Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 5
ÍJtgefandi: BlaB hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiöslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: SIBumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiösla: Hverfisgötu 8-10, slmi 14900 Prentun: BlaBaprent hf. VerB i lausasölu kr. 40. WILSON I VANDA Deilurnar um aðild Bretlands að Efnahags- bandalagi Evrópu eru nú hafnar á ný i Bret- landi. Ástandið minnir talsvert á átökin, sem áttu sér stað um sama mál i Noregi ekki alls fyr- ir löngu. Hægri menn eru yfirleitt fylgjandi að- ildinni. Vinstri menn klofnir. Einkum er ágrein- ingurinn harður og ákafur i breska jafnaðar- mannaflokknum, eins og var um jafnaðar- mannaflokkinn i Noregi á sinum tima. Spurn- ingin er sú, hvort deilurnar um EBE verði breska jafnaðarmannaflokknum jafn þungar i skauti og þær reyndust hinum norska. Harold Wilson hefur verið leiðtogi breskra jafnaðarmanna i 12 ár. Hann tók við forystunni af Hugh Gaitskell, sem var glæsilegur og litrik- ur stjórnmálamaður, eins og Wilson raunar einnig er, en gjörólikur honum að öðru leyti. Gaitskell var baráttuglaður, stóð oft fyrir hörð um átökum i flokki sinum og hafði jafnan betur. Wilson er hins vegar maður málamiðlunar, sem hefur það takmark fyrst og fremst að reyna að halda flokknum saman. Hann hefur reynt að forðast flokkslegar illdeilur, reynt að finna leið- ir, sem allir gætu sameinast um, reynt að safna ólikum skoðanahópum innan flokksins undir eitt og sama merkið. Eining flokksins er æðsta boð- orð Wilsons og áköfust kennisetning hans: Höld- um flokknum saman, náum völdum á ný, höld- um völdunum. Þetta er grundvöllur allra hans athafna. Þetta hlutverk, sem Harold Wilson hefur kjör- ið sér, er ekki auðvelt. Pólitiskt litróf breska Verkamannaflokksins er breitt og ekki er auð- velt að varðveita einingu flokksins i stórpólitisk- um málum eins og EBE-málinu. Þvi var það, þegar innganga Breta i EBE stóð fyrir dyrum fyrir nokkrum árum, að Harold Wilson var mik- ill vandi á höndum. Flokkur hans var klofinn i málinu. Hluti hans vildi eindregið aðild Breta að bandalaginu. Annar hluti var þvi algerlega and- vigur. Þvi var það, að Wilson tók sömu afstöðu til málsins og breyskur prestur til syndarinnar. Hann sagði nei — þótt löngunin væri fyrir hendi. Hann sagði nei við þeim aðildarsamningum, sem ihaldsstjórnin hafði gert — en sagðist myndu segja já, ef hægt væri að ná hagstæðari samningum fyrir Breta. Hvaða afstaða önnur af hans hálfu hefði orðið til þess, að i Bretlandi væru nú starfandi tveir Verkamannaflokkar. En nú er aftur komið að örlagastundu i stjóm- málalifi Harolds Wilson. Nú hefur honum tekist að ná nýjum og — að hans áliti — hagstæðari aðildarsamningum við EBE. Og þvi segir hann já við aðildinni. ( En likur benda til, að meirihlutinn i flokki hans vilji láta nei-ið gilda. Við atkvæðagreiðslu i breska þinginu um tillögu Wilsons þess efnis að mæla með aðildarsamningnum við þjóðina sögðu 133 þingmenn Verkamannaflokksins já, en 144 tóku afstöðu gegn leiðtoga sinum og rikis- stjórn hans. Og