Alþýðublaðið - 17.09.1975, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 17.09.1975, Qupperneq 3
Steffnuljós Helgi Skúli Kjartansson skrifar o Nautakjöts- sevintýrið Vitur maður á einhvern tima að hafa kvartað yfir þvi að rónarnir komi óorði á brennivinið. Þetta er liklega hárrétt, og má meta það við rónana að þeir hafi þó einhverju góðu til vegar komið. Sama má kannski segja um nautakjötsvitleysuna frægu, hún gerir liklega sitt til að koma óorði á niðurgreiðslustandið allt saman, eða öllu heldur til að vekja menn til umhugsunar um það. Það var annars nokkuð merkileg ástæða sem lá til þess að farið var að greiða niður nautakjöt. Erlendi mark- aðurinn fyrir nautakjöt var nefnilega svo miklu verri en fyrir kindakjöt. Nú varð of- framleiðsla á kjöti i landinu, eitthvað varð að flytja út, og sýnilega borgaði sig betur að flytja út kindakjöt. Þá þurfti að haga málum þannig að Islendingar sjálfir keyptu allt nautakjötið, svo útflutning- urinn yrði kindakjöt. En til að fá fólk til að kaupa meira nautakjöt en vant er, i stað- inn fyrir lambakjötið, þá varð að minnka verðmuninn. Þetta var auðvitað laukrétt hugsað, og þótt nautakjötsútsalan i haust hafi verið hneyksli, er það út af fyrir sig framför að taka upp jafnar og hóflegar niður- greiðslur á nautakjöti frekar en flytja það út. En ekki get ég samt að þvi gert að halda að meiri framförværi að þvi að breyta til á annan veg, nefnilega að framleiða bara meira kindakjöt og minna nautakjöt. Nei, nei, ég er alls ekki að meina að allir eigi að fara að vera þjóðlegir og eiga lambakjöt f hvert mál upp á gamla móðinn. Það, hvað við étum er mál út af fyrir sig, en hvað við framleiðum er allt annar handleggur. Mismuninn jöfnum við með þvi að verzla við útlönd Við seljum til dæmis ógrynnin öll af fiski til útlanda, og kaupum i staðinn feykn af kornmat. Þetta er ekki af þvi við þurfum þess. Við gætum haft fisk i alla mata og hætt að nota kornmat nema spari: það gerðu forfeður okkar öldum saman. Við gætum lika dregið úr útgerðinni og notað mann- skap og peninga til þess að rækta okkar eigið korn hér heima: það er hægt, i flestum árum, að minnsta kosti ef við létum okkur lynda að nota bygg i staðinn fyrir hveiti. En við erum bara ekki svo vitlaus aö haga okkur þannig. Við getum framleitt fisk með litlum tilkostnaði eftir þvi sem gerist i öðrum löndum, en útlendingar geta ræktað korn sem er ódýrt á okkar mælikvarða. Þess vegna er allra hagur að við veiðum fisk eftir þvi sem fiskimiðin þola og seljum hann til útlanda frekar en éta okkur dauðleið á honum innanlands og kaupum okkur ódýrt kornmeti i staðinn. Ætli gildi ekki eitfhvað likt um kiötið.Nú eru að visu margar ástæður til þess að okkur er skynsamlegt að framleiða kjöt i allstórum stil, jafnvel þótt sú framleiðsla sé fljótt á litið ekki samkeppnisfær við erlenda.En hvaða kjöt?