Alþýðublaðið - 16.04.1975, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 16.04.1975, Qupperneq 6
HAGNYTING ORKULINDANNA ER GRUNDVOLLUR AÐ AUKINNI VELMEGUN OG HAGSÆLD í LANDINU Llfsafkoma hverrar þjóðar byggist að verulegu leyti á þeim náttúruauð- lindum, sem land hennar býr yfir. Lifsafkoma Islendinga, hagsæld og velferð á undanförnum árum verður að mestu rakin til þeirrar náttúru- auðlindar, sem fiskimiðin umhverfis landið geyma. Helstu náttúruauðlindir íslands aukfiskimiðanna eru þær orkulindir, sem fólgnar eru I vatnsföllum og jarðvarma. Ýmis rök hniga að þvi, að áframhald góðra lifskjara og vel- megunar verði i vaxandi mæli að reisa á þessari auðlind og hag- nýtingu hennar á komandi árum. Oliukreppan og hækkandi verðlag á oliu færði Islendingum eins og öðr- um þjóðum heims sanninn um lykil- stöðu þessarar orkulindar i búskap þjóðanna. Oliukreppan vakti menn jafnframttil umhugsunar um mögu- leika þess að nota innlenda orku- gjafa i stað innflutnings á oliu. Við þessar aðstæður er ekki úr vegi að skoða stöðu tslendinga i orkumál- um og fhuga hvaða stefnu skuli fylgja i orkumálum og orkubúskap landsmanna. Verður þá fyrstfyrir að lita á, hver miklum orkulindum landið býr yfir, hver orkunotkunin er og hvers kon- ar, og þá i hve rikum mæli innlend orka geti komið i stað innfluttrar orku i formi oliu. Þvi næst er eðlilegt að skoða hagnýtingu orkulindanna af almennari sjónarhóli og þau viðhorf, sem koma upp i þvi sambandi. I. Orkulindir og orkunotkun 6-10% vatnsafia og 4% jarðvarma hafa verið beisluð. Hversu stóran hluta orkulindanna sé hagkvæmt að nýta, fer eftir verð- lagi á öðrum orkugjöfum, sem sam- keppni veita. Við rikjandi aðstæður er áætlað að nýtanleg orka vatns- falla sé um 40.000 Gwh á ári, þótt vera megi, að vegna umhverfis- ástæðna verði ekki talið ráðlegt að nýta nema um eða innan við þrjá fjórðu hluta þessarar orku. I jarð- varma er giskað á, að fyrir hendi sé tvöfalt þetta orkumagn eða um 80.000 Gwh. Orkuvinnsla vatnsafls- stöðva var um 2.200 Gwh á árinu 1973 og hefur væntanlega verið svipuð á árinu 1974. Hinn beislaði hluti orkunnar i fall- vötnum er þannig 6-10% af nýtan- legri orku þeirra. Orkuvinnsla úr jarðvarma og þá einkum i hita- veitum, er áætluð um 3.000 Gwh eða um 4% þeirrar orku, sem talin er fólgin i jarðvarma. Nýtingarhlutfall jarðvarma er mismunandi eftir þvi til hvers konar nota hann fer. Við raforkuframleiðslu er hlutfallið yfir- leitt 10-20%, en stundum lægra. 60% orkunotkunar er innflutt I formi oliu. Á árinu 1973, var talið að heildar- notkun Islendinga hefði numið um 13.400 Gwh. Um 18% orkunotkunar- innar var framleiddur i vatnsafls- virkjunum, og séð var fyrir um 23% orkunotkunarinnar frá jarðvarma, einkanlega með hitaveitum, en lang stærstur hluti orkunotkunarinnar eða 59%, var innfluttur i formi oliu. 60% oliunotkunar fara til bifreiða skipa og flugvéla. Innflutningsverð oliu (cif) nam um 5.800 milljónum á s.l. ári. Um fjórðungur þessa verðmætis mun hafa verið til skipa, um fjórðungur til bifreiða og vinnutækja og um fjórð- ungur til húsahitunar. Um 10% fóru til notkunar i flugvélum, um 10% fóru til verksmiðjurekstrar og um 5% til framleiðslu rafmagns i diselvélum. Innlend orka getur komið i stað um 30% af oiiuinnflutningi Nötkun innlendra orkugjafa i stað oliu til skipa, bifreiða, vinnutækja og flugvéla er augljóslega ýmsum ann- mörkum háð. Innlend orka getur á hinn bóginn komið i stað oliu til