Alþýðublaðið - 06.08.1975, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Síða 1
alþýðu I 148. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. VIÐ KYNNUM NÝTT ANDLIT Á SKJÁNUM - Á BAKSÍÐU B- MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST Rltstjórn Síöumúla II - Slmi 81866 Neytendasíða í opnu Grænmeti, myndlist og kynding- arkostnaður OKKAR Á MILLI SAGT BAKSIÐA Prjónakoniir með 150 kr. á tímann Konur sem sitja heima hjá sér og prjóna lopapeysur, sem þær siðan selja i verslanir, eru verst launaði vinnuhópur landsins og njóta engra þeirra friðinda, sem nú er talið sjálfsagt að allir launþegar njóti. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver laun þessar konur fá, en miðað við hæst verð sem almennt er greitt fyrir lopapeysur má áætla að timalaunin séu ekki mikið yfir 150 krónum á timann. Er þar um að ræða brúttó laun, sem m.a. efnis- kostnaður er greiddur af. Prjónakonurnar eru i engum launþegasamtökum og eru raun- verulega i svipaðri aðstöðu og verkafólk var á fyrstu áratugum þessarar aldar, þe. atvinnurek- endur ákveða launin upp i sjálf- dæmi og sá hugsunarháttur virð- ist rikjandi hjá þessum konum að þær megi vera fegnar hverju litilræði sem þær fá fyrir þessa heimavinnu sfna. A vegum Iðju félags verksmiðjufólks, hefur verið reynt að skipuleggja þenn- an launþegahóp innan sinna vé- banda, samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið fékk á skrif- stofu Iðju, en fengið litlar undir- tektir hjá konunum sjálfum. Var þarna um að ræða konur, sem stunda saumaskap heima hjá sér, auk prjónakvennanna. Konur hafa oftsinnis leitað til Iðju i þvi skyni að fá upplýsingar um það hvað hæfilegt sé að taka i laun fyrir heimilisiðnað af þessu tagi, og hefur i svörum verið miðað við fjórða taxta Iðju, sem er kr. 288,90 að viðbættum 35—50% til að standa straum af efniskaupum, véla- og húsnæðis- kostnaði, orlofi og ýmsum öðrum launatengdum gjöldum, sem kaupendur varanna sleppa nú al- veg við að greiða. Miðað við 40% álag á fjórða taxta Iðju ætti tima- kaupið að vera um kr. 406, en er nálægt kr. 150, eins og fyrr segir. Er þá miðað við, að konurnar selji peysurnar á kr. 2400, en algengasta verðið er kr. 2000—2400, i einstaka tilfellum hærra. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefur aflað sér er ekki vanætlað, að 16—18 klukku- stundir taki að prjóna eina lopa- peysu. Samkvæmt þeim stað- reyndum, sem gefnar voru hér að framan væri þvi nærri lagi, að konurnar fengju 5—7000 krónur fyrir peysuna. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefur aflað sér er ekki vanætlað, að 16—18 klukku- stundir taki að prjóna eina lopa- peysu. Samkvæmt þeim stað- reyndum, sem gefnar voru hér að framan væri þvi nærri lagi, að konurnar fengju 5—7000 krónur fyrir peysuna. Verslunin Rammagerðin hefur A sunnudagskvöld siðast- liðið gerði maður tilraun til að stela áfengisflösku af bar i veitingahúsinu Glæsibæ en var svo óheppinn, að á leiðinni út datt flaskan upp úr buxna- streng hans, féll i gólfiö og brotnaði. Komst þá upp um kauða sem ætlaði að fara nestaður áf staðnum. A ANDARTAKI gert mikið af þvi um árabil að kaupa heimaprjónaðar lopapeys- ur, og sagði Haukur Gunnars- son, verslunarstjóri við Al- þýðublaðið i gær, að þeir hefðu einmitt verið að hækka verðið til prjónakvennanna þá um daginn um 10—20%. Sagði hann, að nú væru greiddar 2—2400 krónur fyrir peysuna, og meira séu þær sérstaklega vel gerðar. „Vitanlega vildum við gjarnan borga meira fyrir þetta”, sagði Haukur, ,,en við verðum lika að hugsa um að útsöluverðið verði ekki of hátt”. Þá sagði Haukur, að konurnar, sem hann skiptir við, fái lopa á lágu verði og einnig eru þeim útvegaðar tölur. Sagðist hann vona að þrátt fyrir allar verðhækkanir þurfi þeir ekki að hækka lopann að sinni, „nema kannski um tólf prósentin”, sagði Haukur Gunnarsson. VOLVOBOÐIÐAÐ KAUPA VOLVO VELTIR H.F. — Volvoumboðið i Reykjavik — hefur boðið Volvo- verksmiðjunum i Svíþjóð að kaupa 49% hlutabréfa I Velti h.f. Að sögn Gunnars Ásgeirssonar, forstjóra, hefur svar enn ekki borist frá Volvo-verksmiðjunum. — Við vonum bara, að það verði jákvætt, þvi öðru vísi er ekki unnt að reka bilaverslun á tslandi i dag, sagði hann. Veltir h.f. bauð Volvoverk- smiðjunum I Sviþjóð upp á þessi kjör með það i huga að fá betri þjónustu frá verksmiðjunum, og þá m.a. I formi ráðgjafaþjónustu. Gunnar sagði enn fremur: „Við erum einnig að falast eftir þessu með það i huga að bæta rekstur- inn, ef að af þessari breytingu yrði ekki, þyrftum við að breyta