— Auðvitað fyrst og fremst það sem við getum framleitt á ódýrastan hátt eftir þvi sem gerist annars staðar. Sé nú erlendur markaður betri fyrir kindakjöt en nautakjöt, miðað við framleiðslukostnað hér, þá er það alveg eins og með fiskinn og kornið að okkur kemur betur að nota fjármagn og vinnuafl og gróðurlendi til að rækta sauðfé en holdanaut (að þvi marki sem bithagarnir þola, alveg eins og með fiskimiðiní.Hvaða kjöt við borðum er allt annað mál.Alveg eins og við viljum borða brauð til skiptis við fisk, þá viljum við kannski borða nautakjöt til skiptis við lambakjöt, og þá væri haganlegast að flytja út meira en við höfum gert af kindakjöti og kaupa útlent nautakjöt i staðinn. Þó við þyrftum að borga uppbætur með lambakjötinu ofan i útlendinga, semcumum finnst blóðugt, þá myndum við græða meira á að kaupa nautakjötið en við töpum á að selja lambakjötið, við myndum sem sagt standa upp i gróða. Nú má ekki skilja mig svo að ég vilji gefa út frá einhverri skrifstofu i Reykja- vik fyrirmæli til bænda um hvað þeir eigi að framleiða það og það árið.En það væri haganlegt ef við gætum tengt búvöru- markaðinn hér heima við erlenda markaði, þannig að bændur og sölu- samtök þeirra sæju sér sjálfkrafa hag i að framleiða það sem bezt kemur út fyrir þjóðarbúið. Slika lausn væri auðvelt að finna, og veita þó landbúnaðinum fulla vernd með tollum, framleiðslustyrkjum og öðru sliku ef ekki kæmi til sú merkilega kredda að ekki megi flytja inn kjöt vegna smithættu. Það á að vera miklu hættulegra en allar aðrar samgöngur og verzlun, langtum hættulegra en að flytja inn alls konar fóðurvörur, margfalt varhugaverðara að leyfa kjötinnflutning undir eftirliti en að banna hann með þeim hætti sem leiðir til verulegs kjötsmygls sem enginn fylgist með.Þetta kunna að vera visindaleg sann- indi af æðra taginu, en þau eru þá að minnsta kosti svo langsótt að full ástæða er til að vekja umræður um málið til að fá það útskýrt. f # Dagsími til kl. 20: 81866 frettabraðunnn Er bfHinn nauðsyn? ..Aðalumræðuefni okkar á aðal- fundi bilgreinasambandsins á laugardaginn var um verð- lagsmál, simamál og horfur i bilainnflutningi,” sagði Geir Þor- steinsson nýkjörinn formaður bil- greinasambandsins við blaða- menn. ,,Þar inn i spunnust um- ræður um bifreiðavarahluti o.fl.” hélt hann áfram. Flutt voru tvö erindi. Guðmundur Haraldsson, starfsmaður Brunamálastofnun- arinnar ræddi um brunavarnir á bilaverkstæðinu. Þá flutti Ingimar Hansson, vélaverkfræðingur erindi, sem hann nefndi „Fyrirbyggjandi við- hald bila”. Fram kom i erindi Ingimars, að skoða skyldi bila eftir ákveðnum kerfum og freista þess að gera við allt, sem tekið er að láta á sjá, áður en bilun er orð- in staðreynd. Ingimar benti á, að kerfið væri fyrst og fremst i þvi fólgið, að skoðunarmenn þekktu gjörla alla viðkvæma hluti i biln- um. Hann taldi og að nauðsyn- legt væri, að bifvélavirkjar önn- uðust smurningu bifreiða, þar eð það væri fyrst og fremst kunn- áttustarf. Benti hann á reynslu sina, bæði við strætisvagna Rvik- ur og Kópavogs, og taldi að með sliku eftirliti, sem framkvæmt væri vikulega, væri unnt að kom- ast hjá meiriháttar bilunum. Hefði komið i ljós að bilanir hefðu minnkað um 1/3 við slikt eftirlit. Þá benti Ingimar á, að mikil nauðsyn væri fyrir verktaka með stór verk, að gefa þessu gætur. Ingimar vakti og athygli á, að brennsluolia væri yfirleitt óhrein og ylli truflunum