Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 3
„Útflutningur ullar- og
skinnavöruiðnaðarins nam rúm-
lega 1.200 milljónum króna á
siðastliðnu ári, og þar sem þær vör-
ur eru einkum unnar úr innlendum
hráefnum er hér um mikia gjald-
eyrisöflun að ræða”, sagði Davið
Scheving Thorsteinson formaður
Félags islenskra iðnrekenda i
setningaræðu vorkaupstefnunnar
íslenskur fatnaður i gær. Davið
bætti þvi við, að fataiðnaðurinn i
landinu hafi á siðasta ári sparað
rúmlega 850 milljónir króna í
gjaldeyri, og væri bætt við þeim
gjaldeyri, sem fór i kaup á
erlendum fatnaði i stað Islensks,
hefði inniendur fataiðnaöur sparað
2.650 milljónir króna.
Þátttakendur vorkaupstefnunn-
ar, sem að þessu sinni er haldin að
Hótel Loftleiðum, eru 17 talsins, og
sýna að vanda þann tiskufatnað,
sem höfuðáhersla verður lögð á i
vor og sumar. Flestir þátttakend-
anna eru úr Reykjavik, og aðeins
þrir utan af landi, en að sögn Gisla
Benediktssonar, framkvæmda-
stjóra Kaupstefnunnar, er það
nokkru færra en oft áður. Hinsveg-
ar er f jöldi þátttakenda svipaður og
vanalega á vorkaupstefnum, en
vanalega eru þeir nokkru fleiri á
haustkaupstefnunum.
Meðal nýjunga, sem koma fram
á Kaupstefnunni, má telja nýtt snið
i mokkafatnaði frá Sambandinu, og
leður- og leðurlikisjakka fyrir
karla og konur. Þá eif áberandi, að
farið er að framleiða meira en áður
náttkjóla i liflegum og sterkum lit-
um með stóru og grófgerðu
munstri.
Myndirnar sem þessum linum
fylgja tók Hallur við opnun
Kaupstefnunnar i gær.
/ ••
„VERKALYDSFELOGIN
KNIÍIN TIL VERKFALLS-
BODUNAR”
Fundur fullskipaðr-
ar sambandsstjórnar
Sambands byggingar-
manna, haldinn i
Reykjavik, 5. mars
1975, samþykkir:
Meö framkvæmd núverandi
stjórnarstefnu, sem birtist i
endurteknum gengislækkun-
um og dagvaxandi verðbólgu,
hefur rikisstjórninni tekist að
ræna allt launafólk stórum
Umsátursástand um
heimili launþega
„Stjórn Sambands islenskra
bankamanna telur það um-
sátursástand, sem nú ríkir um
heimili launþega hljóti að leiða
til harðra andsvara og
ófarnaðar i þjóðfélaginu, verði
þvi ekki aflétt i verki hið
fyrsta”. Þannig hljóðar niður-
lag ályktunar, sem stjórn Sam-
bands islenskra bankamanna
samþykkti á fundi sinum á
þriðjudag.
1 ályktun bankamanna segir
ennfremur: ,,1 stefnuyfir-
lýsingu rikisstjórnarinnar, sem
forsætisráðherra flutti á Alþingi
29. ágúst 1974, er m.a. tekið
fram i sambandi við kjaramál:
„Haft sé náið samráð við aðila
vinnumarkaðarins og komið
fastri skipan á samráð rikis-
stjórnarinnar við þá”.
Þegar bráðabirgðalög um
„láglaunabætur o.fl.” voru I
undirbúningi, sat stjórn Sam-
bands islenskra bankamanna,
ásamt stjórnum BHM og BSRB,
tvo fundi með forsætisráðherra,
þar sem þau mál voru rædd.
Ekki er oss kunnugt um frekari
„samráð” við nefnda aðila
vinnumarkaðarins.
A undanförnum mánuðum
hefur dýrtið aukist hraðar og
meira en dæmi eru til um. A
sama tima hafa laun haldist
óbreytt og er augljóst orðið, að
gjaldþol launþega er brostið,
enda öllum fjárhagsbyrðum
verið skellt eingöngu á al-
menning. Það hlýtur að vera
krafa allra launþegasamtaka I
landinu, að nú sé staldrað við á
þeirri braut og gerð itarleg út-
tekt á fjárhagsstöðu
almennings.”
hluta af kjörum sinum, á þann
hátt að flytja ótalda milljarða
króna frá verkalýösstéttinni
til atvinnurekenda og hvers
kyns milliliða.