meirihluti flokksstjórnarinnar er sömu skoðunar. Þvi getur svo farið, að auka- þing flokksins um EBE-málið, sem halda á siðar i mánuðinum, taki afstöðu gegn flokksforingj- anum og liði hans. Að málamiðlunarmaðurinn og mannasættiririnn Harold Wilson verði undir i sinum eigin flokki i einhverju þvi mesta stór- máli, sem fjallað hefur verið um i breskum stjórnmálum á siðari árum. Hvaða afleiðingar þessar deilur kunna að hafa i för með sér fyrir breska Verkamannaflokkinn getur timinn einn leitt i ljós. En forystumenn hans hljóta að vera uggandi um framtiðina. lalþýduj GETA MENN REITT SIG A USA EFTIR SÍÐUSTU ATBURÐI Bandarikjamenn hafa nú gefiB stjórn Lon Nols i Kambódiu alger lega upp á bátinn. Þeir vi&ur- kenna, aB Kambódia sé nú ,,aB skipta litum”. HvaB varBar S.- Vietnam hefur Ford forseti enn ekki breytt um afstöBu. 1 siBustu örvæntingaratrennunni — tillögu um 722 milljón dollara hernaöar- aöstoö viö Thieu — reynir forset- inn aö koma sökinni af þvi aö bregöast Thieu af sér og yfir á bandariska þingiö. En hvernig sem Ford reynir aö snúa sig út úr málinu, þá er þaö staðreynd, að Bandarikin hafa gefið Indókina upp á bátinn og á- hrifaaðstöðu sina þar. Hinir i- haldssömu vestur-evrópsku stuðningsmenn hinnar fyrri stefnu Bandarikjanna i Indókina ganga öllu lengra. Þeir segja full- um fetum, aö Bandarikin hafi brugðist bandamönnum sinum i Indókina og fullyrða, að þau svik muni hafa mikil áhrif á afstöðu bandamanna Bandarikjanna i öðrum heimshlutum til þeirra. Sumir hafa nefnt hina hröðu sókn Þjóðfrelsisfylkingarinnar og Norður-Vietnama i Suður-Viet- nam páskapislarvættið. Suður- Vietnam er lýst sem nútima Jesú Kristi, er nú upplifi sitt Golgata. Norður-Vietnam er Heródes, og Bandarikin hinn þreytti Pontius Pilatus, sem þvær hendur sinar. Peregrine Worsthorne, hinn sérstæði ritstjóri breska blaðsins „Sunday Telegraph” varar Vestur-Evrópu við i ritstjórnar- dálki sinum: — Það er ekki rétt, ritar hann, að Bandarikin séu reiðubúin til þess að verja hin vestur-evrópsku lýðræðisriki vegna þess, að Amerikumenn hafi afgerandi efnahagslegra eða öryggislegra hagsmuna að gæta þar. Raunhæfar pólitiskar rök- semdir heimila USA að afskrifa Vestur-Evrópu jafn léttilega og auðveldlega og Bandarikin eru nú reiðubúin til þess að afskrifa Suð- austur-Asiu. Samkvæmt skoðun Worsthorne er það aðeins ,,sið- ferðisþátturinn” i bandariskri utanrikisstefnu, sem gæti ábyrgst bandariska aðstoð við Evrópu á neyðarstundu. Þegar Bandarikin nú „láta sig engu skipta siðferðis- legar skuldbindingar sinar i Asiu” er Worsthorne sannfærður um að það bendi til „rómantiskra viðhorfa til kommúnismans”, sem á næsta stigi muni ógna lýð- ræðisrikjunum i Vestur-Evrópu: „Bandarikin eru ekki lengur bandamaður, sem hægt er að reiða sig á”. Það er ekki erfitt að gera sér meginatriðið i þessari röksemda færslu skiljanlegt. Það, sem skapar nú sorg i hugum ihalds- manna er, að Truman-kenningin er nú öll. Truman forseti fann þessa kenningu upp og Kennedy forseti gerði hana algilda i tima og rúmi þegar hann kom fram með hina takmarkalausu yfirlýs- ingu