Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 1
UMSVIF ERLENDRA SENDIRÁÐA Á ÍSLANDI > - BAKSÍÐA
alþýðu
MIÐVIKUDAGUR
16. apríl 1975 — 87. tbl. 56. árg.
STJÓRNARFLOKKARNIR ÚSAMMÁLA:
HÆKKA LAND-
BÚNAÐARVÖRUR
ENN Á NÝ?
Alþýðublaöib hefur áreiðanleg-
ar heimildir fyrir þvi, að ný deila
sé komin upp meðal stjórnar-
flokkanna — og að þessu sinni sé
deilt um verðákvörðun á land-
biinaðarafurðum. Sagt er, að
Framsóknarmenn vilji, að strax
verði tekið tillit til nýumsaminna
láglaunabóta við verðákvörðun
landbilnaðarafurða — og land-
búnaðarvöruverð þegar i stað
hækkað til samræmis við það —
en Sjálfstæðismenn tregðist við
enda ætti slik afgreiðsla sér engin
fordæmi og meira en vafasamt,
að hún væri lögleg.
Eins og kunnugt er, þá er kaup
bóndans ákveðið með hliðsjón af
kaupi viðmiðunarstéttanna —
þ.e.a.s. sjómanna, verkamanna
og iðnaðarmanna. Sé um að ræða
hækkun á kaupi þessara við-
miðunarstétta á kaup bóndans að
hækka samsvarandi, sem aftur
kemur svo fram i hækkun á vöru-
verði landbúnaðarafurða.
Lögin um verðlagsákvörðun á
landbúnaðarafurðum mæla svo
fyrir um, að verðlag þeirra skuli
endurskoðað með ákveðnu milli-
bi-li — og þá um leið sá þáttur
verðákvörðunarinnar, sem lýtur
aö kaupi bóndans. Þannig getur
svo farið — og raunar ráð fyrir
þvi gert i lögunum — að einhver
timi geti liðið frá þvi launafólk við
sjávarsiðuna fær kauphækkanir
og þar til þær koma sjálfkrafa á
kaup bóndans — og hækki þar
með verð landbúni.ðarvara. Er
þetta ósköp svipað fyrirkomulag
ogt.d launafólk við sjávarsiðuna
verður að sæta þegar kaup þess
er visitölubundið. Kauphækkanir
vegna verðlagshækkana koma þá
ekki fram fyrr en eftirá — jafnvel
þremur mánuðum eftir að verð-
hækkun hefur orðið.
A siðari árum hefur gætt til-
hneigingar þeirra aðila, sem fara
með verðlagsmál landbúnaðar-
ins, til þess að sniðganga i fram-
kvæmd framangreind lög þannig
,að bændur fái hækkanir fyrr, en
Iögin beinlinis gera ráð fyrir að
heimilt sé að veita þær hækkanir.
Hefur þetta m .a. verið gert i sa m -
bandi við visitölubætur á laun,
sem hinar svonefndu viðmiðunar-
stéttir hafa fengið. Hafa þær ver-
ið látnar virka til hækkunar á
landbúnaðarvöruverði þótt sú
hækkun ætti með réttu ekki að
koma fram fyrr en nokkru siðar.
Þá hefur jafnvel verið lagt út á þá
braut að taka tillit til við verð-
ákvörðun landbúnaðarvara
kostnaðarhækkana, s.s. varðandi
flutningskostnað, sem enn höfðu
ekki komið fram þegar verðið var
ákveðiö, en voru fyrirsjáanlegar.
Sú ráðagerð að hækka land-
búnaðarvörurnar i verði strax i
kjölfar grunnkaupshækkunar hjá
launafólki við sjávarsíðuna, eins
og nú virðist vera áhugi á hjá
a.m.k. öðrum stjórnarflokknum,
á sér hins vegar ekkert fordæmi
og má ætla, að verði það gert
kunni sú ákvörðun að draga dilk á
eftir sér.