Með siðustu ráðstöfunum i
fjármálum, stöðvun á útlána-
aukningu viðskiptabankanna
og aukinni innlánabindingu i
Seðlabankanum er stefnt beint
að atvinnuleysi, sérstaklega i
þjónustugreinum, húsgagna-
gerð og byggingariðnaði, þar
sem atvinnuleysis gætir nú i
fyrsta sinn I fjögur ár.
Þessari geigvænlegu stefnu
rfkisstjórnarinnar og afleið-
ingum hennar, stórfelldri
kjaraskerðingu og atvinnu-
leysi samfara vaxandi stétta-
skiptingu.mótmælir fundurinn
harðlega. Neikvæð afstaða at-
vinnurekenda mánuðum sam-
an til samningagerða við
verkalýösfélögin sýnir, svo
ekki verður um villst, að rlkis-
stjórnin og atvinnurekendur
vinna nú saman gegn hags-
munum verkalýðsins. Fund-
urinn styður ályktun kjara-
málaráðstefnu Alþýðusam-
bands Islands, sem lýsir sök á
hendur þessum aðilum, for-
dæmir ábyrgðarleysi þeirra
og andstöðu gegn réttmætum
kröfum verkalýðsins. Þessi
afstaða atvinnurekenda og
rikisvalds knýr verkalýösfé-
lögin óhjákvæmilega til verk-
fallsboðunar og átaka til varn-
ar brýnustu hagsmunum
verkafólks.
Fundurinn hvetur eindiegið
öll aðildarsamtök Sambands
byggingarmanna að verða við
áskorun ráðstefnu Alþýðu-
sambands Islands um ;.ð afla
nú þegar heimilda til verk-
fallsboðunar og vera viðbúin
að beita þeim héimildum, ef
nauðsyn krefur.
NINGUR
S f HÆTTU
Ilutnings á Messias. Oratórian
Messias var frumflutt i Dublin árið
1742 og hefur æ siðan þótt eitt allra
stórbrotnasta tónverk veraldar I
kirkjulegri tónlist. Hún verður flutt
um bænadagana og laugardaginn fyrir
páska.
Pólýfónkórinn telur um 150 kór-
félaga og honum til aðstoðar veröur 35
manna kammersveit,
BORGINA VANTAR
EINN MILLJARÐ
Á fundi borgarstjórn-
ar í gær kom fram, að
það bil sem brúa þyrfti
með endurskoðun fjár-
hagsáætlunar borgar-
Kópavogur:
Reynihvammur
Viðihvammur
Fifuhvammsvegur
Hliðarhvammur
Blaðburðarfólk
óskast til að
bera blaðið út
i eftirtaldar
götur
Hliðarvegur
Auðbrekka
Bjarghólastigur
Digranesvegur
Hafiö samband viö
afgreiðslu blaðsins.
Sími 14900
innar, nemur 700 til 1000
milljónum króna.
All snarpar umræður
urðu um fjárhagsmál
borgarinnar, í fram-
haldi af sameiginlegum
tillöguf lutningi
minnihiutaf lokkanna í
borgarráði, varðandi
endurskoðun fjárhags-
áætlunarinnar. i tillögu
minnihlutans fólst, að
borgarráð markaði
strax meginstefnu varð-
andi lausn þess fjár-
hagsvanda sem borgin á
við að glíma.
Meirihlutinn féllst
ekki á tillögu minnihlut-
ans og var í borgarráði
samþykkt breytingatil-
laga sjálfstæðismanna,
en í henni felst að
sparnaðarnefnd og aðrir
embættismenn, yfirfari
rekstraráætlun borg-
arsjóðs, eignabreyt-
ingaáætlun borgarsjóðs
og ýmis verkefni önnur,
áður en borgarráð f jall-
ar um þau eða tekur á-
kvarðanir um hverra
ráða verði gripið til að
mæta f járhagsvandan-
um sem blasir við.
125P STATION
Eigum fyrir-
liggjandi hinn
glæsilega og
vinsæla 5 manna
Fiat 125 P station
Hafið samband við okkur sem fyrst og tryggið ykkur
góðan bíl á sérlega hagstæðu veðri.
Verð: 855.000
Útb. 605.000
250.000,00
lánað i 12 mánuði.
Til öryrkja
Verð kr. 855.000
Tollafsl. 213.000
Útb. 392.000
250.000
lánað i 12 mánuði.
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI,
Davíð Sigurðsson h.f.,
SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888.
Föstudagur 7. marz 1975
o