Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 3
RÆKJAH HÆTT AD SELJAST Sendiráð 12 12. Sambandslýöveldiö Þýzkaland: Tvær fasteignir Túngata 18 2.514,0 Laufásvegur70 1.198,0 Samtalsrúmm. 3.712,0 Fasteignir erlendra rikja vegna sendiráða i Reykjavik eru: samtals....31.655 rúmmetrar Svar: b) Bifreiðaeign sendi- ráða og sendiráðsfólks er eftir- farandi: 1. Bandarikjanna 17 bifr. 2. Danmerkur 2 bifr. 3. Bretlands 8 bifr. 4. Frakklands 8 bifr. 5. Noregs 4 bifr. 6. Póllands 2 bifr. 7. Sovétrikjanna 22 bifr. 8. Sviþjóðar 4 bifr. 9. Tékkóslóvakiu 3 bifr. 10. Vestur-Þýzkalands 10 bifr. 11. Austur-Þýzkalands 2 bifr. 12. Kina 4 bifr. 5. Hversu mikið fjölskylduliö fylgir erlendum sendiráðs- starfsmönnum hér? Svar: Samtals 105 manns telj- ast til fjölskyldna sendiráðs- starfsmanna, og skiptast þannig milli sendiráða: 1. Bandarikin ........... 18 2. Bretland.............. 22 3. Danmörk................ 2 4. Frakkland............. 10 5. Noregur................ 2 6. Pólland ............... 4 7. Sovétrikin ........... 39 8. Sviþjóð................ 4 9. Tékkóslóvakia.......... 3 10. Vestur-Þýzkaland...... 9 11. Austur-Þýzkaland...... 2 12. Kina................... 1 6. Hvaða rikisstjórnir erlendar, eöa aðrir erlendir aðilar, starf- rækja hér á landi fasta upplýs- ingastarfsemi og fréttamiðlun, og hve margt fólk vinnur að slikum störfum á vegum hvers um sig? Svar: Bandarikin og Sovét- rikin reka upplýsinga- og frétta- stofnanir á Islandi þ.e. Upplýs- ingaþjónustu Bandarikjanna og sovézku fréttaþjónustuna NO- VOSTI. Starfsmenn Upplýsingaþjón- ustu Bandarikjanna eru taldir með sendiráðsstarfsmönnum hér að framan. Hjá NOVOSTI starfa tveir so- vézkir rikisborgarar, sem ekki eru taldir með sendiráðsstarfs- mönnum hér á undan. Allar ofangreindar tölur mið- ast við árslok 1974. Allir rækjumarkaðir eru nú harðlokaðir, og undanfarnar 3—4 vikur hefur engin rækja verið seld úr landi. A þeim tima hafa tals- verðar rækjubirgðir safnast sam- an i landinu, og eru þær nú ekki undir 300 tonnum. Að sögn Ölafs Jónssonar hjá sjávarafurðadeild SIS er ekkert sem bendir til þess núna, að markaðir opnist i bráð- ina. Þar sem engin rækja selst nú er aö sjálfsögðu ekkert verð á henni, en siðasta verðið, sem Alþýðu- blaöið veit að hefur fengist fyrir rækju, er 12kr. sænskar, og má til samanburðar geta þess, að i fyrra fór verðið allt upp i 27 krónur. I haust var verðið rúmar 20 kr. sænskar, og upp úr áramótum fór það niður i 19 krónur. Þrátt fyrir þetta heldur Haf- rannsóknarstofnunin áfram rækjuleit sinni, og er rannsóknar- báturinn Dröfn nú i rækjuleitar- „Það er samkomulag milli okk- ar Vladimirs Ashkenazy að heyja baráttuna fyrir heimsókn föður hans til Islands ekki opinber- lega og þvi neita ég að svara spui-ningum þar að lútandi”, sagði Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, i viðtali við Alþýðu- blaðið i gær, en hann er, sem kunnugt er, nýkominn úr opin- berri heimsókn til Sovétrikjanna og hafa menn velt þvi fyrir sér hvort málefni Ashkenazys og föð- ur hans hafi borið á góma I við- ræðum Einars við sovéska ráða- menn. ,,Ég neita einnig að svara til um það, hvortéghafi rætt þetta viö þá sovésku valdamenn, sem ég hitti”, sagði Einar ennfrem- — en áfram er þó haldiö að leita að