Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 12
GRAND PRIX 1975 LAUDA SIGRADIÁ MONACO „Forza Ferrari” hrópuöu lt- alskir áhorfendur á Monaco Grandprix kappakstrinlim fyrir Formula 1 1 Monte Carlo á sunnudaginn var, þegar Austur- ríkimaöurinn Niki Lauda haföi tryggt fyrsta Ferrarsigurinn f þeim kappakstri I 20 ár — og virtist ekkert draga t fögnuöi þeirra yfir sigrinum, aö þaö var útlendingur, sem sat viö stýriö. Sannleikurinn er nefnilega sá, aö undanfarin ár hefur ekki tek- ist aö fá italska ökumenn til aö aka þessum ftölsku kappakst- ursbilum útá brautirnar, og þaö ivar ekki fyrr en þeir fengu |Lauda,sem ökumann 1 fyrra, aö iFerrari komst á blaö á ný í F 1, jen þá sigraöi hann tvisvar. Aöstæöur voru annars mjög erfiöar i Monte Carlo á sunnu- daginn, þaö hellirigndi mestall- an timann, en rétt áöur en enda- spretturinn hófst, stytti upp, og keppendur uröu aö stoppa til aö láta skipta um dekk. Þá fengu Itölsku aöstoöarmennirnir hjá Ferrari aö sýna hvaö I þeim bjó — þeir rööuöu sér tveir á hvert hjól og skiptu á 30 sekúndum.. En tfmi Lauda var samt frekar slæmur, þótt hann næöi besta timanum i þessari keppni, og meöalhraöinn varöaöeins 120,85 km á klst. Brautarmetiö setti Jackie Stewart áriö 1971, þáver- andi heimsmeistari, 137,74 km/klst. Heimsmeistarinn Emerson Fittipaldi lenti i ööru sæti og kom f mark meira en fimm sek- úndum á eftir Lauda, og landi hans, Carlos Pace náöi þriöja sæti og fékk tæplega átta sek- úndum lakari tfma en Lauda. Svfínn Ronnie Peterson náöi fjóröa sæti á Lotusnum sinum og kom i mark nærri hálfri mfn- útu á eftir Lauda. Lauda er nú kominn f þriöja sæti i keppninni um heims- meistaratitilinn og er meö 16 stig, en Emerson Fittipaldi er enn efstur meö 21 stig þrátt fyrir aö hann tók ekki þátt i kapp- akstrinum á Spáni og fékk þvi ekkert stig, og lenti f ööru sæti núna. Sýnir þaö glögglega yfir- buröi hans á kappakstursbraut- Sex efstu keppendur á Monte Carlo Grand prix raBast þannig: 1. Niki Lauda, Ferrari, 2 klst. 1 min. 21,31 sek. 2. Emerson Fittipaldi, McLaren, 2:01:24,9 3. Carlos Pace, Brabham, 2:01:39,12 4. Ronnie 2:01:39,76 5. Patrick 2:02:02,17 6. Jochen 2:02:03,38 * Peterson, Lotus, Dapallier, Tyrrel, Mass, McLaren, Lengd brautar er 3,145 km. BILAR OG UMFERÐ Umsjón: Þorgrímur Gestsson Jeppakeppni ísienska bifreiöa- og vélhjólakíúbbsins: EINVÍGI MILLIJEEP OG BRONCO LYKTAÐI MEÐ JAFNTEFLI Kristinn heyja einvigi sin á milli og fara af staB 30 m. fyrir innan núllpunkt, en báBir komust upp — og þegar þeir fóru af staB viB 40 metra punktinum fór á sömu leiB. Þeir sömdu þvl um jafn- Framhald á bls. 4 Nú viröist vera fariö aö færast talsvert mikiö lif I þá iþrótta- grein, sem meö sanni má segja aö sé yngsta iþróttagrein á Is- landi, og nefna má bilaiþróttir. Erlendis er þetta gamalgróin grein, — þar er keppti i ýmsum afbrigöum hennar og hefur ver- iö gert þaö sem af er þessari öld. Meðal afbrigða bilaiþróttarinn- ar má nefna kappakstur á brautum, sem siðan skiptist i ýmsa undirflokka þar sem bæði er keppt á sérsmiöuðum bllum og venjulegum bilum, keppni á venjulegum vegum, eða rally, - og keppni i torfærum. Nokkur ár eru siðan farið var að keppa i siðastnefndu greininni hér á landi og um næstu helgi fer fram fyrsta rally keppnin. Von- andi er þess ekki langt að biða að komið verði upp aðstöðu til að keppa á brautum. Torfærukeppni skiptist i marga undirflokka eins og aðr- ar greinar bilaiþróttarinnar, en aðeins ein þeirra hefur tiðkast hér á landi til þessa, þ.e. „hrein jeppakeppni” þar sem ekið er yfir ýmiss konar hindranir, yfir börð, upp