Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 7
úivarp í KVÖLD KLUKKAN 20 Til vinstri Karsten Andersen abaihljómsveitarstjóri Sinfónluhijómsveitar ís- lands. i miöið Arve Tellefsen hinn snjalli fiðluleikari. Til hægri Gunnar Guðmundsson forsvarsmaður hljómsveitarinnar. Fyrstu hljómleikár sinfóníunnar í vetur í fyrradag kynnti Gunnar Guð- mundsson framkvæmdarstjóri Sinfóniuhljómsveitar Islands vetrar- dagskrá hljómsveitarinnar. Efnisval hljómsveitarinnar mun verða eins blandað og áður, og mun hljómsveitin spila jafn mikið i útvarp og áður hefur verið gert. Aðal stjórnandi hljómsveitarinnar er Karsten Andersen, og hefur hann verið það siðustu þrjú árin. Aðrir stjórnendur hljomsveitarinnar eru: Alun Francis, Bodhan Wodiczko, Páll P. Pálsson, Jindrich Rohan. Einnig hefur pianó- snillingurinn Vladimir Ashkenazy stjórnað hljómsvetinni litilsháttar. Gunnar Guðmundsson sagði að úrval hljóðfæraleikara væri mjög gott, en honum fyndist fjöldi islenskra hljóðfæraleikara mætti aukast til muna, þar sem fjöldi erlendra zlistamanna væri töluvert mikill. Er svo litið erfitt við þessu að gera, þar sem margir frábærir islenskir listamenn eru erlendis, og geta þvi ekki spilað með hljómsveitinni. Rekstur hljómsveitar eins og þessarar hefur og mun ekki koma til með að borga sig peningalega, þar sem rekstarkostnaður er það mikill, að þeir peningar sem inn koma á hljómleikum, eru eins og drópi i hafið miðað við kostnað. beir aðilar sem reka Sinfóniu- hljomsveitina, eru rikið, sem greiðir 51% Reykjavikurborg 21%, og útvarpið 28%. Fyrstu hijomleikar hljómsveítarinnar á nýju starfsári voru i Háskólabió i gær. Stjórnandi var Karsten Andersen, en einleikari Arve Tellefsen. Leikin voru þrjú verk, og heita þau „Leiðsla” eftir Jón Nordal, „Fiðlukonsert” eftir Carl Nielsen, og „Sinfónia nr. I” efrir Jean Sibelius. Kynnir hljomleikanna var Jón M. Arnason. Hljómleikar þessir verða fluttir i útvarpinu i kvöld klukkan átta. Útvarps hlustendur eiga i kvöld kost á að heyra I frábærum fiðlusnilling, sem Arve Tellefsen er. Arve er fæddur i Þránd- heimi i Noregi, árið 1936, en nám i fiðlu- leik stundaði hann svo til óslitið frá árinu 1942 og allt til ársins 1963. Arve Tellefsen hefur unnið til iiokkurra stórra verðlauna, og skal þar fyrst telja, „The Harriet Cohen International, Music Award” sem besti fiðluleikari ársins. A Islandi hefur Arve fjórum sinnum spilað, þrisvar sinnum með Sinfóniu- hljómsveitinni, og einu sinni með sænsku útvarpshljómsveitinni. Arve Tellefsen spilar á fiðlu, sem heitir „Quarnerius”, en fiðlur af þeirri tegund eru áðeins til i 100—150 eintökum. Er gæðum þessarar fiðlu stundum likt við „Stradivaríus”. Reynt er að spila eins mikið og hægt er eftir islenska höfunda, og verður meðal annars flutt verk eftir Leif Þórarinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Gunnar Guðmundsson sagði að það væri ánægjuleg þróun, hve mikið bætist i hópinn af ungum tónskáldum. Gunnar sagði að ferðir þær, sem hljómsveitin fór út á land hefðu tekist mjög vel, og er vonandi að framhald verði á þeim. Síðustu sýningar Fialka í Þj óðleikhúsinu Leíkhúsín i kvöld kl. 20 og á morgun kl. 15 verða siðustu sýningar Fiaika-Ieikflokksins I Þjóðleikhúsinu. Hér er um að ræða frægasta lát- bragðsleikflokk Evrópu sem hefur farið leikferðir um viða veröld síðustu 15 árin. I þessum tékkneska leikflokki, sem nú gistir landið, eru 12 manns og sýnir flokkurinn annars vegar „Leiki án orða” og hins