Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 1
197. TBL. - 1975 - 56. ARG. FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER Ritstjórn Siðumúla II - Simi 81866 HLERAÐ BAKSÍÐA Stefnuljós Benedikt Gröndal: Aðkallandi að breyta starfsháttum Alþingis SJÁ BLS. Umræður um þá sem lenda utangarðs í þjóðfélaginu Sjá bls. 5 □ Álagsliðir tvíteknir í uppmælingarreikningi UPPHÆÐIRNAR NEMA TUGUM MILLJÓNA Verðlagsstjóri hefur staðfest stórfrétt Alþýðublaðsins frá þvi i gær, að verðlags- brot hafi verið framin i sambandi við út- reikning á uppmælingum iðnaðarmanna i byggingariðnaði. Þessi verðlagsbrot ná okkur ár aftur i timann og leikur enginn vafi á þvi, að með þessum hætti hefur stórfé verið haft af húsbyggjendum. Eng- in leið er að segja til um, hve mikið það fé er, sem þannig hefur verið haft af hús- byggjendum með óheiðarlegum hætti, en lausleg athugun Alþýðublaðsins bendir til þess, að það skipti milljónatugum. Eins og Alþýðublaöið skýrði frá i frétt i gær hefur verðlagsráð að undanförnu látið fram fara gagn- gera rannsókn á Utreikningum á mælingavinnu byggingariðnaðar- manna vegna gruns um, að út- reikningar þessir séu óleyfilega háir. I gær sendi verðlagsskrif- stofan frá sér fréttatilkynningu, þar sem fram kemur, að niður- stöður athugana verðlagsnefndar á mælingum byggingariðnaðar- manna hafi leitt i ljós, að mæl- ingataxtar húsasmiða væru of há- ir sem næmi 1,1%, og mælinga- taxtar múrara, málara, pipu- lagningamanna og veggfóðrara of háir, sem nemur 4.3%. Ekki er skýrt frá þvi i fréttatilkynningu verðlagsstjóra, hvað þessu valdi —hvar ólöglega sé staðið að út reikningi á mælingunum. Alþýðublaðið hefur hins vegar i höndunum gögn, sem leiða þetta i ljós og er þvi kunnugt um, hvaða ólöglegt athæfi rannsókn verð- lagsnefndar leiddi i ljós.,í fyrsta lagi er i mælingaútreikningum þeirra iðnstétta, sem lengst hafa gengið, reiknað sérstakt álag á grunntölu mælingar fyrir helgi- dagavinnu 3,1% af mælingu (liður nr. 8 i útreikningum Meistara- sambands byggingamanna fyrir uppmælingu múrara). Þetta er hins vegar algerlega óheimilt að gera, þvi þá er þegar búið að reikna með 3% álagi vegna helgi- daga i einingaverði grunntölu uppmælingarinnar. Húsbyggj- andinn er þvi látinn greiða fyrir þennan lið tvisvar. 1 öðru lagi er við útreikning á uppmælingaverði lagt á iðnaðar- gjald, sem talið er vera 0,2% af samanlagðri upphæð mælingar, orlofs, veikinda- og helgidaga- greiðslu (sú siðasttalda ólögleg skv. framansögðu). Þessi kostn- aðarliður er nr. 11 á útreikningi Meistarasambands bygginga- manna á samtölu uppmælingar- verðs, sem Alþbl. hefur undir höndum. Þessi gjaldheimta er ólögleg með öllu þar sem i reglugerð um iðnaðargjald er skýrt tekið fram, að undanþegnar siku gjaldi séu m.a. húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð. Hér er þvi um að ræða skattgjöld, sem hús- byggjandi er krafinn um á reikn- ingi, en iðnmeistarinn þarf ekki að standa skil á. 1 þriðja lagi er svo i útreikning- um uppmælingaverðsins reiknað með 6% gjaldi i lifeyrissjóð af samanlagðri upphæð greiðslu fyrir mælingu, orlof, veikinda- daga og helgidaga. (Liður nr. 5 á útreikningi Meistarasambands byggingamanna, sem Alþbl. hef- ur undir höndum). Hér er gjald þetta lagt ofan á liði, sem ekki er heimilt að leggja það á i þessum mæli, heldur á lifeyrisgjaldið að reiknast 4,5% af þessum liðum i stað 6%. Ofan á allan þennan tvireikning og ofreikning leggur iðnmeistar- inn svo meistaraálag sitt og verð- ur það þess valdandi, að húsa- smiðameistari tekur i uppmæl- ingu 1,1% umfram það, sem lög leyfa og meistarar i múrverki, málun, pipulögn og veggfóðrun 4,3% umfram það, sem þeim er heimilt að gera. Þá hefur Alþýðublaðið enn- fremur aflað sér ýmissa viðbót- arupplýsinga um ólöglega gjald- töku I sambandi við uppmælinga- o Eiga húsbyggjendur endurkröfurétt á byggingameistara vegna rangs álags? Þær bætur gætu numið tugum milljóna. 