Alþýðublaðið - 01.10.1975, Blaðsíða 12
alþýðu
InPmhi
, - Veðrið
Liklegast mun verða
einhver breyting á veðr-
inu i dag, frá þvi sem ver-
ið hefur. Suðaustanátt
verður rikjandi og mun
hún færa okkur skýja-
breiður, sem hella þó lik-
lega ekki úr sér rigningu,
að minnsta kosti ekki fyrr
en siðdegis.Hiti verður 4-5
stig.
"V7 7>h fF riff ip— "T
/y*px-Z>e- k tAx/vesi %%
3£/Tu‘ foffðD-’J uru/z VflRft ‘-JÖb/Ð SvflLL
• V
JUR T/ R
/nyvr /0 rpRþjL SK£L b
f 5
G/lV L / Y/9 fl 2 SKYLV f>Sr/
T/jLfí P0/<fí St/TA SP/L í
r L/muR <bKÖ0GR
LfrRV SK'/r/) WmHL / 7 3
l
EFST Ufí
íjRfíuO_ ZiRoPu/n S>nmni
T)LTti
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda-
stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Hit-
stjóri: Sighvatur Björgvinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni
Sigtryggsson. Auglýsingar og af-
greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Blaða-
prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á
mánuði. Verð í iausasölu kr. 40.-.
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Llaugardaga til kl. 12
I
HBBBSHnHBBHBMHBBHMPBSBfll
MEGUM
VIÐ KYNNA
Sveinn Sæmundsson,
blaöaf ulltrúi
er fæddur i Borgarfirði og ólst
upp á Akranesi til fermingar.
Hann fór ungur að heiman, fyrst
til almenns náms og lauk siðan
námi i rafvélavirkjun. Næst lá
leiðin á sjóinn og Sveinn stundaði
siglingar i sjö ár. Þá hélt hann til
Kanada, þar sem hann stundaði
framhaldsnám og vann jafnframt
við skipasmiðar með náminu.
Siðan hélt Sveinn til Þýskalands
þar sem hann lauk námi sinu og
stundaði auk þess vinnu.
Sveinn sagði að þetta nám i
rafvélavirkjun hefði aldrei komið
sér að notum i neinum mæli, þvi
þegar hann kom heim frá námi þá
gerðist hann blaðamaður við dag-
blaðið Timann og siðar við
Alþýðublaðið. Hann starfaði við
blaðamennsku til ársins 1957, er
hann réðist til Flugfélags Islands
sem blaðafulltrúi. Þar starfaði
hann þar til hann tók við sömu
stöðu hjá Flugleiðum, við
sameiningu flugfélaganna.
Meðan Sveinn var i siglingum
skrifaði hann allmargar greinar
sem birtust i hérlendum blöðum.
Fyrstu kynni Sveins við blaða-
mennsku urðu með þeim hætti að
meðan á Kanadadvölinni stóð þá
fór hann einu sinni sem oftar til
gullleitar með félögum sinum. 1
bakaleiðinni komu þeir að þar
er bfll hafði ekið útaf og hrapað
niður hlið. Sveinn tók myndir af
þessu, sem hann seldi til dagblaðs
i Vancouver og siðan urðu mynd-
irnar fleiri og þannig komst hann
i kynni við blaðamenn og ekki var
aö sökum að spyrja, blaðamanns-
bakterian hafði gripið hann.
Sveinn sagði að hann hefði
alltaf kunnað vel við sig á sjónum
og hefði áhuga á sjómennsku og
flestu sem að sjónum lýtur. Hann
hefur gefið út sjö bækur sem
fjalla að meginhluta til um sjó-
mennsku og sjómenn.
Varðandi starf sitt sagði Sveinr
að sú landkynningar starfsemi
sem flugfélögin hafa rekið sl. 20
ár hefði áreiðanlega komið
Isiandi til góða i markaðsöflun og
mörgum baráttumálum
Islendinga á erlendum vettvangi.
„Þáttur landkynningar i starfi
minu tekur 60-70% af tima
minum, og i starfi minu hitti ég
allmarga erlenda blaða- og sjón-
varpsmenn og þá nota ég hvert
tækifæri til að gera þeim ljósa
grein fyrir mikilvægi fiskveiði-
lögsögunnar fyrir okkur
Islendinga”, sagði Sveinn að
lokum.
0KKAR Á MILLI SAGT
Það er vitað mál, að fjölmargir kirkjunnar menn eru andvigir prest-
kosningum, og stór hluti almennings er það lika. Alþingi heldur hins
vegar fast við sinn keip, að prestar skuli kosnir af söfnuðum. En fyrst
sú er skoðun þingmanna um prestana, hvi útfæra þeir hana þá ekki
þannig, að hún nái til ýmissa annarra embættismanna rikisins? Hvi
ekki þá að gefa fólki kost á að kjósa sér bæjarfógeta, sýslumann, lækni
og ýmsa aðra embættismenn hins opinbera?
I ný útkomnu fréttabréfi Rauða kross Islands erm.a. frá þvi sagt, að
á ráðstefnu um sjúkraflutninga, sem haldin var I fyrra, hafi eitthvað
það veriðkynnt, sem er nýmæli og hlotið hefur nafnið bjorgunaratgeir.
Ekki hefur Alþýðublaðið hugmynd um, hvaða tæki þetta er, en skyldi
fornkappanum Gunnari á Hliðarenda ekki hafa komið það spánskt
fyrir sjónir ef orðið atgeir hefði verið notaö i sambandi við björgun
mannslifa — annars en þá hans eigin?