vegar „Æfingar eöa uppátæki”. Fyrra verkiö er safn latbragðsþrátta þar sem lengstu þættirnir byggja á verkum frægra leik- ritahöfunda. Annar þeirra nefnist „Leigjandinn” og styöst við hugmynd ieikritahöfundarins Ionescos. llinn, „Leikir án orða” er byggður á samnefndu leikverki Samuels Beckett. „Æfingar eða uppátæki”, sem Tékkarnir sýna hér einnig er sömuleiöis safn margra leikþátta. Nokkrir þáít- anna eru helgaðir Marcel Marceau, lát- bragðsleikaranum franska, sem flokkurinn hefur staðið 1 tengslum við. Fialka-flokkurinn var stofnaöur árið 19581 Prag af Ladislav Fialka, sem enn- þá starfar I flokknum sem stjórnandi, aðalhöfundur og leikstjóri. Fialka hefur árabil veitt forstöðu árlegu alþjóðlegu námskeiði i látbragðslist. BS Útvarp Föstudagur 10. október 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, S.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnannakl. 8.45: Björg Arnadóttir les sög- una „Bessi” eftir Dorothy Can- field f þýðingu Silju Aðalsteins- dóttur (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morgun- tónleikar kl. 11.00: William Bennett og Grumiaux-trióið leika Flautukvartett i D-dúr eftir Mozart/ Suk-trióið leikur Trió i a-moll’op. 50 fyrir fiðlu, selló og pianó eftir Tsjaikovski. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 13.30 Setning Alþingis a. Guðs- þjónusta i Dómkirkjunni Prest- ur: Séra Jónas Gislason. Organleikari: Ragnar Björns- son. Dómkórinn syngur. b. Þingsetning. 15.15 Miðdegistónleikar Ferdin- and Frantz og Saxneska rikis- hljómsveitin flytja tónlist úr „Meistarasöngvunum i Niirn- berg” eftir Wagner, Rudolf Kempe stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphom 17.10 Tónleikar. 17.30 Mannlíf I mótun Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri á Akureyri rekur minningar sin- ar frá uppvaxtarárunum i Mið- firði (7). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neytenda Reynir Hugason ræðir um lit- sjónvarp og steró-útvarp. 20.00 Frá fyrstu tónleikum Sinfóniuhljómsveitar tslands á nýju starfsári i Háskólabfói kvöldið áður. Einleikari: Arve Tellefsen. Stjórnandi: Karsten Andersen. a. „Leiðsla” eftir Jón Nordal. b. Fiðlukonsert eft- ir Carl Nielsen. c. Sinfónia nr. 1 eftir Jean Sibelius. — Kynn- ir: Jón M. Árnason. 21.30 „Pegasus á hjólum” Ljóða- þáttur i umsjá Stefáns Snæ- varr. Lesarar með honum: Gerður Gunnarsdóttir og Birgir Svan Simonarson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. lþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Sjómrarp Föstudagur 10. október 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Kastljds.Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.25 Fölnaðar rósir Maia Plissetsskaya og Bolshoiball- ettinn dansa. Roland Petit samdi dansana, en verkið er byggtá ljóði eftirenska skáldið William Blake. 21.55 Skálkarnir Breskur saka- málamyndaflokkur. 11. þáttur. Smudger Þýöandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok -Jú, og það er grátlegt að sjá vöruna hækka dag frá degi. Oft fer ég með slika vöru, sem er með margyfirlimda miða, til kaup- mannsins og segist aðeins greiða verð neðsta miðans. Svona yfir- limingar eru lögbrot, enda komast þeir ekki upp með slikt hjá mér. Finnst þér kaupendur ef til vill sinnulausir hérlendis? -Jú, svo sannarlega. Til dæmis ávaxtakaup. Hér selja kaupmenn iðulega skemmda ávexti fullu verði. Það þarf engin(n) að segja mér, að þeir kaupi þá sjálfir fullu veröi. Hafi maður svo orð á sliku i verzlun, þá er litið á mann sem kynlegan kvist, en ég finn hik- laust að þvi, sem mér finnst aðfinnsluvert.