hús- hitunar, raforkuframleiðslu og e.t.v. aðnokkru til verksmiðjurekstrar. Að likindum mun þó verða hagkvæmt að nota diselafl eitthvað til vara og til að mæta mesta álagi til raforku- framleiðslu. Á sama hátt kemur til greina að nota oliu i fátiðum kulda- köstum til að auka afköst hitaveitna, sérstaklega hitaveitna frá rafkynt- um hitunarstöðvum, sem álitlegar þykja fyrir ýmsa þéttbýlisstaði. Ennfremur er senilegt að einhver húsahitun yrði áfram oliukynt, þótt stefnt yrði að sem fyllstri notkun inn- lendrar orku til þessara þarfa. Að öllu samantöldu mun fært að minnka oliuinnflutning um 25-30%, ef það mark væri sett að koma á inn- íendri orkunotkun hvarvetna þar sem þess er kostur. Svarar það tii 1,5 milljarða króna gjaldeyrissparnaðar á árinu 1974. Langmestur hluti spamaðarins kæmi fram i húshitun. Breytingin mun, þó óhjákvæmilega taka nokkur ár. Þurfum um 680 Gwh í rafhitun eða um 2% af nýtanlegu vatnsafli. Nú njóta um 46% landsmanna hitaveitna, um 47% kynda með oliu, en 7% nota rafhitun. Aætlað er, að jarðvarmaveitur geti náð til 66-70% landsmanna, en hin 30-34% myndu þá nota rafhitun. Samkvæmt þessu kæmi hitaveita i stað um helmings núverandi oliukyndingar og um helmingur hennar færi á rafhitun. Við þessa breytingu ykist raforku- notkun tii húsahitunar um nálægt 680 Gwh á ári, ef hún væri komin á árið 1980, en það eru aðeins 2-3% af nýtanlegu vatnsafli á Islandi. Til þess að rafmagn og hitaveitur leysi oliu af hólmi til húshitunar með ofangreindum hætti, þarf verðið á vatni og rafmagni til húseigenda að vera lægra en tilsvarandi kyndingar- kostnaður með oliu. Ef kostnaðar- verð á rafmagni til húshitunar eða heitu vatni frá varmaveitum reynist hærra en samsvarandi olíu- kyndingarkostnaður, verður að breyta verðlagningarhlutföllum með skattiagningu á oliu, ellegar selja rafmagn og hitaveituvatn undir kostnaðarverði, svo framarlega sem hið þjóðfélagslega markmið að draga úr innflutningi oliu á að vera ráðandi. Einkum mun þetta eiga við um samkeppnishæfni rafmagns. Væru almenn hagkvæmnissjónarmið lögð til grundvallar, yrði rafhitun að öðrum kosti óraunhæf. Þótt raforka yrði nýtt til húshitun- ar samkvæmt framansögðu, er þar sýnilega um að ræða mjög litinn hluta þeirrar orku, sem fólgin er i fallvötnum landsins. Hagnýting orkulindanna getur orðið grundvöllur aukinnar velmegunar. Heimurinn býr við orkuskort og i honum hefur rikt orkuhungur. Verð á orku á heimsmarkaði hefur farið si- hækkandi á undanförnum árum. Virkjunarmöguleikar vatnsfalla i Vestur-Evrópu og Bandarikjunum munu flestir hafa verið nýttir. Orku- skorturinn er knýjandi vandamál i flestum löndum, rikum og fátækum. Jafnvel oiiuframleiðslurikjunum er það áhyggjuefni hve ört þarf að ganga á oliulindirnar. Takist að nýta á hentugan hátt hinar auðugu orkulindir Islands, yrði það i senn grundvöllur að aukinni velmegun og hagsæld í landinu og nokkurt framlag til að draga úr áhrifum orkuskortsins f heiminum. Hagnýting þeirra er að ýmsu leyti frábrugðin hagnýtingu hinna megin- náttúruauðlinda landsins, fiski- miöanna. Fiskimiðin verður að vernda gegn ofveiði, svo að fisk- stofnamir geti endurnýjað sig með eðlilegum hætti. Orka failvatna og jarövarma er ekki þessum tak- mörkunum háð. Svo lengi sem sólin skin mun vatn halda áfram að renna oghveriraðspúaheituvatni og gufu. Það sem virkjað er i dag, er á engan hátt glatað og við breyttar aðstæður að nokkrum áratugum liðnum og virkjunarframkvæmdum