Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 4
□ Andrea Þórðardóttir: Opið bréf til fjármálaráðherra Á að skera niður framlög til þeirra sem minnst mega sín ? Hafnarfirði, 21. október 1975. Hr. Fjármálaráðherra Matthías Matthiesen! Kæri Matthias. Nú hef ég nýlega lokið við að lesa bók þá, sem inni hefur að halda fjárlögin fyrir árið 1976. Fyrir margra hluta sakir var þetta fyrir mig hin merkileg- asta lesning, sem olli mér hin- um mestu vonbrigðum. Sér- staklega vil ég taka fram niður- stöður þinar varðandi heil- brigðismál. Þar telurðu hægt að draga úr útgjaldaaukningu um 2000 milljónir króna frá þvi, sem gildandi er i reglum og fram- kvæmdir fela i sér. Það er fyrir- sjáanlegt, að slikur niðurskurð- ur mundi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga þjóöfélagsins, sem minnst mega sin og koma ekki til með að fjöl- menna fótgangandi til fundar við þig I Arnarhveli eins og t.d. námsmenn gera, eða fara i verkfall. Hvers konar fólk hefd- ur þú, að hér sé um að ræða? Þetta eru andfega og likamlega fatlaðir einstaklingar, öryrkjar og gamalmenni, fólk, sem orðið hefur fyrir slysum, drykkju- sjúklingar og miklu fleiri. A undanförnum árum hefur mér fundizt þessi mál vera að þróast i' rétta átt, enda þótt of rKVENNAFRÍ 24. OKTÓBER 1975 ] F L :UNDUR Á I .ÆKJARTORGI1 Dagskráin hefst kl. 2 á Lækjartorgi. Fundarstjóri: Guðrún Erlends- dóttir. Lúðrasveit kvenna leikur. Fundur settur. Ávarp: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkakona. Fjöldasöngur undir stjórn Guðrúnar Á. Símonar óperusöngvara. Alþingismannahvatning: Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobs- dóttir. Þáttur Kvenréttindafélags islands. Ávarp: Björg Einarsdóttir verslunarmaður. Fjöldasöngur: Hvers vegna kvennafrí? Ljóð Valborgar Bentsdóttur i tilefni dagsins. Ávarp: Ásthildur ólafsdóttir húsmóðir. Kvennakróníka i þríliðu. Tekið hafa saman Anna Sigurðardóttir, Sigríður Thorlacius og Valborg Bentsdóttir. Flytjendur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Briet Héðinsdóttir, Helga Bachmann, Sigríður Hagalín og Sigurður Karlsson. Stjórnandi: Herdís Þor- valdsdóttir. Baráttudagskrá rauðsokka. Fjöldasöngur. Fundi slitið. * Lúðrasveitin leikur i fundarlok. OPIÐ HÚS lí Wt Orðiö er frjálst — Áhugafólk skemmtir — Kaffi og öl * Norræna húsið við Hringbraut. Opið kl. 15 til 19. * Sokkholt, heimili rauðsokka, Skólavörðustíg 12. Opið kl. 10—19. * Félagsheimili prentara, Hverfisgötu 21. Opið kl. 10—19. * Lindarbær, Lindargötu 9. Opið kl. 15—19. * Hótel Saga, Súlnasalur. Opið kl. 15—19. ■k Hallveigarstaðir v/Túngötu. Opið kl. 10—19. * Húsmæðrafélag Reykjavíkur, Baldursgötu 9. Opið kl. 15—19. Framkvæmdanefnd um kvennafrí. KONUR! STÖNDUM SAMAN! ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ * ★ * * + ¥ ¥ ¥ hægt hafi þó farið. Skilningur yfirvalda og almennings hefur aukizt i málefnum flestra þeirra, sem upp voru taldir. En nú virðistmér, sem snúa eigi til verri vegar. Það virðit ætlun ykkar að stöðva svo til alla framfararþróun i málefnum þeirra, er minnst mega sin. Ekki þarf mikið út af að bera, svo að annað hvort okkar yrði flokkað til einhvers þeirra hópa, er áður voru taldir. Hefurðu t.d. nokkurn timan komið inn á Grensásdeild Borgarspitalans og rætt við eða séð þá einstak- linga, sem þar er verið að reyna að endurhæfa til þess að koma þeim á ný út i lifið, ef mögulegt er? Þessi starfsemi kostar mikla peninga, en án hennar yrði þetta fólk eilifir þyggjendur af tryggingakerfinu. Fleiri eru þeirstaðir, þar sem unnið er að endurhæfingu og enginn þeirra má við þvi að missa svo sem eina krónu af þvi, sem nú er veitt til þeirra. Þvert á móti kallar aukin þörf á meira fé, þvi stór hluti þess fólks, sem dvelst á þessum stöðum er ungt fólk og hvaða þjóð má við þvi að missa blóma sinn úr atvinnulifinu? Sparnaður er alls ekki fólginn i þvi að láta þetta fólk dvelja á stofnunum lengur en þörf kref- ur! Ég held, að ekki verði um það deilt, að frumskilyrði til þess, að fólk geti lifað og verið ham- ingjusamt sé, að þvi sé gefinn kostur á starfi við sitt hæfi. Margir i þeim hópum, er ég taldi upp áðan, koma ekki til með að geta unnið á venjulegum vinnustöðum og fyrir þá þarf þvi verndaða vinnustaði, en af þeim eigum við skammarlega fáa. Hugsum okkur t.d. 67 ára gamlan mann með skerta starfsorku, en gæti þó unnið á vernduðum vinnustað hluta úr degi, heldur en að verða dæmd- ur til þess að sitja aðgerðarlaus heima, sjálfum sér og þjóðfé- laginu til óþurftar. Þessi maður þyrfti frekar aukna aðstoð en hitt. Þar á ég við aukið fjár- framlag til uppbyggingar á vernduðum vinnustöðum og hvernig stendur t.d. á því, að rikið hefur ekki byggt eitt einasta eliiheimili, en skammt- ar til þeirra 1850 krónum á dag? Þetta þarf auðvitað að laga. Ekki vil ég sve skilja við þig, Matthias, i þessu bréfi minu, að ég minnist ekki á málefni fatl- aðra barna, en þar hefur þjóðfé- lagið svo sannarlega ekki staðið við lögbundnar skyldur sinar i menntunarmálum þeirra. Ætið virðist hafa skort fjármagn til þess að bæta þarna úr og nú skammtar þú t.d. aðeins 4.750.000m.kr. (fjórar milljónir, sjöhundruð og fimmtiu þúsund) til skóla fyrir þroskahömluð börn. Þetta er álika upphæð og gömul tveggja herbergja ibúð myndi kosta hér i borg. Ja, ekki var þaö mikið, sem gera skal! Syndu nú af þér manndóm, Matthias, minnkaðu frekar framkvæmdir við Grundar- tanga og við brúargerð i Borg- arfjörð, fækkaður frekar i þessu nefndafargani og stuðlaðu að auknu eftirliti með fjáraustri i rikiskerfinu. Nefna má t..d ferð- ir ráðherra til útlanda. Stör- efldu eftirlit i skattamálum og breyttu skattalögum þannig að þau gefi sömu, ef ekki hærri upphæð heldur en þú hyggst skera niður i framlögðu frum- varpi. Endurskoðaðu afstöðu þina varðandi þennan niður- skurð til heilbrigðismála, með þvi móti myndirðu stuðla að réttlátara og manneskjulegra þjóðfélagi, eða var það ekki ein- mitt það, sem Kristur kenndi okkur? Andrea Þórðardóttir. Brúðkaupsveislur Samkvæmi ÞINGHOLT Bergstaóastræti Alþýðublaðið Föstudagur 24. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.