* Hlaupa þá ekki kaupmenn i felur, þegar þú birtist? -Ekki er það nú svo slæmt. En fólk lætur bjóða sér allt hérna án þess að mögla. Þegar ég var vestra man ég að pundið af fleski hækkaði um 10 sent eitt sinn. Það hreyfðist ekki i búðunum fyrr en það var lækkað aftur. Svona var það lika með nautakjöt i USA i fyrra. Húsmæður standa ekki saman hérna, og ekki bætir verð- bólgan ástandið. Liklegast erum við næst á eftir Chile i óðaverð- bólgunni,- -Hvað þá um fiskinfi? -Það er sorglegt til þess að vita, að i nágrannalöndunum eru fisk- markaðir með góða vöru. Hér eru fiskbúðir með meira og minna skemmdan fisk og það i landi, sem er frægt fyrir þá matvöru.- Hvað vildir þú svo segja að lokum? -Konur gera sér ekki grein fyrir þvi, hve öflugt afl þær eru i þjóð- félaginu. Þvi miður verð ég ekki á landinu verkfallsdaginn góða, en takist hann vel, þá gera konur sér loksins ljóst, að þær geta haft áhrif á verðlagið. Frú Þórunn Jónsdóttir vinnur hjá Upplýsingaþjónustu Banda- rikjanna, en maður hennar, Robert Boulter, er starfsmaður Fullbright- stofnunarinnar. Þau eiga fjóra syni. Þórunn bjó i Bandarikjunum i 16 ár. Við fengum hjá henni mataruppskrift frá þvi landi og tókum hana tali á vinnustað. Finnst þér endar ná saman hér á landi i dag? -Þeir ná ekki saman og hafa ekki hittst i langa tið.- Hvernig hagar þú þinum inn- kaupum? -Eg reyni að hafa frystikistuna innihaldsrika og kaupi i hálfum og heilum skrokkum kjöt til heimilisins. Það er bæði betra og ódýrara. Auk þess getur fólk sem vinnur úti ekki stundað búðasnatt daglega,- En margt neyðist þú þó til að kaupa i smásölu, ekki satt? Uppskrift dagsins: Johnny Marzetti 2 matsk. matarolia 1 stór laukur, saxaöur 1/2 kg nautahakk 1 átta únsu pakki „noodles” 1 dós af „cream style” -korni 1 dós af tómatsúpu (eða „tomato sauce”) Rifinn ostur salt og pipar. Laukurinn er hitaður I oliunni og nautahakkinu bætt út I. Þegar það er steikt, er feitin og soðið fjarlægt. Siðan er öllum hlutum uppskriftar- innar hrært saman og settir i smurt, eldfast Ilát (form). Rfna ostinum er stráð yfir og rétturinn er látinn bakast I ofni við 200 C i eina klukku- stund. Með gómsætindunum er borið fram hrásalat og „garlicbrauð”. Frú Þórunn Jónsdóttir á vinnustað I útibúi okkar AÐALSTRÆTI 9 fáið þér allar sömu góðu vörurnar, auk fjölbreytts úrvals af kryddvörum og náttúrulækningavörum xum angarndr / (//itt FR/ttfí>r ME£i rfl'paSL A rczpinu? / MEIRI VELTfl FERSKARI VÖRUR -- - - DRAWN BY DENNIS COLUNS WRITTEN BV MAURICE DODD Pípulagnir Tökum að okkur alla pípulagninga vinnu Oddur Möller löggiltur pipulagningameistari. Hafnartjarðar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. Teppahreinsun Ilreinsum gólfteppi og húsgögn i hcimahúsum og fyrirtækjum. Éruin mcö nýjar vélar. G6Ö þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 (Jtvarps.og sjónvarpsviögerðir \J Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- abra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — sfmi 11740. Nylon-húðun Húöun á malmum með RILSAN-NYL0N II Nælonhúðun h.f. Vesturvör 26 Kópavogi — sími 43070 Dunn í GUCflDflE /ími 64300 ORL.1 T-þéttilistinn t-listiNn er inngreyptur og þoiir alla veöráttu. T-LISTINN A: úlihuröir svalahuröir ú hjaraglugga og veltiglugga Gluuoai mlOjan USonúla JO - Sim. S*770

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.