afskrifuð- um, má ryðja þeim úr vegi og nýta orkulindirnar með öðrum hætti, ef hentugra virðist. Á hinn bóginn er sú orka, sem óbeisluð er i dag, með öllu glötuð og kemur engum til góða siðar, hvorki Islendingum né öðrum. Það er þvi fásinna að tala um að geyma orkulindirnar óbeislaðar til seinni tima eins og um verndun þeirra væri að ræða, ellegar einhvers konar sparnað. Virkjun orkulind- anna er þvi eðlilegt markmið, þótt i ýmis horn þurfi að lita við fram- kvæmd þeirrar stefnu. Innlend orkunotkun íslendinga við núverandi atvinnuhætti mun á hinn bóginn ekki nýta nema litið brot af þeim orkulindum, sem landið býr yf- ir. Hagnýting orkulindanna hlýtur þvi að grundvallast á beinum eða óbeinum útflutningi orku. I siðara tilvikinu sem útflutningur fram- leiðsluvöru, sem er orkufrek, en hún mun nær undantekningarlaust flokk- ast undir stóriðju. tsland á að geta náð hagstæðum samningum um stóriðju. Aðstaða íslands til þess að láða að sér stóriðju, byggist fyrst og fremst á lágu orkuverði, en fleiri kemur þó til skjalanna. Lega landsins miðað við hina stóru markaði i Vestur- Evrópu og Ameriku, er tiltölulega góð, einkum i samanburði við þau svæði,semhelst geta boðið raforku á samsvarandi verði, þvi að þau eru langtum fjarlægari. Aðstaða til hafnargerðar er ennfremur viða betri á íslandi, en gerist annars staðar og hér er landrými nægilegt. Þá mun stórnmálaástand teljast tryggara og pólitiskar viðsjár minni hérlendis en i ýmsum öðrum lönd- um, sem helst bjóða upp á orku á lágu verði, en þau eru mörg hver meðal nýfrjálsra rikja. Skiptir slikt auðvitað miklu máli fyrir fyrirtæki, sem ætla að eiga hlut að stórum fjár- festingum. Loks er islenska þjóðin vel menntuð og þvi kostur á góðu vinnuafli. Að öllu þessu samanlögðu, er ljóst, að staða Islands i samkeppni við aðra um stóriðju er góð. Þetta mætti lika orða svo, að möguleikar Islands til að ná hagstæðum samningum vegna stóriðju séu góðir. Orkufrekur iðnaður á tslandi á að geta keypt orku á svo háu verði að landsmönn- um sé hagur að, og gera þeim um leið kleift að fá orku til eigin þarfa frá stórum og hagkvæmum virkjun- um. Aðrir , kostir orkufreks iðnaðar eru þeir, að hann greiðir til- tölulega há vinnulaun og veitir mikl- ar gjaldeyristekjur á hverja selda orkueiningu og á hvern starfsmann. Fjölþjóðafyrirtækin hafa töglin og hagldirnar I framleiðslu orkufreks iðnvarnings. Til ókosta má telja að flestar greinar orkufreks iðnaðar eru að langmestu leyti á valdi fáeinna stórra fjölþjóðafyrirtækja eða fyrir- tækjahringa. Þessi fyrirtæki búa yfir þeirri viðskipta- og tækniþekkingu, sem þarf til öruggs rekstrar, þau hafa úrslitaitök i hráefnismörkuðum og þau ráða yfir sterkum sölukerfum fyrir hina unnu vöru. Af þessum sök- um er annars vegar mjög örðugt að ryðja óháöum fyrittækjum braut á þessu sviði, en að hinum þræðinum gerir þessi aðstaða kröfu til sér- stakrar, vandasamrar og vand- virknisiegrar samningagerðar af hálfu aðila eins og íslands, sem tryggja vill hlut sinn i samskiptum við slik fjölþjóðafyrirtæki. Islending- um mun þannig reynast torvelt að byggja upp stóriðju öðruvisi en i samstarfi við fjölþjóðafyrirtæki, sem haslað hafa sér völl i viðkom- andi greinum. Þetta verður að horf- ast i augu við, hvort sem mönnum likar það betur eða verr. Samninga við þessa aðila verður þvi að vanda mjög að allgri gerð. Ofbjóðum ekki náttúru landsinsog f orðu mst m enguna rv anda m ál