Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.04.1975, Blaðsíða 8
Lausar stöður Eftirtaldar þrjár lektorsstöður I heimspekideild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar: Lektorsstaða I bókasafnsfræði, lektorsstaða I uppeldisfræðum og lektorsstaða i frönsku. Að þvi er varöar stöðuna I uppeldisfræðum skal tekiö fram, að endurskoðun á skipan kennslu og rannsókna i uppeldisfræðum m.a. að þvi er varðar samstarf og verka- skiptingu stofnana á þessu sviöi, kann að hafa áhrif á framtiðarvettvang þessarar lektorsstöðu. Laun samvk. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um framangreindar lektorsstöður, ásamt ýtar- legum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vik, fyrir 15. mai n.k. Stöður þessar voru áður auglýstar i Lögbirtingablaði nr. 19/1975 meö umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrest- ur er hér með framlengdur til framangreinds tima. Menntamálaráðuneytið, 14. april 1975. Lausar stöður Eftirtaldar dósentsstöður I verkfræðiskor verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla Islands eru lausar til umsdknar: Dósentstaða i vélaverkfræði. Dósentinum er ætlað aö starfa á sviði rekstrarfræði. Dósentsstaða i rafmagnsverkfræði. Fyrirhugað er að rannsóknir og aðalkennslugreinar verði á sviöi eins eða fleiri þessara greinaflokka: a) simafræðigreina, b) merkjafræðigreina og c) rásafræðigreina. Dósentsstaða i byggingarverkfræði. Fyrirhugað er að rannsóknir og aðalkennslugreinar verði á sviði tveggja eða fleiri þessara greinaflokka: a) efnisfræði byggingar- efna, b) húsagerðar og c) hagnýtrar burðarþolsfræði. Umsóknarfrestur er til 15. mai 1975. Laun samvk. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um dósentsstöður þessar skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Tvær siðartöldu dósentsstöðurnar, I rafmagnsverkfræði og byggingarverkfræöi, voru áöur auglýstar i Lög- birtingarblaði nr. 19/1975 með umsóknarfresti til 1. þ.m., en umsóknarfrestur er hér með framlengdur til framan- greinds tima. Menntamálaráðuneytið 14. april 1975. Laust embætti, er forseti íslands veitir Prófessorsembætti i byggingaverkfræði i verkfræöiskor verkfræði-og raunvisindadeildar Háskóla tslands er laust til umsóknar. Fyrirhugað er að rannsóknir og aðalkennslugreinar verði á sviði fræðilegrar burðarþolsfræði og aflfræði fastra efna. Umsóknarfrestur er til 15. mai n.k. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Embætti þetta var áður auglýst I Lögbirtingarblaði nr. 19/1975 meðumsóknarfresti til 1. þ.m.,en umsóknarfrest- ur er hér með framlengdur til framangreinds tima. Menntamálaráðuneytið, 14. april 1975. Ritari óskast Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa I utanrikisþjónustunni frá 1. mai 1975. Eftir þjálfun í ráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa i sendiráðum íslands erlendis þegar störf losna þar. Góð tungumála- kunnátta og leikni i vélritun nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist utanrikis- ráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 22. april 1975. Utanrikisráðuneytið. IÞKÍTTIR íslandsmótið í borðtennis Örninn átti flesta meistara Ölafur H. Ólafsson Ernin- um varð Islandsmeistari i ein- liðaleik karla i borðtennis um helgina, þegar hann sigraði Gunnar Finnbjörnsson einnig i Erninum i úrslitaleik 3-1. Ólafur var vel að sigrinum kominn, en hann lagði höfuð- áherslu á varnarleikinn sem er hans sterka hlið. Af öðrum úrslitum i mótinu, þá sigruðu Hjálmar Aðal- steinsson og Finnur Snorrason KR i tviliðaleik karla og Björgvin Jóhannesson og Guð- rún Einarsdóttir Gerplu i tvenndarleik. t einliðaleik kvenna sigraði Ásta Urbancic Erninum, Sól- veigu Sveinu Sveinbjörnsdótt- ur Gerplu i úrslitaleiknum. t ,,01d Boys” flokki, sigraði