Alþýðublaðið - 01.10.1975, Síða 1
190. TBL. - 1975 - 56. ARG
SKEYTI
Víetnamferðir:-
Franska ferðaskrifstofan
Jet-tours hefur nú riðið á vaðið
og gert Norður-Víetnam að
ferðamannalandi. Frá næsta
desember býðst ferðamönnum
kostur á fjögurra daga ferðum
þangað,með viðkomu i Hanoi og
Haiphong. Fyrsta ferðin verður
20. des.^og siðan verður farið á
mánaðar fresti, en þessi ferð er
hluti af lengra ferðalagi um
Suöaustur-Asiu.
Nýr gjaldmiðill:
Nýr gjaldmiðill fór i umferð 1
Chile i gær og olli mikilli ringul-
reið I bankakerfinu. Nýja mynt-
in heitir Pesois.og er einn slikur
jafnvirði 1.000 gamalla Escudo.
Þegar Escudo var tekinn upp
sem gjaldmiðill árið 1959 jafn-
gilti hann einum Bandarikja-
dollar. En svo margar gengis-
fellingar hafa orðið i Chile, að
það þurfti orðið 6500 Escudo til
aö kaupa einn dollar.
Forsetinn litt vinsæll:
Vinsældir Valery Giscard
d’Estaing Frakklandsforseta
hafa ekki verið jafn litlar meðal
landa hans og nú siðan i desem-
ber i fyrra — samkvæmt niður-
stöðum skoðanakannana.
Einar Ágústsson þegir
um Spán
Frammistaða Einars Agústs-
sonar á Ailsherjarþinginu er
honum og islensku þjóðinni til
skammar. Hann lét sig hafa það
að segja ekki orð um aftökurnar
á Spáni, sem vakið hafa heima-
athygli. Að visu komst ráðherr-
ann skammlaust i gegnum ræðu
sina varðandi útfærslu land-
helginnar.
Beta og Filipus horfa á
nektardans
1 Reutersfrétt frá London i gær
segir að Elisabet II og maður
hennar muni vera meðal
áhorfenda að nektardansleik,
sem fer fram i Englandi 10.
nóvember n.k.
Grænu risarnir
úr umferð í bili
1 fréttaskeyti Reuters frá
Washington i gær greinir frá þvi
að flugher Bandarikjanna hafi
fyrst um sinn tekið úr umferð
þyrlur, sem nefndar hafa verið
Jolly Green Giant. Þessi ákvörð-
un var tekin meðan fram fór
rannsókn á flugslysi, sem varð i
Þýskalandi sl. föstudag, en þar
fórst þyrla af þessari gerð og með
henni 16 menn.i
Alþýðublaðið leitaði upplýsinga
um þetta mál hjá varnarliðinu á
Keflavikurflugvelli. Blaðafulltrúi
varnarliðsins sagði að þeir hefðu
nokkrar Jolly Green Giant þyrlur
á vellinum. Þessar þyrlur, sem
nefndar væru i fréttinni væru af
stærri gerð en þær sem þeir
hefðu. Reyndar væru þrjár mis-
munandi gerðiraf þessum vélum.
Blaðafulltrúinn sagði að vélarnar
væru þó allar framleiddar af
sömu verksmiðju. Hann kvaðst
ekki háfa heyrt neitt um þessa á-
kvörðun fyrr en blaðamaður Al-
þýðublaðsins greindi frá þvi. Á
hinn bóginn kvaðst hann viss um,
að þær þyrlur, sem þeir væru
meö, væru ekki meðal þeirra sem
teknar hefðu verið úr umferð,
enda hefðu þeir þá fengið um það
fyrirmæli.
MIÐVIKUDAGUR 1. 0KT0BER
Ritstjórn Siðumúla II - Slmi 81866
Steffnuliós
Helgi Skúli Kjartansson:
Að læra að lifa með
verðbólgunni
SJA BLS.
ENSKI
BOLTINN
Sjá nánar íþróttir
síðu 8 og 9
0
Akæra um mútur til ferðaskrifstofa og farþega:
6 MILLJÓN KRÓNA
BITI FLUGLEIÐA!
19 flugfélög hafa verið ákærð
fyrir mútur, segir i frétt Reuters,
fyrir að hafa látið ferðaskrifstof-
um og einstaklingum i té ólögleg-
ar greiðslurMálið var tekið fyrir i
alrikisdómstól i Brooklyn i New
York i gær, og lauk afgreiðslu
málsins með dómssátt.
Meðal þessara 19 flugfélaga,
sem hér um ræðir er flugfélagið
Flugleiðir. 1 tilefni þessa máls
snéri Alþýðublaðið sér til Flug-
leiða og fékk þær upplýsingar hjá
Sveini Sæmundssyni, blaðafull-
trúa Flugleiða, að þetta mál hefði
fyrst borið á góma fyrir um það
bil tveim árum.Væri hér fyrst og
fremst umaðræða lækkun á hóp-
fargjöldum. Bandariska flug-
málastjórnin hefði iátið gera
rannsókn á þessu máli og hefði þá
komið i ljós að nokkur flugfélög
hefðu gerst brotleg við gildandi
reglur um fargjöld. Sveinn sagði
að Loftleiðir hefðu ekki verið
meðal þeirra félaga, sem hefðu
brotið af sér. Þessi mál hefðu
siðan verið rædd á fundi félagsins
i nóvember i fyrra, og hefði það
alla tið verið ætlun félagsins að
fylgja settum reglum um fargjöld.
