Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Gestsauga Rasmussens B.A. prófiö er þannig orðið gersamlega þarflaust sem kennarapróf fyrir gagn- fræðaskóla. Samt mun það koma i ljós i reyndinni, þvi miður, að það mun enn lifa góðu lifi, ef háskólinn eða mennta- málaráðuneytið taka ekki á sig rögg einn góðan veðurdag og aflifa það. Það er alls ónógt sem menntun fyrir menntaskólakennslu að ekki sé nú talað um B.A. menntunina sem visindalega. Sá siður hefur lengi viðgengist, vegna þess, hve óljós er staða B.A. prófsins i mörgum greinum, að láta nemendur læra ágrip af visindalegum vinnubrögð- um utanað, en vanrækja algjörlega rannsóknaræfingar, sem eru algjör undirstaða. Með þessu háttalagi er ger- samlega komið i veg fyrir að nemandinn komist nokkru sinni til botns i að nota kunnáttu til að endurnýja, eða vinna að greininni á þann hátt þau ca 40 ár, sem hann kann að starfa við hana sem kenn- ari. Arangurinn af starfi sliks kennara liggur svo ljóslega fyrir i kunnáttu stúdentanna, sem innritast árlega i háskólann. Hvað sem góðum vilja llður er þess enginn kostur á svo skömmum tima, sem náminu er ætlaður, að ná lengra i gagnrýnni afstöðu en venjuleg- ur nýútskrifaður stúdent frá Dan- mörku. En auðvitað hafa Islendingar sloppið blessunarlega við stúdenta- óeirðir! Hér við bætist, að aukið hefur verið við i B.A. náminu þó nokkrum greinum, sem ekki eru kenndar i gagn- fræðaskólunum. Að mestu leyti eru það greinar, sem krefja teoriska kunnáttu s.s. bókmenntasaga, heimspeki, sál- fræði og almenn málvisindi. Það hlýtur að hafa verið erfitt verk og á engan hátt öfundsvert, aðskera svo niður greinarn- ar, sem taka 6 ára nám i Danmörku, að þær gætu hæft i Prokrustesarrúm B.A. námsins með 3x1/2 ár til stefnu. Og þeg- ar allt kemur til alls. Er tslandi ekki meiri þörf menntaskólakennara, en heimspekinga, o.s.frv ? Að minu mati sezt Háskóli tslands milli sætanna i ákvörðunum sinum um námsaðferðir, hvort sem valið er samsull náms fyrir iðnfræðistig að mennta endurskoðend- ur, eða gagnfræðaskólakennara á þrem árum og gleymir þvi miður ekki að hér ræðirum háskóla, þar sem fræðingarnir eru úttútnaðir af yfirliti á visinda- reglum greinanna, i stað þess að vera raunveruiegur háskóli. Þessi Atján barna faðir í álf- heimum? II. „fræðingastefna”, þar sem allt er skorið inn i bein i fræðunum, setur skólann á einskonar millistig. Vilji háskólinn starfa sem háskóli, verður hann að gera sér Ijóst að það kostar sitt i fleiri kenn- urum i hverri grein en nú tiðkast. Hann verður að draga við sig að taka inn nýj- ar greinar, unz þær sem fyrir eru, eru komnar á réttan rekspöl. Vilji hann hinsvegar vera á „fræðingastiginu”, þarf hann af skyndingu að skoða afstöðu sina til slikra skóla, sem hér eru fyrir. Siðan liggur fyrir athugun á þvi, að ts- lendingar fái háskólamenntun i öðrum löndum, meðal annars með samningum við erlenda háskóla, og hvað þeir myndu taka gilt af undirbúningsnámi, sem Eftir Odd A. Sigurjónsson fram gæti farið i Háskóla íslands. Mitt mat er, að hér verði að vinda bráðan bug að þvi að taka grundvaliarákvörðun i þessu efni og ræða það vandlega. Von min er, að þetta málæði mitt, verði til að koma umræðum af stað. Þó ég hafi bundið mig við Danmörku og danskar aðstæður, vegna þess að ég álit þessi mál betur rekin þar, breytir það ekki um að betri lausnir kunni ekki að finn- ast. Svo mörg eru þau orð. Sjálfsagt er að viðurkenna, að hér er um að ræða laus- lega þýðingu á ádrepu Danans. En hvað sem þvi líður, mun aðalefnið koma sæmil. til skila þótt stytt sé. Brennandi spurning er. Hvað er hæft i öllu þessu? Er þetta alger sleggjudómur, eöa hvað? Háskólinn hefur iöngum verið talinn óskabarn þjóðarinnar og á að vera það. Er hann einnig orðinn sýktur af yfir- borðsmennskunni, sem nú er mest met- in i áformum ráðamanna menntamál- anna? Slikt má aldrei gerast. Menn, sem vilja menntamálunum vel, hafa nógar áhyggjur af framvindunni neðar I menntakerfinu, þótt þetta bætist ekki við. Ef önnur eins flatneskja og hér hefur verið lýst, er ráðandi á æðstu menntastigum hér, verður skammt til ófaranna. Timi til að stinga við fótum, kann að vera skemmri en hófi gegnir. Þar má háskólinn ekki skerast úr leik. Hann verður beinlinis að taka merkið, sem nú er að falla i gras i höndum mis- viturra sullum bullara og- krefja um haldbæra