Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 9
Umsjón-. Björn Blöndal ÍHÍTTIR „HAFA ALDREI VERID BETRI” SEGIR ÞJÁLFARIJUDOLANDSLIÐS- INS MICHAL VACHUN 4. DAN „Islenska landsliöiö i judo hefur æft mjög vel i vetur”, sagöi þjálfari þess Michal Vachum 4. dan á blaöamanna- fundi i gær. „Við gerum okkur þvi vonir um að strákarnir standi sig vel á mótinu. í fyrra komu þeir mjög á óvart og er liklegt að hinar þjóðirnar hafa vanmetið okkur. Nú er þessu ekki til að dreifa og viðbúið að erlendu keppendurnir standi sig betur.” En hver er þessi Michal Vachum, þjálfari islenska júdolandsliðsins? Michal Vachum er útskrif- aður sem iþróttakennari og sjúkraþjálfarifrá háskólanum i Prag, og hefur einnig ke'nnt þar sjálfur. Þetta er annað ár- ið, sem hann starfar hér á landi, og er óhætt að segja að hann hafi náð mjög miklum árangri hér með kennslu sinni. Hann þjálfaði og stjórnaði judolandsliðinu sl. ár þegar það vann það afrek á Norður- iandameistaramótinu að sigra Svia, sem voru þáverandi Norðurlandameistarar, og vinna þar með silfurverðlaun i sveitakeppninni. M. Vachum hefur auk sinnar menntunar i iþróttum, mjög mikla reynslu i Judo, hann hefur tekið þátt i stórmótum um allan heim, allt frá Kóreu til Brasiliu. f Brasi- liu keppti hann 1965 i Evrópu- sveitinni i heimsálfu keppni, og vann hann sina keppni. Öhætt er að segja að islenskir judomenn, og Judosamband Islands á M. Vachum mikið að þakka við uppbyggingu þess- arar iþróttar hér á landi, og vonast þessir aðilar til þess að fá að njóta kennslu hans sem lengst. BENDINGAR DÓMARANS Vegna þess að nokkuð erfitt getur verið að átta sig á bend- ingum dómaranna i judo, birt- um við myndir af bendingum þeirra sem eru fimm. Pómarinn bendir beint upp og þýðir það að annar keppand- inn hefur unnið fullnaðar sig- ur, 10 stig Pómarinn bendir beint út til hliðar og þýðir bendingin hálf- ur sigur, 7 stig. Pómarinn bendir niður til hliðar og þýðir bendingin að annar keppandinn hefur feng- ið 5 stig. Pómarinn beygir hendina og þýðir bendingin að annar keppendanna hefur fengiö :i stig. annar keppandinn hafi náð andstæðingi sinum i gólfið og haldi honuin föstum. En eftir 30 sekúndur hefur hann unnið fullnaðar sigur. Islenskir judómenn hafa staðið sig vel á NM til hessa í fyrra komust þrír einstakEingar á verðlaunapall og í sveitarkeppninni náðist annað sætið Norðurlandameistaramót i judo verður haldið i fyrsta sinn á Islandi um næstu helgi, 19. og 20. april i Laugardalshöllinni. Á mót- inu verður bæði sveitakeppni og keppni einstaklinga i þyngdar- flokkum. Mótið hefst á laugardag kl. 14. Borgarstjóri Reykjavikur, Birgir Isl. Gunnarsson, setur mótið, og strax á eftir hefst sveitakeppnin. Sveitir Norðurlandanna fimm keppa, og eru 5 menn i hverri sveit — einn i hverjum þyngdar- flokki. Finnar urðu Norðurlanda- meistarar i sveitakeppni i fyrra, en islenska sveitin varð i öðru sæti og siðan komu Sviar og Danir. Sveitakeppninni lýkur væntanlega á 6. timanum siðdegis á laugardag. Á sunnudag verður svo keppni einstaklinga i þyngdarflokkum. Keppnin hefst kl. 10 árdegis, og verða fyrstu umferðirnar i öllum flokkum glimdar fyrir hádegið. Kl. 14 á sunnudaginn hefst svo keppni i undanúrslitum og úrslit- um i þyngdarflokkunum. Hverju landi er heimilt að senda tvo menn i hvern þyngdar- flokk. Islendingar senda fulla keppendatölu i alla þyngdar- flokkana. 