Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 3
SteffBtlflÍéS Kristín Guðmundsdóttir $krifar:^Q| Uppeldi sem miðar að jafnrétti Frá alda öðli hefur rikt verulegt mis- rétti milli karla og kvenna, svo sem kunn- ugt er og raun ber vitni enn þann dag i dag. A siðari árum hafa þær raddir orðið æ háværari meðal kvenna, sem vilja jafna þetta misrétti og auka réttindi kvenna á hinum ýmsu sviðum, svo sem í launamál- um, starfsvali, embættisgengi og svo framvegis. Er það vel og vonandi, að ár- angur verði sem erfiði. En hverjar eru svo orsakirnar fyrir þessu misrétti? Þær eru eflaust margar. En skyldi ekki meginorsökin samt vera fólgin í hinum hefðbundnu og viðteknu skoðunum fólks um uppeldi barna. Þegar i æsku —■ á undirbúningsárunum undir lifsbaráttuna — hefur telpunum gjarna verið innrætt sú skoðun að þeim beri að þjóna karlmönnunum, styðja við bakið á þeim i lifsbaráttunni ef svo má segja, og jafnvel fórna framavonum sinum, mennt- unar- og atvinnumöguleikum fyrir eigin- menn sina og heimili. Með öðrum orðum karlmönnunum hefur verið skipað i fylk- ingarbrjóst I lifsbaráttunni en konunum að baki þeirra. Og þessi arfgenga hlut- verkaskipting hefur svo ósjálfrátt haft á- hrif á hugsunarhátt fólks og skapað það almenningsálit að konur stæðu karlmönn- um að baki, hvað snertir gáfur og hæfi- leika, hefðu takmarkaða greind og væri llkamlega fyrirmunað að inna af hendi nema einstaka störf — og þá jafnframt einatt þau lægst launuðu og lítilsigldustu. Eru það þannig ekki einmitt áhrif upp- eldisins, sem með þröngsýni sinni og vanafestu hafa skapað þessa stöðu kon- unnar og skipað henni I óæðri bás allt fram á þennan dag. Þroski, sjálfstæði og víðsýni hvers einstaklings er sem kunnugt er að miklu leyti undir afstöðu uppalend- anna komið, og þeirra hlutur þvl æði mik- ilsverður i mótun lifsstefnu og framtiðar- möguleika hvers þjóðfélagsþegns — karla sem kvenna. Við, sem erum að ala upp börnin okkar i þjóðfélagi nútimans skyld- um vera þess minnug. Eða er ekki löngu mál til komið, að allsherjar hugarfars- breyting eigi sér stað hjá uppalendum I ljósi þess, að allar slikar kenningar og hugmyndir hafa löngu verið afsannaðar og að engu gerðar. Og það er einmitt okk- ar að snúa þessari öfugþróun við. Það er okkar skerfur til jafnréttisbaráttu kynj- anna I þjóðfélaginu, þeirrar baráttu sem miðar að þvi að gera konur jafnréttháar körlum á sem flestum sviðum, drepa úr dróma athafnafrelsi þeirra og andlegt sjálfstæði og uppræta hina arfgengu og aldagömlu minnimáttarkennd þeirra og þá um leið vanmat og vantraust karl- manna á hæfileikum kvenna og getu. Og það er ekki fyrr en sigur hefur unnizt I þeirri baráttu aðunntermeðfullum sanni að tala um þjóðfélag lýðræðis og jafnað- armennsku, réttlátt og frjáls þjóðfélag, þar sem öllum er gert jafn hátt undir höfði, án tillits til stéttar og kynferðis, þar sem allir eru jafnir, ekki aðeins „fyrir lögunum”, heldur og fyrir almenningsá- litinu. ^ f % Dagsími til kl. 20: 81866 • frettaþraðunnn. Kvöldsími 81976 FISKISKIPAFLOTINN fyllir nú hafnir landsins, eins og sagt er frá I forsiðufrétt, en samstaða virðist nær algjör meðal sjómanna um verk- failið. t gær áttu talsmenn sjómanna árangurslausan fund með for- sætisráðherra. Þessi mynd er af tveim skuttogurum, sem liggja á ytri höfninni i Reykjavik.