Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 12
(Jtgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritst jórn arf ulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiösla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaöa- prent hf. Áskriftarverö kr. 800.- á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 ilaugardaga til kl. 12 SENDIBIL AS70ÐIN Hf HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ r— VcdPÉd Ekki bólar enn á vetri konungi og kuldahrolli bróður hans. Afram fáum við milt og hlýtt veður. Mun það litið breytast frá þvi, sem var i gær og verður áfram skýjað og súld öðru hvoru, jafnvel þoka. Gátan Hflnv/Hfí ........ i r„u : -----r~“ □ SPÝJR N srBiw /rM mtK/L. VINNfí /Lmn H □ r) roR awun ftWIR. CtRUR. RR þ£KKj RCDF) \£/MS T/L KUPPt 1" £/h/7 5 r 6fímu i) 5 PROT fínr/ HflR/Ð flMÐ ♦ SfimsJ > ruóL nri H/ftf/ . un - | \ * MEGUM VIÐ KYNNA Þór Magnússon þjóðminja- vörður er fæddur á Hvammstanga 18. nóvember árið 1937 og þar ólst hann upp til 12 ára aldurs, að hann fluttist til höfuðborgarinnar. Hann lauk stúdentsprófi árið 1958 og fór utan til náms ári seinna. Hann nam fornleifafræði og þjóðháttafræði i Uppsölum i Sviþjóð til ársins 1964, er hann kom heim til Islands. Hóf hann þegar eftir heimkomuna störf á Þjóöminjasafninu sem safn- vörður og tók siðan við starfi þjóðminjavarðar árið 1968. Hefur hann haft þann starfa siðan. Þór er kvæntur Mariu Heiðdal, og eiga þau hjónin þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Aðspurður um eðli starfs sins, segir Þór: „Starf þjóðminja- varðar hefur margar hliðar. Aðalhliðin er umsjón með rekstri Þjóðminjasafnsins. Hin er að sjá um fornleifarannsóknir og menningarvarðveislu i viðum skilningi. Fornleifafræðin er sigild og verkefni á þeim sviðum eru óþrjótandi. Fornleifa- minjaáhugi Islendinga er geysi- mikill, og fer skilningur manna á fornminjavarðveislu óðum vaxandi, eins og aðsókn að Þjóðminjasafninu sýnir greini- lega, en aðsóknin að safninu eykst stöðugt.” Um áhugamál utan starfssviðs sins hefur Þór þetta að segja: „Min áhugamál samfléttast starfi minu, og hafði ég strax á unga aldri áhuga á öllu þvi, er snerti fornleifafræði Ég hef til dæmis gaman að þvi að ferðast, en það er einnig nátengt minu starfi, þvi mikið er ávallt um ferðalög samfara rannsóknum og eftirliti með fornminjum á hinum og þessum stööum,” sagði Þór Magnússon að lokum. LESIÐ: I ný útkominni launatöflu rlkisstarfsmanna, að hæstu laun, sem rikisvaldið greiðir æöstu em- bættismönnum sinum, eru röskar 140 þús. kr. á mánuði. Umsamið dagvinnukaup þeirra er 845.61 kr. á klst. LESIÐ: 1 sömu töflu, að á ferða- lögum innanlands reiknar rikis- sjóður starfsmönnum sinum kr. 3.200 til kaupa á fæði og gistingu á sólarhring. A ferðalögum utan- lands nema dagpeningarnir 135 þýskum mörkum á ferðalögum um Evrópu og 59 bandarikjadoll- urum á ferðalögum i Ameriku. LESIÐ:íný útkomnu fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar, að mjög hafi dregið úr yfirvinnu verkamanna á 2. ársfjórðungi 1975 miðað við sama tima áranna á undan. Hefur yfirvinna verka- manna, sem hlutfall af vinnutima þeirra, ekki verið eins litil allan þann tima, sem athuganir nefridarinnar ná