Sjómenn felldu
samkomulagsdrögin
Samkomulagsdrög sjómanna
og útgerðarmanna voru felld við
allsherjaratkvæðagreiðslu sjó-
manna, sem fram fór um helgina.
197 atkvæði voru gegn samning-
um en 155 með. 11 seðlar voru
auðir. Atkvæðagreiðsla þessi var
sameiginleg hjá sjómönnum á
suðvestur^vestur-og norðurlandi,
að Akranesi undanskildu, en þar
voru samningarnirfelldir, eins og
Alþýðublaðið skýrði frá i gær.
Að fenginni þessarri niðurstöðu
talningarinnar hjá Sjómanna-
sambandinu var boðað til sátta-
fundar hjá sáttasemjara klukkan
niu i gærkveldi.
Seint i gærkvöldi var samþykkt
að fresta boðuðu verkfalli til
mánudagsins 21. april, og hefst
það þá á miðnætti, hafi samning-
ar ekki tekist. Mun það verkfall
ná til mikils hluta bátaflotans.
Undanskildar eru tvær ver-
stöðvar, Grindavik og Sand-
gerði, þar sem verkfall hafði
ekki verið boðað,svo og Vestfirðir
og Austfirðir.
Meint misferli í rekstri veitinga-
húss í hálft þriðja ár — en ...
Eftir Helga E. Helgason
I hálft þriðja ár hefur
staðið yfir sakadóms-
rannsókn á meintu mis-
ferli i rekstri eins af veit-
ingahúsum borgarinnar.
Var rannsókn þessi hafin
vegna grunsemda um
söluskattssvik, bókhalds-
svik, brot á áfengislög-
gjöfinni og fleiri brot,
þ.m.t. brot á lögum um
hlutafélög við stofnun
hlutafélagsins Bær h.f,
sem fór með rekstur um-
rædds veitingahúss, þeg-
ar rannsóknin hófst í
október 1972.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Alþýðublaðið hefur aflað
sér hjá Halldóri Þorbjörnssyni,
yfirsakadómara-i Reykjavik, er
rannsókninni nú að mestu lokið.
Fyrir nokkru sendi Sakadómur
Reykjavikur rikissaksóknara
niöurstöður sfnar, en hann ósk-
aði eftir frekari rannsókn á tii-
teknum atriðum. Þess er þó
ekki að vænta, aö endanleg nið-
urstaða sakadómsrannsóknar-
innar liggi fyrir fyrr en ein-
hvern tima i sumar, þar sem
dómarinn, sem með mál þetta
fer hjá sakadómi, verður er-
lendis að likindum út maimán-
uð.
1 sjónvarpsþættinum Kastljós
sl. föstudagskvöld var rætt við
Jónatan Þórmundsson, prófes-
sor, um refsilöggjöf og var i þvi
sambandi drepið á nokkur saka-
mál. Þar var meðal annars sagt
frá máli umrædds veitingahúss
i Reykjavik.
Alþýðublaðið hefur kynnt sér
málavöxtu, en þær eru, að um
miðjan október 1972 var veit-
ingahúsinu að Lækjarteig 2 lok-
að að kröfu lögreglustjórans i
Reykjavik. Þá fór einnig fram
að kröfu hans rannsókn á starfs-
háttum hússins.
Þá er Alþýðublaðinu og kunn-
ugt um, að rikissaksóknari lauk
að mestu i janúarmánuði sl. við
að útbúa dómkröfur sínar.
Munu þær lúta að skaltlaga-
brotum, bókhaldsbrotum, brot-
um á áfengislöggjöfinni og brot-
um á hlutafélagalögum. Þetta
mun vera langstærsta mál af
þessu tagi, sem upp hefur komiö
hér á landi, og virðist talandi
tákn um stirðleikann á dóms-
málakerfinu og seinaganginn
þar.