__________________ S. Hamman efstur á svæðamótinu Heil á t rakstur fyrir Sverri Sami þjófurinn á fjórum stöðum? Mikið var um innbrot I ná- grenni miðborgar Reykjavikur i fyrrinótt. Var brotizt inn á ekki færri en fjórum stöðum, en ekki höfðu þjófarnir mikið upp úr krafsinu. Brotnar voru upp dyr á Isa- foldarprentsmiðju i Þingholts- stræti, og þar komist inn i skrif- stofu og bókaforlag. Var töluvert gramsað og rótað til, en ekki virt- ist sem neinu hafi verið stolið. Hins vegar eru skemmdir nokkr- ar á dyraumbúnaði. Þá var brotizt inn i Leikfanga- ver við Klapparstig og farið þar inn á lager. Ýmsu hefur verið hreyft þar, en erfitt var að átta sig á þvl, hvort nokkru hefði verið stolið. Þriðja innbrotið var á Grettisgötunni, en þar var brotizt inn I bilaumboðið Hafrafell, en það fyrirtæki flytur inn frönsku bifreiðarnar Peugeot. Urðu þar töluverðar skemmdir af völdum „gestanna”, en ekki vitað til þess að nokkru hafi verið stolið. Fjórða innbrotið, sem vitað er af að framið var i fyrrinótt var i rakarastofuna i Bankastræti. Virðist svo sem reynt hafi verið að komast inn i gullsmíðavinnu- stofu, sem er við hlið rakarastof- unnar, i gegnum þil sem er milli þessara tveggja staða. Hins veg- ar tókst þessi tilraun ekki, og hvarf þvi innbrotsþjófurinn eða þjófarnir af vettvangi án þess að hafa neinn árangur af erfiði sinu. Ekki er vitað, hvort þarna var um sama manninn eða mennina að ræða i öllum innbrotunum fjór- um, en að sögn lögreglunnar er það ekki óliklegt, þar sem inn- brotin eru svo til i sama hverfinu og hafa verið framin á svipuðum tima. Málið er nú i rannsókn. Tónleikar 1 kvöld verða tónleikar I Aust- urbæjarbiói á vegum tónlistarfé- lags Reykjavikur. Þar munu þeir Erling Blöndal Bengtsson og Arni Kristjánsson leika verk eftir Schuman, Bach, Beethoven og Chopin. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Leiðrétting Slæm villa varð i viðtali við Jóhann Möller I blaðinu I gær. Orðið ekki féli þar niður og breytti merkingu setningar, sem átti að hljóða svo: Alþýðuflokkur- inn hefur ekkisagt sig úr meiri- hlutanum. Þá var og ranghermt nafn eins umsækjandans. Það átti að vera Björk Hallgrimsson. Eru hlutaðeigandi aðilar beðnir afsökunar á þessum villum. Tvær biðskákir á svæðamotinu á Hótel Esju voru tefldar i gær- kvöldi, ásamt frestaðri skák Liberzon og Murry úr 1. umferð. Biðskák Danans S. Hamman og Belgans Van den Broec úr þriðju umferð lauk með sigri Hamman og biðskák Ungverjans Ribli og Finnans Poutiainen úr annari umferð lauk með sigri Ribli. Frestaðri skák Liberzon og Murry iauk með sigri Liberzon. í stefnuræðu forsætisráðherra I gærkvöldi kom m.a. fram, að haustið 1974 var talið, að við- skiptahallinn á því ári mundi nema 9,5% af þjóðarframleiðsl- unni, en hann reyndist tæp 12%. Þá