til — þ.e.a.s. frá árinu 1966. LESIÐ: 1 leiðara ALÞÝÐU- MANNSINS á Akureyri svo hljóð- andi ummæli um störf formanns Kröflunefndar, Jóns Sólnes: „Vinnubrögð hans eru óafsakan- leg og ættu aðheyra fortiðinni til. Þar ráða sjónarmið ævintýra- prinsins, sem hefur alið allan sinn aldur við stjórn fyrirtækis, sem aldrei þurfti að spyrja neins um kostnaðarhliðina.” FRÉTT: Að aðstandendur DAG- BLAÐSINS séu nú hættir við fyrirhuguð kaup á húsnæði kex- verksmiðjunnar ESJU. Ihugi þeir nú aðrar leiðir til þess að tryggja blaðinu varanlegt húsnæði. HEYRT: Að mitt i þeim miklu umbrotum, sem standa yfir i menntamálum þjóðarinar, hug- leiði menn nú að gera tillögu um að setja háskólanám á háskóla- stig. SÉÐ: I VÍSI i gær, að nú standi til að hengja kalltæki á al- þingismenn svo auðveldara sé að hafa uppi á þeim. Hver skyldi hafa boðið sig fram til þess að hengja bjölluna á köttinn? HEYRT: Að þeirri hugmynd hafi verið skotið að fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins hvort ekki væri ráð að afla peninga með þvl að fara að selja aflátsbréf. Afláts- bréfin hafi hvorteð er aldrei verið annað, en bevis upp á lóð á himn- um. ER ÞAÐ SATT, að mikil óá- nægja sé nú í Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna vegna þess, hve þingmenn flokksins og Ólafur R. Grimsson séu talhlýðn- ir og samvinnuliprir við Alþýðu- bandalagið? 5ÖRVAR HEFUR ORÐIÐ^I Hér i eina tíö höfðu blaöamenn lúmskt gaman að ákveðnum tegundum frétta, sem birtust helzt i dagblaðinu Visi og höfðu fengið heitiö „Visisfréttir” i blaðaheiminum. Fréttir þessar voru á þá leiö, að blaðamaöur heyrði eitthvaö bitastætt á skot- spónum og fór siðan af stað til þess aö fá það staðfest, en hafði ekki erindi sem erfiði. Var þá fréttin — sem raunar var engin oröin — meðhöndluð þannig, aö „fréttapunktinum” var siegið upp með stórri fyrirsögn með spurningamerki fyrir aftan og fyrirsögnin siðan borin til baka i texta fréttarinnar. Einhverjir reimleikar fyrri rit- stjórnar virðast enn vera i gangi á ritstjórnarskrifstofu Visis. Þannig birti blaðiö i fyrradag uppsláttartilvisun við hliðina á haus blaösins, sem hljóðaöi svo: „FA REYKVÍKINGAR AKUR- EYRARMJÓLK í VETUR? — sjá baksiðu.” A baksiðunni er svo sama fyr- irsögn endurtekin og svo hefst fréttin á þessum oröum: „A þessu stigi málsins höfum viö ekki hug- mynd um það, hvort mjólk veröur af svo skornum skammti i vetur, aö nauðsyn beri til að flytja eitt- hvert magn norðan frá Akureyri i vetur.” Þetta er haft eftir Stefáni Björnssyni, forstjóra Mjólkur- samsölunnar. Fréttinni i Visi lýk- ur svo með þessari klausu: „Að lokum sagði Stefán Björnsson: „Þótt auövitað sé erfitt aö spá fram i timann er ég bjartsýnn á, að ekki þurfi að flytja mjólk að norðan til Akureyrar i vetur.” ” Þegar hláturinn var hættur að krauma i örvari tók hann sig til og samdi aðra „Visisfrétt” — sem hann heimilar hér með þeim Visismönnum full og frjáls afnot af. Fyrirsögnin var nettast sungin svona: MORÐ í MIÐBÆNUM í NóTT? Og svo kemur textinn: — A þessu stigi málsins höfum við ekki hugmynd um það, hvort skapstilling einhverra Austur- strætisgesta hafi verið af svo skornum skammti, aö þeir hafi talið nauðsyn bera til aö fremja slikt