undirbúningsmenntun þeira, sem óska að koma inn fyrir hans vébönd. Það gæti máske opnað augu ráðandi manna öðru fremur, sé þess annars kostur. fclk Sá svarti senuþjófur Muhammed Ali, er þekktur fyrir annað en að þegja yfir þvi sem honum býr i brjósti. Hann er þekktur fyrir kokhreysti og allskonar fiflalæti i garð þeirra sem hann keppir við i hringnum. En hann talar og gefur yfirlýsingar um fleira en box eða annað sem þvi fylgir. Nýlega rákumst við á klausu, þar sem Ali fór á kostum og sagði m.a.: Svartur maður, sem er i tigjum við hvita konu, ætti skilið að missa lifið. Og hvern þann mann, sem leyfir sér að eiga við eða áreita konu af múhammedstrú, ætti að drepa. Ali var spurður að þvi, hvað ætti að gera, ef dæminu yrði snúið við. Múhammeðs- trúarkona leitar eftir samneyti við svartan eða hvitan mann, hvað á þá að gera? Húnhefur einnig fyrir- gert lifi sinu, svaraði Ali um hæl. f viðtali við timaritið Playboy, sem nýlega birtist, sagði Ali meðal annars: Sá sem misnotar, nauðgar eða forsmáir konu sem er muhammeðstrúar ætti að týna lifinu og þetta á ekki aðeins við hvita menn, einnig svarta. Barnavinurinn Jerry Lewis Þá hefur Jerry Lewis loksins tekist að slá Danny Kaye rækilega við. En ekki á hvita tjaldinu, þvi þó Jerry sé góður, þá geta áreiðan- lega flestir verið smamála um það, að Danny sé betri. Hvað um það. Jerry sló honum sem sé við i gjafmildi og dugnaði við fjáröflun handa sveltandi börnum i Eþiópiu. Á nokkrum dögum safnaði hann um þrem milljörðum króna fyrir börnin. Fyrir þetta framlag sitt hefur Jerry áunnið sér margar viðurkenningar og var meðal annars útnefndur „vinur barnanna” fyrir stuttu. Raggi rólegi RöA.e/íi oix && J EIT ‘ ER fiÉR- Fjalla-Fúsi Bíójn IÁSKÓLABÍÓ Myndin, sem beðið hef- ur verið eftir: Skytfurnar fjórar Ný frönsk-amerisk litmynd. Framhald af hinni heims- frægu mynd um skytturnar þrjár, sem sýnd var á s.l. ári, og byggðar á hinni frægu sögu eftir Alexander Dumas. Aðalhetjurnar eru leiknar af snillingunum: Oliver Reed, Richard Chamberlain, Micha- el York og Frank Finley. Auk þess leika i myndinni: Christopher Lee, Geraldine Chaplin og Charlton Heston, sem leikur Richilio kardinála. tSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. .AUGARÁSBÍÓ Dráparinn Simi :I2075 Spennandi ný frönsk saka- málamynd i litum er sýnir elt- ingaleik lögreglu við morð- ingja. Mynd þessi hlaut mjög góða gagnrýni erlendis, og er með islenzkum texta. Aðalhlutverk: Jean Cabin og Fabio Testi. Sýnd kl. 5, 7 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. iafharbio s..„i .nr Hammersmith er laus Blzabeth Taylor, Richard Burton Peter Ustinov, Beau Bridges in HAMMERSM1TH /SÚVT Spennandi og sérstæð, ný bandarisk litmynd um afar hættulegan afbrotamann, sem svifst einskis til að ná tak- marki sinu. Leikstjóri: Petcr Ustinov. 4 ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11,15. Simi 311X2 Sérstaklega vel gerö og leikin, bandarisk kvikmynd. Leikstjóri: John Schlesinger. ÍSLENZKUR TEXTI. Endursýnd kl. 5, 7 og 19.15. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sugarland atburðurinn. Mynd þessi skýrir frá sönnum atburði er átti sér stað i Bandarikjunum 1969. Leikstjóri; Steven Spieeberg Aðalhlutverk: Goldie llawn, Ben Johnson, Michael Sa'cks, William Atherton. Sýnd kl. 9. Bönnuö innan 16 ára. 'STJÖRNUBÍO fi'ni - Hver er morðinginn iSLENZKCR TEXTI Ofsaápennandi ný itölsk-ame- risk sakamálamynd sem likt er við myndir Hitchcocks, tek- in i litum og Cinema Scope. Leikstjóri: Dario Argento. Aöalhlutverk: T<»»y Musante, Suzy Kendall, Enrico Maria Salerno, Eva Renzi. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. NÝJA B.ÍÚ Simi "54° T® IQIj* A ClJÖWfJ R*iejsedBy20™CENTURY-F0X HLMS fW] COLOR BY DELUXE “ L£vJ Óvenjuleg og spennandi ný bandarisk litmynd um ung hjón sem flýja ys stórborgar- innar i þeirri von að finna frið á einangraöri eyju. Aðalhlutverk: Alan Alda. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. VIPPU - BÍtSKÖRSHURÐÍN Lagerstærðir miðað við múrop: I Jæð; 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar starðir. smíðaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIDJAN SidumCla l»^H8-18600 hefur opið pláss fyrir hvern sem er HORNIO sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavik Hringið í Föstudagur 10. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.