sina: „Gerum öllum þjóðum það skiljanlegt, hvort heldur þær vilja okkur vel eða illa, að við munum greiða sérhvert gjald, bera sérhverja byrði, mæta sér- hverjum órétti, styðja sérhvern vin, berjast gegn sérhverjum fjandmanni.” Johnson kom fram með þessa indó-kinversku túlkun á kenningunni: „Ef við leyfum Suður-Vietnam að falla, þá leyfum við jafnframt Suðaust- ur-Asiu að falla — ekki á einu og sama andartaki, heldur smátt og smátt. Land eftir land á þessu svæði mun þá falla i hendur kommúnista.” „Við getum ekki brugðist vin- um vorum i einum heimshluta án þess að vinir vorir i öðrum komist i hættu. Bandarikin geta ekki starfað þannig að vera sumum minna traustverðug en öðrum.” VAN THIEU, forseti S.-VIetnam. Með falli hans verða kenningar og orö aö engu. Þannig hljómaði domino-kenn- ingin — i munni Kissingers ný- lega. Auðvitað veit Kissinger að sér- hvert stórveldi verður að eiga sér ýmis stig trúverðugleika. Bæði Wilson, forsætisráðherra Breta og Brandt, fyrrum kanslari V.- Þýskalands, hafa sagt, að þeir skoði það ekki sem ógnun við öryggi landa sinna þótt Bandarik- in hverfi frá Indókina, þvert á móti valdi stuðningur Bandarikj- anna við Saigon-stjórnina þeim meiri ugg, en þótt Bandarikin létu Indókina sigla sinn sjó. „Trúverðugheit Bandarikj- anna” eru ekki komin undir vilja Amerikumanna til þess að gera Indókfna að æfingabúðum fyrir ný vopn og ný her- brögð. Það þjónar ekki „málstáð frelsisins”, að Bandarikin haldi áfram stuðningi sinum við Thieu — sem aldrei hefur svo mikið sem leitt hugann að frelsi — eða taki sér stöðu við hlið Ky, sem nú hefur gerst liðs- maður „And-spillingarsamtak- anna” i Suður-Vietnam, þar sem hann er vart óumdeildasti félags- maðurinn. Það styrkir ekki „sið- ferðisþáttinn i utanrikispólitisk- inni” ef Bandarikin eru samá- byrg um að krefjast borgara- styrjaidar i Vietnem, sem hvort eð er mun leiða til þess að landið falli I hendur kommúnista. Ekki hvað sist styrjaldarrekstur Bandarikjanna hefur einmitt haft þau áhrif, að þessi kommúnismi er i augum fólksins i Vietnam málsvari þjóðerniskenndar og krafa um félagslegt réttlæti. 150 milljörðum Bandarikjadoll- ara og lifum 55 þúsund banda- riskra hermanna hefur USA fórn- að til þess að „bjarga Suður-Viet- nam”. Mjög fáir bandamenn Bandarikjanna i Evrópu munu á- saka Bandarikjaþing fyrir að viija ekki verja 722 milijónum dollara til viðbótar i sarna skyni. Nelson lávarður, breska sjóhetj- an, var mikill herstjórnandi með lappa fyrir öðru auganu. Sá, sem heldur, að slik viðbótaraðstoð til Saigonstjórnarinnar muni leiða til annars en þess að auka enn þjáningar hinnar vietnömsku þjóðar hlýtur að hafa lappa fyrir báðum augum. — Það er miklu betra að verja raunverulega hagsmuni Was- hington ef Bandarikin hætta að reyna að verja þá hagsmuni, sem ekki verða varðir, sagði „Sunday Times” i forystugrein sunnudag- inn 6. april sl. TRUMAN, Bandarikjaforseti: Höfundur dominokenningarinn- ar. KENNEDY, Bandarlkjaforseti: „Gerum öllum þjóöum þaö skilj- anlegt.... Miðvikudaqur 16. april 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.