Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 3
Stefnulfós Benedikt Gröndal skrifar o Þankar um þingsetningu Alþingi kemur saman í dag og hefst þar- með 97. löggjafaþingið Á síðustu árum hefur Alþingi sætt vaxandi gagnrýni og notið minnkandi trausts þjóðarinnar. Er því nauðsyn að íhuga vand- lega stöðu þess og starfshætti og leitast við að rétta hag þess. Það er þjóðinni nauðsyn, að æðsta stofnun lýðveldisins njóti bæði trausts og virðingar alls þorra landsmanna. Þingsetning er hér mjög látlaus og fá- brotin miðað við það, sem tiðkast hjá öðr- um þjóðum. Þó byggist hún á gömlum hefðum, til dæmis kirkjugöngu, setn kon- ungur fyrirskipaði, er Alþingi var endur- reist, og gerði hann það eftir franskri fyr- irmynd, sem Danir höfðu tekið upp. Þessi siður leiðir til þess, að forseti, biskup og þingmenn ganga fylktu liði til kirkju og frá, en lögreglan gerir honnör og gætir þess, að enginn sletti skyri. Nú á dögum eru sárafáir i kirkju og aðeins slæðingur horfir á gönguna. Áður fyrr sýndi fólk þingsetningu meiri áhuga, til dæmis 1909 og 1911, þegar troðningur var svo mikill, að til vandræða horfði. Jafnvel formsatriði þingsetningar eru stundum notuð tii að láta i ljós skoðanir eða mótmæli. Þannig mæta kommúnista- þingmenn yfirleitt ekki við messuna til að svna andúð á kristni og kirkju, nema þeir séu ráðherrar. Þá koma þeir. Annað dæmi er frá árinu 1871, en þá stóð enginn þingmaður upp til að hylla konung i lok þingsetningar, ekki einu sinni konungs- kjörnu þingmennirnir. Var þetta mót- mælaaðgerð i stjórnarskrármálinu, sem vakti mikla athygli, enda hafði slikt aldrei komið fyrir áður. Nú á dögum er hrópað: ,,Heiil forseta vorum og fósturjörð. ísland lifi” — og skorast vonandi enginn undan þvi. Starfsaðstaða þingsins hefur batnað til mikilla muna á siðari árum, og hefur þingið nú til sinna þarfa'þrjú hús i næsta nágrenni við þinghúsið. Að visu eru mikil þrengsli i sjálfum þingsalnum, en það hefur lika sina kosti, og eitthvað mega þeir segja i breska þinginu, þar sem ekki eru nógu mörg sæti, ef allir þingmenn mættu á fundi samtimis. Fyrir utan þetta er aðstaða þingmanna vel viðunanleg og að sumu leyti ágæt á okkar mælikvarða. Sumt af hinu fámenna starfsliði þingsins býr þó við slaka aðstöðu og á stundum mikið álag. Starfshættir Alþingis eru i meg-indrátt um ákveðnir i stjórnarskránni, en i veiga- miklum atriðum einnig i lögum um þing- sköp. Þeim lögum hefur öðru hverju verið breytt og þar með ýmsum vinnubrögðum og reglum, og hefur það undatekningarlit- ið verið til bóta. Eina stórfellda brevtingu vil ég gera á skipan þingsins en það er afnám deilda- skiptingarinnar. Sextiu manna hópur þingmanna skiptir sér i tvo hópa. 20 i öðr- um og 40 i hinum, og verða svo til öll lög aö fara i gegnum þrjár umferðir i báðum. Deildirnar hafa hvor sitt nefndakerfi, svo að þingmenn geta verið i fjölmörgum nefndum, en hlutverk hverrar nefndar verður takmarkað og þær verða ekki eins veigamiklar stofnanir og þær gætu verið. til dæmis ef Alþingi gerði meira af þvi að fylgjast með störfum framkvæmdavalds- ins, rannsaka mál. er koma upp, kalla menn fyrir og vera þannig i lifandi sam- bandi við atburðarás þjóðfélagsins, Þann- ,ig mætti stórauka aðhald að þvi embættis- og sérfræðingakerfi. sem hefur farið vax- andi að völdum og áhrifum á kostnað þingsins. Þannig gæti þingið betur haldið á þvi valdi, sem þjóðin hefur kjörið það til að fara með. Ég hef flutt frumvarp um afnám deilda- skiptingarinnar, en það verður ekki gert nema með brevtingu á stjórnarskrá, sem verður að samþykkja á tveim þingum með kosningum á milli. Þetta frumvarp var kurteislega svæft, en þó tel ég, að mikið fylgi sé við hugmyndina — ef ein- hvern tima gefst timi til að sinna stjórn- arskrármálum fyrir ofurþunga dægur- vandamálanna. Afnám deildaskiptingar, sem er úreltur arfur frá löngu liðinni kóngatið, mundi opna Alþingi leið til nýrra og betri starfs- hátta og gefa þinginu tækifæri til að gegna betur þvi hlutverki, sem þjóðin ætlar þvi nú á dögum. Að lokum þarf að hugsa til þess að flytja Alþingi úr