var við þvi búizt, að viðskipta- kjörin á árinu 1975 yrðu varla meira en 5-6% lakari en árið 1974. Þróun siðustu mánaða ársins breytti þessari skoðun I grund- vallaratriðum. Um áramót var ljóst, að rýrnun viðskiptakjara hlyti að verða 13-15% á árinu 1975 og enn hefur þetta snúist á verri veg eftir þvi sem liðið hefur á árið þannig að nú virðast viðskipta- kjör 1975 verða um 16-17% verri en á siðasta ári. Nú virðast horfur á, að þjóðar- framleiðslan minnki um 3,5% á árinu 1975 og vegna versnandi viðskiptakjara rýrnar raunveru- legt verðgildi þjóðarteknanna á mann um 9%. 1 fyrra stóðu þjóð- artekjur i stað. Um horfurnar framundan sagði forsætisráðherra, að þrátt fyrir mikla aukningu erlendra lána væri búist við, að nettógjaldeyris- staðan mundi versna um 2.500 milljónir á árinu og gjaldeyris- Nú er aðeins einni skák ólokið úr þremurfyrstu umferðunum og er það skák Liberzon og Oster- meyer úr 2. umferð, en hún verð- ur tefld á laugardaginn. Staðan i mótinu er þvi þessi: S. Hamman er efstur með 2 1/2 vinning, siðan koma Friðrik, Timman, Parma og Ribli allir með 2 vinninga. Þess má þó geta að Ribli hefur aðeins teflt 2 skákir, þvi hann sat hjá I fyrstu umferð. forðinn yrði þvl aðeins lánsfé. Líkur benda til, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna lækki I ár um 16-17% frá fyrra ári. Horfur um hag þjóðarbúsins eru nú þannig, að kjaraákvarðanir fyrirnæsta ár geta aðeins miðast við það að tryggja núverandi rauntekjur heimilanna og fulla atvinnu. Þetta verður bezt gert með þvi að ákveða nú hóflegar kjarabreytingar, sem virða þau takmörk, sem þjóðarbúinu eru sett, og miða að þvi að draga úr verðbólgunni, sagði Geir Hall- grlmsson. Einnig tók hann fram, að rikis- stjórnin mun beita sér fyrir við- ræðum allra aðila um samræmda launastefnu og leiðir til að komast fyrir rætur verðbólgunnar. Styðja utfærslu Trésmiðir á Akureyri hafa á fundi 15. þ.m. samþykkt ályktun þar sem lýst er eindregnum stuðningi við útfærslu fiskveiði- lögsögunnar og varað við öllum samningum við erlend riki um veiðar innan hinnar nýju lögsögu. Sverrir Hermannsson er einn þeirra þingmanna á íslandi, sem frægastir hafa orðið fyrir ó- hemjulega tjáningarþörf. Ein- hvers staðar kom fram sú hug- mynd að þátturinn „Um daginn og veginn” væri heppilegur vett- vangur fyrir fólk, sem væri að springa af innri spennu. En sem betur fer komst Sverrir á þing, þvi óliklegt er að nefndur út- varpsþáttur hefði fullnægt and- legri útstreymisþörf mannsins. Margt af þvi, sem Sverrir hefur sagt fyrr og siðar, er að visu m jög gott,annað verra, eins og gengur og gerist. 