1 fyrra hlutu þrir is- lenskir judomenn bronsverðlaun i einstaklingskeppninni á NM: Svavar Carlsen i þungavigt, Sigurjón Kristjánsson i millivigt og Jóhannes Haraldsson i létt- vigt. Á stofnári JSl, 1973, var Svavar Carlsen eini islenski þáttlakand- inn á NM og vann silfurverðlaun i þungavigt. 1 fyrra voru islensku þátttakendurnir 10 að tölu. Norðurlandamótin i judo eru haldin árlega, og verða væntan- lega haldin hér á landi fimmta hvert ár. Judosamband Islands hefur leitast við að vanda sem best til Norðurlandmeistaramótsins 1975, enda verður slikt fjölþjóð- legt mót að teljast meiriháttar iþróttaviðburður hér. Allur út- búnaður við keppnina er nýr og vandaður, þ.á.m. eru tveir full- komnir keppnisvellir samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Á móti sem þessu er nauðsynlegt að keppa á tveimur völlum sam- timis. Islenskir judomenn hafa sett metnað sinn i að undirbúa þetta mót sem best, bæði að þvi er varðar skipulag og framkvæmd mótsins og einnig til þess að ná sem bestum árangri i sjálfri keppninni. Islenskir judomenn hafa aldrei verið i betri æfingu en núna, en þeir hafa æft samkvæmt sérstakri áætlun i vetur undir stjórn landsþjálfara JSl, Michal Vachum 4. dan. Keppnin á Norðurlandamótinu nú verður að öllum likindum harðari og liflegri en nokkru sinni fyrr. öll löndin senda sina lang- sterkustu menn til keppninnar, menn með mikla reynslu og æf- ingu að baki. Með iiðunum koma hingað til lands á föstudaginn forystumenn allra judosambandanna á Norðurlöndum, svo og þjálfarar og a.m.k. tveir dómarar frá hverju landi. Aðaldómari mótsins verður Ray Mitchell alþjóðadóm- ari frá Bretlandi. Þátttakendur Léttvigt -63 kg. John Villadsen, Danmörk Peter Sonne. Danmörk Arvo Tarvainen, Finnland Kimmo Alho, Finnland Petter Lind, Noregur Gunnar Hansen, Noregur Lars Erik Flygh, Sviþjóð Nicklas Kristensson, Sviþjóð Jóhannes Haraldsson, Island Sigurður Pálsson lsl. Ómar Sigurðsson, Isl. Léttmillivigt (-70 kg.) Per Hansen, Danmörk Jens Andersen, Danmörk Veli-Matti Hakanen, Finnl. IJlf Berger, Noregur Axel Hopstock, Noregur Larry Edgren, Sviþjóð Ronny Nilsson, Sviþjóð Halldór Guðbjörnsson, tsl. Gunnar Guðmundsson, Isl. Millivigt (-80 kg.) Bernt Mogensen, Danmörk Jan Nielsen, Danmörk Pekka Korpiola, Finnland Morten Yggeseth, Noregur Karsten Hansen, Noregur Conny Petterson, Sviþjóð Bertil Ström, Sviþjóð Sigurjón Kristjánsson, Isl. Viðar Guðjohnsen, Isl. Léttþungavigt (-93 kg.) Jens Nordestgárd, Danm. Michael Jensen, Danmörk Simo Akrenius, Finnland. örn Terje Foss, Noregur John L. Petersen, Noregur Johan Schaltz, Sviþjóð Eddy Áberg, Sviþjóð Benedikt Pálsson, Island Gisli Þorsteinsson, Isl. Halldór Guðnason, Isl. Þungavigt ( + 93 kg.) Seppo Reivuo, Finnland Kari Johansson, Finnland Jan Jensen, Noregur Erik Haugen, Noregur, Roland Bexander, Sviþjóð Svavar Carlsen, Island Hannes Ragnarsson, Island Opinn flokkur Jens Nordestgárd, Danm. Michael Jensen, Danmörk Seppo Reivuo, Finnland Simo Akrenius, Finnland Jan Jensen, Noregur Gunnar Sörensen, Noregur Johan Schaltz, Sviþjóð Conny Petterson, Sviþjóð Hannes Ragnarsson, Island Svavar Carlsen, Island. oV’ / V I N N I N Q U R: a íbúð að verðmæti kr. 3.500.000 JjjBlUiLu VIÐ KIIUMWAHÓLA 11 REYKJAVlg _ , Tfionkvjw „ >Kuui'MÍk ikw mi Tl Vi ^ Wíí) BL V v\ MUNIÐ íbúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. fbúðað 1 verðmæti kr. 3.500.00. Verð miða kr. 250. Miðvikudagur 16. apríl 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.