iðnaðarlandanna. Umhverfissjónarmið, náttúru- vernd og mengunarvarnir, þarf flestu fremur að hafa i huga þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir eða stóriðju. Við verðum að vera við þvi búin að hætta við vegna um- hverfisvandkvæða einhverjar þær framkvæmdir sem að öðru leyti virðast hvað hagkvæmastar eða breyta þeim i kostnaðarsamara horf. Sérstaklega þarf að gæta fyllstu vandfýsni við val á iðngreinum og iðntækni til að forðast mengunar- vandamál iðnaðarlandanna. Ef með gát er farið, má þó væntanlega finna svigrúm, bæði til virkjana og stóriðju, án þess að ofbjóða náttúru landsins. Virkjanahraði ráðist af vinnuafls- sjónarmiðum. Varðandi það, hve ört skuli ráðast i virkjanir, hlýtur það sjónarmið að ráða, hvernig nýting orkunnar sam- rýmist best þjóðarhag. Með ári hverju kemur aukið vinnuafl til starfa á Islandi, en óliklegt er, að landbúnaður, fiskveiðar og fisk- iönaður taki við þessu aukna vinnu- afli. Þvi virðist eðlilegt, að hraði virkjunarframkvæmda miðist fyrst og fremst við það hve ört vinnuafl bætist við og ekki sé ráðist I að reisa ný orkuver og verksmiðjur örar en svo, að islenskt vinnuafl sé fyrir hendi, til þess að taka við þeim störf- um, sem þannig skapast. EFTIR KJARTAN JÓHANNSS0N FYRSTI HLUTI Kvikmynd Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Laugarásbió Flugstöðin 1975 Leikstjórn: Aðalhlutverk: Jack Smight Karen Black Charlton Heston George Kennedy Efrem Zimbalist, yngri. Susan Clark Helen Reddy Dana Andres Myrna Loy (Glora Swanson) Tónlist: John Cacavas Handrit: Don Ingalls Tveir punktar. Flug 409 hefur verið snúið til Salt Lake City, vegna slæmra lendingarskilyröa I Los angarmr P Hvað[ ertu aö gera En hann er elsti\ f Vegna þess, N. / og besti vinur þinn — \ í hvað það er erfitt' \ j Hversvegna ætlarðu- \ aðniðastá I að níöast svona 1 \ á BESTA VINI / V ÓVÍNlíM SINUM! J ] V ÞINUM? / \. -j. 1 CZZ3CZI S225 Angeles. Farþegar sýna misjöfn og margvis- leg viöbrögö við þessum krók á leið sinni, en flestir þeirra sætta sig þó við hann, án þess að mögla i óhófi. Lítil einkaflugvél, sem flogið er af kaupsýslumanni á heimleið er einnig snúiö til Salt Lake og þannig leiðir veðurfar þessa tvo aöila — risann og mýfluguna — til samfunda i háloftunum. Skömmu fyrir lend ingu I Salt Lake, þegar flug 409 er farið að lækka sig og farþegar hafa spennt sætisólar sinar, kemur babb i bátinn um borð i litlu einkaflugvélinni, þvi flugmaður henna fær hjartaáfall og missir við það stjórn á vél sinni, sem steypist niöur á við og lýkur ferö sinni og ferli á búk risaþotunnar.Litla vélin splundrast að sjálfsögðu viö áreksturinn og stórt gat kemur á stjórnklefa þotunnar. Skömmu siðar berst flugumsjón Salt Lake flugvallar neyöarkall frá yfirflugfreyju þot- unnar: „Þaö rakst eitthvað á okkur.... áhöfn- in ýmist látin eða hættulega slösuð... hjálpið okkur, I guös bænum hjálpiö okkur.” Flugstööin 1975 er gerð eftir einni af hug- dettum rithöfundar að nafni Arthur Hailey, sem hefur sérhæft sig I lýsingum á daglegu llfi fyrirtækja og stofnana, svo sem flug- stööva, sjúkrahúsa og hótela. Hún er enn- fremur gerð samkvæmt viðurkenndri stór- slysamyndaforskrift, sem fellur nokkuð vel að verkum þessa höfundar. Arekstur tveggja flugvéla I lofti er atburöur sem á sér fordæmi {flugsögunni og veröur að telja möguleika á siikum slysum vaxandi I dag, hvað sem líður aukinni öryggistækni i flugvélum og á flug- völlum. Kynni áhorfenda af áhöfn þotunnar, farþegum hennar og öörum þeim, sem við sögu koma, eru einnig leyst hnökralaust af hendi og samsetning hópsins gæti vart verið betri. 