Aðspurður um það, hvort Flug-
leiðir mundu sætta sig við að
greiða 6 milljónir i dómssátt, ef
þeir hefðu ekkert brotið af sér
sagði blaðafulltrúinn, að hann
teldi liklegt að flugfélögin hefðu
öll gert með sér samkomulag um
að gerð yrði dómssátt i málinu til
þess að komast hjá langvarandi
málaferlum. Samkvæmt þessum
upplýsingum virðist mega draga
þá ályktun að Flugleiðir muni
greiða 6 milljónir i sekt til þess að
komast hjá réttarhöldum.
Það hefur svo sem ekkert veðr-
að neitt sérlega illa til ýmissa
drullupollaframkvæmda undan-
farna daga — en heldur er þó
orðið kalt fyrir sull af þessu
tagi, enda var myndin tekin
fyrir nokkrum dögum, áður en
kólnaði að ráði.
—Verð-
hjöðnun?
A forsiðu fréttablaðs RKÍ,
sem út kom i júni sl er mynd af
frimerki þvi, sem Póst- og
Simamálastjórnin mun gefa út
þann 15.okt.nk.! myndatextan-
um segir ma.,,Frimerkið er fjöl-
litað með silfurletri, að verð-
gildi 27 krónur.” Hins vegar
sendi Póst- og Simamálastjórn-
in nýlega frá sér tilkynningu um
þetta merki, og þar segir að
verðgildi téðs merkis sé 23 krón-
ur.Þetta þykir mönnum hlálegt,
þegar sami aðili boðar að á
næstunni takigildi ný gjaldskrá
um póstburðargjöld og þá verð-
ur gjald fyrir almennt bréf inn-
anlands 27 krónuri>ó er Póst- og
Simamálastjórnin ekki alger-
lega heiilum horfin, því sam-
kvæmt nýju gjaldskránni verð-
ur burðargjald fyrir prentað
mál 23 krónur.Hins má geta að
einungis eitt merki að verögildi
27 krónur hefur verið gefiö út og
var upplagið ein milljón merkja
og endist það trúlega skammt.
Allt að 200 króna verðmunur ó kílói af eggjum
Hvers vegna þessi mikli
„ __ __ _O —umbúðirnar kosta
v eromunur. 15 krónur stykkið i
Verð á kilói af eggj-
um er mjög mismun-
andi hér i Rvik eins og
einhverjir munu hafa
komist að raun um, ef
þeir hafa athugað mál-
ið. Alþbl. athugaði verð
á eggjum i nokkrum
verslunum i gær. í ljós
kom að meðalverð á
eggjum i þeim 10 versl-
unum, þar sem verðið
var kannað, er mjög
mismunandi. Hæsta
verð á kilói reyndist
vera kr. 550,— og þá
eru eggin i sex stykkja
pakkningum, lægsta
verðið reyndist vera
kr. 350,— og eru þá
eggin seld i kilópakkn-
ingum. Hér er um
sömu verslunina að
ræða.
Meðalverð á eggjum, ef keypt
er eitt kiló eða meira reyndist
vera kr. 405,50, en ef um smærri
pakkningarer að ræðaermeðal-
verðið 443,50 kr. Hæsta verð á
eggjum i stærri pakkningunum
var kr. 480,— og það lægsta i
smærri pakkningum var 390, en
það hæsta i þeim pakkningum
var kr. 550 eins og áður sagði.
Munur á hæsta verði i stærri og
því lægsta i smærri er kr. 90.
Mesti munurinn er sem sagt
tvö hundruð krónur, sem flest-
um mun þykja all mikið. Þá
vekur einnig athygli að sumar
verslanir selja egg I smærri
pakkningum á verði sem er
lægra en meðalverð á eggjum i
stærri pakkningunum, þó voru
það aðeins tvær verslanir og
hafa báðar sama verðið, þ.e. kr.
390. Þá sést einnig að mestur
munur i smærri pakkninga-
flokknum er kr. 160, og i hinum
flokknum eru það 130 krónur.
Þessi munur þótti okkur ein-
kennilegur og leituðum þvi
skýringar á skrifstofu verðlags-
stjóra. Þar var okkur tjáð að
verðlagning á eggjum er frjáls,
hér virðist sem sagt vera á ferð-
inni hið margnefnda frelsi til
verðlagningar, sem kaupmenn
margir hverjir berjast fyrir,
Eitt er það atriði, sem vænt-
anlegum seggjakaupendum
skal bent á. Það er að neytand-
inn kaupir umbúðirnar á þvi
verði, sem eggin eru seld á.
Umbúðirnar eru venjulega úr
pappa og rúma sex egg. Sam-
kvæmt upplýsingum seljanda
umbúðanna kostar hver askja
kr. 8,25 frá honum, en við neyt-
endur kaupum þessar umbúðir
á kr. 10,73 þegar við kaupum sex
egg þar sem þau kosta 390 kr.
kilóið, og við borgum 1. ,13 kr.
þegar ,við kaupum sex e ?g þar
sem þaukosta kr. 550hvert kiló.
Ef við reiknum með þvi að 18
egg séu i kilói eða meðaltal , þá
þarf þrjár öskjur undir kilóið og
þá verður umbúðakostnaður
neytandans kr. 32,18 miðað við
kilóverð 390 krónur, kr. 35,76
miðað við meðaltalsverð á
smærri pakkningum, og kr.
45,38 miðað við hæsta kilóverðið
kr. 550.
Þarna er auka kostnaðar-
liður.sem einfalt er að losna við
þegar dýrtiðin er að gera útaf
við okkur.
Þess má geta að heildsöluverð
á eggjum, þ.e.a.s. það verð, sem
kaupmenn greiða fyrir kilóið, er
kr. 360.