Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 8
Ætlar þú að missa k af þessum fk kostakjörum Enn er úrval af jakkafötum, Itökum jökkum, leðurjökkum, kuldaflíkum dömu og herra, blússum, pilsum, skyrtum, bolum o.m.fl. KAUPIÐ ÍSLENSKAN IÐNAÐ Föstudagur 7. marz 1975 KARNABÆR .Útsölumarkaöur Laugaveg 66 ; ÍhKÖTTIi: „Landslið ykkar ætti að geta sigrað það danska” — segir hinn snjalli handknattleiksmaður Tékka, Jarý „Mér sýnist landslið ykkar og Dana vera mjög svipuð að styrk- leika” sagði hinn frábæri hand- knattleiksmaður Tékkneska landsliðsins Valdimar Jarý i við- tali við Alþýðublaðið eftir lands- leikinn á miðvikudagskvöldið þegar við spurðum hann um hvaöa mun hann sæi á liðunum en eins og kunnugt er þá sigruðu Tékkar, Dani um siðustu helgi i Danmörku. Og jafnframt spurð- um við Jarý að þvi hverja mögu- leika hann teldi að íslenska liðið ætti gegn þvi danska sem leikur hér 23 og 25. mars n.k. „Liðin eru mjög áþekk”, hélt Jarý áfram, þótel ég það islenska vera öllu sterkara likamlega. Það skemmir heldur ekki fyrir ykkur að hafa heimavöllinn svo mér finnst ykkar lið öllu sigur- stranglegra miðað við það sem ég hef séð til liðanna undafarna daga.” Þá spurðum við Jarý um álit hans á Islenska liðinu. „Mér finnst Islenska liðið nokkuð gott og ég get sagt að okkur hefur allt- af gengið bölvanlega að leika gegn þvi og má minna á leikina á Olympiuleikunum og I siðustu HM keppni I A-Þýskalandi en þá lauk leikjum okkar með jafntefli. Liðið sem lék við okkur núna finnst mér ekki alveg eins sterkt og liðin sem ég hef leikiö gegn áður. I leikjunum hér saknaði ég Axels Axelssonar sem við þekkj- um frá fyrri leikjum, en stór- skyttur liðsins núna létu lltið að sér kveða.” Þá spurðum við Jarý sem leikur með Skoda Plzen hvernig gengi hjá þeim I deildarkeppn- inni. „Við vorum nýlega slegnir út I Evrópukeppninni af Rúmenska liðinu Steava Búkarest. Við töpuðum I Rúmeniu og náðum svo aðeins jafntefli I heimaleiknum. Núna erum við með nýtt fyrir- komulag á deildarkeppninni hjá okkur. Hingað til höfum við leikið tvær umferðir úti, en i ár verða umferðirnar þrjár, tvær úti og ein inni. Nú erum við búnir að leika aðra útiumferðina og inni- umferðina og er Skoda Plzen og Preson efst og jöfn að þessum um- ferðum loknum. A næsta ári verða umferðirnar tvær og verða þær báðar leiknar inni og er þetta gert til undir- búnings fyrir olympluleikana, en þar verða allir leikir inni”. Að lokum sagði Jarý okkur að hann hefði orðið markhæstur I Tékkóslóvakíu I fyrra, en bifreiðaslys sem hann hefði lent I hefði staðið sér fyrir þrifum framan af keppnistimabilinu, en nú væri hann búinn að ná sér að fullu. Unglingalands- lið pilta í handknattleik afsláttur Námskeið í golfi ... hjá Þorvaldi Ásgeirssyni, golfkennara 1 gær bauð Þorvaldur Ásgeirs- son blaðamönnum til sin i tilefni af þvi að fyrsta námskeiði vetrar- ins er nú ný lokið hjá honum. „Þátttaka á þessu námskeiði var mjög góð sagði Þorvaldur og komu 24 nýliðar á þetta námskeið og auk þess komu kylfingar,sem eru lengra komnir, til skrafs og ráðagerða. Nú er i bigerð hjá honum annað námskeið og verður kennt frá mánudegi til föstudags frá kl. 17:00-19:00 og eftir samkomulagi. Hægt verður að taka 2-3 tima samtimis, þeir sem hafa áhuga á að komast I þetta námskeið geta pantað tima I sima 42410 f.h. Fyrir rúmu ári byrjaði Þor- valdur með bréfaskóla i golfi eins og tiðkast viða erlendis og var sú nýbreytni aðallega hugsuð fyrir golfleikara úti á landi. Þessi þjónusta er enn fyrir hendi og má benda mönnum á að skrifa i pósthólf 596 i Reykjavik og biðja um staðlað spurninga- bréf, sem siðan svarar gegn 1000 kr. gjaldi. Þorvaldur taldi að þetta yrði siðasta námskeiðið inni, þvi hann bjóst við að fara eitthvað út á land eftir það og siðan færu menn að leika úti. Leikur í Finnlandi í apríl Dagana 4-6. april n.k. mun unglingalandslið pilta i hand- knattleik taka þátt i Norður- landamótinu sem fram fer að þessu sinni i Finnlandi. Unglinganefnd HSI hefur nú valið liðið sem fer til keppninnar og er það skipað þannig: Markverðir eru: Pétur Hjálmarsson KR Hákon Arnþórsson IR Kristján Ingimundars. Þrótti Aðrir leikmenn eru: Bjarni Guðmundsson Val Jóhannes Stefánsson Val Öskar Ásgeirsson Val Steindór Gunnarsson Val Ingi Björgvinsson KR Sigurður Óskarsson KR. Hannes Leifsson Fram Jón Árni Rúnarsson Fram Pétur Ingólfsson Ármann Ingimar Haraldsson Haukum Þorbergur Aðalsteinsson Viking Bjarnleifur á Visi fær tilsögn hjá Þorvaldi I gær og er ekki hægt að sjá annað cn að hann beri sig vel að hlutunum. Landsflokka- glíman 1975 Landsflokkagliman 1975 verður háð i Reykjavik sunnudaginn 23. mars n.k. Keppt verður i þrem þyngdar- flokkum fullorðinna og I aldurs- flokkum unglinga, drengja og sveina. Allir glimumenn innan vébanda GLl hafa rétt til þátt- töku. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 15. mars i póst- hólf 997 Reykjavik. Mótanefnd GLi ..«5 VINNINOUR: ^ ~ íbúð að verðmæti ' , kr. 3.500.000 L . ; VIÐ KRUMMAHÖLA 01'BgYKJAVllC. 'j g ^l^k Ibúðin V«rt5ur tlbúin undir trtvtrk rrwfl blltkýliJ IK:, L-rv-j Ofl verflúr •Ihwik Wi |AI 187*. Í } —4 l3rmIiKior>f »á»ttif>ilfc jUataa mJU MUNIÐ íbúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. íbúðað verömæti kr. 3.500.00. Verð miða kr. 250. Leiðsögumannanámskeið 1975 verður haldið frá 13. mars til 2. júni n.k. Kennt verður á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 20:30 i stofu nr. 201 i Árnagarði við Suðurgötu. Vigdis Finnbogadóttir hefur skipulagt námskeiðið, en auk hennar leiðbeina kunnir fyrirlesarar og leiðsögumenn. Upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fá i afgreiðslu Ferðaskrifstofu rikisins, Reykjanesbraut 6. Simi 1-15-40. Innritun hefst 7. mars. Ferðaskrifstofa ríkisins Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn miðvikudag 12. mars 1975. að Óðinsgötu 7, kl. 21 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. [ Alþýðublaðið á hvert heimili ]

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.