brekkur, yfir vatns- gryfjur og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Þessi keppni einkennist af þvi, að billinn og útbúnaður hans skipta ekki höfuðmáli, árangurinn er mest kominn undir leikni ökumann- anna, þótt litlu átta strokka Willysjepparnir hafi oftast náö lengst, bæði vegna lipurðar og krafts. Um siðustu helgi stóð svo Islenski bifreiða og vélhjóla- klúbburinn fyrir nýstarlegri jeppakeppni i malargryfjum skammt frá Grindavik, þar sem eingöngu var keppt i þvi að fara af stað frá ákveðnum punktum og aka upp eina bratta malar- brekku. Og auk jeppakeppninn- ar fór á sama stað fram vélhjólakeppni þar sem keppt var á svipaöan hátt og á jeppun- um. Keppnin fór fram i hinu feg- ursta veöri, og Islendingar sýndu enn einu sinni hinn gifur- lega áhuga sinn á þessari grein iþrótta meö þvi að fjölmenna á staðinn, en rúmlega þúsund manns borguðu sig inn á keppnissvæðið, og mættu iþróttamenn i ýmsum hinna „viðurkenndu” iþróttagreina vera montnir af slikri aðsókn hjá sér. En hvað um það. Það voru óvanalega fáir, sem létu skrá sig til jeppakeppninn- ar, eða aðeins átta. Þegar á keppnisstað kom hætti þó helmingur þeirra við keppni, aðallega af þeim ástæðum, að þeir fullnægðu ekki settum öryggisskilyrðum, en m.a. var þess krafist að jeppar keppenda værubúnir öryggisgrindum. En það hafði lika áhrif, að það hafði ekki öllum tekist að útvega sér hjólbarða sem þeir álitu að hentuðu I þessa keppni — og ennfremur leist mönnum ekki á blikuna þegar þeir sáu hina fjóra, sem að lokum tóku þátt i keppninni, þvi allt voru það hin mestu „tryllitæki”. Þrir þeirra voru af gerðinni Willys reyndar einn af árgerð 1974, og heitir þvi aðeins Jeep, og einn Bronco. Allir voru þeir með átta strokka vélar og Broncóinn stærsta vél, 351 rúmtommur, og er hún úr hin- um fræga Mustang, sem brann i Hvalfirðinum I vetur. Ennfrem- ur var Broncóinn með fjóra dempara að framan til að draga úr „hoppunum”, sem þeir eru frægir fyrir. Allir voru þeir á sérstökum dekkjabúnaði tveir á A efstu myndinni er annar sig-1 urvegaranna, Þórður Valdi- marsson, i brekkunni, en á tveggja dálka myndinni fyrir neðan er hinn sigurvegarinn, Kristinn Kristinsson. A myndr inni hér hefur einn vélhjóla- kappanna greinilega gert það sem i hans valdi stóð til að kom- ast upp brekkuna. (Ljósm. Ein- ar Karlsson) dekkjum undan mykjudreifur- um! Keppendur voru þessir: Þórður Valdimarsson, Jeep ’74, 304 CI, Kristinn Kristinsson, Bronco ’74, 351 CI, sjálfskiptum, Vilhjálmur Ragnarsson, Willys ’67, 283 CI Chevroletvél, Daniel Sigurðsson, Willys '64, 350 CI, en hann sigraði jeppakeppnina i Sandfelli i haust og varð fjórði i siðustu keppni Stakks. Hann var með tvöföld dekk að aftan. Keppnin var fólgin i þvi að aka af stað frá ákveðnum punktum og fara siðan upp bratta malarbrekku, eins og fyrr segir, og var farið I fyrstu '~J0 •m atrennu af stað frá punkti, sem var nefndur „minus tiu”, en mælt var frá núllpunkti. 1 þeirri atrennu komust allir upp og fengu fyrir það 140 stig hver, en stigin jafngilda metrafjölda frá núllpunkti, og upp á brekku- brún. I annarri tilraun fóru allir upp nema Daniel, en hann fékk 102.8 stig. í þriðju atrennu skildu sigurvegararnir sig frá, en þá var tekið af stað tiu metr- um fyrir innan núllpunkt, og Þórður og Kristinn fóru upp, en Vilhjálmur fékk 95.6 stig og Daniel 108,1 stig. Næst var fariö af stað 20 metrum fyrir innan núllpunkt, og komust Þórður og Kristinn upp, en Vilhj. fékk 100 stig og Daniel 81.6 stig. Að lokum hugöust Þórður og 0 Laugardagur 17. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.