á gangi véla. Mætti sneiða hjá þvi með þvi að láta oliuna standa i tönkum um tima fyrir notkun. Þá flutti Sigurður Helgason rekstrarhagfræðingur, erindi um rekstrarhagræðingu á bilaverk- stæðum. Kynntir voru á fundinum lim- miðar, sem bilgreinasambandið hefur látið gera og letrað er á „Bill er nauðsyn”. Er ætlunin að dreifaþeimá næstu tveim vikum. Kjörnir voru tveir heiði^rsfé- lagar sambandsins, þeir fýrstu, Óli M. Isaksson og Kristinn Guðnason. Gjöf til bflaverkstæðis i Eyjum var einnig afhent, frá Vinnuveitendasambandi bil- greina i Sviþjóð. Tilkynnt var, að Fram- kvæmdastofnunin hefði ákveðið að veita kr.400 þús.til úttektar stöðu bilaverkstæöa á Vest- fjörðum og Austfjörðum. Bílgreinasambandið áréttar fyrri áskoranir sinar um stór- bætta simaþjónustu úti á landi, sem sé bifreiðaeigendum mjög bagaleg,” lauk Geir Þorsteinsson ræðu sinni. Færeyingar gráð- ugir í sviðin Færeyingar virðast sérstaklega áfjáðir i sviðin okkar og af slátrun siðasta hausts hafa verið seldir 90000 sviðahausar til Færeyja eða um 100 lestir. Þá eru Færeyingar ekki siður hrifnir af dilkakjötinu og hafa keypt hér mikið magn af þvi sið- ustu 15 árin, að þvi er segir i Sam- bandsfréttum. Siðustu ár hafa þeir yfirleitt keypt 6—700 lestir á haustin og hafa kaupendur i Færeyjum sent eigin skip til Austfjarðahafna eft- ir kjötinu. Hefur þetta komið sér vel fyrir sláturleyfishafa á Austurlandi, þar sem það hefur létt á geymslu- þörfinni þar heima fyrir. Sérnám í geð- hjúkrun að hefjast Þann 1. október hefst hér á landi i fyrsta skipti framhaldsnám i hjúkrun á vegum og undir yfir- stjórn menntamálaráðuneytisins. Áður hefur verið um að ræða nám sem skipulagt hefur verið af hin- um ýmsu sjúkrahúsum, þ.á.m. skurðstofuhjúkrun og svæfingar. Það er Nýi Hjúkrunaskólinn sem hefur kennslu i geðhjúkrun fyrir hjúkrunarfræðinga. Þetta framhaldsnám hefur verið lengi i deiglunni og hefur félagsdeild geðhjúkrunarfræðinga innan Hjúkrunarfélagsins lengi unnið að þvi jað kleift ýrði að stunda þetta framhaldsnám hér heima. Þátttaka islensks hjúkrunar- fólks i þessu nén&i hefur farið frai^ úr öllum vonum, og munu 23—24 hefja námið i haust.Námið mun standa i 15 mánuði og stefnt er að þvi að lengja þírð i tvö ár. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg og verður hún sniðin að norskri fyrirmynd, en Noregur einn Norðurlandaþjóða rekur sér- skóla á þessu sviði og standa þeir mjög framárlega á sviði geð- verndarmála. Bóklega kennslan fer fram i hinu nýja húsnæði skól- ans, en verklega hlutann sækja nemendur á Barnageðdeildina við Dalbraut, Geðdeild Borgar- spitalans og á hinar ýmsu deildir Kleppsspitalans. Þá hefur verið fenginn til landsins norskur kenn- ari sem starfa mun við skólann og stuðla að uppbyggingu hans á sviði geðhjúkrunar. Þetta geðhjúkrunarnám verður sniðiðeftir ströngustu kröfum um slikt nám og reynt að búa þannig um hnútana að gæði námsins verði slikt að menntunin verði gjaldgeng i öllum aðildarlöndum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinn- ar, WHO.Að sögn Mariu Péturs- dóttur hafa allir þeir aðilar, sem leita hefur þurft til vegna náms- ins, brugðist