Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 5
Á morgun: Qi'fl Da þarf í taumana o* CD tkjusjúklin garnir hafa brotið a llarbrýr að i baki sér Drykkjusjúku utangarðsmennirnir1 T ryggingastof nunin gerir athugasemd... í Alþýöublaðinu 7. október sl. birtist grein um vandamál drykkjusjúkra. I grein þessari eru atriði sem nauðsynlegt er að leiðrétta, þar sem alrangt er með staðreyndir farið. t greininni stendur orðrétt: „Annars hefur fólk oft velt vöngum yfir þvi hvar þessir menn fengju peninga fyrir sinu áfengi. Þvi er ekki auðsvarað. Fiestir þessir menn þiggja ör- orkubætur frá Tryggingastofn- un rikisins. Þessar bætur fá þeir, ef þeir skrifa undir skjal, þarsem þeir viðurkenna að þeir séu áfengissjúklingar. Bæturn- ar eru 38 þúsund krónur á mán- uði.” Þessar fullyrðingar eru siðan endurteknar hvað eftir annað'i umræddri grein. Tryggingastofnunin hefur i fyrsta lagi enga vitneskju um, að „flestir þessir menn” þiggi örorkubætur. Um það eru þvi miður engar skýrslur til, svo að fullyrðingin er úr lausu lofti gripin. örorkubætur eru engar greiddar nema samkvæmt ör- orkumati sem tryggingalæknir gerir og tryggingayfirlæknir samþykkir. Enginn maður get- ur fengið örorkubætur með þvi að „skrifa undír skjal, þar sem hann viðurkennir að hann sé á- fengissjúklingur” né heldur að hann þjáist af öðrum sjúkdóm- um. Þetta er þvi algjör fjar- stæða. Að sjálfsögðu er farið með alla sjúklinga á sama hátt innan Tryggingastofnunar rik- isins, og áfengissjúklingar eru enginn sérhópur þar. Sé maður óvinnufær vegna sjúkdóms, metur tryggingayfirlæknir hversu mikii örorka hans er. örorkumat byggist i meginat- riðum á sjúkdómi manns og fé- lagslegum ástæðum, þ.e. að hve miklu leyti maðurinn sé fær um að vinna fyrir sér og sinum. Fullur örorkulifeyrir og tekjutrygging, ef um engar tekjur er að ræða, er nú kr. 29.223.00, svo að ofannefndar 38.000,00 kr. eru ekki rétt upp- hæð. Eigi lifeyrisþegi við sér- lega erfiðar aðstæður að búa, er heimilt að hækka bætur hans nokkuð, en mánaðarupphæð nær aldrei 38.000.00 kr. nema hann dveljist á elli- eða vist- heimili. Þetta leiðréttist hér með. Tryggingastofnun rikisins, 8. okt. 1975. Guðrún Helgadóttir deildarstjóri Félagsmála- og upplýsingadeildar. ...og blaðamaður svarar henni Vegna athugasemda, sem bárust frá Tryggingastofnun rfkisins vegna skrifa Alþýðu- blaðsins uin vandamál drykkju- sjúkra vill blaðið taka fram: Fyrst verður bréfritara Guð- rúnu Helgadóttur deildarstjóra að vera ljóst, að greinarflokkur þessi, sem birzt hefur i Alþýðu- blaðinu aö undanförnu og fjallar um vandamál þeirra áfengis- sjúklinga, sem eru bókstaflega á götunni, þ.e. þeirra sem eru heimilislausir og stunda enga vinnu. f daglegu tali eru þessir menn einalt nefndir rónar. Sú fullyrðing Alþýðublaðsins, að flestir þessara manna þiggi ör- orkubætur er alls ekki úr lausu lofti gripin, heldur eru þær upp- lýsingar fengnar frá manni þeim er um málefni og vanda- mál þessara manna fjallar hjá Félagsmálastofnun Reykjavik- urborgar, Jóni Guðbergssyni. Að sjálfsögðu vita aliir, að það eru tryggingarlæknar, sem hafa siðasta orðið um það, hvort drykkjusjúklingar eða aðrir sjúklingar fái greiddar örorku- bætur. Það cr engin upplýsing fólgin i þvi að segja frá þvi. Hins vegar er augljóst að þeir drykkjusjúklingar, sem eiga stræti Reykjavikur að heimili og vinna ekkert og eru undir á- hrifum áfengis og lyfja alla daga, þeir inyndu fá örorkubæt- ur, ef þeir færu fram á slikt. Hins vegar er það rétt, að sumir þessara drykkjusjúklinga séu það stoltir að þeir viðurkenna ekki að þeir séu sjúklingar og þar af leiðandi þiggja þeir ekki bætur. En ég endurtek, að ótrú- legt þykir mér að tryggingar- læknir hafi nokkurn tima útfært þannig örorkumat á drykkju- mönnum strætisins, að hann fengi ekki fullar lágmarks ör- orkubætur. Ég þakka fyrir þær upplýs- ingar að fullur örorkulífeyrir sé ekki 38 þúsund heldur 29.223. En það cru aðeins lágmarksbætur. Jón Guðbergsson fullvrti við mig að þeir peningar, sem mennirn- ir fengju frá Tryggingastofnun- inni næmu venjulegast um 38 þúsundum. Ef hann veit ekki gjörla um fjármál þessara manna, þá veit það enginn. Þaö kemur fram hjá aths. Trygg- ingastofnunarinnar, að heimilt er að hækka bætur nokkuð ef viðkomandi á við sérlega erfið- ar aðstæður að búa. Engum blöðuin er um það aö fletta að meginþorri, ef ekki