ódæðisverk, sagöi Bjarni Eliasson* yfirlögregluþjónn, er Visir spurði hann hvort lögreglan hafi haft fregnir af þvi, að morð hafi verið drýgt i Austurstræti i nótt. — Okkur bárust fregnir af þvi, að einhverjar smáryskingar hafi átt sér stað á þessum slóðum, sagði Bjarki ennfremur en þegar lögreglumenn komu á vettvang var þar ekkert að sjá — utan brotna áfengisflösku, sem lá á stéttinni. Þessi ummæli yfirlögreglu- þjónsins gætu bent i þá átt, ajtlik- ið hefði verið lamið með áfengis- flösku i höfuðið áður en það dó. Flöskufundurinn leiðir einnig gruninn frá fastagestum strætis- ins, þar eð þeir myndu af augljós- um ástæðum ekki hafa notað áfengisflösku til verknaðarins, heldur kökudropaglas. Ekki vildi Bjarki að svo stöddu tjá sig neitt um, hvort beint samband væri á milli flöskufundarins og rysking- anna, en Visir hefur ástæðu til þess að ætla, að málið sé I rannsókn. Ekki er blaðinu kunnugt um, að morð hafi áður átt sér stað i miöbæ Reykjavikur, og er það raunar einskær tilviljun þar sem athuganir blaösins hafa leitt i ljós, aö allir þeir, sem slik ódæöisverk hafa framið I Reykja- vík, hafa einmitt margoft átt leiö um Austurstræti. Þá hafa rannsóknir blaðsins einnig af- hjúpaö þá einkar athyglisveröu staöreynd, AÐ VfSINDALEGAR NIÐURSTÖÐUR LIKINDA- REIKNINGS BENDA EINMITT A AUSTURSTRÆTI SEM ÞANN STAÐ í BÆNUM ÞAR SEM MESTAR LIKUR ERU A, AÐ HUGSANLEGUR ÓDÆÐISMAÐ- UR OG FÓRNARLAMB HANS MÆTI HVOR ÖÐRUM. - AÖ lokum sagði Bjarki Elias- son, yfirlögregluþjónn: „Þótt auðvitað sé erfitt að spá fram i tlmann er ég bjartsýnn á, að ekki þurfi að taka til rannsóknar I vet- ur neinskonar ódæðisverk, sem framiö hafi verið i Austurstræti i nótt — en um það get ég að sjálf- sögðu ekki fullyrt afdráttarlaust á þessu stigi málsins.” á förnum vegi Hefur þú komið á Þjóðminjasafnið? Fanney Úlfljótsdóttir, viöskipta- fræðinemi: „Já einu sinni hef ég fariö þangaö, þegar ég var 14 ára 'gömul. Ástæöan fyrir þvi að ferð- ir minar eru ekki tiöari en raun ber vitni er einfaldlega vegna þess að fornleifarannsóknir eru ekki á minu áhugasviði.” Knútur Þorsteinsson, fulltrúi menntamáiaráöuneytinu: ,,Já ég hef komiö þar, en þó ekki nýlega. Ég hef áhuga á fornleifarann- sóknum og tel að allmikill áhugi sé almennt á þeim málum meðal landsmanna.” Páll Pálsson, verslunarmaöur: „Jú þangað fór ég sfðast á minum gagnfræðaskólaárum og þá með kennara minum Halldóri G. Ólafssyni. Það, sem vakti mesta athygli mina af gripum safnsins, voru búningar kvenna frá miðöld- um. Sá skrautklæðnaður var einkar athyglisverður.” Magnús Albertsson, nemi: „Jú einhvern tima hef égþangað farið endur fyrir löngu. Astæðan fyrir langri fjarveru minni frá safninu er vegna timaleysis og framtaks- leysis, eða kannski það sé raun- verulega bara vegna áhugaleysis. íslendinga tel ég ekki vera yfir- máta áhugasama um fornleifa- fræði.” Agnes Guönadóttir, starfar viö verslunarstörf: ,,Já, þangaö hef ég oft komið. Gaman og fróðlegt að sjá alla þessa gömlu muni. Það er ekki gert nógu mikið af þvi að sýna ungu fólki safnið, þó svo að ég telji áhuga fólks á fornleifa- fræði sérstaklega ungs fólks fara mjög vaxandi hin seinni ár.” -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.