1 grein, sem Sverrir skrifaði i Morgunblaðið um siðustu helgi komu fram mjög athyglisverðar upplýsingar varðandi virkjun Bessastaðaár. Þar segir Sverrir svo: „Það er verið að leggja veg fyrir 100 milijónir króna upp á Fljótsdalsheiði, þótt vatnið i Bessastaðaá sé tæplega I rak- vatn....” Samkvæmt uppiysing- um, sem Alþýðublaðið hefur aflað sér hjá viðurkenndri verkfræði- stofu reiknast svo til að vatnið, þ.e. ársrennslið, mundi duga i rakvatn fyrir alla karlmenn á Austurlandi i 68.600 ár. Þarna er gert ráð fyrir að vatnið verði not- að óvirkjað. Ef þetta vatnsrennsli yrði á hinn bóginn virkjað mundi rafmagnið nægja I rakstur (venjuleg rafmagnsrakvél) fyrir 26 milljón karlmenn. Þessi útreikningur er að sjálf- sögðu miðaður vi það að menn raki einungis skegg það, sem vex á andlitinu. Ef á hinn bóginn er gert ráðfyrir að menn raki einnig fótleggi sina eða aðra llkams- hluta mundu þessar tölur e.t.v. Á kvennadaginn Upp min sál og sinni, sungið skal i dag, úti jafnt sem inni islands kvenna minni, fagurt frelsislag. Upp min önd og tunga, ástarhlý og klökk, lijarta, lifur, lunga, léttiö svefni og drunga, kveðið konum þökk. Uósturlandsins Freyja fagurleit á kinn, móðir, kona, meyja, mætti ég lifa og deyja fyrir frama þinn. breytast nokkuð. Samkv. upplýs- ingum sérfræðinganna má vera að Komissar Sverrir Hermanns- son hafi mjög harða skeggrót eða þá að hann rakar sig óvenjulega mikið og viða. Vinstrimenn sigruðu í H.í. A miðvikudaginn fóru fram kosningar hjá stúdentum við Há- skóla Islands. Kosin var nefnd til þess að sjá um hátiðahöld stúd- enta 1. desember. Eins og jafnan áður var mikill áhugi meðal stúd- enta og á kosningafundinum, sem haldinn var á undan kosningun- um urðu fjörugar og harðar um- ræður og töluðu þar alls um 20 manns, auk frummælenda. Kosn- ingum íauk með þvi að listi Verð- andá hlaut 517 atkvæði en listi Vöku 284 atkvæði. Verður þetta að teljast all góður sigur hjá vinstri- mönnum i Háskólanum. Námskeið fyrir rjúpnaveiðimenn Nýlokið er tveimur námskeið- um fyrir rjúpnaskyttur I meðferð og notkun áttavita.Það er Hjálp- arsveit skSta I Reykjavik sem annazt hefur þessi námskeið og er þetta tiunda árið i röð, sem hún annazt þau. A hvoru þessara námskeiða hafa verið 25 þátttak- endur og er fyrirhugað að halda það þriðja á þessu hausti, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin hafa staðið yfir tvö kvöld og hefur þvi fyrra verið varið til kennslu i meðferð átta- vita og seinna kvöldið hefur þátt- takendum verið ekið spölkorn út fyrir borgina og þeir látnir sýna kunnáttu slna með þvi að rata til ákveðins staðar. Þá hefur rjúpna- skyttum veriðráðlagtum hvernig útbúnaður til fjallaferða sé heppi- legastur, og hvað sé fáanlegt I verzlunum hér. Forgöngumenn námskeiðanna telja að þau hafi komið mörgum til góða og taka þá mið af þvi, að á siðari árum gerist það æ sjaldnar, að menn týnist á rjúpnaveiðum, en áður var. Eins og áður sagði er i ráði að halda þriðja námskeiðið á þessu hausti næsta miðviku- og fimmtu- daskvöld (29. og 30. okt.) ef næg þátttaka fæst og er þeim, sem á- huga hafa og hyggja á að fara til rjúpna bent á að leita upplýsinga I Skátabúðinni við Snorrabraut. Skátarnir eiga heiður skilinn fyrir að sýna þessu máli jafn mik- inn áhuga og þeir gera, þvi vist er, að margur hefur átt kunnáttu I meðferð áttavita lif sitt að launa, ekki sizt rjúpnaskyttur. Kaupmáttur lækkar um 17% á árínu Alþýðublaðið m Föstudagur 24. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.