1500 hafa grei tt at- kvæði í BSRB könnuninni „Fundarsókn á fundi BSRB hefur yfirleitt verið góð”, sagði Haraldur Steinþórsson við blaðið i gær. „Þannig mættu t.d. 83 á Selfossi, 82 á Akranesi, yfir 30 á Patreks- firði og 120 kennarar i Hafnar- firði. Þátttaka i skoðana- könnunum hefur verið mjög almenn, þótt auðvitað spái enginn i hver úrslitin verða. Nú þegar hafa greitt atkvæði um 1500 manns. Undirtektir hafa yfirleitt verið góðar undir aðalkröfu bandalagsins, þó komið hafi fram raddir um hið gagnstæða. Nú eru eftir stórir fundir og á mánudagskvöld verður fundur á Esju. Þangað mega vitanlega allir koma af félagsmönnum, sem vilja og hafa ekki haft aðstæður til áður. Þetta eru siðustu for- vöð. Verkfallsréttarnefnd mun svo telja atkvæði á þriðjudag og hefur hún yfir- sókn um það mál”, sagði Haraldur Steinþórsson að lokum. bs. Gylfi Þ. Gislason í viðtali við Alþfðublaðið: Stjórninni ber að leita víðtæks samstarfs um lausn vandans — Þegar Alþingi kemur nú saman, blasir við geigvænlegri vandi i efnahagsmálum þjóðarinnar, en við hefur verið að etja um langt skeið, sagði Gylfi Þ. Gislason, formað- ur þingflokks Alþýðuflokksins, i samtali við Alþýðublaðið gær. — Rikisstjórhin hefur mikinn þingstyrk að baki sér. En hún hefur reynst ótrúlega veik- burða I baráttu sinni við vandamálin. — Sjálfsagt er að viðurkenna, að ástandið var mjög alvarlegt, þegar stjórnin tók við völdum, sagði Gylfi. — En i heilt ár hefur hún engu fengið áorkað til þess að snúa þróuninni til betri vegar. Hún hefur verið ráðvillt og máttlaus. — Engum getum skal hér að þvi leitt, hvað veldur —hvortum er að ræða ósamkomulag innan stjórnarflokkanna eða milli þeirra. Það skiptir heldur ekki meginmáli, heldur hitt, að ekkert heilsteypt hefur verið gert til þess að stöðva verðbólguþróunina. — Það, sem nú riður mest á, er að þing og stjórn geri sér ljóst, að ekki verður ráðin bót á svo viðtækum vanda, sem þeim, sem nú er við að etja, nema með viðtæku samstarfi allra þeirra afla i þjóðfélaginu, sem áhrif geta haft á þróun mála, sagði Gylfi Þ. Gisla- son einnig. — Þótt rfkisstjórnin hafi sterkan þingmeirihluta á bak við sig, dugir það ekki, ef ekki er um að ræða samslarf og samráð við aðila vinnumarkaðarins — launþega og vinnuveitendur. Og sé ekkert hlustað á stjórnarandstöðuna, þótt fámenn sé, og ekkert tillit tekið til hennar, verður mikill vandi ekki farsællega leystur. Nú veltur þvi á mikíu, að rikisstjórnin reynist hyggnari, en hún hefur verið til þessa. Hún verður að hafa forystu um tillögu- gerð i baráttunni gegn verðbólgunni og leita siðan samstarfs um stuðning við hana og framkvæmd hennar. Það er þjóðarnauðsyn að draga úr verðbólguvextinum. Óðaverð- bólgu verður auðvitað ekki eytt að fullu i einu vetfangi. En stefna verður i rétta átt. Þá stefnu verður þetta þing að marka, sagði Gylfi Þ. Gislason að lokum. Alþýðublaðið endurvekur zetu-regluna Breytingarnar, sem gerðar hafa verið á ritreglum með brottfellingu zetunnar. breyttum reglum um stóran og litinn staf o.s.frv. hafa skapað algeran glundroða i sambandi við ritun islenzks máls. Reynslan hefur leitt i ljós, að breytingar þessar voru gerðar af skammsýni bæði hvað varðar ritmálið sjálft svo og fjárhags- hliðar málsins. Breytingarnar munu t.d. kosta þjóðina óhemjumikið fé bæði i sambandi við endurskoðun námsbóka og ekki siður varðandi endurútgáfu bóka, sem vegna breytinga á rit- reglum verður að endursetja frá upphafi til enda I stað þess að hægt væri að nota mun ódýrari og fljótvirkari aðferðir við endurútgáfuna. » 3. SÍÐA »

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.