Mikill meirihluti þingmanna hefur látið i ljós vilja um, að zetan verði
leidd til aftur til öndvegis I Islensku ritmáli. Það eru þvi allar horfur á,
að þótt fyrrverandi menntamálaráðhérra, Magnús Torfi ólafsson.hafi
misst nn fái hann þó zetuna aftur til baka.
Gárungarnir hafa það eftir framsóknarmönnum i kjördæmi
Halldórs E. Sigurðssonar.að brúin yfir Borgarfjörð muni ávallt bera á
sér framsóknarsvipinn. Hún verði nefnilega opin i báða enda.
Ekki hefur hin nýja stefnuskrá Aiþýðubandalagsins orðið til þess
að skera endanlega úr um.'hvers konar flokkur Alþýðubandalagið
vill vera — og hefur m .a. verið á það bent i greinum flokksmanna i
Þjóðviljanum. Það virðist þvl hafa gleymst að láta lykilinn fylgja
skránni.
Eftir að Dagblaðiðhefur nú komið út I mánuð telur það sér helst til
gildis að hafa sett tslandsmet I smáauglýsingum. Það má því með
sanni segja, að það vantaði ekki verkefni fyrir frjálst og óháð blað á Is-
landi.
Skyldi eitthvað vera til I því, að ef flugmönnum væri borgað i
krónupeningum á útborgunardögum þyrftu þeir að greiða yfirvigt
fyrir hýruna ef þeir tækju hana með sér um borð?
5ÖRVAR HEFUR ORÐIÐi^
1 ræðu Einars Agústs-
sonar, utanrikisráðherra,
á Allsherjarþingi S.Þ.
boðaði hann m.a., að ts-
lendingar myndu á næst-
unni hefja visindalegan
fiskibúskap á miðunum
umhverfis landið. t Tim-
anum i gær er svo skýrt
frá þvi, að ætlunin sé að
leggja frumvarp um
þetta efni fyrir næsta Al-
þingi.
Þetta eru bæði merki-
legar og harla ánægjuleg-
ar fréttir. Þær eru merki-
legar fyrir það, að með
þessu hyggjast tslending-
ar riða á vaðið með því að
nytja auðæfi hafsins með
svipuðum hætti og gróður
jarðar hefur verið nytj-
aður um alda bil. Þær eru
ánægjulegar vegna þess,
að með þessu taka tslend-
ingar fyrstir þjóða skýrt
fram, að þeir ætli að
hafna þeim skammsýnu
rányrkjuviðhorfum, sem
ráðið hafa stefnu i fisk-
veiðimálum i heiminum
fram til þessa — með ó-
skaplegum árangri.
Auðvitað kemur þaö til
með að verða talsvert
vandasamt að setja ná-
kvæmar reglur um,
hvernig á að nýta fiski-
stofnana á Islandsmiðum
— hvar má veiða, hve
lengi og hversu mikið
magn. Ýmsir hagsmunir
munu togast á varðandi
þær ákvarðanir og aldrei
verður hægt að haga mál-
um svo, að öllum liki.
En það á heldur ekki að
vera markmiðið að gera
alla ánægða. Markmiðið
með visindalegri stjórn á
fiskveiðum er að nytja
fiskistofnana þannig, að
sem mestur arður fáist af
þeim án þess að þeim sé i
hættu stefnt. Sá er til-
gangurinn með visinda-
legum sjávarbúskap, en
ekki að verða við óskum
allra, sem hlut eiga að
máli. Við verðum þvi frá
upphafi að ganga út frá
þvi, að þessi stefna hlýtur
að leiða til þess, að við
verðum að segja nei við
okkur sjálfa oftar en einu
sinni og oftar en tvisvar
Og þá kemur spurning-
in hver á að segja þetta
nei. Eiga það að vera sér-
fræðingarnir, sem byggja
afstöðu sina á þekkingu
sinni og reynslu, eða eiga
það að vera hin pólitisku
öfl I landinu, sem ávallt
hljóta að vera undir
þrýstingi frá hagsmuna-
hópum og leita þvi gjarna
þeirrar leiðar að reyna að
gera alla ánægða? Svarið
við þessari spurningu
getur ráðið úrslitum um,
hvernig til tekst.
Hvað lest þú helsf í dagblöðunum?
Ólafur B. Guömundsson, sjó-
maður: Ég les aðallega skrif
um stjórnmál, bæði innlend og
erlend, þvi næst koma auglýs-
ingar og siðan koma menning-
armál sem reka lestina, enda
gerist það aöeins stundum að ég
les um þau.
Bjarki Þórarinsson, nemi: Eg
les allar almennar fréttir. Næst
koma teiknimyndaseriur, sem
ég fylgist vel með, og stundum
ber við að ég ies stjórnmála-
skrif. Aður las ég öll stjóm-
málaskrif, en það er orðið mun
minna nú orðið.
Ragnar Tómasson, lögfræðing-
ur: Ég les allt sem i blöðum er
nema framhaldssögur. Annars
held ég að blöðin gerðu almenn-
ingi litinn greiða ef þau ætla sér
að „kála” eina islenska stjórn-
málamanninum sem alltaf gef-
ur sér tima til að hlusta á
vandamál mannsins á götunni.
Hjörtur Gislason, nemi: Helst
les ég Iþróttaskrif, skritlur og
utanrikismálaskrif. Stjórn-
málaskrif les ég stundum, ef
fjaliað er um erlend málefni,
innlent stjórnmálakarp finnst
mér leiðinlegt og þvi les ég það
ekki.
Þóra og Hólmfrfður, vinna f
búð: Stjörnuspána fyrst af öilu,
síöan lesum við hvaða hljóm-
sveitir spili á böllunum næstu
kvöld, og næst lesum við skritl-
ur og teiknimyndaseriur.