og bita i skjalarrendurnar. Verkakona mestu eða öllu leyti, um langt skeið án þess að hirða hið minnsta um það, að mál þeirra séu tekin fyrir. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa allmargir listar borist tilbaka en samt engan veginn allir. Það er þvi afar áriðandi að þær konur, sem enn hafa lista undir höndum, geri gangskör að útfyllingu þeirra og komi þeim siðan hið bráðasta til skrifstofu Sambands alþýðuflokkskvenna, Alþýðuhúsinu, Reykjavik. Við leggjum áherslu á, að engin skerist úr leik, heldur verði allar konur við þeim tilmæium, sem beint hefur verið til þeirra, um að safna undirskriftum á þá lista, sem enn hefur ekki verið skilað — og geri það hið bráðasta. Stöndum saman um að gera þessu máli fullnægjandi skil með sómasamlegu móti. GÚÐAR UNDIRTEKTIR VIÐ UNDIRSKRIFTA- SÖFNUNINA UM CHILE FLOKKSSTARFIÐ Almennur stjórnmálafundur á ísafirði ER ÍSLAND STJÓRNLAUST? HVAD ER AÐ GERAST IEFNAHAGS- OG KJARAMÁLUM? Benedikt Alþýðuflokksfélag Isafjarðar efnir til almenns fundar i Skátaheimilinu á Isafirði n.k. sunnudag Sighvatur kl. 4 e.h. Frummælendur: Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, og Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður. Að framsöguræðum loknum verða almennar umræður og fyrirspurnir. ÖLLUM ER HEIMIL ÞÁTTTAKA í FUNDINUM. Stjórn Alþýðuflokksfélags isafjarðar. Föstudagur 7. marz 1975 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.