fjórum húsum i eitt, það er, reisa nýtt þinghús. Það kann að þykja á- byrgðarleysi að tala um slikt i þeim efna- hagsvoða, sem nú steðjar að. En verði byrjað af alvöru að undirbúa þetta mál nú, getur ný þinghúsbygging risið eftir 10- 20 ár. o frettabráðurinn Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Zetan________________ endurvakin | t ljósi þessara staðreynda og j fjölmargra annara gerðist svoj það, að stórhópur ýmissa helztu | andans manna þjóðarinnarl ritaði undir áskorun um , aðl horfið yrði frá hinum umdeildu J breytingum á ritreglum. Á sl. J vetri fluttu svo þingmenn undir J forystu Gylfa Þ. Gislasonar j frumvarp á Alþingi um, að | „gamla” stafsetningin yrði lög-1 leidd, og þegar ekki tókst að | afgreiða málið vegna tima- I skorts ritaði röskur helmingur I alþingismanna, þ.á.m. allir j þingmenn Alþýðuflokksins, J undir áskorun, sem felur i ser J stuðning við efni frumvarpsins. ■ Má þvi ganga út frá því, sem j gefnu, að á Alþingi i vetur verði | stafsetningunni breytt til fyrra | horfs. Alþýðublaðið hefur haft þann I háttinn á, að zeta hefur ekki I verið rituð i almennum fréttum J blaðsins, en hins vegar hefur J blaðið ekki tekið upp aðrar j breytingar á ritreglum, sem j gerðarhafa verið. Alþýðublaðið | hefur nú ákveðið að taka zetuna j upp aftur i ölluni almennum I skrifum i blaðinu og fara nú I fyllilega eftir þeirri staf- ® setningu, sem fastlega má ætla, J að lögbundin verði á þingi þvi, J sem sett er i dag. Velur Alþýðu- | blaðið einmitt þennan dag til j þess að tilkynna þessa ákvörðun | sina til þess að lýsa stuðningi j við það álit meirihluta alþingis- I manna i stafsetningarmálinu, I sem fram kom i viljayfirlýsingu J þeirra á s.l. vetri. mm mm mm mm mm mm mm mm mm ^m ^m mm mm mm mm mm íkveikja í Mávahlíðinni? Slökkviliðið i Reykjavik var kvatt út um klukkan 15.30 vegna elds i kjallaragangi húss nr. 15—17 við Mávahliðina. Er slökkviliðið kom á staðinn var þar fyrir mikill reykur, en eldsupptök virtust vera i svampdýnu einni, er þarna var i kjallaraganginum. Slökkviliðinu tókst fljótt að slökkva eldinn, en skemmdir urðu töluverðar. " Ekki er ljóst, hvað olli eldsupp- tökum, en sterkur grunur leikur á, að þarna hafi verið um Ikveikju að ræða. Málið er i rannsókn. Fellur öll kennsla niður? Ennþá situr allt við það sama i deilu fjármálaráðuneytisins og framhalds- og menntadeildar- kennara fjölbrautarskólans við Flensborg i Hafnarfirði. Kennar- ar eru ennþá i verkfalli vegna þess að þeir fá ekki greidd sömu laun og aðrir menntaskólakenn- arar. Deilan virðist hafa harðnað frekar en hitt, og hafa kennarar lýst þvi yfir að þeir muni ekki snúa aftur til kennslu fyrr en full leiðrétting þeirra launamála hef- ur fengist. Kennarar gagnfræða- deildanna i Flensborg hafa nú samþykkt að fara einnig i verk- fall frá og með deginum i dag, ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tima. Þá hefur stjórn Félags menntaskólakennara samþykkt, að ef ekki verði gengið að kröfum verkfallsmanna, (framhalds- og menntadeildarkennarar fjöl- brautarskólanna eru aðilar að F.M.) þá muni félagið hyggja á aðgerðir. ' Framhalds- og menntadeildar- kennarar i Flensborg héldu fund i gær og var þar samþykkt að leggja eftirfarandi bráðabirgða- lausn fram: ., Allir kennarar er starfa við fjölbrautarskólastigið fái laun greidd samkvæmt samningi Fé- lags Menntaskólakennara (F.M. við fjármálaráðherra, allt til þess tima er nýir samningar milli F.M. og fjármálaráðherra taka gildi. Þessar bráðabirgðagreiðslur verði óafturkræfar. Við gerð nýrra samninga verði F.M. samningsaðili fyrir kennara á fjölbrautarskólastigi. Ennfremur er samþykkt að áð- ur bcðuðum verkfallsaðgerðum kennara verði fram haldið, þar til viðunandi lausn mála hefur feng- ist.” Alþýðublaðið hafði samband við tvo verkfallsmenn, þá Hjálm- ar Árnason og Einar Bollason, og spurðist nánar fyrir um gang mála i deilunni. „Litið hefur mið- að i samkomulagsátt. 