vel við. Heildarsafn Jakobs Thorarensen I júli sl. gaf Almenna Bókafé- lagið út heildarsafn rita Jakobs Thorarensen. Heildarsafnið er sex bindi, sem i eru 36 smásögur, á fimmta hundrað ljóð og leikrit, sem aldrei hefur komið áður út á prenti. Eins og kunnugt er lést Jakob Thorarensen i Rvik árið 1972, þá 86 ára gamall. Síðustu tvö árin fyrir andlát sitt hafði hann unnið að útgáfu þessari ásamt Baldvin Tryggvasyni framkvæmdastjóra Almenna Bókafélagsins. Ekki tókst þeim að ganga frá útgáfunni fyrir andlát Jakobs, og t6ku þá við undirbúningnum þeir Eirikur Hreinn Finnbogason og Tómas Guðmundsson. Þeir völdu ljóð og sögur iheildarsafnið, þvi ekki var unnt að birta öll ritverk Jakobs i þessari heildarútgáfu. Einnig rita þeir Tómas og Eirikur Hreinn ihngangsórð og eftirmála af rit- unum. Jakob Thorarensen hefur verið nefndur einfari meðal fslenskra skálda og voru viðhorf hans til mannlifwog bókmennta ekki álit- in i samræmi við það, sem mest var J tisku um hans daga. Hins vegar náði Jakob þó nokkrum vinsældum og þá einkum meðal bænda. Háðið notar Jakob tölu- vert i skáldskap sinum og er kimni hans all sérstæð. Á blaðamannafundi, sem Al- menna Bókafélagið hélt i tilefni útgáfunnar, voru viðstaddar eig- inkona Jakobs, Borghildur Bene- diktsdóttirog dóttir hans. Laufey. A fundi þessum kom fram, að út- gáfa á vegum A.B. mun ekki verða minni á þessu ári en þvi síðasta, en Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri A.B. lét i ljós ugg sinn yfir þvi, hve afþreying- arbókmenntir svokallaðar væru orðnar snar þáttur i bókmennta lifi Islendinga. Almenna Bókafé- lagið hefur ekki ætlað sér að láta undan þessari leiðu þróun, en vinna hatrammlega gegn henni með þvi að gefa út æðri bókmenn- tir. Verkfall í siáturhúsi Sauðárkróks Starfsfólk sláturhússins á Sauð- árkroki hefur boðað verkfall frá 24. þ.m. I simtali i gær sagði Jón Karlsson form.Verkamanna- fél. Fram á Sauðárkróki að um væri að ræða það að starfsfólkið i sláturhúsinu á Sauðárkróki sætti sig ekki við að vinna við lakari kjör en gerist i öllum öðrum keðjusláturhúsum.Frá þvi að slik hús hófu starfsemi sina hefur verið samið sérstaklega á hverju ári.Það sem við viljum er einfald- lega það að þessir samningar séu sem likastir samningum annarra. Það sem einkum ber á milli er tvennt, annars vegar hliðstæðar taxtatilfærslur og tiðkast og hins- vegar að starfsfólkið fái fæði ann- að hvort fritt eða á mjög niður- settu verðiÞaðerekkert i kröfum okkar sem ekki er i samningum annarra sem þessi störf vinna og eðlilegt hlýtur að teljast að sam- ræmi riki i þessum málum um landið allt. Þær taxtatilfærslur, sem um ræðir og verkalýðsfélag- ið telur vera tilkomnar vegna reynslu i starfi kallar viðsemj- andi okkar yfirborganir, sagði Jón að lokum. AlþblJiafði samband við slátur- leyfishafann Kaupfélag Skagfirð- inga og sagðist kaupfélagsstjór- inn Helgi Rafn Traustason ekkert vilja um þetta mál segja hinsveg- ar, gengi drápið vel. UH UIj SKAK iUIUPIR KCRNELÍUS' 'a JQNSSON ‘ SKÖLAVORÐÚSUtjÖ 8ANKASIR< 116 Í^1H,SH81860Ó Miövikudagur 17. september 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.