allir þcssir menn, ciga við sérlega erfiðar aðstæður að búa, svo liklegt er að upphæðin hækki þvi frá fyrr nefndum 29 þúsundum. Að lokum segir að upphæðin nái aldrei krónum 38 þúsundum „nema viðkomandi dvelji á elli- eða vistheimili.” Það er nú ein- mitt lóðið. Þessir menn dvelja oft meira og minna á ýmiss kon- ar vistheimilum, svo að talan 38 þúsund krónur er kannski eftir allt saman ekki svo fjarri iagi. Að framansögðu ætti að vera ljóst að engar staðreyndir er farið rangt með i greininni i Al- þýðublaðinu 7. okt. sl. en hitt er ekki aðalatriðið, hvort upphæð- in sé 30 eða 40 þúsund. Aðalat- riðið er það, hvort verjandi sé að láta svona fjárfúlgur i hend- ur manna eftirlitslaust, þar sem það er vitað að peningarnir fara oftast að meginhluta til í brenni- vínskaup. Með vinsemd. Guðmundur Arni Stefánsson, blaðainaður. \7’17' TT? T A 1\TTA KJördæmisráð A1Þýðu V lLO J. U TVJ_j/A1\ J_J flokksins i Vesturlands kjördæmi heldur aðalfund i Hótel Borgarnesi i Borgarnesi kl. 2 siðdegis næstkomandi sunnudag. A fundinum mæta þeir Benedikt Gröndal, Vilmundur Gylfason og Finnur Torfi Stefánsson. Rödd jafnaðarstefnunnar ^alþýðuj Hvaö gerir stjórnin? Alþingi íslendinga kemur saman til fyrsta fundar á þessum vetri nú i dag. Fyrstu starfs- dagar þingsins fara að venju i ýmis formsatriði þingsetningar, en þess er að vænta, að Alþingi geti tekið til óspilltra málanna um miðja næstu viku. Þá er þess að vænta, að rikisstjórnin leggi fram fjárlagafrumvarp sitt og mjög fljótlega munu fara fram umræður um stefnuræðu for- sætisráðherra, er honum er ætlað að flytja i upphafi þings. í þeirri ræðu svo og i fjárlaga- frumvarpinu á rikisstjórnin að boða þær leiðir, sem hún hyggst fara til þess að leysa hin alvar- legu efnahagsvandkvæði þjóðarinnar. Þess Alþingis, sem nú er að taka til starfa, biða erfið verkefni. Að sögn eins stjórnarblað- anna er ísland nú eina landið inna OECD, þar sem verðbólgan fór enn vaxandi i ágústmánuði. ísland er i lang efsta sæti á verðbólgulista OECD og er hér rösklega tvöfalt meiri verð- bólga en i þvi landi innan OECD, sem er næst okkur á listanum. Svo gifurlegt skipbrot hefur stjórnarstefnan á íslandi beðið. Rikisstjórnin lýsti þvi yfir við upphaf valdatima sins, að meginverkefni hennar yrði að koma lagi á efna- hagsmál þjóðarinnar og hemja verðbólguna. Hún boðaði það fyrir réttu ári, að nú i haust myndi verðbólgan á Islandi vera komin niður i rösk 20%. Árangurinn h 'fur aftur á móti orðið sá, að við höfum sett nýtt verðbólgumet. Svo gifurlegar- hafa hrakfarirnar orðið undir þeirri riksistjórn, serp landið lýtur. Og nú biða menn i óþreyju eftir að fá að sjá til- lögur rikisstjórnarinnar til þess að leysa þann vanda, sem skapast hefur af sukki og óstjórn tveggja rikisstjórna á röskum fjórum árum. Hverjar verða tillögurnar? Hefur rikisstjórnin kannski engar tillögur fram að færa? Hefur hún gefist upp — og þraukar aðeins við að sitja sæt- anna vegna? Ýmislegt bendir til þess, að rikisstjórnin hafi fyrir löngu lifað sjálfa sig — að þaðan sé einskis að vænta annars, en áframhaldandi óstjórnar, sukks og óreiðu. Alþýðublaðið hefur áður leitt getum aðþví, að stjórnarsamstarfið væri e.t.v. i þann veginn að bresta. Sú ábending hefur komið við kviku stjórnarherranna, þvi stuðningsblöð rikisstjórnarinnar ruku upp með irafári miklu til þess að fullvissa landslýð um, að aldrei hafi eining og samstaða verið meiri i stjórnarliðinu en nú. Við slikum yfirlýsingum er ekki hægt að bregðast nema á einn veg. Með hæðnishlátri. Það er gersamlega þýðingarlaust fyrir Morgunblaðið og Timann að sverjast i fóst- bræðralag um að telja almenningi trú um, að núverandi stjórnarsamstarf sé byggt á bjargi einingar og heilinda. Menn þurfa ekki annað en að heyra hljóðið i stjórnarliðum — allt frá óbreyttum stuðningsmönnum stjórnarflokk- anna og upp i þinglið þeirra — til þess að sann- færast um það, að farið er að hrikta i stjórnar- samstarfinu. Það er heldur ekkert óeðlilegt, að svo skuli vera, eins illa og rikisstjórnin hefur farið út úr störfum sinum. Hitt er svo annað mál, hvort einberir sameiginlegir valdahags- munir nægja til þess að forystumenn stjórnar- flokkanna geti haldið rikisstjórninni lifandi að nafninu til miklu lengur, en hún getur lifað á verkum sinum. Föstudagur 10. október 1975. Alþýöublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.