og bylta okkar rekstri eins og hann er i dag, og fækka starfs- fólki, en það viljum við forðast i lengstu lög. Fyrir allan rekstur fyrirtækisins I dag, fáum við 181. kr. á klukkustund, en þyrftum að fá milli 400 og 500 kr, á klst. til þess að hann stæði fyllilega undir sér. Við sóttum nýlega um leyfi til hækkunar á útseldri þjónustu okkar til viðskiptamálaráðherra, en var synjað um leyfið. Ég er ekki að segja, að fyrirtækið hætti starfsemi sinni, ef Volvo neitar, en það yrðu stórfelldar breyting- ar á honum, ef svo færi,” sagði Gunnar að lokum. ICECAN SLITINN Simasæstrengurinn milli íslands og Kanada, Icecan, slitnaði I fyrradag á grynningum út af Nýfundnalandi. Bilun þessi er á nákvæmlega sama stað og strengurinn slitnaði á fyrir um einum og hálfum mánuði siðan, milli 13. og 14. magnara frá Nýfundnalandi, en á þessum slóðum eru mikil fiskimið og slitnar sæstrengurinn af völd- um togara, sem þar eru aö veiðum. Til viðmiðunar má geta þess, að á milli Nýfundnalands og Grænlands eru 38 magnarar á strengnum i sjó. Ekki hefur enn frést af þvi að viðgerðaskip hafi verið sent á staðinn, en skip frá Stóra Norræna simafélaginu, sem er eignaraðfli að strengnum, er við störf á þessum slóðum og mun væntanlega framkvæma viðgerð á strengnum. Þeir voru harðir af sér, bindindismennirnir, á Galta- lækjarhátiðinni. Söngvari einnar hljómsveitarinnar var talinn vera undir áhrifum áfengis á föstudagskvöldið og var umsvifalaust visað brott. Var honum meinuð aðganga að mótssvæðinu það sem eftir var helgarinnar, svo gestir urðu af söngnum þeim — og söngvarinn væntanlega af talsverðum tekjum. Á ANDARTAKI □ □ □Union Carbide sniðgengur Islendinga! Alþýðublaðsfréttin þýdd fyrir Parsons Asgeir Magnússon, forstjóri Málmblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, skýrði Alþýðu- blaðinu frá þvi I gær, að hann hafi gert ráð?tafanir til þess að fá for- siðufrétt Alþýðublaðsins frá s.l. laugardegi um að útiloka eigi is- lenska verktaka frá fyrstu mann- virkjagerð á Grundartanga þýdda yfir á ensku. — Ætlunin er sú að senda breska verkfræðifyrirtækinu Parsons fréttina og fá umsögn þeirra, sagði Asgeir. Verkfræði- fyrirtæki þetta hefur umsjón með byggingu Málmblendiverksmiðj- unnar og gerði m.a. útboðslýsing- arnar varðandi fyrstu mann- virkjagerðina, sem Alþýðublaðið skýrði frá á laugardag að væru þannig gerðar, að Islensk fyrir- tæki ættu varla möguleika á að senda tilboð i þetta fyrsta stór- verkefni á vegum verksmiðjunn- OLÍ UPALLASMÍÐIN ÚT UM ÞÚFUR ? „Sá erlendi aðili sem hefur sýnt áhuga á að láta smiða hér á landi olluborpalla til oliuleitar á Norðursjó, er heldur daufari en i vor, þannig að óvist er hvort af þessu verður”, sagði Arni Snævar ráðuneytisstjóri iðnaðarráðu- neytisins I samtali við Alþýðu- blaðið I gær. „Samt sem áður verður unnið að forkönnunum á Reyðarfirði i þessum mánuði, og m.a. gerðar jarðvegsathuganir, þ.e. segul- og bergmálsdýptamælingar, vegna hugsanlegra mannvirkja, sem reist verða ef af smiðinni verður”, sagði hann. Niðurstöður þeirra rannsókna liggja væntan- lega fyrir I haust, en hverjar svo sem þær verða er ómögulegt að segja fyrir um það nú hver framvinda þessa máls verður. Hugmyndin var, að þessi oliu- leit, sem hér um ræðir, yrði gerð i norsk-dansk- íslenskri samvinnu, og átti okkar hlutverk eingöngu að vera smiði þessara borpalla að sögn ráðuneytisstjórans. ar. Alþýðublaðiö spuröi Asgeir Magnússon, forstjóra verk- smiðjunnar, hvort hann hefði ekkert um málið að segja, en hann svaraði þvi til, að hann væri ekki nægilega kunnugur þvi til þess að tjá sig um það. Hann sagðist hins vegar búast við þvi, aö svar frá Parsons, hinu breska verkfræðifyrirtæki, gæti borist i þessari viku. Þá gerði Alþýðublaðið itrekaðar tilraunir til þess aö ná tali af iðnaðarráöherra, Gunnari Thoroddsen, og fá álit hans á málinu, en ráðherra var ekki við- látinn. Hins vegar náði blaöið tali af ráðuneytisstjóranum i iðnaðarráðuneytinu, Arna Snævarr, en hann sagðist ekkert um mál þetta vita. Nýr grasvöllur í Laugardal Nýr grasvöllur er nú að komast i gagnið i Laugar- dalnum iReykjavik oger hann staðsettur við annan enda þess gamla, á milli hans og Laugardalshallar- innar. Er nú verið að ganga frá rammgerðri griðingu umhverfis hann, svo að enginn eigi mögu- leika á að sjá leikinn „fritt,” og ætti það að taka i mesta lagi þrjár vikur i viðbót. Væntanlega verður sá nýi svo ekki bannfærður af FIF A eftir fyrsta leik- inn, eins og komið er fyrir þeim gamla.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.