1 áhöfn flugvélar skal vera einn mið- aldra, föðurlegur flugstjóri, einn léttlyndur Rómeó og einn tiltölulega venjulegur maður, auk flugfreyjanna, sem að sjálfsögðu eiga að vera fallegar og „sæðisþyrstar” með af- brigðum, utan ein, sem má gjarna hafa upp- götvað kosti trúmennskunnar og fánýti þess að fá flugmann i einnar nætur heimsókn. Far þegana er einnig hægt að afgreiöa sam- kvæmt forskrift; einn dauðadrukkinn og nokkrir vel rykaðir, einn sveittur og fölur af hræðslu, annar sem hylur hræðslu sina með málæði, eiginkona og barn eins af stjórnend- um flugfélagsins (úr þvi að vélin á að verða fyrir áfalli), að minnsta kosti eitt stykki af frægu fólki (I þessu tilviki Glora Swanson), sjúklingur, sem kemst I alvarlega lfshættu vegna tafa og seinkunar og svo að sjálfsögðu eitthvað af börnum. Þaö mætti lengi telja á þennan máta, þvi hver og einn af farþegum vélarinnar er útreiknaöur og skapaður af ýtrustu nákvæmni. Aðeins eitt atriði stingur mann þar: konan með útsaumana ætti að vera mikiö eldri og segja má að stjórnendur myndarinnar hafi þar brugðist formúlunni sinni. Það er raunar ekki mikið fleira að segja um þessa mynd. Leikur manna er allur í meðallagi, nema hjá Charlton Heston, sem kemst ekki upp úr kjallaranum. Þaö vekur enginn sérstaklega athygli manns, nema ef vera kynni Helen Reddy, með langa nefiö og söngröddina. En, forskrift er jú alltaf for- skrift og þaö sæmir ekki aö búast við óvænt- um atvikum I kvikmynd sem framleidd er samkvæmt einni slikri. Að sjálfsögðu er allt- af gaman að þvi að sjá fólk standa sig vel og vinna afreksverk, likt og yfirflugfreyja I flugi 409 gerir, en það tilheyrir einnig forskriftinni og kemur vart nokkrum manni á óvart. Þátt- ur Hestons I myndinni ris hvað hæst þegar hann lætur slaka sér úr þyrlunni, með orðum Messiasar: „Látið mig slga... áður en ég skipti um skoðun.” Þetta eru orðin sem Kristur ku hafa mælt til föður sins i Getse mane forðum og ef til vill þykir Heston ekki ósæmandi að ljúka leikferli sinum með þeim sömu orðum, enda augljóst frá upphafi myndar að hann er i hlutverki hins frelsandi engils. 1 stuttu máli: myndin um Flugstöðina 1975 þótti mér ekki sannfærandi og langt frá því að vera góð. Hún verður þó að teljast þokka- leg, rétt eins og þeyttur rjómi, sem staðið hefur full lengi á stofuborðinu. Tveir puntkar og skilyrðislaust sett 1 flokk með Poseidon. H.Karl. Þeir, sem ekki reykja, eru í meirihluta hér á landi, og þess vegna eiga þeir að ráða lögum og lofum. Þetta fólk hefur verið tillitssamt við reykingamenn og lítið kvartað yfir þeim óþægindum, sem mengun af tóbaksreyk hefur vaidið því. En nú hafa vísindin lagt þeim í hendur beitt vopn í réttindabaráttu þeirra með því að sanna, að reykurinn er heilsuspillandi fyrir þá, sem eru í návist reykingamanna. Þeim, sem ekki reykja, er sama, þótt reykingafólk valdi sjálfu sér heilsutjóni, — en það hefur engan rétt á að eitra fyrir öðrum. Reykingamenn ættu því að sýna tillitssemi og reykja ekki, þar sem annað fólk er nærstatt, — eða velja þann kostinn, sem öllum er fyrir beztu: Segja alveg skilið við sígarettuna og leita eftir hollari félagsskap. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR V106 & Miðvikudagur 16. april 1975 Miðvikudagur 16. april 1975

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.