1 gær átti Kristján Bersi Ólafsson fund með fjármálaráðherra um þessi mál, en þar fékkst engin niðurstaða. Þá má geta þess, að á fundi B.S.R.B. f gærkvöldi með kennur- um i Hafnarfirði þar sem einmitt var verið að ræða um verkfalls- rétt opinberra starfsmanna var eindregin aðstaða tekin með að- - gerðum okkar og okkur heitið fullum stuðningi, ef þessi mál yrðu ekki til lykta leidd mjög fljótlega. Þá hafa ýmis lands- sambönd kennara gefið okkur yf- irlýsingar um að þeir muni styðja okkur fram i rauðan dauðann, og hefja stuðningsaðgerðir.” „Við vonum að sjálfsögðu að þetta mál leysist sem fljótast, en ekkert verður eftir gefið af okkar hálfu. Menntamálaráðuneytið hafði gengist inn á kröfur okkar, en það er fjármálaráðuneytið sem stöðvar þetta réttindamál okkar. Við viljum láta þess getið að við metum stórlega þær stuðn- ingsyfirlýsingar, sem við höfum fengið frá landssamböndum kennara og einstaklingum, þar sem okkur er heitið öflugum stuöning, ef málið leysist ekki inn an tiðar. Það er þvi fullljóst að við stöndum ekki einir i þessari bar- áttu cg hættum ekki fyrr en markmiðinu er náð”, sögðu þeir Einar Bollasonog Hjálmar Arna- son,kennarari'Flensborg, að lok- um. Ólafur Sigur- jónsson látinn ólafur Sigurjónsson, hrepps- stjóri Njarðvikurhrepps andaðist nú i vikunni af vöidum meiðsia, sem liann lilaut i bifreiðaslysi á Reykjanesbraut við samkomu- Inisið Stapa, en hann var fram- kvæmdastjóri Stapa. ólafur var aðeins 54 ára gam- all, ókvæntur og barnlaus. Oddviti Njarðvikurhrepps var Ólafur Sigurjónsson um 12 ára skeið, en hafði setið sem fulltrúi Alþý ðuflokksins i hreppsnefnd allt frá árinu 1953, og var hrepps- stjóri um áratuga skeið. Hann hefur ekkert tslendingar færa efnahagslög- sögu sina út i 200 milur þann 15. okt. nk. eins og alþjóð veit. Blaðinu höfðu borist spurnir af þvi að Landhelgisgæzlan væri þegar farin að búa sig undir daginn til að mæta breyttum aðstæðum.sem þá munu skapast. Okkur lék þvi forvitni á að inna forstjóra Landhelgisgæzlunnar Pétur Sigurðsson eftir þvi til hvaða aðgerða verður gripið. Fer samtalið hér á eftir. Blaðamaður: Er Pétur Sigurðsson við? Simastúlka: Ég skal athuga það. Hver biður um hann. (Blm. segir til nafns.) Forstjórinn Pétur Sigurðsson: Já. Blm. Þetta er á Alþýðublaðinu. Okkur langar til að vita hvort varðskipin eru lögð úr höfn til þeirra staða, sem þau munu verða á, þegar útfærsludagurinn rennur upp? P.S. Ég ræði aldrei um ferðir varðskipanna. Ég hef ekkert um það að segja. Blm. Verður tekið hart á brotum fyrst i stað? P.S. Ég hef ekkert um það að segja Blm. Verður tekin á leigu þyrla i stað þeirrar, sem fórst um daginn? P.S. Ég hef ekkert um það að segja. Leiðrétting Ranghermt var i kynningu á örnólfi Thorlacius, menntaskóla- kennara i blaðinu i gær, að faðir hans hafi verið skólastjóri við Vörðuskólann, eða Gagnfræða- skóla Austurbæjar, heldur var hann skólastjóri Austurbæjar- skólans. Leiðrétting 1 fréttaþræði blaðsins nýverið var mishermt að Geirharður Þor- steinsson hefði teiknað löngu blokkina, svonefndu við Norður- fell i Breiðholti. Geirharður ann- aðist skipulagningu svæðisins, en þeir sem teiknuðu blokkirnar á þvi voru þeir Björn Ölafs og Ólaf- ur Sigurðsson. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. um það að segja Samtalið varð ekki lengra þvi augljóst var að forstjóri Land- helgisgæslunnar vildi ekkert segja um þetta mál. Málið í athugun í ráðuneytinu Alþýðublaðið liafði sambaud við samgönguráðune.vtið út af er- indi og ásökunum starfsmanna Landssimans og fékk þær upplýs- ingar hjá Halldóri S. Kristjáns- syni deildarstjóra að ráðuneytið mundi ekkert segja um máiið að svo stöddu, enda hefði bréfið bor- ist ráðherra fyrirstuttu. Halldór taldi liklegt að ráðuneytið myndi senda út fréttatilkynningu eftir að ráðherra hefði kannað niálavexti. Um það, hvort ráðuneytinu hefði verið kunnugt um óánægju simamanna eða hvort ráðuneyt- inu hefði borizt kvartanir frá þeim áður uin þau efni, sem um getur i álvktuninni, vildi deildar- stjórinn ekki tjá sig. Alþýðublaðinu tókst ekki að ná tali af póst- og simamálastjóra i gær til þess að heyra álit hans á málinu. Alþýðublaóið Fös+udagur 10. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.