nýjum miðum leiðangri fyrir norðan land. Að sögn Ingvars Hallgrimssonar fiskifræðings bárust þær fréttir frá Dröfn i fyrradag, að rækjuleit á Skjálfanda og Þistilfirði hafi engan árangur borið, og báturinn fari að halda út með Mánáreyjum og vestureftir á grunnslóðir. Aður hafði Dröfn fundið rækjumið á Axarfirði, meðfram Tjörnesi, og einnig við Melrakkasléttu, allt út undir Kópasker. Sagði Ingvar, að rækjan væri þarna vel veiðanleg og benti á að þessi mið muni létta mjög á rækjumiðunum við Grimsey, sem nýlega er farið að nýta. ur,” þessi barátta heldur áfram og unnið er að þvi gegnum sendi- ráðin, að Davið Ashkenazy fái leyfi til að heimsækja Island, en um viðbrögð sovéskra stjórn- valda, eða annan árangur af þeirri baráttu, vil ég ekki ræða.” Af leiðaraskrifum Morgun- blaðsins undanfarna daga mætti ætla, að ágreiningur hafi rikt inn- an rlkisstjórnarinnar um austur- för utanrikisráðherra, en hann sagði. að þessi heimsókn til Sovétrikjanna hafði staðið til allt siðan I tið vinstri stjórnarinnar sálugu. Kvaðst hann hafa borið sovéska heimboðið undir núver- andi forsætisráðherra og hafi hann verið fullkomlega sammála sér um, að boðið skyldi þegið. EINAR NEITAR AÐ SVARA BAKTJALDASAMKOMU- LAG UM ASHKENAZY? Akraborgarfarþeginn fannst sofandi heima í rúmi NÆTURLONG DAUDA- LEIT AD DANSGESTI Aðfaranótt siðastliðins sunnu- dags var lögregla kvödd niður að Reykjavikurhöfn, um það bil er Akraborgin var að leggja að bryggju úr skemmtisiglingu kvöldsins, vegna gruns um að einn farþegi skipsins hefði fallið útbyrðis og var óttast að hann hefði drukknað. Leitarsveit var þegar kvödd út og meðal annars farið á bátum á þær slóðir sem Akraborgin hafði siglt um þetta kvöld, til þess að svipast um eftir farþeganum, sem var ungur pilt- ur úr Reykjavik. Kunningjar piltsins voru yfirheyrðir og töldu þeir sig ekki hafa séð hann eða Skákin: Mecking og Lubojevic efstir heyrt siðan stuttu eftir að skipið yfirgaf Reykjavikurhöfn, þá fyrr um kvöldið. Hafði hann staðið upp frá borði þeirra i sal skipsins og sagst þurfa á snyrtingu, en ekki komið aftur úr þeirri ferð. Það var þó ekki fyrr en seint um kvöldið að hans var saknað og var þá leitað um allt skip, án árangurs, auk þess að lögregla var kvödd til aðstoðar. Undanfarnar helgar hefur Akraborgin farið skemmtiferðir um sundin blá og hafa þá verið haldnir dansleikir um borð, meðan á ferðunum stendur. Mik- ill fjöldi ungmenna hefur sótt Áttunda umferð skákmótsins á Kanarieyjum var tefld i gær, og fór hún þannig, að Anderson vann Hort, Lubojevic og Tal gerðu jafntefli, og sömuleiðis Petrosjan og Mecking, Rodrigues vann Visier og Tatai vann Bellon. Friörik tefldi ekki i gær sem kunnugt er. Staðan er þá þannig, Mecking og Lubojevic eru efstir með 6 vinninga, Tal i þriðja sæti með 5 1/2 vinning, Anderson I fjórða sæti með fimm vinninga, Hort I fimmta sæti með 4 1/2 vinning og Friðrik i sjötta sæti með f jóra vinninga. skemmtanir þessar og töluvert hefur borið á vinneyslu, en aldurstakmark hefur verið sett við átján ár. Litil sem engin gæsla eða eftirlit hefur verið i ferðum þessum, gestum aðeins gert grein fyrir þvi i upphafi ferðar um hvaða hluta skipsins þeim væri heimill aðgangur. öhöpp hafa ekki hent i fyrri ferðum skipsins, enda starfsemi