Bréf ríkissaksóknara
Seinagangurinn er þó ekki al-
varlegasti þáttur þessa máls,
heldur miklu fremur þau af-
skipti, sem dómsmálaráðuneyt-
ið hafði af rannsókn þess I upp-
hafi.
Aðeins tveimur dögum eftir
að lögreglustjórinn í Reykjavík
og þeir, sem með honum unnu
að málinu, kröfðust þess, að
veitingahúsinu yrði lokað til
þess að rannsókn gæti með góðu
móti farið fram, kom bréf frá
dómsmálaráðuneytinu, þar sem
úrskurðað var, að húsið skyldi
opnað að nýju. Húsið var sem
sagt lokað i 100 daga.
Alþýðublaðið hefur reynt að
fá þetta bréf ráðuneytisins, en
það hefur ekki fengist enn.
Þessi afskipti dómsmálaráðu-
neytisins af upphafsrannsókn á
þessu umfangsmikla máli þóttu
eðliiega orka mjög tvimælis.
Ilallvarður Einvarðsson, núver-
andi varasaksóknari, samdi
sérstaka umsögn og greinar-
gerð um málið af þessu tilefni
og voru afskipti ráöuneytisins
þar nánast fordæmd. Þáverandi
rikissaksóknari, Valdimar
Stefánsson, sendi dómsmála-
ráðuneytinu greinargerðina
samdægurs.
Alþýðublaðiö hefur heldur
ekki fengið aðgang að þessari
greinargerð rikissaksóknara-
cmbættisins. I samtali við Al-
þýðublaöið sagði Hallvarður
Einvarðsson, varasaksóknari,
að hann teldi ekki timabært að
heimila birtingu á greinargerð-
inni, þar sem hún væri dómskjal
i vörslu dómarans, sem um
máliö fjallar hjá Sakadómi
Reykjavikur, en henni væri enn
ekki að fullu lokið. Opnun bréfs-
ins stuðlaði þvi naumast að rétt-
arhagsmunum.
Þáttur dómsmála-
ráöherra
Alþýðublaðið hafði samband
við Baldur Möller, ráðuneytis-
stjóra i dómsmálaráðuneytinu,
og spurði hann um málið. Sagði
ráðuneytisstjórinn, að það hefði
verið mat sitt á sinum tima, að
úrskurður Ólafs Walters
Stefánssonar, skrifstofustjóra I
dómsmálaráðuneytinu, um end-
uropnun veitingahússins, hafi
verið réttur.
,,Ég man af sérstökum ástæð-
um vel eftir þessu máli,” sagöi
Kaldur Möllur I samtalinu við
blaðið. „Það er út af fyrir sig al-
veg rétt, að bæði varasaksókn-
ari og lögreglustjórinn^ i
Reykjavik fundu að þessum úr-
skurði og voru óánægðir með
hann. Ég tel hins vegar, að þeir
hafi haft rangt fyrir sér, en
Ólafur hafi haft rétt fyrir sér,”
sagði Baldur Möller.
Alþýðublaðið er þeirrar skoð-
unar, að vegna eölis afskipta
ráðuneytisins af upphafsrann-
sókn þessa máls hafi ráöuneyt-
isstjórinn eða skrifstofustjórinn
i ráðuneytinu ekki tckið ákvörð-
un um þau, heldur yfirmaður
þeirra, dómsmálaráðherrann.
Annar yfirmaöur dómsmála
tekur naumast ákvörðun af
þessu tagi. En það verður að
teljast i hæsta máta alvarlegt
mál, ef dómsmálaráðherra tek-
ur ákvörðun um að hafa afskipti
af framgangi réttvisinnar sem
að mati rikissaksóknara og lög-
reglustjóra þjónar ekki réttar-
hagsmunum. Þvi spyr Alþýðu-
blaðið: Þarf hér ekki frekar
rannsóknar viö?
GREIP DÓMSMÁLARÁÐHERRA INN í RANNSÓKNINA?