Jósef Gunnarsson KR. Þær Sólveig Sveina og Guð- rún Einarsdóttir Gerplu sigr- uðu i tviliðaleik kvenna. I unglingaflokki 16—17 ára sigraði Gunnar Finnbjörnsson Erninum, i flokki 13—15 ára sigraði Tómas Guðjónsson KR og i flokki 14 ára og yngri sigr- aði Bergsveinn Ólafsson Ern- inum. 1 telpnaflokki sigraði Berg- þóra Valsdóttir Erninum og hlaut þvi örninn flesta Is- landsmeistara á mótinu. Sá 100. í vetur Brian Greenhagh sem leikur með 3. deildar liðinu Watford varð 100. leikmaðurinn sem visað er af leikvelli á þessu keppnistimabili i deildar og bikarleikjum. Greenhagh var vikið af þegar lið hans lék við Bury á laugardaginn sem vann 1-0. Vorwerts Evrópu- meistari A-þýska handknattleiksliðið ASK Vorwerts frá Frankfurt Ander Oder sigraði i Evrópm keppninni i handknattleik á sunnudaginn, þegar liðið sigraði júgóslavneska liðið Borac Bánja Luca, 19-17. Leikurinn fór fram i V- Þýskalandi og höfðu Júgóslavarnir yfir i hálfleik 8- 9. ASK Vorwerts voru mót- herjar FH i Evrópukeppninni og unnu þeir Hafnarfjarðar- liðið með talsverðum mun. VESTMANNAEYINGAR í STQRRÆÐUM Fengu grænt Ijós á byggingu íþróttahússins i gær gaf ríkisstjórnin grænt Ijós á þá beiðni Vest- mannaeyinga sem þeir lögðu fyrir á s.l. sumri um byggingu íþróttahúss í Eyjum. Má því ætla að fljótlega verði hafist handa um bygginguna sem verður stjórnað af erlend- um aðilum. Við höfðum samband við Pál Zóphaniasson bæjarverkfræðing i gær um iþróttahúsið og byggingu þess. „Þetta mál er búið að vera á döfinni i 18 mánuði”, sagði Páll. ,,Á siðastliðnu ári samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja að leita eftir tilboðum i smiði iþróttahúss á staðnum. Okkur bárust þrjú tilboð og var ákveðið að taka lægsta tilboðinu sem er frá erlendum aðila. Þá var bara að fá samþykki rikisstjórnarinnar og hefur það nú loks fengist eftir 18 mánuði. Reikna ég með að fljótlega verði gengið frá samningnum eft- ir helgina og þá fljótlega ætti að fást byggingarleyfi og smiðin hafist. Er reiknað með að húsið verði fullgert I júli á næsta ári. Húsið verður 20x40 m og verður að mestu smiðað hér, en eitthvað verður sjálfsagt að flytja inn.” Víðavangs- hlaup ÍR Viðavangshlaup 1R fer fram i 60. sinn sumardaginn fyrsta, 24. april nk. Hlaupið fer fram á svipuð- um slóðum og undanfarin hlaup, það hefst i Hljómskálanum og lýkur þvi á Lækjargötu.i Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Guðmundar Þórarinssonar i siðasta lagi sunnudaginn 20. april. Keppt verður um einstaklingsverðlaun, sveita- verðlaun fyrir 3ja, 5,10 manna sveitir auk elstu sveitar karia og 3ja kvenna sveit. Asgeir Sigurvinsson heldur sinu striki og á félag hans nú mikla mögu leika á að ieika i UEFA keppninni á næsta ári. Standard vann góðan sigur ER í 3JA SÆTI OG MIKLIR MÖGULEIKAR Á UEFA-KEPPNINNI Á NÆSTA ÁRI A sunnudaginn bætti félag As- geirs Sigurvinssonar Standard Liege enn einum sigrinum við i deildarkeppninni þegar liðið sigraði Beringen heima 4-1. ,,Við náðum mjög góðum leik og komumst i 3-0 eftir 30 minútna leik”, sagði Ásgeir Sigurvinsson i viðtali við okkur i gær. ,,Við erum nú i 3ja sæti með 43 stig, en FC Brugge og Antverpen eru með sama stigafjölda en við höfum unnið fleiri leiki og erum þessvegna ofar á töflunni. Molenbeek er efst með 52 stig og Anderlecht er i öðru sæti með 48 stig.” Úrslit leikjanna i Belglu á sunnudaginn urðu þessi: Molenbeck—Lierse 2-0 FC Brugge—Antwerpen 0-0 Winterslag—CS Brugge 1-0 FC Malines—Anderlecht 0-4 Charleroi—Lokeren 0-1 Beerschot—FC Liege 4-2 Diest—Warengam 0-2 Standard—Beringen 4-1 Beveren—Ostend l-l Berchem—Montignies 3-0 Þá sagði Ásgeir okkur að bróðir hans Ólafur væri komin út og væri þegar byrjaður æfingar. o Miðvikudagur 16. april 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.