þessi nýhafin. I þetta sinn sluppu menn einnig með skrekkinn, þvi þegar tilkynna átti aðstandend- um um hvarf piltsins, snemma á sunnudagsmorgun, reyndist hann sofandi i rúmi sinu og hafði hvergi farið. Einhverra hluta vegna hafði hann stokkið I land rétt fyrir brottför skipsins og ekki náð til baka um borð i tima, en skilið kunningja sina eftir i þeirri trú að hann hefði rétt brugðiö sér á snyrtingu. Einhverra hluta vegna var timaskyn þeirra ekki betra en svo, að þeir töldu sig komna út á rúmsjó þegar hann yfirgaf borðið og þannig var mis- skilningur þessi til kominn. Þess má geta, að við yfirheyrslur kom i ljós að kunningjahópur þessi hafði i ferðanesti þetta kvöld ein- ar sjö flöskur af sterku áfengi, auk þess sem drukkið hafði verið fyrir brottför. 5 IsaQörðui Núpui 9 fulltrúa- fundur Landssam- taka Klúbbanna Borgarnej* n Akranes HafnarfiörðuuQuf Keflavikr- Yestmannaeyjar £ ÖRUGGUR AKSTUR Haldinn aö HÓTEL SOGU dagana 18. og 19. april 1975. DAGSKRA: FösLudaginn i8. aprll: Kl. 12.00 Sameiginlegur hádegisveröur. Hallgrlmur Sigurðsson framkvæmda- stjóri: Samvinnutrygginga Avarp. Kl. 13.00 Fundarsetning: Stefán Jasonarson form. LKL OJtUGGUR AKSTUR. Kosning starfsmanna fundarins. Kl. 13.30 Avarp: Halldór E. Sigurðsson samgöngumálaráöherra. Kl. 14.00 Tryggvi Þorsteinsson læknir á Slysadeild Borgarspitalans flytur erindl. Erindi II: Pétur Sveinbjarnarsonframkvæmdastjóri UMFERÐARRAÐS: „Staöa umferöaröryggismála á lslandl". Erindi III: Páll Þorsteinsson fyrrv. alþingism. frá Hnappavöllum: „HRINGVEGURINN og áhrif hans." Kl. 17.30 Skýrsla stjórnar LKL ORUGGUR AKSTUR - Stefán Jasonarson form. UmræÖur og fyrirspurnir. Nefndarkosning: Umferöaröryggisnefnd, Fræ&siu- og félagsmálanefnd, Allsherjarnefnd. Kl. 19.00 Kvöldveröur á hótelinu. Kl. 20.00 Einar F.inarsson uppfinningamaöur: „Nýjung I notkun nagladekkja*’ — m/kvikmynd. Kl. 20.30 Nefndastörf — á hótelinu, frameftir kvöldi. Laugardaginn 19. aprfl: Kl. 9.00 Lok nefndastarfa — frágangur tillagna. Kl. 10.00 Fréttir úr heimahögum. (Skýrslur) Fulltrúar klúbbanna hafa oröiö. KI. 12.00 Hádegisveröur á hótelinu. Kl. 13.30 Nefndir skila störfum. Nefndaformenn hafa framsögu. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30 Framhaldsumræöur um nefndaálit. Kl. 17.00 Stjórnarkjör. Fundarslit. Kl. 18.00 Kvöldveröur á hótelinu. Stjórn LKL ÖRUGGUR AKSTUR Ibúar Mosfellshrepps Fræðslufundur um brunavarnir verður i Hlégarði, fimmtudaginn 17. april n.k. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Slökkviliðsstjórinn i Reykjavik, Rúnar Bjarnason, sýnir kvikmynd og flytur er- indi um brunavarnir i heimahúsum. 2. Forstjóri Brunabótafélags íslands, Ás- geir ólafsson, ræðir um tryggingar. Ibúar Mosfellshrepps eru hvattir til að mæta á fundinum. Hreppsnefndin. íbúar Mosfellshrepps Fræðslufundur um brunavarnir verður haldinn i Hlégarði fimmtudaginn 17. april n.k. kl. 20. 1. Slökkviliðsstjórinn i Reykjavik, Rúnar Bjarnason, sýnir kvikmyndir og flytur erindi um brunavarnir i heimahúsum. 2. Forstjóri Brunabótafélags tslands, Ás- geir ólafsson, ræðir um tryggingar. íbúar Mosfellshrepps eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Hreppsnefndin. Miövikudagur T6. april T975 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.